Morgunblaðið - 24.04.2013, Qupperneq 23
NASA/JPL-Caltech/Cornell/Arizona State University
úr hverju hún er, hvernig hún hefur
þróast og hvernig lofthjúpurinn hefur
þróast. Þetta eru mörg púsl sem
koma saman og mynda heildarmynd
af reikistjörnu sem var einu sinni líf-
vænleg en eitthvað gerðist sem olli
því að hún er það ekki í dag.“
Líklega ekki á næstu 50 árum
Sævar segir mjög mikilvægt að
kanna aðra hnetti til að skilja jörðina
betur. „Eina leiðin til að vita hvernig
jörðin hegðar sér er að bera hana
saman við aðrar reikistjörnur. Það er
einn af lykilþáttunum í að skoða lofts-
lagsbreytingar, bæði á jörðinni og
annars staðar í sólkerfinu. Ef sólin
ætti til dæmis sök á loftslagsbreyt-
ingum á jörðinni í dag ættum við
væntalega að sjá það á öðrum reiki-
stjörnum en það gerum við ekki. Þá
getum við strax dregið þá ályktun að
það sé eitthvað á jörðinni sjálfri sem
breytir loftslaginu.“
Sævar er handviss um að menn
eigi eftir að fara til Mars í framtíð-
inni. Enn þurfi að þróa tækni til þess
að gera það mögulegt en ekki þurfi
mikið til þess. Það fari aðallega eftir
áhuga ríkisstjórna heims á að ráðast í
slíkt verkefni. Sævar vonast til þess
að slík ferð yrði alþjóðlegt verkefni
sem margar þjóðir kæmu að.
Mesta vandamálið væri ferðatím-
inn. Það tæki 6-9 mánuði að ferðast til
Mars. Geimfarar þyrftu svo að dvelj-
ast þar í eitt og hálft ár þar til það
væri orðið heppilegt að skjóta geim-
fari frá Mars til jarðar aftur. Til að
halda lífi í fólkinu þyrfti að rækta
plöntur þar sem ekki væri hægt að
flytja vistir til svo langs tíma með
geimfari. Sævar er ekki bjartsýnn á
að af Marsför verði í bráð.
„Ég vona að þetta gerist á minni
ævi en miðað við hvernig staðan er í
dag hef ég því miður ekki trú á að við
förum til Mars fyrr en eftir svona
fimmtíu ár. En það getur svo sem allt
breyst á stuttum tíma,“ segir hann.
AFP
Ævintýri Bas Lansdorp, framkvæmdastjóri hollenska fyrirtækisins Mars
One, kynnir leit þess að Marsförum á blaðamannafundi í New York.
FRÉTTIR 23Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2013
Allt
á einum stað!
Lágmarks
biðtími www.bilaattan.is
Bílaverkstæði
Dekkjaverkstæði
Smurstöð
Varahlutir
Um tíu þúsund manns hafa þegar
falast eftir því að verða fyrstu
fulltrúar mannkynsins til að stíga
fæti á Mars, að sögn forsvarsmanna
hollenska fyrirtækisins Mars One.
Það stefnir að því að senda fjóra
geimfara til að koma á fót nýlendu
á rauðu reikistjörnunni árið 2023.
Áætlað er að uppátækið kosti allt
að sex milljarða dollara en ferða-
lagið á að vera hluti af raunveru-
leikaþætti um fyrstu för manna til
annarrar reikistjörnu.
„Þegar ég heyrði fyrst um verk-
efnið hugsaði ég að þetta væri tæki-
færi mitt til þess að gera æsku-
draum minn að veruleika. Ég gæti
orðið einn af brautryðjendunum,
reist fyrstu byggðina á Mars og
kennt fólkinu heima að það eru enn
ókönnuð svæði sem mannkynið get-
ur náð til,“ segir Cynthia, 32 ára
gömul bandarísk kona sem er ein af
þeim þúsundum sem hafa sótt um
að komast til Mars.
Geta ekki snúið heim
Ef ferðin verður að veruleika
eiga geimfararnir ekki afturkvæmt
og halda líklega út í vísan dauðann.
Á heimasíðu Mars One segir að
heimferð sé ekki fyrirsjáanleg og
geimfarar ættu ekki að reikna með
því að snúa aftur til jarðar.
Bent hefur verið á að áhrif geisl-
unar og sólarvinda á manneskjur,
bæði á leiðinni til Mars og á yfir-
borði reikistjörnunnar, liggi ekki
ljós fyrir. Hætta sé á að geimfar-
arnir verði fyrir heilsubresti af
þeim sökum.
Þá er þyngdarafl Mars aðeins
rúmlega þriðjungur af þyngdarafli
jarðar. Mannslíkaminn aðlagist
þeim aðstæðum, þéttni beinanna
minnki, vöðvar rýrni og afköst æða-
kerfisins minnki. Ólíklegt sé að lík-
amar geimfaranna gætu ráðið við
álagið við það að snúa aftur í mun
sterkara þyngdarafl jarðarinnar
eftir veruna á Mars.
Ferðin yrði að líkindum feigðarför
Mars er fjórða reikistjarnan frá sólu og sú næst-
minnsta í sólkerfinu. Massi plánetunnar er aðeins um tí-
undi hluti af massa jarðar og helmingi minni að þvermáli.
Reikistjarnan hefur alla tíð verið kunn mönnum enda
oft meðal björtustu fyrirbæra á næturhimninum. Hún heit-
ir eftir rómverska stríðsguðinum Mars.
Stærsta eldfjall sólkerfisins, Ólympusfjall, er á Mars.
Það 27 km hátt og er mun stærra en Ísland að flatarmáli
skv. Stjörnufræðivefnum.
Á Mars er einnig að finna langstærstu gljúfur sólkerf-
isins, Mariner-gljúfrin. Væru þau á jörðinni næðu þau yf-
ir þvert meginland Norður-Ameríku.
Nokkrar staðreyndir um Mars
Stríðsguðinn Mars