Morgunblaðið - 24.04.2013, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2013
Gylfaflöt 7, Grafarvogi | Sími 587 8700 | www.krumma.is
Opið: mán.-fös 8:30-18:00, lau 11:00-16:00
Öryggi – gæði - leikgildi
Gleðilegt sumar
STUTTAR FRÉTTIR
● Í mars sl. var 62 kaupsamningum um
atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
þinglýst og 65 utan þess, samkvæmt
heimasíðu Þjóðskrár í gær. Heildarfast-
eignamat seldra eigna á höfuðborg-
arsvæðinu var 7.4 milljarðar en 1.2
milljarðar utan þess. Af þessum samn-
ingum voru 26 um verslunar- og skrif-
stofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.
Á sama tíma var 21 kaupsamningur
um atvinnuhúsnæði á höfuðborg-
arsvæðinu skráður og 23 utan þess.
Heildarupphæð samninga á höfuðborg-
arsvæðinu var 1.2 milljarðar og fast-
eignamat þeirra eigna sem samning-
arnir fjölluðu um 676 milljónir króna.
Atvinnuhúsnæði í mars
● Japönsk flugmálayfirvöld skoða nú
möguleikann á því að leyfa aftur flug á
Boeing 787 Dreamliner-vélunum, en
ákvörðun um það verður tekin nú í vik-
unni eftir að forsvarsmenn Boeing hafa
mætt fyrir samgöngumálanefnd í
Bandaríkjunum.
Dreamliner-vélarnar voru kyrrsettar
fyrr á þessu ári þegar bilun í rafhlöðum
leiddi til lítils eldsvoða í rafkerfi vél-
anna. Í kjölfar þess fyrirskipaði banda-
ríska flugmálastjórnin allsherjarskoðun
á framleiðslu og hönnun 787-vélanna.
Boeing 787 Dreamliner
aftur á leið í loftið?
Frumjöfnuður hins opinbera á Íslandi
(frumjöfnuður er jöfnuður tekna og
gjalda hins opinbera að fjármagns-
tekjum og -gjöldum undanskildum)
verður 2,5% af landsframleiðslu
(VLF) í ár og hefur batnað um 9% af
landsframleiðslu frá árinu 2009. Þetta
er mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en
á vorfundi sjóðsins í Washington um
helgina var kynnt skýrsla um stöðu
opinberra fjármála í aðildarríkjum
hans.
Afgangurinn á frumjöfnuði segir til
um hvort rekstur ríkissjóðs sé að
skila einhverjum peningum upp í
vaxtakostnað, en áætlað er að hann
verði 88 milljarðar á ríkissjóði Íslands
á þessu ári.
Víða er hallarekstur
Í fréttatilkynningu frá fjármála-
ráðuneytinu frá fundinum segir að
AGS reikni með að frumjöfnuðurinn á
þessu ári verði 2,5%. Í fjárlögum
þessa árs var hins vegar reiknað með
3,2% frumjöfnuði. AGS segir í skýrslu
sinni að afgangur á frumjöfnuði árið
2012 hafi verið 1,5%, en fjármálaráðu-
neytið sendi frá sér tilkynningu í vet-
ur og sagði að hann hefði verið 1%.
AGS skoðaði stöðuna í ár í 30 þró-
uðum ríkjum, m.a. frumjöfnuð, sem
er jöfnuður tekna og gjalda að fjár-
magnstekjum og –gjöldum undan-
skildum.
Morgunblaðið/Golli
Afgangur AGS reiknar með 2,5%
frumjöfnuði á Íslandi í ár.
AGS áætlar 2,5%
frumjöfnuð í ár
Vaxtakostnaður
áætlaður 88 ma.
FRÉTTASKÝRING
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Orkuveita Reykjavíkur (OR) á í við-
ræðum við sjóðsstýringarfyrirtækið
Landsbréf um mögulega sölu
Magma-skuldabréfs. OR eignaðist
skuldabréfið þegar kanadíska orku-
fyrirtækið Magma Energy keypti
hlut Orkuveitunnar í HS Orku árið
2009. Skuldabréfið, sem er að fjár-
hæð tæplega 68 milljónir Bandaríkja-
dala og með einn gjalddaga í desem-
ber 2016, var bókfært á 9,7 milljarða
króna í ársreikningi OR um síðustu
áramót. Orkuveitan hefur væntingar
um að söluverð skuldabréfsins gæti
verið nálægt bókfærðu virði.
Á fundi stjórnar Orkuveitunnar í
síðasta mánuði var samþykkt að
heimila forstjóra að ganga til við-
ræðna við Landsbréf eftir að tilboð
barst frá félaginu í skuldabréfið.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins barst einnig tilboð frá er-
lendum fjárfesti í skuldabréfið. Fast-
lega má gera ráð fyrir því að náist
samkomulag milli Orkuveitunnar og
Landsbréfa þá verði kaupin á skulda-
bréfinu fjármögnuð af lífeyrissjóðum
og fagfjárfestum í gegnum fagfjár-
festasjóð á vegum Landsbréfa. Líf-
eyrissjóðir eiga nú um þriðjungshlut í
HS Orku.
Orkuveitan tilkynnti sl. haust að
ákveðið hefði verið að kanna áhuga
fjárfesta á skuldabréfinu að því gefnu
að „viðunandi verð“ fengist. Í kjölfar-
ið fól Orkuveitan Straumi fjárfest-
ingabanka að skoða mögulega sölu
bréfsins. Það eru hlutabréf Magma í
HS Orku sem standa að veði fyrir
greiðslum af bréfinu.
Ingvar Stefánsson, framkvæmda-
stjóri fjármála hjá Orkuveitunni, seg-
ir í samtali við Morgunblaðið að vonir
standi til að niðurstaða fáist í málið á
allra næstu vikum. Þrátt fyrir að við-
ræður hafi einungis átt sér stað við
Landsbréf, sem Straumur leiðir fyrir
hönd OR, þá er ekki loku fyrir það
skotið að frekari tilboð muni berast í
Magma-skuldabréfið. Heimildir
Morgunblaðsins herma að Orkuveit-
an hafi á síðustu vikum fengið fyr-
irspurnir um skuldabréfið frá áhuga-
sömum innlendum og erlendum
fjárfestum.
Tíu milljarða afborgun
Í áætlun Orkuveitu Reykjavíkur
um að leysa fjárhagsvanda fyrirtæk-
isins, Planið svonefnda, var gert ráð
fyrir því að Orkuveitan myndi eiga
skuldabréfið fram að gjalddaga í árs-
lok 2016. Ingvar segir að það sé þess
vegna ljóst að ef fyrirtækinu takist að
selja skuldabréfið, fyrir „ásættanlegt
verð,“ þá muni það tvímælalaust
styrkja Planið „heilmikið,“ ekki síst
lausafjárstöðu Orkuveitunnar.
Orkuveitan stóð frammi fyrir mjög
þungri greiðslubyrði í erlendri mynt
á þessu ári og nema afborganir og
vaxtagreiðslur um 30 milljörðum
króna. Þar munar mestu um afborg-
un upp á 67 milljónir evra, jafnvirði
ríflega 10,2 milljarða króna, sem er á
gjalddaga 30. apríl næstkomandi.
Orkuveitan hefur haft heimild frá
Seðlabankanum til að kaupa gjald-
eyri í því augnamiði að undirbúa af-
borganir af erlendum lánum fyrir-
tækisins og samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins á fyrirtækið nægj-
anlegt laust fé í gjaldeyri til að greiða
afborgunina sem er á gjalddaga í
næstu viku.
„Þegar Orkuveitan er búin að
greiða þann gjalddaga þá er miklu
lygnari sjór framundan,“ útskýrir
Ingvar. Hann bendir á að nái sala
eigna fram að ganga, til að mynda
Magma-skuldsbréfsins, þá myndi það
bæta lausafjárstöðuna og um leið
auka líkur á því að Orkuveitunni tak-
ist að sýna fram á að fyrirtækið hafi
aðgang að erlendum lánamörkuðum.
Slíkt væri aftur forsenda þess að al-
þjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið
Moody’s breytti horfum Orkuveit-
unnar úr neikvæðum í stöðugar.
Opnað á erlendar lánalínur
Stjórn Orkuveitunnar hefur veitt
samþykki sitt að gerðir verði samn-
ingar um gjaldeyrislán frá erlendum
og innlendum bönkum og umfangs-
mikla áhættuvarnarsamninga gegn
sveiflum í gengi gjaldmiðla og vöxt-
um. Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins eru viðræður við erlenda
banka um opnun erlendrar lánalínu
langt komnar og gæti niðurstaða í
legið fyrir mjög bráðlega, hugsanlega
strax í næstu viku. Jafnframt standa
vonir til þess að það takist á næstu
vikum að ganga frá samkomulagi við
erlendan banka um að endursemja
um afborganir af erlendum lánum
bankans í því augnamiði að bæta
sjóðsstreymi Orkuveitunnar.
Orkuveitan í viðræðum um
sölu Magma-skuldabréfs
Samþykkt að ganga til viðræðna við Landsbréf Bókfært virði 9,7 milljarðar
Batnandi horfur Takist að selja Magma-skuldabréfið, fyrir „ásættanlegt
verð,“ þá mun það styrkja Planið „heilmikið,“ ekki síst lausafjárstöðuna.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Magma-skuldabréf
» Orkuveitan fékk skuldabréf
frá Magma Energy fyrir hlut
sinn í HS Orku árið 2009.
Kaupverðið á þriðjungshlut var
12 milljarðar - 30% voru stað-
greidd en afgangurinn greidd-
ur með skuldabréfi með einum
gjalddaga í desember 2016.
» Orkuveitan hefur átt í við-
ræðum við Landsbréf um sölu
á skuldabréfinu. Bókfært virði
bréfsins var 9,7 milljarðar um
síðustu áramót.
» Samkomulag við erlenda
banka um opnun lánalínu gæti
náðst mjög bráðlega.
!"# $% " &'( )* '$*
++,-+.
+,/-.,
++.-/,
01-.2.
+2-/03
+,-,00
+03-34
+-+/,2
+,5-,.
+50-1.
++,-3+
+,/-/
++3-0
01-35.
+2-//0
+,-,,3
+03-/+
+-+2+3
+,4-05
+50-34
01,-03+2
++,-42
+,2-0.
++3-5.
01-5+.
+2-23
+,-/04
+05-+4
+-+232
+,4-,,
+50-/2
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
MMeira á mbl.is