Morgunblaðið - 24.04.2013, Page 25
FRÉTTIR 25Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2013
Sólskálar
-sælureitur innan seilingar
Hentar mjög vel
íslenskri veðráttu
Við höfum framleitt viðhaldsfría
glugga og hurðir í 29 ár
Nánari upplýsingar á www.solskalar.is
Frábært skjól gegn vindi og regni
Yfir 40 litir í boði!
Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187
Fjórum mánuðum eftir að hrottaleg
hópnauðgun á 23 ára gamalli náms-
konu í Nýju-Delhí olli miklu upp-
námi á Indlandi hefur enn eitt
nauðgunarmálið vakið mikla reiði í
landinu. Í þetta sinn var fimm ára
stúlku í Nýju-Delhí rænt, haldið í
læstu herbergi í tvo sólarhringa og
nauðgað hvað eftir annað, að sögn
indverskra yfirvalda.
Stúlkan fannst í herberginu í vik-
unni sem leið og liggur þungt haldin
á sjúkrahúsi. Tveir menn hafa verið
handteknir vegna málsins.
Foreldrar stúlkunnar segja að
lögreglumenn hafi reynt að múta
þeim til að kæra ekki nauðgunina.
Háttsettir lögregluforingjar hafa
fyrirskipað sérstaka rannsókn á
þeirri ásökun.
Eftir að sjö karlmenn nauðguðu
23 ára námskonu í strætisvagni í
Nýju-Delhí og urðu henni að bana í
desember lofuðu indversk yfirvöld
ýmsum ráðstöfunum til að fækka of-
beldisglæpum gegn konum. M.a.
voru viðurlögin við nauðgunum hert
og konum í lögreglunni í Nýju-Delhí
fjölgað. Indversk samtök, sem berj-
ast gegn kynbundnu ofbeldi, segja
þó að umbæturnar hafi haft lítil
áhrif, það taki langan tíma að bæta
stöðu kvenna á Indlandi og breyta
viðhorfum karlmanna til þeirra.
Mikil reiði
vegna
nauðgana
AFP
Nauðgunum mótmælt Indversk kona í Nýju-Delhí gengur framhjá veggjakroti þar sem krafist er þess að nauðgurum verði refsað með hengingu.
Ólga á Indlandi
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Margaret Thatcher, fyrrverandi for-
sætisráðherra Bretlands, þótti ekki
mikið til Denis Thatcher koma þeg-
ar þau kynntust fyrst. Þau felldu þó
hugi saman og gengu í hjónaband
sem stóð í rúma hálfa öld. Sir Denis
var stoð hennar og stytta en hjóna-
bandið var þó ekki alltaf dans á rós-
um og líklegt er að hann hafi jafnvel
íhugað skilnað þegar hann nálgaðist
fimmtugt.
Þetta kemur fram í bók sem kom
út í gær og fjallar um ævi Margaret
Thatcher. Blaðamaðurinn Charles
Moore skrifaði bókina eftir að
Thatcher veitti honum aðgang að
persónulegum og opinberum gögn-
um gegn því skilyrði að bókin yrði
gefin út eftir andlát hennar.
„Alltof deilugjarn“
„Hann er ekki mjög aðlaðandi –
mjög hlédrægur en nokkuð viðfelld-
inn,“ skrifaði Thatcher um Denis.
Hún bætti við að hann væri „um það
bil 36 ára, með kappnóg af pen-
ingum“ og ekki vel liðinn meðal
starfsmanna sinna vegna þess að
hann væri „alltof deilugjan í sam-
skiptum sínum við þá“.
Sir Denis var þá fyrrverandi
höfuðsmaður í hernum og rak fjöl-
skyldufyrirtæki. Þau giftust í des-
ember 1951 og eignuðust tvíbura,
Carol og Mark, 15. ágúst 1953.
Í nýju bókinni kemur fram að Sir
Denis fékk taugaáfall árið 1964
vegna of mikils álags í vinnunni.
Ævisöguritarinn hefur eftir dóttur
Thatcher-hjónanna að Sir Denis hafi
ekki verið „alls kostar ánægður með
að vera kvæntur stjórnmálamanni“.
„Hann kann jafnvel að hafa íhugað
skilnað,“ hefur hann eftir Carol.
Dóttirin segir að Sir Denis hafi
litið á taugaáfallið sem krossgötur í
lífi sínu og hjónabandi. „Ég tel að
hann hafi þurft að gera upp hug
sinn.“
Var ekki viss um að
hann kæmi aftur
Moore hefur eftir Sir Denis sjálf-
um að hann hafi fengið taugaáfall
vegna of mikillar vinnu, auk þess
sem hann hafi líklega drukkið of
mikið á þessum tíma. Hann neitaði
hins vegar því að störf eiginkon-
unnar, sem var aðstoðarráðherra á
þessum tíma, hefðu stuðlað að
taugaáfallinu.
Carol segir hins vegar að honum
hafi fundist hann hafa „einangrast“
vegna annasamra stjórnmálastarfa
eiginkonunnar og ekki verið sáttur
við hlutverk sitt sem maka stjórn-
málaleiðtoga fyrr en hann hafi látið
af störfum sem kaupsýslumaður.
Eftir taugaáfallið fór Sir Denis í
tveggja mánaða frí til Suður-Afríku
til að jafna sig og þegar hann kom
heim ákvað hann að selja fjölskyldu-
fyrirtækið til að minnka vinnuálagið.
„Þegar Denis fór til Suður-Afríku
var [Margaret Thatcher] ekki viss
um að hann myndi koma til hennar
aftur. Málið snerist ekki aðeins um
það að hann væri þreyttur og ráð-
villtur: það var einnig mögulegt að
hjónabandinu lyki,“ skrifar Moore í
bókinni sem nefnist Margaret
Thatcher – The Authorized Bio-
graphy: Volume One: Not For Turn-
ing.
Sir Denis íhugaði e.t.v.
skilnað eftir taugaáfall
Ævisaga Marg-
aret Thatcher gef-
in út í Bretlandi
AFP
„Ekki mjög aðlaðandi Margaret Thatcher með syni sínum, Mark, og eigin-
manni, Denis, í janúar 1982. Ný ævisaga Thatcher kom út í Bretlandi í gær.
Tók mannfallið nærri sér
» Í bókinni kemur m.a. fram
að Margaret Thatcher tók það
mjög nærri sér þegar breskir
hermenn féllu í Falklands-
eyjastríðinu gegn Argentínu
árið 1982.
» Sir Denis segir að hún hafi
farið að snökta í rúminu nótt
eina eftir mikið mannfall í
stríðinu. „Ó, nei. Ó, nei. Annað
skip! Allir ungu mennirnir mín-
ir!“ sagði hún.