Morgunblaðið - 24.04.2013, Síða 29

Morgunblaðið - 24.04.2013, Síða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2013 Þegar maður fær sér hund er ætlast til þess að skrá hann. Er það vel og ekkert út á það að setja. Sjálfsagt er að hund- ur sem fylgir fjöl- skyldu sé skráður og fylgt þeim reglum sem skráning til- tekur. Ætlast er til að hundar séu orm- ahreinsaðir árlega. Hvolpar séu bólusettir tvisvar til þrisvar fyrsta árið, árlega næstu tvö og eftir það annað hvert ár. Margt fólk er ómeðvitað um þá félagslegu og tilfinningalegu þörf sem hundur hefur. Oft er tekinn hvolpur og síðar þegar honum þarf að sinna er hann gefinn á annað heimili. Sumir hundar fara þannig á eigendaflakk. Heyrst hefur sú ágiskun að 40% hvolpa sem fá nýtt heimili lendi á eig- endaflakki. Sé fólki settar reglur um hundahald og hvatt til að sækja til þjónustu fagaðila, gæti það vakið marga til meðvitundar um ábyrgð gagnvart dýrum sínum og er það vel. Skráningu fylgir sú kvöð að eig- andi hunds athugi sína grennd. Ekki má hafa hund í fjölbýli þar sem allar íbúðir nota sama stiga- gang. Í Reykjavík er sveigjanleiki gagnvart fjölbýli ef allar íbúðir hafa sérinngang. Á Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæði er einnig sveigjanleiki en íbúar í grennd hafa málsrétt. Í parhúsum á síð- arnefnda svæðinu þarf eigandi hunds einnig að athuga hvort næsti granni sé sáttur við hund- inn. Heilbrigðiseftirlit téðra bæj- arfélaga setja reglur um hvaða hundar fá samþykki og hver ekki. Reglur annarra bæjarfélaga lands- ins eru mismunandi. Matís hefur reglur um hvaða tegundir sé bannað að flytja inn. Þegar hundur er fyrst skráður, í fyrrgreind bæjarfélög þarf að greiða skráningargjald. Framvísa þarf staðfestingu frá dýralækni um að hundurinn hafi fengið þá þjónustu sem hundaskráning krefst. Skráningargjald er ein- kvætt en jafnframt á að greiða skoð- unargjald eða árgjald. Þannig er fyrsta árið tvöfaldur kostnaður en eftir það, svo lengi sem hundurinn lifir og fylgir sama eiganda, er greitt einfalt ár- gjald. Nú kemur til kast- anna afsláttur af ár- gjaldi. Fari hundaeig- andi til viðurkennds hundaskóla og sæki þar hlýðninámskeið, sem ljúki með viðurkenndu prófi, fær hann afslátt af árgjaldinu. Heilbrigðiseftirlit gefur út lista yf- ir viðurkennda hundaskóla sem fólk getur leitað til um námskeið. Afsláttur af árgjaldi er yfirleitt helmingur eða 50%. Stór og vaxandi hluti hunda- þjálfara hérlendis er ósáttur við þetta fyrirkomulag. Menn eru þó sáttir við afsláttinn. Viðhorf hundaþjálfara er að hundar og hundaeigendur hafi hag af að sækja í þekkingu t.d. í formi nám- skeiða. Sú þekking veki til ábyrgð- ar um velferð dýrsins og enn- fremur stuðli að öryggi fyrir börn, hunda og mannfólk, í þessari röð. Röðinni er stillt þannig upp því ljóst er að visst hlutfall þeirra hunda sem eru líflátnir fyrir bit brást í raun við áreiti sem þeir óttuðust en höfðu ekki tök á að ráða sér hundalögfræðing. Hvers vegna eru þá hundaþjálf- arar ósáttir? Á Íslandi er stór og ört vaxandi fjöldi hópa sem kenna hundaþjálfun af öllu tagi og stund- ar hana reglulega. Í öllum þessum klúbbum eru til staðar leiðbein- endur sem hafa leitað sér þekk- ingar og reynslu i leiðsögn, þjálf- un, atferli, vandagreiningu ásamt úrlausnum fyrir hunda og eig- endur þeirra. Í sumum tilfellum hafa þeir sótt námskeið erlendis, í öðrum tilfellum hérlendis og í enn öðrum leitað uppi hvíslara og reynslubolta til að leiðbeina sér og svara erfiðum spurningum. Margt þetta fólk býr yfir þekkingu sem lítið er ritað um, en er hluti reynsluheims þeirra sem taka dýratamningar alvarlega. Heilbrigðiseftirlit viðurkennir nær engan af þessum hópum, utan örfárra takmarka. Er það vel, enda hlutverk eftirlitsins að fram- fylgja reglum, setja reglur og stuðla að öryggi manna og dýra. Heilbrigðiseftirlitin eru mönnuð vandvirku fólki sem tekur ábyrgð sína alvarlega. Hér eru þrjár brotalamir sem mismuna: Það er menntamálaráðuneytis að skilgreina hver sé hæfur leið- beinandi og hver ekki. 2. Það er varasamt að sam- þykkja prófútskrift frá einkaskóla sem hefur tvíþættan hag af því að yfir 80% nemenda útskrifist. 3. Heilbrigðiseftirlitin hafa lítt skilgreindar kröfur til þeirra prófa sem hundur – og eigandi hans – skuli standast. Hér er þessum þrem þáttum varpað fram í þeirri von að vekja megi dálitla umhugsun og jafnvel umræðu. Á höfuðborgarsvæðinu býr sívaxandi hópur sem stæðist mun fleiri próf en hlýðnipróf. Hundar sem búa á heimilum eig- enda sem þekkingarlega gætu kennt hlýðninámskeið, vegna reynslu sinnar úr þjálfun vinnu- hunda, leitarþjálfunar, hundafimi, fjársmölun, sleðahunda og efna- leitarhunda. Til er sanngirnisleið gagnvart öllum hundum. Hún er vinsæl í sí- fellt fleiri borgum erlendis og er afar einföld. Skilgreint er próf á vegum eftirlitsins, og greiða þarf kostnað af prófinu. Það mætti halda ársfjórðungslega og væri staðlað. Hundaeigandi sem sækja vill um afslátt árgjalds þarf að standast þetta próf. Hvert próf- taki leitar til að undirbúa sitt próf væri þá hans mál. Að mismuna hundafólki Eftir Guðjón Elías Ívarsson » Á tuttugu árum hef- ur hundaeign margfaldast. Viðhorf fólks að hundar ættu aðeins heima í sveit hefur gjörbreyst. Kerf- ið er þó svifaseinna. Guðjón Elías Ívarsson Höfundur er leiðbeinandi hjá hundasport.is Löggæsla er frum- skylda hins opinbera. Talið er að lögregla sé elsta borgaralega stofnunin og víða um heim er heiti lögreglu dregið af gríska orðinu polis, sem notað var um borgríki í Grikk- landi til forna. Hlutverk lögreglu er að halda uppi alls- herjarreglu, stemma stigu við afbrotum og greiða götu borgaranna. Þjónusta lögreglunnar er almennt góð í Reykjavík og nýtur hún mikils og verðskuldaðs trausts almennings. Mjög reyndi á fámennt lögreglulið höfuðborgarsvæðisins í end- urteknum óeirðum í Miðbænum vet- urinn 2008-09. Þótt flestir mótmæl- endur færu með friði, var sá hópur ótrúlega stór og harðskeyttur, sem réðst að lögregluþjónum með grjót- kasti og líkamlegu ofbeldi. Nokkrir lögregluþjónar urðu fyrir líkams- tjóni og í a.m.k. einu tilviki fyrir gangstéttarhellum. Eldur var bor- inn að Alþingishúsinu og tókst á síð- ustu stundu að koma í veg fyrir að hann kæmist í eldfima innviði þess. Lögreglan stóð sig ótrúlega vel og hélt velli við þessar erfiðu aðstæður með lagni, snarræði og fagmennsku. Segir það sína sögu um traust lög- reglunnar að þegar verst horfði kom hópur friðsamra mótmælenda og stöðvaði ofbeldismenn, sem létu grjótið dynja á fáliðaðri lög- reglusveit. Allir ættu að lesa „Búsáhaldabylt- inguna“, fróðlega bók Stefáns Gunn- ars Sveinssonar sagnfræðings um þessa atburði. Eflum forvarnir Borgarfulltrúar fá í störfum sín- um margar ábendingar og at- hugasemdir frá borgarbúum um það sem betur mætti fara í löggæslu- og öryggismálum. Við úrlausn marg- víslegra viðfangsefna er samvinna lögreglunnar og borgarinnar nauð- synleg ef hámarksárangur á að nást, t.d. í forvarnarstarfi en það verður að efla. Í ljósi mikilvægis lögreglunnar fyrir borgarbúa er æskilegt að gott samstarf og greið sam- skipti séu ætíð á milli borgarstjórnar og lög- regluyfirvalda. Sam- starfið á milli þessara tveggja stofnana hefur ætíð verið gott en það má enn bæta, almenn- ingi til hagsbóta. Á síðasta borg- arstjórnarfundi var tekin fyrir tillaga Sjálf- stæðisflokksins um að komið verði á fót sam- starfsnefnd lögreglu og Reykjavíkurborgar um löggæslu- málefni. Nefndin verði vettvangur fyrir samskipti og samstarf lögregl- unnar og Reykjavíkurborgar og geri tillögur um úrbætur í málefnum er varða löggæslu í borginni. Tillagan hlaut jákvæðar undirtektir á fund- inum og samþykkt var einróma að vísa henni til frekari umfjöllunar borgarráðs. Slík nefnd gæti tekið fyrir tillögur um úrbætur í forvarnarmálum og önnur málefni er varða löggæslu í borginni. Síðast en ekki síst gæti nefndin staðið fyrir opnum fundum um löggæslumál í Reykjavík og unn- ið úr ábendingum frá almenningi, sem fram kæmu á þeim. Um áratuga skeið var slík sam- starfsnefnd lögreglunnar og Reykja- víkurborgar starfandi en hún var lögð niður árið 2007 í tengslum við breytingar á lögregluumdæmum. Samstarfið í nefndinni var ætíð gott og brást lögreglan yfirleitt mjög vel við ábendingum, sem fram komu á fundum hennar. Slíkan vettvang fyr- ir bein samskipti milli hennar og borgarfulltrúa hefur vantað und- anfarin ár og er nú tækifæri til að bæta úr því. Aukin upplýsinga- miðlun milli Reykjavíkurborgar og lögreglunnar mun án efa skapa ný sóknarfæri við að bæta þjónustu við borgarbúa á þessu sviði. Lög og regla Eftir Kjartan Magnússon Kjartan Magnússon » Bæta má þjónustu við almenning með auknu samráði milli lög- reglunnar og Reykja- víkurborgar. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Byggingav örur - byg gingatækn i I I Gylfaflöt 3 | 112 Reykjavík | Sími 533 1600 | aseta@aseta.is Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Asaki VERKFÆRI ALB10DAS 10,8V Li-Ion Bor/skrúfvél 1,4Ah 30Nm 14.890,- ALM18DD 18V höggborvél Li-Ion 2,8Ah 38Nm 2 hraðar 41.890,- AR636 18V Skrúfvél Ni-Cd 2,0Ah 158Nm 18.890,- ALM14DF 14,4V Li-Ion herðsluskrúfvél 2,8Ah 135Nm 36.890,- ALM18DB 18V Li-Ion borvél 2,8Ah / 38Nm 39.990,- ATH:Tvær rafhlöður, taska og hraðvirkt hleðslutæki fylgir hverri hleðsluvél! ***** 5 stjörnu verkfæri AV245 900W Brothamar 45mm 5,3Kg 21.900,- Kletthálsi Reykjav. Reykjanesbæ Akureyri Vestmannaeyjum AV224 620W höggborvél SDS & herðslupatróna 13.900,- Aukablað alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.