Morgunblaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2013 ✝ Lilja Gunn-arsdóttir fædd- ist á Reynisstað í Sandgerði 11. jan- úar 1935. Hún lést á Landspítala við Hringbraut 6. apríl 2013. Foreldrar henn- ar voru Gunnar Júlíus Jónsson, f. 28.7. 1904, d. 9.11. 1992 og Rannveig Guðlaug Magnúsdóttir, f. 24.6. 1902, d. 7.8. 1988. Systkini Lilju eru þau Jóna Gunnarsdóttir, f. 2.8. 1927, Óskar Gunnarsson, f. 26.5. 1945 og hálfsystirin Mar- grét Freyja Sigurlásdóttir, f. steinn. 2) Valþór Söring Jóns- son, f. 19.7. 1953, maki Halldóra Lúthersdóttir. Börn, Lilja, Jóna Karen, Íris Ósk, Lúther. 3) Guðný Jónsdóttir, f. 21.12. 1954, maki Terry Avery. Börn, Sammy og Jón Þór. 4) Arnoddur Jónsson, f. 3.5. 1959, maki Guð- finna Arnbjörnsdóttir. Börn, Arnar Bjarki, Gunnhildur Eva. 5) Rannveig Jónsdóttir, f. 27.9. 1963, maki Sigurjón Óskarsson. Börn, Jón Söring, Sóley. Lilja vann ýmis störf í fisk- vinnslu framan af ævinni en síð- ar ýmis þjónustustörf í kaffiter- íu, mötuneyti og flugeldhúsi hjá Loftleiðum/Flugleiðum þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Útför Lilju fór fram í kyrrþey frá Keflavíkurkirkju 12. apríl 2013. 29.6. 1921, d. 6.3. 1960. Árið 1956 gekk Lilja í hjónaband með Jóni Söring, f. á Seyðisfirði 13. maí 1929, d. 24. febrúar 2013. For- eldrar Jóns voru hjónin Þórarinn Ólason Söring, f. 6.11. 1890, d. 7.2. 1974 og Valgerður Einarsdóttir, f. 30.3. 1893, d. 7.10. 1977. Lilja og Jón eign- uðust fimm börn: 1) Margrét Jónsdóttir, f. 26.4. 1951, maki Páll Þorsteinsson. Börn, Þór- arinn Ingi, Jón Róbert og Þor- Elsku mamma, við sitjum hér hálfdofin og skiljum ekki alveg þá hröðu atburðarás sem við höfum verið að upplifa undan- farnar vikur. Saman máttum við öll kveðja hann pabba í lok febr- úar og héldum þá að við mynd- um fá að eiga með þér góðan tíma framundan en undanfarin ár hafa verið annasöm hjá þér við að hjúkra og hugsa um pabba í veikindum hans auk þess að takast á við erfið veik- indi sjálf. Þú varst honum pabba ómissandi og mátti hann ekki án þín vera, við vorum að vona að þú fengir að njóta þín eftir að hafa hjúkrað honum og hugsað um hann, en lífið fór í annan farveg og nú hefur þú lagst við hliðina á pabba og sef- ur þar svefninum langa í þess- ari jarðnesku tilveru. Við trúum þó að þú sért kom- in til starfa á öðrum vettvangi þar sem þín var beðið og hugg- um okkur við að þið pabbi sem voruð nánast óaðskiljanleg eruð nú sameinuð á ný eftir örstutta fjarveru hvort frá öðru, enda kvaddir þú hann með þeim orð- um að þið sæjust fljótlega aftur. Það var gott að alast upp undir þinni ást, umhyggju og leiðsögn, þú gafst okkur gott veganesti og gerðir okkur að því sem við erum, þú miðlaðir ást og umhyggju og innprent- aðir góð gildi eins og heiðar- leika, sjálfstæði, umhyggju og styrk, þú leiðbeindir og gafst ráð þegar eftir var leitað en gafst frelsi til að við lærðum af eigin reynslu og mistökum og ávallt var þolinmæðin til staðar. Elsku mamma, við þökkum þér veganestið sem okkur tekst vonandi að miðla áfram til okk- ar afkomenda á jafn árangurs- ríkan hátt. Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku mamma, við erum rík að minningum um þig og pabba og þær munu hjálpa okkur sem eftir sitjum auk þess sem við lif- um í þeirri vissu að þið hlúið nú hvort að öðru á ný. Takk fyrir tímann sem með þér átt- um, tímann sem veitti birtu og frið. Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram, lýsa upp veg okkar fram á við. Gefi þér Guð og góðar vættir góða tíð yfir kveðjuna hér, þinn orðstír mun lifa um ókomna daga, indælar minningar í hjarta okkar ber. (P. Ó. T.) Margrét, Valþór, Guðný, Arnoddur og Rannveig. Elsku amma, nú er komið að kveðjustund. Það er sárt að þú sért farin frá okkur en hugur og hjarta fyllast af hlýjum minn- ingum. Nú ertu komin á góðan stað þar sem við erum viss um að afi hafi tekið vel á móti þér. Þú varst með sanni einstök kona með góða nærveru, það var alltaf svo gott að koma til þín. Það er svo margs að minn- ast, allra góðu stundanna sem við áttum saman uppi í sum- arbústaðnum ykkar afa og einn- ig á Sóltúninu og Skólaveginum. Það var sjaldan sem ekki var boðið upp á pönnukökur, flat- brauð eða súkkulaðiköku. Öll eigum við hannyrðir sem þú hefur gefið okkur í gegnum tíð- ina; lopapeysur, tátiljur, teppi og fleira. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og þá gleði sem þú veittir okkur, elsku amma. Við erum uppfull af þakklæti yfir að hafa fengið að hafa þig í lífi okkar, minning þín mun lifa áfram í hjörtum okkar. Við höfði lútum í sorg og harmi og hrygg við strjúkum burt tárin af hvarmi. Nú stórt er skarð í líf okkar sorfið því fegursta blómið er frá okkur horfið. Með ástúð og kærleik þú allt að þér vafðir og ætíð tíma fyrir okkur þú hafðir þótt móðuna miklu þú farin sért yfir þá alltaf í huga okkar myndin þín lifir. Við kveðjum þig, amma, með söknuð í hjarta, en minning um faðmlag og brosið þitt bjarta. Allar liðnar stundir um þig okkur dreymi og algóður Guð á himnum þig geymi. (Sigfríður Sigurjónsdóttir) Þín barnabörn, Þórarinn Ingi, Jón Róbert, Þorsteinn, Arnar Bjarki, Gunnhildur Eva, Jón Sör- ing, Sóley, Lilja, Jóna Kar- en, Íris Ósk, Lúther Sör- ing, Sammy og Jón Þór. Kærir vinir mínir, mágur minn og svilkona, hjónin Jón og Lilja Söring eru nú bæði látin með aðeins 6 vikna millibili. 48 ár eru nú liðin síðan ég kynntist þeim hjónum. Ég hafði þá um nokkurt skeið verið starfsstúlka á Aðalstöðinni í Keflavík og kynntist þar þeim bræðrum Einari, Karli og Jóni Söring. Einar og Jón voru þá bílstjórar á Aðalstöðinni. Þegar ástin barði svo að dyrum hjá mér og Einari urðu Jón og Lilja góðir vinir mínir og hafa verið það alla tíð síðan. Á þessum ár- um var ekki alltaf leikur einn að sjá fyrir afkomumöguleika fyrir stóra fjölskyldu. Á barnmörgu heimili þeirra hjóna var mikið að gera. Það var full vinna fyrir húsmóður að halda heimili og fyrir húsbónda og föður að vinna fyrir því. En fyrir ungt, hraust og duglegt fólk eins og þau voru er allt hægt. Á þessum árum áttu Lilja og Jón heima með barnahópinn sinn á Sóltúni 11. Þar áttu þau fallegt heimili í tveggja hæða húsi sem þau byggðu. Seinna þegar börnin voru flutt að heiman byggðu þau glæsilegt hús á Skólaveg- inum þar sem þau lögðu mikinn metnað í að hafa allt sem falleg- ast hvort sem var innanhúss eða utan. Það var ekki hægt annað en dást að því hversu vel var um allt hugsað og mér eru minnisstæð limgerðin á Skóla- veginum en það var eins og Jón hefði notað hallamál við snyrt- ingu þeirra svo bein og falleg voru þau. Það var gaman að koma til þeirra og fylgjast með framkvæmdum. Alltaf var tekið á móti okkur með hlýju og vin- semd og áttum við með þeim margar góðar stundir. Á milli þeirra bræðra Einars og Jóns var mikil og góð vinátta. Jón var mjög duglegur maður og gat gert nánast hvað sem var. Og eins og flestir afkomendur Valgerðar og Þórarins Söring hafði hann alltaf nóg að gera og féll aldrei verk úr hendi. Hann byggði hús fyrir sig og sína, lagði rafmagn, smíðaði eða hvað annað sem til féll og þurfti að gera fyrir vini og ættingja. Lilja var ekki síður dugleg. Jafn- framt því að hugsa um börn og bú vann hún ýmis störf en lengstan starfsaldur átti hún í Flugeldhúsinu. Alltaf var Jón tilbúinn til þess að aðstoða okkur hjónin og þegar við byggðum húsið okkar lagði hann fyrir okkur rafmagn- ið í það ásamt ýmsu öðru sem þurfti að gera. Í veikindum Ein- ars voru þau Jón og Lilja mér stoð og stytta. Þau voru sannir vinir í raun. Ég kom til Jóns og Lilju stuttu áður en Jón lést. Þá voru þau flutt að Nesvöllum. Hann tók niður mynd af vegg og sýndi mér. Myndin var af Lilju ungri og hann sagði mér að svona hefði hún verið þegar hann nældi sér í hana. Hann hafði verið að keyra leigubíl og tók hana og vinkonu hennar upp í bílinn á Sandgerðisheið- inni. Þær voru þá gangandi á leiðinni heim í Sandgerði af balli í Keflavík. Það varð mér til gæfu, sagði Jón og Lilja brosti. Það var örugglega gagnkvæmt. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Guð geymi Jón og Lilju Sör- ing. Við munum hittast á ný. Kæru vinir Valli, Magga, Guðný, Addi, Randý og fjöl- skyldur, Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Svanhvít Guðmundsdóttir. Lilja Gunnarsdóttir Það var í lok ágúst í fyrra að við Lovísa mæltum okkur mót hjá mömmu minni, henni Helgu Páls. Dóra dóttir hennar var á landinu og ætluðum við að leyfa krökkunum mínum og hennar að hittast. Lovísa ljómaði af stolti þegar hún var með barnabörnun- um enda flottir og hæfileikaríkir strákar. Það var svo gaman að hitta þau öll. Við rifjuðum upp gamlar og Lovísa Einarsdóttir ✝ Lovísa Ein-arsdóttir fædd- ist í Reykjavík 18. ágúst 1943. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 31. mars 2013. Útför Lovísu fór fram frá Vídal- ínskirkju 12. apríl 2013. góðar stundir, satt að segja var bara eins og við hefðum öll hist í gær. Við sátum úti í garði í dásemdarveðri, spjölluðum hlógum og dáðumst að börn- um sem léku sér í garðinum. Þau stóðu á höndum og gerðu allskonar hundakúnstir, tefldu og léku sér í fótbolta, sum- ir svolítið tapsárir eins og gengur en þetta var virkilega ánægjuleg stund. Ekki óraði mann þá fyrir því að aðeins nokkrum mánuðum seinna væri þú öll. En það var um þetta leyti sem þú varst farin að finna fyrir einhverjum veikindum en varst ekki búin að fá grein- ingu. Það var alltaf kátt á hjalla þeg- ar Lovísa mætti í Birkilund með fjölskylduna, þá var sko hlegið, sungið og grallarast. Man hvað þið mamma hlóguð mikið að fljúgandi beljum uppi í trjám og einhverju álíka grallarabulli sem ykkur fannst svo fyndið. Eining gisti ég oft í Aratúninu og í minn- ingunni fannst mér þið vera hin fullkomna fjölskylda, öll svo fal- leg, heimilið ykkar, garðurinn og blómin . En líf þitt var ekki bara dans á rósum, það komu skin og skúrir og margskonar breytingar sem þér tókst að sigla stolt í gegnum með þinum manni á þinn fallega og ljúfa hátt. Guð geymi þig, góða kona. Ingimar, Dóru og fjölskyldu, Áslaugu og fjölskyldu og öðrum ástvinum sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Ólöf Vala. Elsku Lovísa. Þvílíkur snillingur sem þú varst þegar þú ákvaðst að koma á laggirnar Kvennahlaupi í Garða- bæ þar sem konur hlupu eða gengu frá Vífilsstöðum niður að Íþróttamiðstöðinni Ásgarði árið 1990. Þessi viðburður þinn hefur heldur betur undið upp á sig, tek- ið breytingum og verið einn stærsti viðburður í íslensku íþróttalífi undanfarin ár. Eftir hlaup á síðasta ári rædd- um við 25 ára afmæli hlaupsins árið 2014. Þig eins og okkur nú- verandi nefndarkonur í Garðabæ langaði svo til þess að sjá bæinn okkar stilla upp listaverki sem minnir okkur öll á það, að þessi stóri viðburður samfélags okkar á sér stað í okkar litla bæjarfélagi og við getum öll verið stolt af. Hugmyndavinna okkar er komin í vinnslu og ég veit að við munum sjá minnisvarða hlaups- ins fyrr en varir . Við kveiktum ljós og heiðruð- um minningu þína á fyrsta nefnd- arfundinum þetta árið og er nokkuð ljóst að við munum minn- ast þín áfram … Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Birna Guðmundsdóttir. Árið 1997 kom út bókin Hér andar Guðs blær, saga sum- arstarfs KFUK. Í þeirri bók er rakin saga sumarstarfsins frá upphafi og fimmtíu ára saga sumarbúðanna í Vindáshlíð. Allt frá fyrsta degi sögu Vind- áshlíðar er Katrínar getið enda var hún mikill örlagavaldur í sögu sumarstarfsins. Ung að árum átti hún sér draum um sumarbúðir í Kjósinni og strax árið 1939 skrifar hún til frænku sinnar, Helgu Magnúsdóttur í Ólafsvík og getur þess að hún hafi nefnt það við tvær stjórn- arkonur í KFUK hve skemmti- legt það væri ef sumarbúðir KFUK fengju varanlegan stað í Kjósinni. Hin unga Katrín var ekki ein um þennan draum, og því fékk hún í lið með sér Lilju Jónasdóttur móður sína og með hennar liðstyrk rættist loks draumur Katrínar og annarra ungra KFUK kvenna. Árið 1949 eignaðist sumarstarf KFUK land í Kjósinni og þar hefur verið starfað óslitið síðan. Eins og áður sagði naut Katrín liðsinnis móður sinnar við að láta draum sinn rætast, en eftir að Guðlaugur Jakobs- son eiginmaður Katrínar kom Katrín Kristjánsdóttir ✝ Katrín Krist-jánsdóttir fæddist í Reykjavík 26. ágúst 1922. Hún andaðist á Borg- arspítalanum 4. mars 2013. Hún ólst upp á Hvítanesi í Hval- firði, fluttist síðan að Blöndholti í Kjós þar sem hún bjó þar til hún flutti að heiman til Reykjavíkur. Útför Katrínar fór fram í kyrrþey. til sögunnar stóðu þau tvö þétt saman um að gera veg sumarstarfsins sem mestan og bestan. Voru þau hjónin samhent og einstök í starfi sínu fyrir Hlíðina. Katr- ín var valin af stjórn KFUK í fyrstu stjórn Vind- áshlíðar og var hún gjaldkeri sumarstarfsins allt frá árinu 1949 til 1971. Allan þann tíma vann hún af heil- indum fyrir félagið. Þó starfi Katrínar fyrir Vindáshlíð lyki formlega árið 1971 átti Vind- áshlíð stóran sess í hjarta hennar alla tíð. Auk starfa sinna í Vindáshlíð tók Katrín virkan þátt í starfi félagsins í Reykjavík. Um ára- bil söng hún bæði í blönduðum kór KFUM og K og í Kvenna- kór KFUK. Þá var Katrín einn- ig valin í byggingarnefnd fé- lagsins þegar félagshús KFUM og KFUK var byggt við Holta- veg. Fyrir störf sín í þágu Vind- áshlíðar var Katrín valin heið- ursfélagi Vindáshlíðar árið 2007. Þau hjónin voru Sumar- starfi KFUK í Vindáshlíð ein- stök Guðs gjöf. Með þakklæti og virðingu við minningu þeirra vottum við ástvinum þeirra innilega samúð og biðjum þeim ríkulegrar blessunar Guðs. F.h. sumarstarfs KFUK í Vindáshlíð, Betsy Halldórsson fyrrver- andi formaður Vind- áshlíðar, Guðrún Nína Petersen for- maður Vindáshíðar, Gyða Karlsdóttir fram- kvæmdastjóri KFUM og KFUK á Íslandi. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR, Brekku, Garði, lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi laugar- daginn 13. apríl. Útförin verður frá Útskálakirkju föstudaginn 26. apríl kl. 14.00. Kristján Vilhjálmsson, Vigdís Böðvarsdóttir, Sigurður Vilhjámsson, Kristjana Vilhjálmsdóttir, Friðrik Ágúst Pálmason, Halldór Vilhjálmsson, Gunnhildur Ásgeirsdóttir, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Stefanía Vilhjálmsdóttir, Kristinn Kristinsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir mín, HULDA SIGRÚN SNÆBJÖRNSDÓTTIR, Hringbraut 50, áður til heimilis að Holtsgötu 6, lést sunnudaginn 14. apríl. Sálumessan fer fram frá Kristskirkju, Landa- koti, föstudaginn 26. apríl kl. 15.00. Ragnheiður Jóhanna Eyjólfsdóttir. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir og afi, GÍSLI HALLDÓRSSON í Króki, sem andaðist á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 16. apríl, verður jarðsunginn frá Villingarholtskirkju laugardaginn 27. apríl kl. 15.30. Lilja María Gísladóttir, Páll Óskarsson, Ingvar Hreinn Gíslason, Lynn Ann Gíslason og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.