Morgunblaðið - 24.04.2013, Page 28

Morgunblaðið - 24.04.2013, Page 28
28 UMRÆÐANBréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2013 Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupsverslunum (Smáralind og Spönginni) og Fjarðarkaupum. Er á Facebook Kvíði, álag eða orkuleysi? Burnirótin hefur reynst mér mjög vel við þunglyndi og kvíða. Ég er mun hressari á morgnana og hef meira úthald og orku allan daginn og mæli hiklaust með henni. Eftir að ég fór að nota 24 stunda kremið hurfu þurrk- blettir í andliti alveg og ég er ekki eins viðkvæm fyrir kulda og áður. Það gengur mjög vel inn í húðina og mér finnst það frábært í alla staði. – Sigþrúður Jónasdóttir www.annarosa.is Burnirótin er talin góð gegn orkuleysi, kvíða, þunglyndi og streitu ásamt því að efla úthald og einbeitingu. 24 stunda kremið þykir einstaklega rakagefandi og nærandi fyrir þurra og þroskaða húð. Inniheldur andox- unarefni og náttúrulega sólarvörn. Margverðlaunuð frönsk gæðagler • Gler og umgjörð frá 16.900 kr. plast með glampavörn • Margskipt gleraugu frá 39.900 kr. umgjörð og gler. • Verðlaunaglampavörn frá NEVA MAX, 150% harðari, sleipari og þægilegri í þrifum 8.000 kr. Öll verð miðast við plast-gler SJÓNARHÓLL Frumkvöðull að lækkun gleraugnaverðs á Íslandi Reykjavíkurvegur 22 | S. 565 5970 | sjonarholl.is Nokkur hundruð umgjarðir á kostnaðarverði Nú geta ALLIR keypt sér gleraugu Ákveðnir veikleikar í raforku-, samgöngu- og fjarskiptakerf- unum komust í frétt- irnar seint á síðasta ári þegar margir Vestfirðingar fengu að kenna á rafmagns- leysinu líkt og aðrir landsmenn. Fram kom í Bændablaðinu 10. janúar sl. að raf- magn hefði farið af raforkukerfinu í 40 klukkustundir og að íbúar Ár- neshrepps á Ströndum hefðu orðið að þola þetta rafmagnsleysi ennþá lengur. Á heildina litið fóru Strandamenn verst út úr veð- uráhlaupinu sem tók sinn toll. Greinarhöfundur skilur vel að Vestfirðingar séu orðnir þreyttir á þessu ástandi í raforkumálum, vegamálum og opinberri þjónustu við íbúa fjórðungsins. Á Vest- fjörðum hefur uppbygging vega- kerfisins tekið fleiri áratugi og á enn langt í land til þess að hún teljist viðunandi fyrir alla íbúa fjórðungsins. Þó að Ólína Þorvarð- ardóttir styðji réttmæta kröfu heimamanna í Álftafirði um að flýta undirbúningsrannsóknum á jarðgangagerð milli Súðavíkur og Ísafjarðar hefði hún líka átt að hafa í huga áhyggjur íbúanna í Ár- neshreppi á Ströndum sem ekki geta treyst á landleiðina til Hólma- víkur. Árneshreppur sem er af- skekktur einangrast fljótlega þeg- ar landleiðin norðan Bjarnarfjarðar lokast alla vetr- armánuðina vegna illviðris og snjó- þyngsla. Á þessu svæði geta aur- skriður, grjóthrun og snjóflóð fyrirvaralaust hrellt heimamenn án þess að það verði séð fyrir. Víða um land hefur það skeð á þeim stöðum sem menn hafa talið 100% örugga. Í Jarðgangaáætlun Vega- gerðarinnar frá árinu 2000 eru engar hugmyndir til um hvernig heimamenn á öllu svæðinu norðan Bjarnarfjarðar geti losnað við þessa vetrareinangrun fyrir fullt og allt. Möguleikar á jarðgöngum fyrir þetta svæði sem hafa aldrei verið kannaðir eru ekki sjáanlegir á meðan þingmenn Norðvest- urkjördæmis vilja ekki kynna sér ástandið í samgöngumálum byggð- anna norðan Hólmavíkur. Gagn- vart Strandamönnum er þessi framkoma til háborinnar skamm- ar. Spurningin er hvort viðunandi lausn finnist á samgöngumálum Árneshrepps. Hér sendir grein- arhöfundur Ólínu Þorvarðardóttur skýr skilaboð um að hún hefði fyr- ir löngu átt að flytja á Alþingi til- lögu um að Vegagerðinni yrði falið að kanna hvort hagkvæmara sé að rjúfa þessa vetrarein- angrun Árneshrepps við Hólmavík og Drangsnes með steyptum vegskálum sem gera sama gagn og jarðgöng. Það áttu þingmenn Norðvest- urkjördæmis að kynna sér áður en innanrík- isráðherra kynnti nýja samgönguáætlun. Á Vestfjörðum sitja allir íbúar fjórðungsins uppi með stór- hættulega vegi sem verða aldrei öruggir fyrir mikilli veðurhæð, snjóflóðum, aurskriðum og grjót- hruni. Til að bíta höfuðið af skömminni létu fyrrverandi þing- menn Vestfirðinga sig það engu varða þegar þeir voru árangurs- laust spurðir að því hvort ekki ætti að tryggja íbúunum í Árnes- og Kaldrananeshreppi öruggari vega- samgöngur við Hólmavík með steyptum vegskálum í fullri breidd. Þó að Hólmavík hafi fengið öruggari vegtengingu við Reyk- hóla og Dalabyggð með vel upp- byggðum vegi um Arnkötludal vantar mikið upp á til þess að allir heimamenn á svæðinu milli Bjarn- arfjarðar og Ingólfsfjarðar losni endanlega við þessa vetrarein- angrun sem veldur því að þeir geta aðeins treyst á flugsamgöngurnar milli Gjögurs og Reykjavíkur. Miklu máli skiptir að vel upp- byggðir vegir á Vestfjörðum sem skulu vera í fullri breidd uppfylli um ókomin ár hertar kröfur um öryggi vegfarenda. Því miður eru í fjórðungnum alltof margir vegir með einbreiðu slitlagi sem hafa í för með sér of mikla slysahættu. Öllum þingmönnum Norðvest- urkjördæmis ber að taka þetta mál upp í samgöngunefnd Alþingis. Spurningin er hvort þetta kæru- leysi muni fljótlega hrekja von- svikna Strandamenn norðan Hólmavíkur til uppreisnar gegn þessu skeytingarleysi þegar þeir missa þolinmæðina og segja, hing- að og ekki lengra. Auðvitað eiga íbúar afskekktasta byggðarlagsins við vestanverðan Húnaflóa líka rétt á því að þeirra sjónarmið séu tekin til greina. Allt annað er hnefahögg í andlit Strandamanna. Um tvennt stendur valið. Annað hvort fylgja þingmenn Norðvest- urkjördæmis þessu máli eftir á Al- þingi eða þeir glata trausti heima- manna. Skilaboð til Ólínu Þorvarðardóttur Eftir Guðmund Karl Jónsson Guðmundur Karl Jónsson » Spurningin er hvort viðunandi lausn finnist á samgöngu- málum Árneshrepps. Höfundur er farandverkamaður. Fróðlegt er að skoða lífsstíl 28 þekktra öldrunarsérfæðinga ( þar á meðal er D. Harmann sem þróaði fræðin um áhrif sindurefna á öldr- unina) í BNA, landi bætiefnanna, en sérfræðingarnir gerðu m.a. grein fyrir þeim bætiefnum sem þeir tóku inn að staðaldri og fleiru rétt fyrir síðustu aldamót. Sameiginlegt þeim öllum var að taka inn hágæða fjöl- vítamín með steinefnum en bæta oft ríflega við A, C (mest 6 g) og E vít- amíni einkum vegna andox- unarvirkni þeirra og líka viðbót fyr- ir oft allt að 7 af B vítamínum (B1, B2, B3, B5, B6, B12, fólin-sýru og bíótín) upp á andlega heilsu o.fl. Þá var oft viðbót við einstök steinefni: Ca, K, Mg, B, Cr, Fe, Mn, Zn, Se og Cu en mjög einstaklingsbundið, bæði magn og fjöldi. Jurtavítamín A (próvítamínið beta-caroten ) var vinsælla en A (retinol) úr dýrarík- inu og í stórum skömmtum enda óeitrað og sterkt andoxunarefni . Fáir tóku D vítamín (D2 eða D3) en bara tveir omega 3 ( EPA og DHA fjölómettaðar fitusýrur). Allir drekka mikið vatn og sumir með sí- trónusafa í til detox (afeitrunar). Aðrir drykkir voru helst safar, rauðvín og jurtate. Flest allir sneiddu hjá steiktum mat og rauðu kjöti en sóttu í villtan fisk og lax auk 3-6 stk. ávaxta. Þá stunduðu þeir allir einhverja líkamsrækt flesta daga. Meira en helmingur neytti horm- óna eins og melatóníns daglega og svo DHEA annan hvern dag. Þó nokkrir tóku inn hvítlauk (Kyolic). Margir tóku Q10. Þá voru margir með sínar sérþarfir eins og aspirín, ölger, blá-grænar ölgur, ginseng og ginkgo biloba, jógúrt o.fl. Allir lögðu áherslu á trefjaríkan og fitu- lítinn mat og bara þrír voru að- allega grænmetisætur. En hvað ráðlagði aðalfrumherji orthomolecular-fræðinnar árið 1986, hinn tvöfaldi Nóbelsverðlaunahafi Linus Pauling, sem dó 93 ára 1994? Þetta er fræðin um þau efni sem líkaminn notar og hvernig breyta megi styrk þeirra innbyrðis til að viðhalda bestu heilsu og losna við ýmsa kvilla. Hans ráð að góðri heilsu voru í 12 liðum: Daglega 6-18 g C vítamín á morgnana. Daglega E vítamín, 400, 800 eða 1200 A.E. 1 eða 2 töflur af Super B vítamínum daglega. 25.000 A.E. A vítamín daglega. Eina töflu af 8 steinefnum daglega (Ca, Fe, I, Cu; Mg, Mn, Cr og Se, magn Bron- son-formúla). Annað en C tekið á kvöldin. Lágmarka sykurneyslu. Borða allt en lítið af hverju án þess að fitna. Drekka mikið vatn. Vera starfsamur og stunda einhverja lík- amshreyfingu. Vera hófsamur á áfenga drykki. Ekki reykja sígar- ettur. Forðast stress í vinnu og heima. Þótt þetta eigi við í BNA þar sem 20% matar voru unnar vörur 1940 en voru orðnar 75% fyrir síðustu aldamót gætum við lært sitthvað. Í okkar sólarlitla landi verður okkur eldri gott af þorskalifrarlýsi með 6 lífsnauðsynlegum vítaminum (A, D, E og 3 fjölómettaðar fitusýrur ) og tækjum við líka inn um 1 g af þara- mjöli sem er steinefnaríkt, þá væri 1 tafla af B-fjölvítamíni og svo 400 A. E. af E vítamíni líka gott. C- vítamín er öllum lífsnauðsynlegt, minnst 1-2 g. Þessi bætiefni daglega gætu örugglega bætt heilsu margra okkar eldri og yngri hérlendis líka. PÁLMI STEFÁNSSON, efnaverkfræðingur. Öldrunarsérfræð- ingarnir og bætiefnin Frá Pálma Stefánssyni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.