Morgunblaðið - 24.04.2013, Qupperneq 27
27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2013
Hótel Sífellt bætist í hótelflóruna í höfuðborginni til að anna aukinni
eftirspurn frá ferðamönnum. Nýjasti gististaðurinn er við Hlemm.
Golli
Á laugardaginn geta
um 38 þúsund kjós-
endur á aldrinum 18 til
25 ára haft veruleg
áhrif á eigin framtíð og
tekið þátt í að móta
samfélagið.
Í kjörklefanum er
hægt að senda þau
skýru skilaboð að ungt
fólk sætti sig ekki við
að þeir sem eldri eru
skilji þúsund milljarða
skuldir eftir sem sérstakan arf. Ungt
fólk sem nú er í námi eða er að stíga
sín fyrstu skref á vinnumarkaðinum
þarf að óbreyttu að bera þungan
skuldabagga – jafngildi heillar íbúð-
ar. Skuld upp á 21 milljón er arfurinn
sem ungt fólk þarf að glíma við ef
haldið verður áfram á sömu braut og
undanfarin ár.
Við sem eldri erum höfum verið
dugmikil við að gefa út víxla á kom-
andi kynslóðir. Á síðustu þremur ár-
um hafa skuldir ríkissjóðs aukist um
300 milljarða króna. Þær skuldir
verða ekki skýrðar eða afsakaðar
með því að vísa til hruns íslensku
bankanna árið 2008. Skuldirnar eru
vegna þess að ekki var pólitískur
kjarkur til að skera upp í ríkisrekstr-
inum, hagræða og endurskipuleggja.
Á sama tíma var efnahagslífið hneppt
í fjötra – það fékk ekki að vaxa og
skapa verðmæti til að standa undir
sameiginlegum útgjöldum. Leið
stjórnmálamanna var víxlaútgáfa –
vandanum ýtt á undan
sér. Mörgum finnst
þægilega að ýta vand-
anum á undan sér.
Nú takið þið til!
Ungir kjósendur eiga
tvo kosti því varla kem-
ur sá þriðji – að sitja
heima – til greina. Þeir
geta sætt sig við að
haldið verði áfram á
sömu braut og tekið um
leið að sér að glíma við
uppsafnaðar skuldir.
Eða þeir segja, hingað
og ekki lengra.
Í kjörklefanum fær ungt fólk tæki-
færi til að koma skýrum skilaboðum
til stjórnmálamanna:
Við höfnum því að verða skuldsett
vegna óseðjandi hungurs ykkar eldri
í að byggja tónlistarhús, ný fangelsi,
glæsihýsi í nafni fræðanna, bora jarð-
göng, halda úti sendiráðum í öllum
heimshornum, viðhalda rándýrri
stjórnsýslu og dæla peningum í
gæluverkefni sem engu skipta. Nú
skulið þið taka til og búa í haginn fyr-
ir framtíðina. Hættið að sóa sameig-
inlegum fjármunum. Gefið okkur
raunveruleg tækifæri til að njóta
góðra lífskjara í framtíðinni.
Sameiginlegt verkefni
Við sem skipum sveit Sjálfstæð-
isflokksins höfum lagt áherslu á að
það sé sameiginlegt verkefni okkar
allra að brjótast út úr efnahagslegri
stöðnun sem ríkt hefur á und-
anförnum árum. Við þurfum að fjölga
tækifærunum, auka tekjurnar og þar
með möguleikana á að bæta lífskjörin
en ekki síður að standa við þær
skuldbindingar sem hvíla á okkur
sameiginlega og stöðva víxlaútgáf-
una. Til þess þarf fjárfestingu í at-
vinnulífinu, skynsamlega stjórnun
opinberra fjármála og opið hagkerfi.
Við þurfum að nýta auðlindirnar,
stokka upp ríkisreksturinn og gefa
atvinnulífinu og heimilunum tækifæri
að nýju með lægri sköttum og ein-
faldara regluverki.
Ungt fólk verður að svara þeirri
spurningu á laugardaginn, hvort lík-
legt sé að okkur takist að vinna okkur
út úr þrengingum og létta skulda-
bagga hinna yngri með hug-
myndafræði vinstri manna eða skýrri
stefnu Sjálfstæðisflokksins þar sem
áræðni og frumkvæði einstaklingsins
fær að njóta sín.
Þetta er í raun spurningin um
hvort við trúum á okkur sjálf.
Eftir Óla Björn
Kárason » Í kjörklefanum fær
ungt fólk tækifæri
til að koma skilaboðum
til stjórnmálamanna:
Við höfnum því að verða
skuldsett vegna óseðj-
andi hungurs ykkar
eldri
Óli Björn
Kárason
Höfundur er varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
Þungur baggi
ungra kjósenda
Þó Ísland sé í dag í
röð auðugustu landa
heims er ekki svo
langt síðan landið var
í hópi þróunarríkja.
Velmegun okkar og
þeim hröðu um-
skiptum sem hafa
orðið á högum okkar í
tíð fáeinna kynslóða
fylgir einnig ákveðin
siðferðileg ábyrgð,
ábyrgð sem við get-
um ekki skorast undan.
Nýlega samþykkti Alþingi í
annað sinn þróunarsamvinnu-
áætlun og gildir hún fyrir árin
2013-2016. Nokkur umræða hefur
spunnist um gildi þróunarsam-
vinnu og hvort og þá hvaða hlut-
verki Ísland eigi að gegna í því
sambandi.
Þróunarsamvinna
og utanríkisstefna
Þróunarsamvinna hefur til
þessa verið óumdeild sem mik-
ilvægur hluti af utanríkisstefnu Ís-
lands, og íslensk stjórnvöld hafa
lengi stefnt að því að uppfylla þú-
saldarviðmið Sameinuðu þjóðanna
um að þróuð ríki legðu 0,7% af
þjóðartekjum til þróunarsam-
vinnu. Ástæðan er einfaldlega sú
að Ísland er ríkt land. Þrátt fyrir
að við höfum að undanförnu glímt
við efnahagslega erfiðleika á það
eftir sem áður að vera markmið
okkar að vera í fararbroddi í þró-
unarsamvinnu, að Ísland leggi sitt
lóð á vogarskálarnar fyrir bættum
lífskjörum í fátækustu hlutum
heimsins.
Auk baráttu gegn fátækt, fé-
lagslegu ranglæti, misskiptingu
lífsgæða og hungri höfum við Ís-
lendingar lagt áherslu á mannrétt-
indasjónarmið og jafnréttismál í
þróunaraðstoð okkar. Einnig ber
að styðja baráttu fyrir mannrétt-
indum og lýðræði, hvar sem hún
er háð. Sérstaklega ber að gefa
gaum að réttindum
þjóðernisminnihluta
sem eiga undir högg
að sækja. Núverandi
ríkisstjórn hefur að
auki lagt kapp á að
efla samstarf við
frjáls félagasamtök,
en í því felst við-
urkenning á miklu og
óeigingjörnu starfi
þeirra og á þeirri
ómetanlegu sérþekk-
ingu sem þar er að
finna.
Leggjum okkar af
mörkum – þrátt fyrir
efnahagsþrengingar
Efnhagsþrengingarnar sem við
Íslendingar lentum í fyrir
skemmstu urðu til þess að skera
varð niður á öllum sviðum, þar
með talið í þróunarsamvinnu. Þær
þjóðir sem við berum okkur sam-
an við hafa hins vegar ekki skorið
niður framlög til þróunaraðstoðar.
Norðurlöndin og Írar hafa haldið
framlögum sínum jöfnum á meðan
Bretar hafa ákveðið að auka fram-
lög sín til þróunarmála sem hlut-
fall af vergum þjóðartekjum með-
an flest svið ríkisútgjalda hafa
verið skorin niður.
Hér liggja að baki þau grund-
vallarsjónarmið að það séu ríkir
hagsmunir þróaðra ríkja að draga
úr fátækt og hnattrænni misskipt-
ingu, bæta heilsufar og auka
menntun í þróunarríkjunum. Sér-
staklega sé brýnt að bæta kjör
kvenna og barna. Framlög til þró-
unaraðstoðar og samvinnu eru
bæði framlög til jöfnuðar og vel-
sældar, en ekki síður til friðar.
Með samþykkt þróunarsam-
vinnuáætlunar áranna 2013-16
hafa íslensk stjórnvöld viðurkennt
að þau samþykki þessar hug-
myndir.
Friður – mannréttindi –
jöfnuður – sjálfbær þróun
Misskipting lífskjara í heiminum
er mein sem á ríkan þátt í þeirri
togstreitu og átökum sem setja
mark sitt á samskipti margra
ríkja. Því er brýnt að taka á mis-
skiptingunni. Við Íslendingar ber-
um þar skýlausa ábyrgð. Þó við
séum fá og landið smátt á alþjóð-
legan mælikvarða, eða framlög
okkar stór í heildarmyndinni, njót-
um við góðs af því að vera ekki
aðalleikarar í valdabaráttu al-
þjóðastjórnmálanna. Við getum
þannig verið í mörgu tilliti trú-
verðug í okkar málflutningi og
starfi og eftir því verður alltaf
tekið.
Baráttan fyrir friði, mannrétt-
indum, jöfnuði og lýðræði og sjálf-
bærri þróun er um leið barátta
fyrir jöfnum lífskjörum og bættri
stöðu þeirra sem búa við mesta
neyð. Við megum ekki líta undan
og vera of upptekin af sjálfum
okkur, heldur verðum við að horfa
fram á veg og setja hlutina í heild-
arsamhengi. Það eru bæði sið-
ferðilegir, efnahagslegir, fé-
lagslegir og umhverfislegir þættir
sem leggja okkur ábyrgð á herðar.
Í mínum er huga er því ekki
spurning um það hvort við eigum
að leggja fjármagn í þróunarstarf,
heldur hvernig við gerum það. Sú
þróunarsamvinnuáætlun sem ný-
lega var samþykkt er góður veg-
vísir og ég vona sannanlega og
vænti að okkur lánist nú að ná
þeim markmiðum sem þar eru sett
fram. Til þess höfum við alla
burði.
Eftir Árna Þór
Sigurðsson »Mikilvægt er að Ís-
lendingar láti ekki
sitt eftir liggja í sam-
félagi þjóðanna og fram-
lög til þróunaraðstoðar
mega ekki líða fyrir
efnahagsþrengingar.
Árni Þór
Sigurðsson
Höfundur er formaður utanríkismála-
nefndar Alþingis og skipar 2. sæti á
lista Vinstri grænna í Reykjavíkur-
kjördæmi norður.
Látum ekki okkar eftir liggja
Á flokksþingi Fram-
sóknarflokksins í febr-
úar síðastliðnum var
samþykkt róttæk
byggðastefna sem ber
heitið – Jafnrétti til bú-
setu. Þar var sam-
þykkt að farið yrði í
róttækar aðgerðir til
að jafna samkeppn-
ishæfni og búsetuskil-
yrði hvers landshluta.
Tillagan er merkileg
fyrir þær sakir að enginn flokkur
hefur mótað sér sérstaka stefnu í
þessum málaflokki.
Engum blöðum er um það að
fletta að efnahagur landsins og
framþróun byggjast á öflugu mann-
lífi hringinn í kringum landið. Því
miður hefur mikill aðstöðumunur
skapast að undanförnu hvað varðar
þá nauðsynlegu grunnþjónustu sem
ríkið veitir. Aðgangi að heilbrigð-
isþjónustu, löggæslu, öryggi sam-
gangna, fjarskipta og húshitunar er
misskipt á milli þjóðarinnar. Þessu
verður að breyta. Aðgangur að sjálf-
sögðum grunnþáttum á að vera hinn
sami hvar sem fólk kýs að búa. Þar
skiptir öllu máli að ákvarðanir sem
snúa að fjárhag málaflokka sem hafa
áhrif á byggðaþróun í landinu verði
alltaf teknar á þeim forsendum að
jöfnuður ríki í þjónustu ríkisins hvar
sem hún er veitt.
Það róttækasta í stefnu Fram-
sóknarflokksins er að farið verði í
sérstakt átak til að sporna við fólks-
fækkun á vissum landssvæðum. Var
ákveðið að fara leið norskrar
byggðastefnu og veita ýmsar skatta-
ívilnanir til að auka hagvöxt á þeim
landsvæðum sem hafa þurft að búa
við viðvarandi fækkun íbúa. Sú leið
hefur reynst það vel að tekist hefur
að snúa við margra ára neikvæðri
þróun – sérstaklega í Norður-
Noregi. Með sérstökum aðgerðum,
eins og að veita afslátt af endur-
greiðslu námslána og hlúa að barna-
fólki sérstaklega, hefur tekist að fá
ungt fólk sem hefur
farið í nám til að snúa á
heimaslóðir og setjast
þar að. Þessi stefna
Norðmanna hefur vak-
ið verðskuldaða athygli
á Norðurlöndunum og
umræða átt sér stað
víðar um að fylgja
þeirri stefnu eftir.
Ein mikilvægasta að-
gerðin í byggðamálum
er að jafna tekju-
streymi skatta í þjóð-
félaginu. Niðurstöður
rannsókna sýna að
minna en ein af hverjum tveimur
krónum, sem almenningur og fyr-
irtæki á landsbyggðinni greiða í
skatta til ríkisins, skilar sér aftur til
baka. Niðurskurður ríkisins síðustu
misseri svo sem til heilbrigðis- og
menntamála, auk nýrra og hækk-
aðra skatta eins veiðigjalda og
álagna á eldsneyti, hefur aukið
þennan mun enn frekar.
Því miður standa Íslendingar hin-
um Norðurlandaþjóðunum langt að
baka í byggðamálum. Þær hafa til að
mynda allar samþykkt að veita þeim
sem þurfa að sækja vinnu um langan
veg skattalega hagræðingu til að
koma í veg fyrir búferlaflutninga.
Það jákvæða er þó að rannsóknir
sýna að byggðatengdar aðgerðir
auki hagvöxt þar sem þeim hefur
verið beitt eins og skýrslur OECD
gefa vísbendingar um. Á næsta kjör-
tímabili er einstakt tækifæri til að
jafna réttindi landsmanna hvað bú-
setu varðar. Til þess að svo verði
þarf að merkja x við B inni í kjör-
klefanum.
Jafnrétti til búsetu
Eftir Höskuld Þór
Þórhallsson
Höskuldur Þór
Þórhallsson
» Á næsta kjörtímabili
er einstakt tækifæri
til að jafna réttindi
landsmanna hvað bú-
setu varðar.
Höfundur er alþingismaður og skipar
2. sætið á lista Framsóknarflokksins í
Norðausturkjördæmi.