Morgunblaðið - 24.04.2013, Page 26

Morgunblaðið - 24.04.2013, Page 26
FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is Ætlunin er að færaÁlftanesveg norðurfyrir nýtt íbúða-hverfi, Prýðishverfi, í Garðahrauni. Nýi vegurinn verður um fjórir km að lengd, með mis- lægum gatnamótum og áætlaður kostnaður um þúsund milljónir króna. Bið hefur orðið á því að framkvæmdir hæfust, m.a. vegna mótmæla hóps sem kallar sig Hraunavini en einnig deilna verk- taka. Hraunavinir segja að við vega- lagninguna muni ómetanlegar minj- ar í Gálgahrauni spillast. Ögmundur Jónasson, ráðherra samgöngumála, bað í vikunni Vega- gerðina að fara betur yfir forsendur málsins í samráði við Garðabæ. Gera heimildarmenn ráð fyrir að það verk taki um 10 daga. Hrauna- vinir fagna mjög tilmælum ráðherra en ráðamenn í Garðabæ segja að ef hægt verði á næstu dögum að finna leið til að koma meira til móts við andstæðinga nýja vegarins verði það gert. „Ég bendi á að við felldum niður eina götu í Prýðishverfi til að hlífa þannig Kjarvalsklettunum, koma þannig til móts við Hraunavini sem fannst að við værum allt of nálægt þeim,“ segir Gunnar Einarsson bæj- arstjóri. „En svo má benda á að sumir íbúar sem búa næst nýja veg- inum mótmæltu líka, vildu fara með hann lengra inn á hraunið.“ Þegar hefur verið samið við ÍAV um að leggja veginn og áttu fram- kvæmdir að hefjast um miðjan maí. Bæjaryfirvöld segja óhjákvæmilegt að leggja nýjan veg í stað þess gamla sem beri alls ekki mikla og hraða umferð. Hann sé mjór og á honum krappar beygjur og blind- hæðir. Á honum sé mikil slysahætta en hann liggur um íbúðasvæði með hátt í 200 íbúum, norðan og sunnan við gamla veginn. Og brýnt sé að bæta samgöngur við Álftanes. Lengi á dagskrá Bæjarstjórn Garðabæjar hafði frumkvæði að friðlýsingu á stórum hluta Gálgahrauns 2009, nýi veg- urinn verður ekki á þeim hluta. Nýr vegur í einni eða annarri mynd hefur verið á bæjarskipulagi frá 1985, Skipulagsstofnun hefur staðfest að umhverfismat fyrir veg- inn frá 2002 sé í fullu gildi. En Gunnsteinn Ólason tónlistarmaður, einn fulltrúa Hraunavina, hefur sagt að forsendur séu gerbreyttar. Gert hafi verið ráð fyrir 18-22 þúsund bíl- um á sólarhring um veginn og mörg þúsund manna byggð í Garðaholti en af því verði ekki. Eina lausnin sé að hafa veginn á sama stað en leggja hann í stokk á nokkur hundr- uð metra kafla með hringtorgi við Hraunsholt. En talið er að slík auka- framkvæmd kosti um tvo milljarða króna. Einnig er bent á að þegar íbúar í Prýðishverfi byggðu sín hús hafi þeir treyst því að farið yrði eftir skipulaginu, að vegurinn, með öllum sínum hávaða og hættum, yrði flutt- ur. Þeir eigi sinn rétt. En er reynt að hlífa minjum í hrauninu? Fram kemur í umsögn Skipulagsstofnunar um umhverf- ismat sem Hönnun hf. gerði, þar sem lýst var þrem hugsanlegum vegstæðum, að umhverfisáhrif yrðu „ekki umtalsverð“. Og Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur segir í umsögn sinni 2009 fyrir Vegagerðina að ekki sé hægt að full- yrða að klettur sem Hraunavinir segja vera álagablett, Ófeigskirkju álfanna, sé rétti kletturinn. Heim- ildir eru um að hin raunverulega Ófeigskirkja hafi farið undir veg fyrir liðlega öld. Prýðishverfi losnar við veginn – kannski Grunnkort/Loftmyndir ehf. Hafnarfjörður Garðabær Lambhúsatjörn Gálgahraun Garðaholt Ha fn af jar ða rv eg ur Nýr Álftanesvegur Endurnýjaður Álftanesvegur Núverandi Álftanesvegur Umdeildur vegur 26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Nú horfamargireft- irvæntingarfullir til nýrrar rík- isstjórnar. Fram- boðin 15 hafa dúkað borð og hlaðið góðgæti; göfugur til- gangur og vænleg verkefni framboðanna eru fyrirferð- armest rétta. Ekki er sérstök ástæða til að efast um góðan vilja flestra þeirra sem bjóða fram krafta sína, gögn og gæði. Kjósandinn þarf ekki að hafa slíkar efasemdir, þótt honum geðjist misvel að stefnumörkun frambjóðenda. Hún kann að stangast á við lífsskoðun kjósandans, vera of góð til að geta verið sönn eða í órafjarlægð frá þekkt- um raunveruleika. Í tilviki hinna eldri í kjós- endahópnum er einnig hætt við að lífs- og kosninga- reynsla þeirra ýti undir að varlega sé trúað. Nýjar ríkisstjórnir fá stundum nafn eftir þeim stöðum þar sem mikilvæg- ustu stjórnarmyndunarfund- ir áttu sér stað. Og það eru ekki alltaf forystumenn rík- isstjórnanna sem gefa þeim nöfn. Stundum eru það jafn- vel andstæðingarnir eða gár- ungarnir sem verða á end- anum ofan á í nafngiftunum. Nýlegar ríkisstjórnir kenndar við staðinn þar sem fæðingarhríðir og jafnvel fæðing eru tengdar eru „Rúbla“ Gunnars Thorodd- sens og á síðari tímum Þing- vallastjórnin, sem reynt hef- ur verið að festa „hrunið“ við og kalla „hrunstjórnina“ og Viðeyjarstjórnin frá árinu 1991. Stundum enda ríkisstjórn- irnar með nafn eftir forsæt- isráðherrum, jafnvel örlítið afbakað. Til dæmis má nefna „Stefáníu“ sem sat undir for- ystu Stefáns Jóhanns Stef- ánssonar frá 1947-1949 og „Ólafíu“ (Jóhannessonar) sem sat 1971-1974. Svo eru ríkisstjórnir sem voru kenndar við fyrirhug- aðar athafnir, kannski í áróð- ursskyni. Nefna má „Ný- sköpunarstjórnina“ þar sem Ólafur Thors lék hinn óvænta leik að hleypa „kommúnistum“ undir for- ystu Brynjólfs Bjarnasonar að ríkisstjórnarborðinu. Nú segja sumir að Nýsköp- unarstjórnin hafi verið ein- dæma eyðslustjórn sem tókst að sóa miklum stríðsgróða Íslendinga án þess að nægj- anleg nýsköpun hafi fylgt þeim útgjöldum öllum. Viðreisnarstjórnin var óumdeilanlega stjórn breytinga og nýrrar hugs- unar. Hún náði að setja ríkulegt mark á íslenskt þjóðfélag vegna þess að hún nálgaðist lausn mála með nýjum hætti, en ekki síst vegna þess að hún sat í 12 ár að völdum. Seinustu ár henn- ar voru henni þó mótdræg mjög, m.a. vegna umskipta í tekjugrundvelli þjóðarinnar, þegar „síldin hvarf“ og hins vegar með örlagaþrungnu fráfalli Bjarna Benedikts- sonar forsætisráðherra, konu hans og barnabarns. Nokkuð var farið að rofa til við lok síðasta kjörtímabils, þótt það nægði ekki til að tryggja áframhaldandi meirihluta. Við tók „Vinstri- stjórnin,“ sú sem aðrir köll- uðu aðeins Ólafíu, og mikið sundurlyndi einkenndi drýgstan hluta þriggja ára setu. Stjórnin sem nú er senn á förum kallaði sjálfa sig „Nor- ræna velferðarstjórn“. For- ystumenn og fylgjendur hennar, en þeir fyrrnefndu hafa horfið úr formennsku flokka sinna og hinir síðari skroppið mjög saman, hafa ekki nefnt það heiti stjórn- arinnar síðustu ár. Það segir mikla sögu. Sigríður Laufey Ein- arsdóttir dregur upp þessa mynd: „Áratug síðustu aldar og það sem af er 21. öldinni hefur hallað undan fæti, kristileg siðferðileg gildi far- ið minnkandi; tímabil skerð- ingar á lífskjörum þeirra er minna máttu sín hófst með markvissum aðgerðum. Nú- verandi „velferðarstjórn“ hefur ekki legið á liði sínu – afnam grunnlífeyri eldri borgara með lögum 1. júlí 2009, þvert á stjórnarskrá Íslands um eignarrétt. Skerðing eldri borgara varð langt umfram aðra sam- félagsþegna og verður ekki rökstudd með nauðsyn vegna efnahagshrunsins. Launa- skrið hefur orðið meðal launafólks en eldri borgarar setið eftir; auk þess verða lyf innan fárra daga ekki nið- urgreidd, nauðsynjavörur og fasteignaskattur hækka og hærri komugjöld í allri heilsugæslu. Kjósum ekki flokka „velferðarstjórn- arinnar“,“ segir Sigríður í grein sinni. Þau orð undirstrika þá staðreynd að áróðursheitið sem ríkisstjórnin gaf sjálfri sér í upphafi hefur snúist upp í háðsyrði gegn henni sjálfri. Fróðlegt er að horfa til nafngifta ríkis- stjórna á liðinni tíð} Kiknaði undir nafni F yrsti fyrirlestur íslenskrar konu er jafnan talinn fyrirlestur sem Bríet Bjarnhéðinsdóttir flutti í Góðtemplarahúsinu 30. desember 1887 og gefinn var út árið 1888 sem Fyrirlestur um hagi og rjettindi kvenna. Eins og Auður Styrkársdóttir rekur í Rit- mennt, ársriti Landsbókasafns Íslands - Há- skólabókasafns 2005, hafði Bríet þá, ríflega þrítug, fengið þá hámarksskólagöngu sem konum stóð til boða hér á landi, stundað nám einn vetur í Kvennaskólanum á Laugalandi. Í grein Auðar kemur fram að Bríet vann fyrir sér með saumaskap, kaupavinnu og barna- kennslu og „hlaut aðeins helming í laun af því sem karlmenn fengu fyrir kennsluna auk þess sem hún varð að sinna heimilisverkum, sauma fyrir móður barnanna sem hún kenndi og sitja með þeim í undirbúningstímum“. Í fyrirlestri Bríetar segir meðal annars svo: „Hjer á Norðurlöndum sjáum vjer þó hvergi nein merki þess, að konur hafi verið í verulegri niðurlægingu fyr en eptir það að kristni komst á.“ Ekki er þetta rifjað upp hér til að gera lítið úr kristni, heldur til þess að benda á að kristni- tökuárið eða þar um bil hófst tímabil kynjakvóta á Ís- landi, sem styrkti stöðu karla á kostnað kvenna og hefur verið við lýði samfleytt í ríflega þúsund ár. Það er söguleg staðreynd að konur fengu mun lægri laun en karlar um miðja næstsíðustu öld, aukinheldur sem þær nutu ekki jafnréttis til náms, höfðu ekki kosn- ingarétt og svo má telja. Fyrir baráttu Bríetar Bjarnhéð- insdóttur, og fleiri kvenna og karla, hefur náðst að jafna stöðu kvenna og karla að mestu leyti, en, merkilegt en satt, þar er tals- vert verk enn óunnið. Sjá til að mynda ný- lega frétt um að óleiðréttur launamunur kynjanna á Íslandi var 18,1% árið 2012 og hafði aukist frá árinu áður. Eftir tvöhundruð ára baráttu! Kveikjan að þessum pistli, þar sem ég þusa enn og aftur um hagi og réttindi kvenna, er þó ekki launamunurinn heldur samskipti mín á netinu við yfirlýstan stuðn- ingsmann Pírata (en þess má geta að sam- kvæmt nýlegri könnun Félagsvísindastofn- unar eru væntanlegir kjósendur þeirra flestir ungir karlmenn). Umræða okkar snerist um kynjakvóta til að jafna stöðu kvenna, en hann taldi slíka kvóta verkfæri djöfulsins. Í áþekkan streng tók einn talsmanna viðkomandi flokks í svari til vefrits: Kynjakvótar, sagði hann, eru röng að- ferð til að leiðrétta misrétti og í raun niðurlægjandi fyrir þá, eða þær, sem þeir eiga að styðja. Í þessu eru Píratar sammála sjálfstæðismönnum, því ýmsir frammámenn Sjálfstæðisflokksins hafa lýst frati á kynjakvóta. Víst er ástæða til að taka undir það, kynjakvótar eru af hinu illa, en hvað eigum við þá að gera við kynjakvót- ann sem verið hefur við lýði hér í þúsund ár? Sjálfstæðis- flokkurinn hefur ekki sýnt viðleitni til að afnema hann í ríflega 80 ára sögu sinni og flest bendir til þess að Pírat- ar hyggist stilla sér upp við hlið sjálfstæðismanna hvað það varðar. Hæfir gepill gini. arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Kynjakvótans þúsund ár STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Gálgahraun er eldhraun og á náttúruminjaskrá, friðlýsti hlut- inn er um 108 hektarar. Hrauna- vinir benda á að nýi vegurinn liggi um þekkt mótíf listmál- arans Jóhannesar Kjarvals. Fram kemur í mati Skipulags- stofnunar að í þrem tillögum að vegstæðum sé farið yfir sum um- rædd mótíf en bendir á að „með lítils háttar hliðrun“, eins og gert hafi verið til að vernda gamla fjárrétt, Garðastekk, megi kom- ast hjá því að eyðileggja þau. En þess er um leið getið að „Kjar- valsfyrirmyndir“ njóti ekki laga- verndar eins og fornminjar. Kjarval og klettarnir VIÐKVÆMT HRAUN Náttúran Gálgahraun er víða afar fallegt og lítt snortið af mönnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.