Morgunblaðið - 24.04.2013, Page 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2013
Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 544 5466
Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00.
ODORITE
ÖRVERUHREINSIR
MILDEX-Q
MYGLUEYÐIR
WIPE OUT
OFNA OG GRILLHREINSIR
NOVADAN
KLÓRTÖFLUR
- Í POTTINN
SEPT-O-AID
ÖRVERUR FYRIR ROTÞRÆR
HÁÞRÝSTIDÆLUR
ERTU Á LEIÐ Í BÚSTAÐINN
ÚRVALS VÖRUR FYRIR VIÐHALDIÐ OG VERKIN Í BÚSTAÐNUM.
KÍKTU Í KEMI BÚÐINA OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ!
Fyrir nokkru skrif-
aði Jóhanna hverja
lofræðuna á fætur
annarri í Fréttablaðið,
um hvernig hún og
hennar ríkisstjórn
hafa tekið á skulda-
vanda heimilanna. Þó
svo að það hafi ekki
mikið farið fyrir henni
að undanförnu, nema
þá þessi fíni tolla-
samningur við Kína,
þá langar mig að þakka henni fyrir.
Við hjónin keyptum okkur íbúð
árið 2007, sem kostaði þá 34 millj-
ónir. Við tókum 19 milljóna lán hjá
Íbúðalánasjóði og að sjálfsögðu
tókum við verðtryggt lán enda
öruggasta leiðin og skynsamleg-
asta. Fljótlega hækkaði lánið svo
ört að gjöldin voru orðinn hærri
heldur en tekjurnar, en við vorum
svo heppin að eiga viðbótarlífeyri
til þess að borga og standa í skil-
um, auk þess fékk ég arð frá for-
eldrum mínum. Það gekk stöðugt á
inneign okkar sem átti að notast í
framtíðinni, því sá ég þann eina
kost í stöðunni að skipta um vinnu
með hærri tekjum. Alla tíð var mér
kennt það að heiðarleiki skili sér
alltaf best. Alltaf að standa í skilum
og koma hreint fram. Í dag stendur
lánið í 31,5 millj. og við erum enn
að borga og standa í skilum. Nú
eigum við ekkert í íbúðinni.
Það er skrítið að vera í þessari
stöðu. Þetta er eins og að reyna að
fara upp stiga, en detta alltaf niður.
Maður er hálfdofinn og sér ekki
fyrir endann á þessu ástandi. Svo
veltir maður upp fortíðinni í sífellu
og hugsar: „Því keypti ég þessa
íbúð?“ Jú, ábyrgðin er okkar, því
við ákváðum að kaupa hana, en
ekki datt okkur í hug að þetta færi
svona. Hefðum við verið í fyrri
íbúðinni og notað arðinn og hugs-
anlega viðbótarlífeyrinn til þess að
greiða lánið á þeirri íbúð, þá vær-
um við skuldlaus. Ekki
það að við værum að
spenna bogann við
kaup á nýrri íbúð.
Ekki tókum við 80%
eða 100% lán! Ekki
tókum við erlent lán
(sem hefði verið skyn-
samlegra!). Einnig átt-
um við skuldlausan bíl.
Þessu má líkja við
að vera í afneitun.
Maður kaupir eins
ódýrt og hægt er, fer
með flöskur og til-
heyrandi í end-
urvinnsluna til þess að kroppa smá
pening. Kaupir sama sem engan
fatnað, nema þó aðeins á börnin.
Jú, jú, það er hægt að spara ein-
hverjar krónur með þessu, en af-
neitunin felst í því að þetta eru
smáaurar. Þótt við gerum allt rétt
(eða teljum okkur gera það) þá rétt
náum við að láta þetta ganga upp,
en ég veit ekki hve lengi. Svo talaði
ég við bankann minn um daginn og
spurði álits og fékk þessi svör: „Þið
eruð að gera allt rétt, en við getum
ekkert gert fyrir ykkur af því að
þið standið í skilum.“
Frumvarpinu sem Lilja Mós-
esdóttir lagði upphaflega fram eða
„Lyklafrumvarpinu“ á vorþingi
2010 var hafnað og umræðan í fjöl-
miðlum var á þann hátt að „ríka
fólkið“ gæti losað sig undan skulda-
bagga. Mér leiðast svona umræður,
því í mínu tilfelli, a.m.k., þá hef ég
aldrei verið „ríkur“ nema þó að
eiga 2 börn. Núna er þetta sama
frumvarp í kosningaloforðum bæði
sjálfstæðismanna og framsókn-
armanna. Þetta myndi henta okkur
til þess að losa okkur úr þessum
vandræðum þó svo að ég sé ekki að
kaupa þetta loforð, þá óneitanlega
langar mig að trúa þessu. Og þó
svo að ég hafi yfirleitt verið hlið-
hollari sjálfstæðismönnum, þá var
ég einn þeirra sem kenndu þeim
um hrunið og gekk úr flokknum
eftir hrun. Ég fór einnig niður á
Austurvöll og mótmælti bæði rík-
isstjórn Geirs Haarde og Jóhönnu,
en það var þó merkilegt að færri
komu í seinna skiptið. Það var eins
og málin væru leyst. Ég skal
reyndar viðurkenna að þegar
vinstri flokkarnir mynduðu rík-
istjórn, þá hugsaði ég: „Já, nú
verður eitthvað gert“.
Athyglisvert að skoða reiknivél
Velferðarráðuneytis um húsa-
leigubætur, að ef greiddar eru 150
þús. í leigu á mánuði og heildar-
tekjur hjóna eru 7 milljónir, þá eru
bæturnar á mánuði: 12.385 (miðað
við tvö börn). Fyrir utan það eru
engin fasteignagjöld, hússjóður eða
hitakostnaður. Ég hef skoðað þetta
með því hugarfari að það sé ódýr-
ara að leigja, heldur en þessi staða
sem við erum í, því við erum að
borga 154.200 í lán á mánuði,
22.859 í fasteignagjöld (reyndar í
10 mánuði), 4000 í hússjóð og
10.000 í hita. Einnig má nefna það
að það eru engar „12.385 krónur“ á
mánuði sem ég get dregið frá. Þó
svo að við fáum vaxtabætur í lok
júlí, þá koma þær alltof seint!
Ég er 43 ára og er búinn með
allan viðbótarlífeyrinn minn ásamt
konu minnar og einnig arðinn frá
foreldrum mínum. Ég hef unnið frá
því að ég man eftir mér, sem væri í
daglegum skilningi kallað barna-
þrælkun. Við eigum ekkert, engan
viðbótarlífeyri. Við munum sjá
fram á það að geta ekki borgað af
húsinu eftir árið, nema þessi
vandamál verði leyst. Það eru
örugglega fleiri í þessari stöðu eins
og við.
Þakkir til Jóhönnu
forsætisráðherra fyrir
skuldavanda heimilanna
Eftir Guðmund
Guðmundsson » Það er skrítið að
vera í þessari stöðu.
Þetta er eins og að
reyna að fara upp stiga,
en detta alltaf niður.
Maður er hálfdofinn.
Guðmundur
Guðmundsson
Höfundur er kerfisstjóri.
Vandi heilbrigð-
iskerfisins er umtal-
aður og ein tillaga að
lausn fær mesta at-
hygli, nýr Landspít-
ali. Mér sýnist hún
nálgast takmarkaðan
hluta vandans og frá
þröngu sjónarhorni.
Bent er á að spít-
alinn, hornsteinn
heilbrigðisþjónust-
unnar, búi við
þrengsli, gangalegur sjúklinga, lé-
lega starfsaðstöðu fagfólks, ónýta
glugga, myglu o.fl. – réttilega er
kallað á úrbætur. Bygging-
aráformin eru risavaxin og líkleg
til að gleypa stærstan hluta fjár-
veitinga til heilbrigðisþjónustu um
árabil og Seðlabankinn hefur haft
efasemdir um réttmæti þeirra.
Landspítalinn er vissulega sá horn-
steinn sem um er rætt og hann
þarf að laga. Með heildarhagsmuni
í huga verður að gaumgæfa rétt-
mæti slíkrar framkvæmdar og á
byggingarstað þykir góð regla að
klára traustan grunn áður en lagð-
ur er hornsteinn. Hver er sá
grunnur, hefur hann verið byggður
og til hans vandað? Almennur
skilningur á lögum um heilbrigð-
isþjónustu er að heilsugæslan skuli
að jafnaði vera fyrsti viðkomu-
staður fólks í kerfinu. Hún er því
hluti grunnsins undir hornsteininn
stóra og var ásamt fleiru í grunn-
þjónustu aldrei fullbyggð og er að
auki farin að láta á sjá. Heilsu-
gæslan var mest byggð upp á 8. og
9. áratug síðustu aldar, úti á landi
af myndugleik, en síður í borginni,
svo á hana hefur hallað. Samtímis
hafa pólitískar aðgerðir, eða frem-
ur aðgerðaleysi, orðið til þess að
sérfræðileg læknisþjónusta utan
sjúkrahúsa hefur nær eingöngu
byggst upp í höfuðborginni. Afleið-
ingarnar samkvæmt Boston Con-
sulting Group (BCG) eru þær að
aðgengi að sérfræðilæknum er
nánast ótakmarkað en aðgengi að
heimilislæknum er áhyggjuefni
víða. Sérfræðiþjónusta er dýrari
fyrir fólk úti á landi vegna reglna
um þátttöku almannatrygginga í
ferðakostnaði. Vanmáttug og nið-
urskorin heilsugæslan annar ekki
verkefnum sínum en á sama tíma
hefur opinber kostnaður vegna
sjálfstæðrar sérfræðiþjónustu auk-
ist jafnt og þétt frá hruni sam-
kvæmt BCG. Í gildi hefur verið sú
meginregla að heimilislæknar
mega ekki opna sjálfstæðan rekst-
ur, þ.e. læknar sem hafa sér-
menntað sig í að sinna grunnþjón-
ustu mega einir allra lækna ekki
gera það sjálfstætt starfandi. Þrá-
földum ábendingum um að sál-
fræðiþjónusta verði hluti grunn-
þjónustu hefur ekki verið hrint í
framkvæmd.
Horfumst í augu við að vandi
heilbrigðiskerfisins er mun eldri en
efnahagshrun 2008 og að hluti
hans er vegna stefnuleysis í skipu-
lagi. Yfirvöld hafa ekki sinnt við-
haldi og þróun grunnþjónustu sem
skyldi og vaxandi hluta verkefna
hennar er sinnt á dýrari þjón-
ustustigum, m.a. bráðamóttökum
Landspítalans. Þar er árlega sinnt
þúsundum erinda, sem eðlilega
uppbyggð heilsugæsla gæti gert.
Spyrja þarf hverjar
eru brýnustu fjárfest-
ingar næstu 5-10 árin
til að bæta heilbrigð-
isþjónustuna; efni
hennar (hús og tæki),
atgervi (fagfólk) og
skipulag (pólitísk
stefna og umgjörð).
Engum dylst að byggja
þarf nýtt sjúkrahús í
Reykjavík, þjóð-
arsjúkrahús, en það
þarf að setja í heildar-
samhengi. Hundrað
milljarðar í eitt verkefni ógna fjár-
festingu í öðrum þáttum kerfisins
og þar með undirstöðum og inn-
viðum spítalans sjálfs, sem og þeim
jöfnuði sem lög um heilbrigðisþjón-
ustu boða. Innan spítalans efast
ýmsir um réttmæti framkvæmdar-
innar þó ekki fari það hátt. Páll
Torfi Önundarson, prófessor í blóð-
meinafræði, hefur kynnt hug-
myndir um smærri áfanga til upp-
byggingar spítalans. Slíkt ber að
skoða því fjárfesta þarf í mörgu
öðru en steypu, s.s tækjum og
kjörum starfsfólksins. Ekki bara
hinna mest menntuðu, heldur í
anda nýs gildismats sem við rædd-
um svo mikið eftir hrunið, að bæta
kjör umönnunarstétta. Það er í
takt við tal allra stjórnmálaafla um
að afmá kynjatengdan launamun.
Uppbygging spítalans í áföngum
leyfir fjárfestingar í grunnþjón-
ustu, sem er ekki síður þarft. Brýn
verkefni þar eru t.d.; að tryggja
nýliðun heimilislækna, gera sál-
fræðinga að föstum mannafla
heilsugæslu, efla endurhæfingu
(sjúkra-, iðju- og talþjálfun),
hækka laun samanber fram-
angreint, endurskipuleggja sér-
fræðiþjónustu, efla almenna hjúkr-
unarþjónustu og líknarþjónustu við
lífslok, efla Fjórðungssjúkrahúsið á
Akureyri sem hlekk í almanna-
vörnum og sjúkraflugi landsins,
styrkja sjúkraflutninga á lands-
byggðinni og stuðla að sérnámi í
héraðslækningum (rural medicine)
við Háskólann á Akureyri. Enn-
fremur þarf að líta til þátta sem al-
mennt eru ekki taldir hlekkir í
heilbrigðisþjónustu s.s. jarðganga,
sem í nánustu framtíð eru án efa
meðal brýnustu fjárfestinga til að
tryggja lögboðna heilbrigðis- og
öryggisþjónustu í dreifbýli.
Gerum heilbrigðisþjónustuna
alla að kosningamáli. Við þurfum
nýjan Landspítala, en höfum við
siðferðis- og fjárhagsleg efni á því
bákni sem um er rætt og leyfir slík
framkvæmd að fjárfest verði sam-
hliða í grunnþjónustu, sem ekki er
síður brýnt? Ég held ekki og tek
undir sjónarmið um uppbyggingu
spítalans í smærri áföngum til að
geta um leið styrkt aðra þætti
þjónustunnar. Einblínum ekki á
hornsteininn einan, heldur styrkj-
um líka grunn, innviði og umgjörð
þjónustunnar. Kjósum það!
Traustur grunnur,
hornsteinn, inn-
viðir og umgjörð
Eftir Pétur
Heimisson
Pétur
Heimisson
» Við þurfum nýjan
Landspítala, en höf-
um við siðferðis- og fjár-
hagsleg efni á því bákni
sem um er rætt...
Höfundur er heimilislæknir
á Egilsstöðum.