Morgunblaðið - 24.04.2013, Page 33
UMRÆÐAN 33Kosningar 2013
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2013
Eftir dóm EFTA-
dómstólsins í Icesave-
málinu er komin upp al-
veg ný staða. Þess vegna
ber að endurskoða þær
greiðslur, um 500 millj-
arða, sem fyrirhugað er
að greiða úr þrotabúi
Landsbankans til Breta
og Hollendinga.
Neyðarlögin voru sett
m.a. til að tryggja allar
innistæður að fullu. Gjörningur sem
er langt umfram öll lög og reglur.
Kröfur Breta og Hollendinga fyrir
EFTA-dómstólnum snérust um lá-
marksinnistæðurnar, 20.887 evrur á
reikning, alls að fjárhæð 700 millj-
arða. Aldrei var rætt um neitt um-
fram þessar lágmarksinnistæður
fyrir dómnum.
Neyðarlögin verða þess hins veg-
ar valdandi að við munum þegar
upp er staðið greiða Bret-
um og Hollendingum um
1.200 milljarða vegna Ice-
save. Af þessum 1.200
milljörðum standa eftir í
dag um 500 milljarðar.
Þessa 500 milljarða á að
greiða út á næstu mán-
uðum og árum, greiða
með gjaldeyri sem þjóðin
á mjög takmarkað af.
Þjóðin sagði nei í
tveimur þjóðarat-
kvæðagreiðslum
Í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum
hafnaði þjóðin Icesave-samning-
unum. Í síðari þjóðaratkvæðagreiðsl-
unni um Bucheit-samninginn var vilji
þjóðarinnar alveg skýr. Þjóðin vildi
fara dómstólaleiðina og fá úr því
skorið fyrir dómstólum hvort hún
væri í ábyrgð fyrir þessum Icesave-
reikningum eða ekki.
Niðurstaðan í þjóðaratkvæða-
greiðslunni um Bucheit-samninginn
var skýr: Þjóðin vildi ekki borga
krónu nema vera dæmd til þess.
Niðurstaðan í dómsmálinu fyrir
EFTA-dómstólnum er skýr: Þjóðinni
ber ekki að borga krónu vegna Ice-
save og íslenska ríkinu ber ekki að
tryggja innistæður á Icesave.
Förum að vilja þjóðarinnar
Við eigum að fara að vilja þjóð-
arinnar, vilja sem fram kom í tveim-
ur þjóðaratkvæðagreiðslum og við
eigum að grípa til eftirfarandi að-
gerða:
Nr. 1 Stöðva strax allar greiðslur
til Breta og Hollendinga.
Nr. 2 Stofna rannsóknarnefnd á
vegum Alþingis sem rannsakar hvers
vegna greiddir voru 700 milljarðar í
gjaldeyrir út úr þrotabúi Landsbank-
ans þó svo þjóðin hefði í þjóð-
aratkvæðagreiðslum ítrekað neitað
að greiða neitt vegna Icesave nema
að undangengnum dómi. Af hverju
virti Alþingi og stjórnsýslan þessar
þjóðaratkvæðagreiðslur að vettugi og
hóf greiðslur áður en dómur féll og
borgaði út 700 milljarða í gjaldeyri
þvert á skýran vilja þjóðarinnar?
Nr. 3 Leitað verði allra leiða til að
fá til baka það fé sem þegar hefur
verið greitt til Breta og Hollend-
inga. Íslenskir lífeyrissjóðir og
Seðlabanki Íslands eru stórir kröfu-
hafar í þrotabúi Landsbankans og
væntanlega í hópi fámennra kröfu-
hafa sem enn eiga sínar upphaflegu
kröfur í þrotabúinu. Hitt eru vog-
unarsjóðir sem keyptu sínar kröfur
á hrakvirði og eru að horfa til ann-
arra hluta. Ef sækja á þetta fé til
Breta og Hollendinga er það Seðla-
bankinn og lífeyrissjóðirnir sem
væntanlega þurfa að gera það.
Nr. 4 Gerð verði úttekt á því hve
mikið tjón þjóðarinnar er vegna
hryðjuverkalaganna sem Bretar
settu í október 2008 á Landsbank-
ann, Kaupþing, Seðlabanka Íslands
og ríkissjóð ásamt því að kyrrsetja
gull- og gjaldeyrisvarasjóð landsins
sem geymdur var í Morgan Stanley-
bankanum í London. Samhliða því
að forsætis- og fjármálaráðherra
Breta kynntu það fyrir fjölmiðlum
heimsins að Ísland væri gjaldþrota.
Eins það tjón sem Bretar og Hol-
lendingar ollu þjóðinni með því að
tefja fyrir afgreiðslu lána frá Al-
þjóðagjaldeyrissjóðnum, AGS.
Nr. 5 Enn er eftir að greiða um
500 af þeim 1.200 milljörðum sem
neyðarlögin skuldbinda þrotabú
Landsbankans að greiða til Breta og
Hollendinga vegna Icesave. Gera á
þessa greiðslu, þessa 500 milljarða,
upptæka og nota þetta fé sem bæt-
ur fyrir það tjón sem hryðjuverka-
lögin ollu þjóðinni og það tjón sem
varð vegna dráttar á lánum frá
AGS.
Er ekki löngu tímabært að þjóðin
gefi fjórflokknum frí í eitt til tvö
kjörtímabil og kalli til nýja flokka
og nýtt fólk?
Stöðvum greiðslur til Breta og Hollendinga vegna Icesave
Eftir Friðrik Hansen
Guðmundsson
Friðrik Hansen
Guðmundsson.
Höfundur er verkfræðingur og fram-
bjóðandi Lýðræðisvaktarinnar.
– Það ætla ég að vona
að Framsókn fái meiri-
hluta í þessum kosn-
ingum, sagði vinur minn
sem oft lítur við í Bóka-
kaffinu hér við Aust-
urveginn. Kannski var ég
eitthvað seinn til svars því
einhvernveginn átti ég
ekki von á að þessi maður
af öllum kysi minn gamla ástkæra
flokk. Það bærðust í mér blendnar til-
finningar undrunar, klökkva og kvíða
fyrir því hvert þetta samtal ætlaði.
Þegar ég var búinn að færa tékk-
nesku pari á næsta borði tvo mokka-
bolla leit ég samt yfir og sagði svoldið
hægt eins og ég væri að herma eftir
gömlum Skeiðamanni:
– Meiri-hluta!
– Já, já, meirihluta og þá fyrst verður
gaman að lifa. Hefurðu áttað þig á því
hvað ástandið er alvarlegt og hvað ger-
ist þegar þessir andskotar svíkja þetta
allt saman…
– Neeeeeei, sagði ég og var nú alveg
hættur að látast.
– Svíkja, það er hreinlega ekki hægt
að efna neitt af þessu sem þeir eru að
lofa og ef þeir reyna þá fer samfélagið
algerlega á hvolf, það verður óðaverð-
bólga og við förum öll á
hausinn. Og ef þeir reyna
ekki þá verður allt vitlaust
hérna og gott ef ekki blóðug
bylting. Ætli það sé ekki
bara það sem við þurfum
hérna á skerinu. Þetta hætt-
ir ekki fyrr en einhver hefur
verið drepinn!
Svo dró aðeins niður í
þessum vaska spámanni.
Hann setti í brýrnar og
hvíslaði næstum því eins og
Tékkarnir væru að njósna um okkur.
– Þessar kosningar verða mjög
merkilegar hvernig sem fer. Þegar
veruleikatengslin í umræðunni eru
næstum því engin og fólk fer á kjör-
stað í von um að fá pening þá hriktir í.
Ég ætlaði að segja eitthvað án þess
að vita hvað það ætti að vera en í
sama mund kom frelsandi amerísk
fjölskylda inn í kaffihúsið, fimm sam-
an á ferð um Ísland og ég losnaði úr
þessari umræðu.
Ég var samt enn að hugsa um þetta
meðan ég fræddi amerískan mennta-
skólakennara um Sturlungu þar sem
sagt er frá því hvernig íslenskir oflát-
ungar brutu fjöregg þjóðarinnar.
Boðið til byltingar
Eftir Bjarna
Harðarson
Bjarni Harðarson
Höfundur er bóksali og skipar efsta
sæti á lista Regnbogans í Suður-
kjördæmi.
AUÐUR AVA RÆÐIR
UNDANTEKNINGUNA
Dagskráin hefst kl. 20.00, miðvikudagskvöldið 24. apríl
og er aðgangur ókeypis og öllum opinn.
Rithöfundurinn Ragnar Jónasson tekur á
móti höfundinum Auði Övu Ólafsdóttur
og spjallar við hana um bókina
Undantekninguna en bókin fékk gríðarlega
góðar viðtökur og var m.a. tilnefnd til
Íslensku bókmenntaverðlaunanna.
Þar sem þetta er síðasta kvöld vetrar
verður slegið á létta strengi í lok dagskrár
þegar tónlistarmaðurinn Snorri Helgason
spilar nokkur lög og fylgir okkur inn í
sumarið.
Sumargjöfin
i
Verð 35.990 kr.
Sumarverð 29.990 kr.
Gildir til mánudags
thdan@simnet.is
Við göngum nú til
kosninga þann 27. apríl
næstkomandi. Þegar
kemur að því að velja sér
hverjir verða fyrir valinu
í kjörklefanum er mik-
ilvægt að hugsa sig vel
um og horfa á heild-
arpakkann. Það eru
óvenjumargir pakkar í
boði í þessum kosningum
og því ærið verk að skoða
sig um.
Við höfum nú verið undir rík-
isstjórn VG og Samfylkingar síðast-
liðin fjögur ár, þessi ár eru ár van-
nýttra tækifæra og skattaníðs. Þessi
hópur hefur flækt skattkerfið og gert
yfir 100 skattabreytingar á kjör-
tímabilinu. Stefna þessara flokka er
sú að skattleggja í drep og vonast eft-
ir því besta. Það hefur ekki sýnt sig
að aukin skattheimta þýði auknar
tekjur fyrir ríkissjóð, þeim mun
hærri skattar, því minni hvatning fyr-
ir fólk að framkvæma og það veldur
frekari stöðnun í atvinnulífinu. Win-
ston Churchill sagði eitt sinn „Fyrir
þjóð að reyna að skattleggja sig til
betri lífskjara er eins og
fyrir mann að standa ofan í
fötu og toga í handfangið til
að reyna að lyfta sér upp“.
Hafa má þessi orð Churc-
hills í huga þegar rík-
isstjórnin telur fólki trú um
að hækkun skatta sé svarið
við erfiðum tímum.
Hvað er mikilvægt fyrir
okkur þegar við höld-
um áfram?
Það er mikilvægt fyrir
okkur að smyrja hjól atvinnulífsins og
auka ráðstöfunartekjur heimilanna.
Þessum markmiðum vill Sjálfstæð-
isflokkurinn ná með þinni hjálp. X-D
talar fyrir því að einfalda skattkerfið,
lækka skatta og minnka gjöld, þessar
aðgerðir eru til þess fallnar að blása
lífi í fyrirtækin sem eru nú skattlögð
upp í rjáfur, þetta eykur möguleika
fyrirtækja á því að ráða til sín starfs-
fólk og eykur líkur á því að fyrirtæki
geti farið í auknar fjárfestingar. Þessi
auknu umsvif ættu svo að auka tekjur
ríkissjóðs og með því má standa vörð
um þessar grunnstoðir samfélagsins
líkt og heilbrigðiskerfið, mennta-
kerfið og löggæsluna.
Auðvitað vilja allir þeir flokkar sem
bjóða fram það besta fyrir íslenska
þjóð. Það er hinsvegar áherslumunur
á stefnum flokkanna og frambjóð-
enda þeirra. Það er mikilvægt að
horfa á málefnin, og þegar hin ít-
arlega stefnuskrá Sjálfstæðisflokks-
ins er skoðuð þá er auðvelt að segja X
við D.
Þau skatta vilja hækka í drep
og kæla allt hér niður
þau auka við sín skattaþrep
og álögur, því miður.
Þau átta sig samt ekki á
með þessu þau allt drepa,
nú fólkið mun og vill nú fá
ný stjórnvöld sem eitthvað geta.
Sjálfstæðisflokkur kemur nú
með tillögur til bjargar
sem eiga að veita fólki trú,
því lausnirnar eru margar.
Ég hvet því alla hér í dag
Sjálfstæðisflokkinn að kjósa
og bæta okkar allra hag
svo Ísland fái að njóta.
Skattagleði vinstrimanna
Eftir Ólaf Hannesson
Ólafur Hannesson
Höfundur er stjórnmálafræðingur