Morgunblaðið - 24.04.2013, Page 24
24 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2013
dvaldi í tæpa sex mánuði í Kákasus-
héruðum í Rússlandi á síðasta ári
vegna þess að nafn hans hefði ekki
verið stafsett rétt í ferðaskjölum.
Um 50 enn á sjúkrahúsi
Tamerlan Tsarnaev, tilræðis-
maðurinn sem var yfirheyrður fyrir
tveimur árum, beið bana eftir að
bandaríska lögreglan hóf viðamikla
leit að tilræðismönnum. Bróðir hans,
Dzhokhar, sem er nítján ára, særðist
og liggur nú á sjúkrahúsi í Boston.
Bandarískir saksóknarar hafa ákært
hann fyrir að beita hættulegum
vopnum til að valda miklu manntjóni.
Verði hann fundur sekur á hann
dauðadóm yfir höfði sér.
Bandarískir fjölmiðlar hafa eftir
ónafngreindum embættismönnum
Embættismenn bandarísku alríkis-
lögreglunnar FBI komu fyrir þing-
nefnd í gær til að svara spurningum
þingmanna um hvort lögreglan hefði
getað komið í veg fyrir sprengjutil-
ræðið í Boston í vikunni sem leið
þegar maraþonhlaup fór fram í borg-
inni.
Embættismennirnir komu fyrir
leyniþjónustunefnd öldungadeildar
þingsins eftir að nokkrir þingmenn
sökuðu alríkislögregluna um að hafa
látið hjá líða að rannsaka hvort
hætta stafaði af tilræðismönnum eft-
ir að yfirvöld í Rússlandi báðu FBI
um að yfirheyra annan þeirra árið
2011 vegna hugsanlegra tengsla
hans við hryðjuverkasamtök. Hermt
var í gær að bandarísk yfirvöld hefðu
ekki vitað að tilræðismaðurinn
að Dzhokhar Tsarnaev hafi sagt lög-
reglumönnum að bræðurnir hafi
skipulagt sprengjutilræðið sjálfir, án
aðstoðar erlendra hryðjuverka-
manna. Þeir hafi notað upplýsingar á
netinu til að búa til sprengjurnar.
Heimildarmennirnir tóku þó fram að
rannsókninni væri ekki lokið og eftir
væri að sannreyna svör Tsarnaevs
sem svaraði spurningum lögreglunn-
ar skriflega þar eð hann getur ekki
talað vegna sára á hálsi.
Þrír menn biðu bana í sprengju-
tilræðinu og alls fengu 264 læknis-
hjálp á sjúkrahúsum í Boston og ná-
grenni. Um 50 eru enn á sjúkrahúsi
og þar af eru þrír enn í lífshættu.
Þrettán þeirra sem særðust misstu
útlimi í sprengingunum.
bogi@mbl.is
Þingnefnd yfirheyrir
embættismenn FBI
Þingmenn saka alríkislögregluna um að hafa brugðist
AFP
Sorg Stúlkur faðmast eftir athöfn í sal Boston-háskóla til minningar um konu sem lét lífið í tilræðinu í Boston.
Norðmenn búa sig nú undir að bora
eftir olíu á hafsvæði sem þeir höfðu
áður deilt um við Rússa. Hugsanlegt
er að olíuvinnsla Norðmanna á svæð-
inu marki tímamót í samskiptum
Noregs og Rússlands, að sögn
fréttavefjarins Barents Observer í
gær.
„Þetta er söguleg stund,“ sagði
Ola Borten Moe, olíu- og orkumála-
ráðherra Noregs, um þá ákvörðun
norsku ríkisstjórnarinnar að heimila
boranir í suðausturhluta yfirráða-
svæðis Noregs í Barentshafi. „Þetta
er í fyrsta skipti frá árinu 1994 sem
við getum opnað nýtt svæði til rann-
sókna og leitar að olíu og gasi á væn-
legu hafsvæði,“ sagði ráðherrann í
fréttatilkynningu.
„Mikill munur á
Rússlandi og Íslandi“
Umrætt svæði er hluti af alls
175.000 ferkílómetra hafsvæði sem
Norðmenn fengu yfirráð yfir fyrir
tveimur árum við gildistöku samn-
ings þeirra við Rússa um skiptingu
Barentshafsins. Norðmenn sendu
rannsóknaskip á svæðið sama dag og
samningurinn tók gildi. Skýrsla um
mat á áhrifum olíuleitar á svæðinu
var lögð fram í október síðastliðnum.
Norsku stjórnarflokkarnir þrír
eru sammála um að hefja olíuboranir
á þessu svæði þótt þeir hafi ákveðið
að leyfa ekki olíuleit á svæðum í
grennd við Jan Mayen og Lófót, um
sinn að minnsta kosti. Barents Ob-
server segir að fyrir þessu séu m.a.
pólitískar ástæður. „Suðausturhluti
Barentshafs liggur að lögsögu Rúss-
lands en Jan Mayen liggur að lög-
sögu Íslands og það er mikill munur
á Rússlandi og Íslandi,“ hefur frétta-
vefurinn eftir Bård Vegard Solhjell,
umhverfisráðherra Noregs.
Norska stjórnin heimilaði olíuleit
á 44.000 ferkílómetra hafsvæði og
áætlað er að hægt verði að vinna þar
um 1,9 milljarða fata af olíu.
Talið er að enn stærri olíulindir
séu á yfirráðasvæði Rússlands í Bar-
entshafi, eða allt að 18,7 milljarðar
fata af olíu. Gert er ráð fyrir að olíu-
boranir hefjist þar fyrir árið 2020. bo-
gi@mbl.is
Undirbúa olíubor-
anir í Barentshafi
Ríkisstjórn Noregs heimilar olíuleit
AFP
Undirhershöfðingi í Ísrael, Itai
Brun, sagði í gær að her Sýrlands
hefði beitt efnavopnum nokkrum
sinnum gegn uppreisnarmönnum í
stríðinu sem geisað hefur í landinu.
Undirhershöfðinginn sagði þetta á
ráðstefnu um öryggismál í Jerúsal-
em. Þegar hann var spurður hvers
konar efnavopnum hefði verið beitt
svaraði hann að Sýrlandsher hefði að
öllum líkindum notað sarín, banvænt
taugagas.
Hópur vopnasérfræðinga Samein-
uðu þjóðanna hefur reynt að komast
til Sýrlands í því skyni að rannsaka
hvort efnavopnum hafi verið beitt
þar. Einræðisstjórnin í Sýrlandi hef-
ur einnig sakað uppreisnarmennina
um að hafa notað efnavopn í stríðinu.
Bandaríkjastjórn hefur sagt að
hún myndi ekki láta efnavopnaárásir
viðgangast í Sýrlandi. John Kerry,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
sagði á fundi NATO-ríkja í gær að
bandalagið þyrfti að ræða hvernig
bregðast ætti við hugsanlegum efna-
vopnaárásum Sýrlandshers.
bogi@mbl.is
AFP
Átök Sýrlendingar á vélhjóli við ónýta strætisvagna í borginni Aleppo.
Segir Sýrlandsher
beita efnavopnum
Lög sem heimila hjónavígslu para af sama kyni hafa
verið samþykkt endanlega í fulltrúadeild franska
þingsins. Frakkland varð þar með 14. ríki heims til
að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra. Lögin heim-
ila einnig pörum af sama kyni að ættleiða börn.
Eftir lokaumræðuna, sem stóð í 136 klukkustund-
ir, voru lögin samþykkt með 331 atkvæði gegn 225.
Tíu þingmenn sátu hjá, að sögn fréttaveitunnar
AFP.
Lögin um hjónabönd samkynhneigðra para hafa
verið mjög umdeild í Frakklandi. Fyrr um daginn
voru her- og lögreglumenn sendir að þinghúsinu í
París til að verja það eftir að mikill mannfjöldi safnaðist þar saman vegna
atkvæðagreiðslunnar.
FRAKKLAND
Hjónabönd samkynhneigðra heimiluð