Morgunblaðið - 24.04.2013, Qupperneq 32
32 UMRÆÐANKosningar 2013
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2013
Frestur til að skila inn greinum er tengjast alþingiskosningunum rennur út í dag, miðvikudag. Hámarks-
lengd greina er 3.000 slög með bilum. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að stytta greinar sem berast eftir
þann tíma og vísa í lengri útgáfu á kosningavef mbl.is. mbl.is/kosningar.
Alþingiskosningar
Nýlega hlustaði ég á viðtal við Evu Joly.
Hún hélt því fram að óprúttnir bankamenn
og braskarar væru enn ósvífnari í „fjársýslu“
sinni, en fyrir hið svokallaða hrun. „Aðgerðir“
ríkisstjórna væru tómt fúsk. Arðrán og auð-
söfnun væri á fullu, sem aldrei fyrr. Þó hún
nefndi ekki Ísland á nafn, er öllum ljóst að
hér þekkir hún vel til mála. Hún spáði skipu-
lögðum efnahagshörmungum (aðeins fyrir al-
menning auðvitað!) um allan heim, innan ekki
langs tíma.
Glæpir alla daga
Á Íslandi eru vinnubrögð glæfragengjanna augljós.
Með ómeðvitaðri (?) hjálp vonlausra embættis- og stjórn-
málamanna er rányrkjan á fullu. Seðlabankinn keypti
nýlega gjaldeyri samkvæmt samningum uppá sex þús-
und milljónir króna. Peningarnir eru teknir að láni á
okkar kostnað, á okkar ábyrgð. Þó Seðlabankinn hafi
ekki birt hverjir áttu í þessum viðskiptum er augljóst að
hér var aðallega á ferðinni gjaldeyrir, sem tekinn var út
úr bönkum og fyrirtækjum, með vafasömum hætti rétt
fyrir hrun. Ekki komu þessir aðilar með stolinn feng sinn
til baka fyrr en þeir fengu greitt 20% hærra verð fyrir
gjaldeyrinn, en skráð gengi dagsins. Þessir illa fengnu
peningar eru síðan nýttir til að hirða upp íbúðir og fyr-
irtæki af fólki í vandræðum. Í vandræðum vegna gjörða
þessara sömu aðila!
Skipulögð glæpastarfsemi?
Afskriftir bankanna eru einnig sérkennilegar. Hundr-
uð milljarða króna eru afskrifuð hjá aðilum sem voru
fremstir í glæfralegum fjárfestingum. Góð-
mennska? Nei, það er til að lækka skatt-
greiðslur fjármálastofnana, skattgreiðslur,
sem blasa við eftir hundraða milljarða króna
gróða bankanna. Bankarnir halda veðum sín-
um í „nýjum“ fyrirtækjum, greiða lægri
skatta og geta óhindrað áfram drottnað yfir
auðlindum og allri framleiðslu. Ný kennitala.
Sama spillingin. Enginn munur er á vinnu-
brögðum bankanna, fyrir eða eftir árið 2008.
Verri, ef eitthvað er.
Að greiða okurvexti með „vaxtabótum“
Aumkunarverð viðbrögð stjórnmálanna eru
fólgin í því að innleiða svokallaðar „vaxtabæt-
ur“. Greiða úr sameiginlegum sjóðum okkar til fólks,
„bætur“ til að greiða bönkunum okurvexti þeirra.
Hvernig má það vera að almenningur sé skattlagður til
þess eins að fólk geti greitt okurvexti? Ofurháa vexti til
banka, sem skila hundruðum milljarða í hagnað, þrátt
fyrir himinháar afskriftir hjá vinum og vandamönnum?
Hér eru ekki einungis maðkar í mysunni, heldur einnig
sníklar í stjórnkerfinu á ferð.
Eru þingmenn söluvara?
Enginn frambjóðandi hefur boðað uppstokkun á þess-
ari sjálfvirku spillingu. Enginn hefur sagt hreint út hvað
þurfi að gera. Er það þannig, að hin illu öfl séu svo öflug
að enginn þori að hrófla við þeim? Eða eru allir að bíða
eftir sínum bita af kökunni? Langar þig í bita, frambjóð-
andi góður?
Sé það svo, – verði ykkur að góðu.
Tilvonandi þingmaður:
Hvert stefnir þú?
Eftir Sigurjón Benediktsson
Sigurjón
Benediktsson
Höfundur er tannlæknir.
Alþingi samþykkti með
þingsályktun hinn 16. júlí
2009 að sækja um aðild að
Evrópusambandinu. Nú,
tæpum fjórum árum síðar,
liggur fyrir að umsóknarferli
Íslands að ESB verður ekki
fram haldið nema vikið sé í
verulegum atriðum frá þeim
meginhagsmunum sem Al-
þingi setti sem skilyrði fyrir
samþykkt ályktunarinnar.
Ríkisstjórnin hefur ekki lengur
umboð Alþingis til að halda áfram
og við teljum jafnframt brýnt að
ekki verði gengið að nýju til við-
ræðna við ESB nema að und-
angenginni þjóðaratkvæðagreiðslu
sem staðfestir vilja þjóðarinnar til
aðildar Íslands að sambandinu.
Allt viðræðuferlið lýtur algerlega
geðþótta ESB og regluverki þess.
Það eru því helber ósannindi, sett
fram gegn betri vitund, að við
séum í samningaviðræðum við
ESB.
Fyrirfram aðlögun
Krafist er fyrirfram aðlögunar
íslenskrar stjórnsýslu og stofnana
að ESB. Okkur stendur til boða
innlimun í óbreytt regluverk ESB,
ekkert annað. Það hafa æðstu tals-
menn ESB staðfest.
Allt regluverk ESB verður þegar
bundið í lög á Íslandi, verði fram-
hald á þessari ógæfuför, áður en
kemur til hugsanlegrar þjóð-
aratkvæðagreiðslu um innlimun.
Framsal á fullveldi og einhliða
kröfur og skilyrði sem ESB hefur
sett í viðræðunum eru með öllu óá-
sættanleg fyrir íslenska hagsmuni
og fullveldi okkar.
Við verðum meðal annars að gefa
eftir forræði á fiskveiðilögsögunni
utan 12 mílna, sjálfsákvörðunarrétt
gagnvart deilistofnum, hagsmunum
okkar á norðurslóðum og auðlind-
um okkar almennt til lands og sjáv-
ar, landbúnaði og fæðu- og mat-
vælaöryggi svo eitthvað sé nefnt.
Með peningagjöfum, sex millj-
örðum, sem stýrt er frá Brussel, er
kominn fram ásetningur um að hafa
áhrif á afstöðu Íslendinga til ESB-
aðildar og um leið á almenna skoð-
anamyndun í landinu.
Borið fé í dóm þjóðarinnar
Beinn og óbeinn kostnaður Ís-
lands við ESB-umsóknina mun
nema mun hærri fjárhæð verði inn-
limunarviðræðum fram haldið. Nú
þegar hleypur kostnaðurinn á millj-
örðum og við munum sem auðug
þjóð ávallt greiða meira til við-
skipta- og markaðshyggjublokkar
ESB en hún greiðir á móti.
Við minnum á makríldeiluna og
áform og hótanir Evrópusambands-
ins í garð Íslendinga um við-
skiptaþvinganir, samtímis því sem
aðildarviðræður standa yfir. Sýna
þær hótanir best hvernig þetta
ríkjasamband beitir sér gegn smá-
ríki eins og Íslandi.
Samningur ríkisstjórnarinnar um
Icesave var skilgetið afkvæmi
ESB-umsóknarinnar. ESB var
málsaðili og ákærandi gegn Íslandi
í Icesave-málinu fyrir EFTA-
dómstólnum.
Við í Regnboganum krefjumst
þess sem alþjóðasinnar að umsókn-
in um aðild að ESB verði aft-
urkölluð þegar í stað. Kjósum gegn
áframhaldandi innlimunarvið-
ræðum í alþingiskosningunum 27.
apríl 2013. Regnboginn er eina
framboðið sem sett hefur andstöðu
við ESB í algeran forgang, enda er
fullveldi og sjálfstæði Íslands í húfi.
Stöðvum innlimunar-
viðræður ESB
Eftir Atla Gíslason
og Jón Bjarnason
Atli Gíslason
Höfundar eru alþingismenn og í
framboði fyrir Regnbogann fyrir
sjálfstæði Íslands og sjálfbæra þróun.
Jón Bjarnason
Margir sem fylgjast
með þjóðmálum telja
að auðlindir þjóð-
arinnar, þar með fisk-
veiðirétturinn, hafi ver-
ið eitt helsta átakamál
kjörtímabilsins. Þar
hafa unnist sigrar, svo
sem skötuselur,
strandveiðar og veiði-
gjaldshækkun. Að auki staðfestu
yfir 80% vilja til þess í þjóð-
aratkvæðagreiðslu að þjóðareign
auðlinda kæmist í stjórnarskrána.
Það mistókst í málþófi á Alþingi og
nú eru skuldir, eilífðarmál margra
heimila, i brennipunkti kosning-
anna. Umrótið er slíkt að auðlind-
irnar komast ekki á blað, risavaxin
kosningaloforð yfirtaka sviðið.
Er mögulegt að
ræna völdum hér?
Víða og oft hefur völdum verið
rænt, en menn hefur skort hugar-
flug til að sjá það gerast að einn
stærsti flokkur landsins, Sjálf-
stæðisflokkurinn, sem nú gengur
óklofinn til kosninga, yrði fórn-
arlambið. Að auki er skammt liðið
frá því að Landsfundur kaus
Bjarna Benediktsson formann með
79% atkvæða og jafnframt er stutt
til kosninga. Menn litu svo á að
Evrópusambandsaðild með göllum
og möguleikum yrði
næstu misseri helsta
átakamálið.
Eðli rána er að þau
gerast fyrir opnum tjöld-
um. Kynningarþátt Rík-
issjónvarpsins að kvöldi
11. apríl 2013, For-
ystusætið, má telja ráns-
vettvanginn. Þar var
Bjarni formaður næst því
að segja af sér, svo ná-
lægt að margir töldu að
ekki yrði aftur snúið. Ránstækin
voru skoðanakannanir, einkum
skoðanakönnum Viðskiptablaðsins,
sem beint var gegn Bjarna og birt
þennan sama dag. Bjarni taldi að
öfl innan Sjálfstæðisflokksins með
ritstjóra Viðskiptablaðsins og fyrr-
um kosningastjóra varaformanns
Sjálfstæðisflokksins, Hönnu Birnu
Kristjánsdóttur, hefðu staðið fyrir
aðgerðunum. Bjarni klykkti svo út
með því í Forystusætinu að hann
mundi tilkynna af eða á um afsögn
sína fljótlega. Umræður um
stefnumál féllu að mestu niður i
þættinum.
Það var svo á fundi sjálfstæðis-
manna í Garðabæ að morgni 13.
apríl sem Bjarni tilkynnti áfram-
hald formennsku sinnar við mikinn
fögnuð fundarmanna.
Menn þurfa því að vera við öllu
búnir!
Var reynt að
ræna D-listanum?
Eftir Tómas
Gunnarsson
Tómas Gunnarsson
Höfundur er lögfræðingur.
Hefði nú Alþýðufylkingin verið til haustið
2008 – hefði það einhverju breytt?
Já, ég held það. Auðvitað hefði það ekki
komið í veg fyrir hrunið, en það hefði getað
breytt viðbrögðum fólks við því.
Gamall félagi minn sagði: Þarna gerðist
það sem við höfðum alltaf spáð. En við höfð-
um ekki samtök til að skýra það fyrir almenn-
ingi.
Íslenska auðvaldið hrundi og nokkrir bófar
stálu milljörðum frá íslenskum almenningi.
Hver urðu viðbrögðin? Alger glundroði og
fólk var ráðvillt. Hefði marxískur flokkur þá verið til,
hefði hann getað bent á samhengið, og margir hefðu skil-
ið það. Auðvitað hefði ekki orðið bylting, en fjöldi manns
hefði áttað sig og getað brugðist við á þann hátt að beita
sér fyrir hagsmunum sínum, alþýðuhag. Komandi kosn-
ingar sýna nú enn einu sinni að fólk leitar í allar áttir,
varla er fyrir nokkurn mann að átta sig á muninum á öll-
um þessum framboðum.
Ég studdi Vinstri græna meðan ekki bauðst betra. Sá-
róánægður var ég samt, því þótt núverandi ríkisstjórn sé
sú besta sem ég man eftir, þá hafði hún ekki styrk né
stefnufestu til að gera betur en hún gerði. Auðvitað gat
hún ekki annað en endurreist auðvaldskerfið. Það er
ekki hægt að gera byltingu frá Alþingishúsinu við Aust-
urvöll, því bylting er að alþýðan taki sjálf völdin. Og þeg-
ar VG var stofnað, réð varkárnin og löngun til að hafa
sem flesta með, svo ekki var einu sinni minnst á sósíal-
isma í stefnuskránni. Hvað þá að á nokkurn
hátt væri unnið í þá átt. Í staðinn vildi flokk-
urinn efla smáfyrirtæki! Eins og mögulegt
væri að festa auðvaldið á tilteknu, frumstæðu
þróunarstigi. Nei, frjáls samkeppni leiðir auð-
vitað til þess að sumir sigra, og aðrir tapa.
Þeir sem sigra þenjast út og gleypa taparana.
Auðvaldskerfinu fylgir að sífellt skiptast á
þensluskeið þar sem náttúruauðlindum er só-
að til að framleiða fleiri vörur en hægt er að
selja, eða verra, vopnaframleiðslu og mútur til
herforingja smáríkja til að kaupa þau. Síðan
koma kreppur með miklu atvinnuleysi og
skorti. Kratar þykjast geta bætt úr þessu með
umbótum á auðvaldskerfinu, en það hefur margsýnt sig,
t.d. nú í Danmörku, að í kreppu verða þeir fyrstir allra til
að skera niður alla sigurvinninga alþýðu undir þenslu-
skeiði. Í staðinn hygla þeir fyrirtækjum með skattaíviln-
unum og öðru þvílíku.
Það vantaði flokk sem gat bent á valkost við þetta
kerfi, þar sem þeir fá völd sem kunna að græða peninga,
en ekki þeir sem kunna að leika á hljóðfæri, semja skáld-
verk, mála myndir, og á annan hátt gera lífið auðugra og
fegurra fyrir alþjóð. Nú höfum við loksins fengið flokk
sem bendir á valkost við auðvaldið.
Alþýðufylkingunni er ekki spáð að fá þingmann kjör-
inn nú, svo skömmu eftir stofnun hennar. En það skiptir
minnstu máli. Meginatriðið er hitt, að bera fram stefn-
una og safna liði um hana. Styðjum Alþýðufylkinguna!
Alþýðufylkingin
Eftir Örn Ólafsson
Örn Ólafsson
Höfundur er bókmenntafræðingur í Kaupmannahöfn.
Næstkomandi laugardag eiga íbúar í NV
kost á að eignast nýjan þingmann, Eyrúnu
Ingibjörgu Sigþórsdóttur. Eyrún er ein af
þessum kjarnorkukonum sem hafa sýnt það
með störfum sínum að á þær má treysta í
flóknum og erfiðum málum. Eyrún er við-
skiptafræðingur að mennt, hefur stýrt Tálkna-
firði um árabil sem sveitarstjóri, komið að
rekstri útgerðar, ásamt því að reka barnmargt
heimili. Eyrún er keppnismanneskja, afreks-
kona í íþróttum og alin upp í Vestmannaeyjum
þar sem menn kalla ekki allt ömmu sína. Ey-
rún hefur unnið ötullega að hagsmunum síns
samfélags og hagsmuna NV-kjördæmis. Hún situr í stjórn
Hafnasambands sveitarfélaga, í stjórn Orkubús Vest-
fjarða og hefur verið varaþingmaður kjördæm-
isins undanfarin 4 ár og setið í samgöngunefnd
Fjórðungssambands Vestfirðinga undanfarin
ár og hefur verið forgöngumanneskja fyrir
bættum samgöngum í fjórðungnum. Þeir sem
Eyrúnu þekkja ættu ekki að vera í vafa um
hvern þeir kjósa næstkomandi laugardag. Það
er mikilvægt að íbúar flykki sér um Eyrúnu,
enda fáir sem þekkja betur hagsmunamál
hinna dreifðu byggða.
Íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum hafa
ekki átt talsmann á alþingi Íslendinga í alltof
langan tíma, nú er möguleiki á að úr því rætist
með því að setja X við D í komandi kosningum
á laugardag, hvar í flokki sem við stöndum.
Vestfirðingar – Flykkjumst um
Eyrúnu Ingibjörgu Sigþórsdóttur
Eftir Ólaf Sæmundsson
Ólafur
Sæmundsson
Höfundur er byggingastjóri og Vestfjarðavinur.