Morgunblaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2013 námi á tilskildum tíma. Sjálfstæðisflokkurinn leggur til að fjárframlag hins opinbera til náms fylgi nemanda á öllum skólastigum og val nemandans ráði hvort þetta framlag gangi til opinberra skóla eða fræðslustarfs á vegum einka- aðila. Námsefni og tölvuvæðing Framsóknarflokkurinn vill leggja nægilegt fé til námsgagnagerðar með sérstaka áherslu á þróun ís- lenskra námsgagna á rafrænu formi. Hægri grænir vilja að öll börn og unglingar fái fríar spjaldtölvur í stað bóka. Sjálfstæðisflokkurinn leggur einnig áherslu á að rafvæða náms- efni og styrkja upplýsingatækni og tölvulæsi. Tengsl við atvinnulífið Sjálfstæðisflokkur telur að efla þurfi iðn-, verk- og starfsnám í takt við þarfir atvinnulífsins, m.a. með því að atvinnurekendum verði gert kleift að gera námssamninga við nemendur. Slíkt hið sama er upp á teningnum hjá Framsóknarflokki sem leggur til að komið verði á fót samstarfsvettvangi mennta- málayfirvalda, kennara og hags- munaaðila í atvinnulífi. Menntamál og framboðin Taka á brottfalli úr skólummeð því að auka valkosti og sveigjanleika í skólakerfinu. Bjóða þarf upp á fleiri möguleika varðandi lengd náms og fleiri leiðir sem henta styrkleikum hvers og eins. Björt framtíð XA Auka fjölbreytni námsleiða til aðmæta styrkleika námsmanna. Bjóða upp á fjölbreyttar leiðir í kennaramenntun þar sem sérmenntað starfsfólk eigi kost á sí- og endurmenntunarnámi. Leggja nægilegt fé til námsgagna gerðar með sérstaka áherslu á þróun íslenskra námsgagna á rafrænu formi. Framsóknarflokkurinn XB Vilja að tekin verði upp skólastyrkir eins og í Danmörku og núverandi námslánakerfi lagt niður. Tekið verði á brottfalli úr skólummeð nýjum náms og kennsluleiðum. Öll börn og unglingar fái fríar spjaldtölvur í stað bóka. Hægri grænir XG Fjárframlag hins opinbera til náms fylgi nemanda á öllum skólastigum og val nemandans ráði hvort þetta framlag gangi til opinberra skóla eða fræðslustarfs á vegum einkaaðila. Aukin áhersla verði lögð á iðn- og tækninám.Unnið að styttingumeðalnámstíma til stúdentsprófs. Sjálfstæðisflokkurinn XD Stúdentar útskrifist 18 ára. Stefna ber að breytingum á LÍN frá lánakerfi yfir í árangurstengt styrkjakerfi. Flokkur heimilanna XI Fjölbreytt menntun og möguleikar til náms undir umsjá hins opinbera. Fyrirbyggja þarf að ungmenni flosni upp úr skóla. Regnboginn XJ Allir geti stundað grunnnám óháð efnahag. Bæta aðgengi fatlaðs fólks að námi, huga sérstaklega að þörfum nemenda af erlendum uppruna. Sérstök áhersla lögð á iðn- og tæknimenntun og endurskipuleggja og efla háskólastigið. Lýðræðisvaktin XL Sporna við brottfalli m.a. aðmiða að því að allir nemendur stundi nám við hæfi. Bæta þjónustu LÍN við nemendur, taka upp blandað kerfi styrkja og lána, endurreisa samtímagreiðslur ogmiða fjárhæð námslána við neysluviðmið velferðarráðuneytis. Samfylkingin XS Gjaldfrír aðgangur barna að skóla frá 4-18 ára aldurs þar sem námsgögn, skólabúningar ogmáltíðir eru hluti af skipulagi á ábyrgð skólans. Aðgengi að grunnmenntunmegi aldrei raskameð gjaldtöku rekstraraðila að skólum og skólatengdum skylduverkefnum þó frelsi til einkarekstrar (án hagnaðar) og sjálfstæði stofnana verði verulega aukið. Dögun XT Byggjamenntakerfið ámenntastefnu, sem birtist í nýjum aðalnámskrám fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla. Afgreiða nýtt frumvarp til laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna þar sem gert er ráð fyrir að hluti lána breytist í styrki ef námi er lokið á eðlilegum viðmiðunartíma. Vinstri Græn XV Uppfæramenntakerfið í heild. Tilgangur skólakerfisins er að kenna fólki á það hvernig samfélagið virkar og hvernig á að búa til nýja þekkingu. Píratar XÞ Við léttum þér lífið F A S TU S _H _0 5. 01 .1 3 Komið í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 | Síðumúli 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 WWW.FASTUS.IS Stuðningshandföng Göngugrindur Griptangir Salernis- og sturtustólar Fastus ehf. býður upp á heildarlausnir innan endurhæfingar, hjúkrunar og hjálpartækja. Í verslun Fastus að Síðumúla 16, 2. hæð er að finna gott úrval af heilbrigðisvörum. Sérhæft fagfólk á sviði endurhæfingar, hjúkrunar og hjálpartækja leggur metnað sinn í að finna lausnir og aðstoða við val á vörum fyrir einstaklinga og stofnanir. Komdu og skoðaðu úrvalið - við tökum vel á móti þér og finnum réttu lausnina fyrir þig. Stefna framboða sem bjóða ekki fram á landsvísu Alþýðufylkingin, sem býður fram í Reykjavíkur- kjördæmunum norður og suður, vill að allir geti feng- ið góða menntun án endurgjalds. Menntun eigi að skoðast sem samfélagsleg verðmæti fremur en mark- aðsvara. Landsbyggðarflokkurinn, sem býður ein- ungis fram í Norðvesturkjördæmi, leggur ríka áherslu á menntun í heimabyggð. Hann vill festa í lög rétt allra til að stunda framhaldsskólanám í nágrenni heimabyggðar til 20 ára aldurs. Greiðslur, þeim til handa sem kjósa að sækja sér nám utan heimabyggð- ar, verði tryggðar. Húmanistaflokkurinn, sem býður fram í Reykjavík norður og suður, vill að nám verði aðgengilegt öllum án endurgjalds því líta verði á nám sömu augum og vinnu. Ekki fengust upplýsingar frá framboði Sturlu Jóns- sonar í Reykjavík suður um stefnu í menntamálum. Morgunblaðið/Ómar Styrkir og lán Margir flokkar, m.a. Framsókn og VG, eru fylgjandi því að hluti námslána breytist í styrk ljúki nemandi grunnnámi á tilskildum tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.