Morgunblaðið - 24.04.2013, Page 37

Morgunblaðið - 24.04.2013, Page 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2013 ✝ Hulda Daníels-dóttir fæddist í Reykjavík 4. mars 1951. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 13. apríl 2013. Foreldrar Huldu voru Ingveldur Eyjólfsdóttir, f. 2.2. 1907, d. 22.11. 1994 og Daníel Guð- brandsson, f. 9.12. 1906, d. 28.7. 1964. Hulda var yngst systkina: Sævar Sæ- mundsson, f. 17.1. 1940 og Elín 5.5. 1998 og Birkir, f. 12.1. 2002. Seinni maður Jóhönnu er Gunnar Örn Pétursson, f. 24.7. 1978, barn þeirra Ásdís, f. 26.2. 2008, barn Gunnars er Steindór Mar, f. 15.5. 2002. Vinur Huldu var Jón Ólafur Jónsson, f. 27.8. 1942. Hulda ólst upp í Kerlingadal og Norðurgarði í Mýrdal. Hún fluttist ung til Reykjavíkur en bjó lengst af í Kópavogi en síð- ustu ár á Álftanesi. Hún vann ýmis störf en lengst af sem leik- skólaleiðbeinandi í Kópavogi. Hulda var mikið nátturubarn og hafði brennandi áhuga á ljós- myndun og hélt ljósmyndasýn- ingu í Bókasafni Kópavogs núna í mars. Útför Huldu fer fram frá Garðakirkju í dag, 24. apríl 2013, og hefst athöfnin kl. 15. Arnþrúður Daní- elsdóttir, f. 14.12. 1948. Hulda giftist Jóni Bjarnarson 1973, þau skildu, börn þeirra:1) Ingveldur Bjarn- arson, f. 26.12. 1970, gift Kjartani Emil Halldórssyni, f. 7.4. 1965. 2) Jó- hanna Bjarnarson, f. 19.8. 1976, giftist Ágústi Óla- syni, f. 21.9. 1969, þau skildu, börn þeirra, Viktoría Hlín, f. Elsku fallega, duglega, sterka mamma mín. Þar sem englarnir syngja sefur þú, sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú, að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós, lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós, tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær, faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær, aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Ég óska þess að þér líði vel á þeim stað sem þú ert komin á, því þú átt það svo sannarlega skilið. Ég kveð þig með sömu orðum og þú kvaddir mig með, Góða nótt, bless. Þín Ingveldur (Inga). Elsku hugrakka, duglega og fallega mamma mín, það var aðdáunarvert að sjá hvernig þú tókst á þínum veikindum, þú kvartaðir aldrei og hélst ótrauð áfram að fara í gönguferðir og taka myndir. Seinasta daginn þinn þrjóskaðist þú allan daginn við að halda þér vakandi og fylgj- ast með því sem var að gerast. Þegar kom að leiðarlokum kvaddir þú okkur systur með þínum seinustu orðum: Góða nótt, bless, og því kveð ég þig, mamma, einnig með þeim orðum: Góða nótt, mamma mín, og bless, gangi þér vel á nýjum slóðum. Kæra mamma, ljúfur Guð þig leiði, um landið efra að Edens fögrum lund, og á þinn legstað blóm sín fögur breiði, svo blessi Drottinn þessa hinztu stund. Í okkar hjarta ljúf þín minning lifir, þú leiddir okkur fyrstu bernskuspor. Við biðjum Guð, sem ræður öllu yfir, að enn þér skíni blessuð sól og vor. Hjartans þakkir, elsku mæta móðir, þér miskunn veiti Guð svo hvílist rótt. Þig verndi og gæti allir englar góðir, ástarþakkir, mamma, góða nótt. (H.J.) Þín dóttir, Jóhanna. Kæra tengdamóðir, nú ert þú farin úr þessari vídd og yfir í aðra. Þótt þú glímdir við erfiðan sjúkdóm síðustu tvö og hálft árið þá stóðstu þig ótrúlega vel allan tímann og endaspretturinn var stuttur og þín síðustu orð voru sterk og skýr, góða nótt, bless. Við kynntumst fyrir um 24 ár- um þegar við Inga fórum að vera saman. Mér líkaði vel við þig frá fyrstu kynnum og ég minnist þín fyrir glæsileika, skemmtilegt við- mót, mikinn húmor, heiðarleika, réttlætiskennd og góða nærveru. Þú naust þín vel úti í guðsgrænni náttúrunni þótt það væri ausandi rigning (enda alin upp í rigning- unni í Mýrdalnum), þar hafðir þú gott auga sem nýttist þér vel í þínu helsta áhugamáli, ljósmynd- uninni, eins og sjá mátti á ljós- myndasýningunni sem þú stolt hélst frá 1. feb. til 15. mars á þessu ári. Ég minnist þín með þakklæti fyrir þann tíma sem við þekktumst. Fyrir spilamennsk- una, Kana eða Manna eftir því hversu margir voru í húsi, núna síðast á afmælisdaginn þinn, fyr- ir skötuveislurnar fyrir jólin (ég reikna með að yngri dóttir þín taki við að halda þessar skötu- veislur) og margt fleira. Ég get ekki annað en hlegið þegar ég minnist ferðarinnar þegar þú og elsta barnabarnið þitt komuð með okkur Ingu í jeppaferð yfir Eyjafjallajökul yfir á Mýrdals- jökul og niður hjá Skógum fyrir nokkrum árum og þú varst orðin þreytt á því hvað barnið talaði mikið svo þið fóruð í keppni hvor gæti þagað lengur, það kom svo í ljós hvaðan barnið hafði þessa talhæfileika því þú tapaðir í keppninni fyrir barninu. Við sem vorum svo heppin að hafa þekkt þig munum sakna þín og minn- ingin um þig mun lifa. Ég kveð þig, Hulda, með ljóðinu Hótel Jörð. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Og til eru ýmsir, sem ferðalag þetta þrá, en þó eru margir, sem ferðalaginu kvíða. Og sumum liggur reiðinnar ósköp á, en aðrir setjast við hótelgluggann og bíða. En það er margt um manninn á svona stað, og meðal gestanna er sífelldur þys og læti. Allt lendir í stöðugri keppni’ um að koma sér að og krækja sér í nógu þægilegt sæti. En þó eru sumir, sem láta sér lynda það að lifa úti’ í horni, óáreittir og spakir, því það er svo misjafnt, sem mennirnir leita að, og misjafn tilgangurinn, sem fyrir þeim vakir. En mörgum finnst finnst hún dýr þessi hóteldvöl, þó deilt sé um hvort hótelið sjálft muni græða. En við, sem ferðumst, eigum ei annars völ. Það er ekki um fleiri gististaði að ræða. Að vísu eru flestir velkomnir þangað inn, og viðbúnaður, er gestirnir koma í bæ- inn, og margir í allsnægtum una þar fyrst um sinn. En áhyggjan vex, er menn nálgast burtferðardaginn. Þá streymir sú hugsun um oss sem ískaldur foss, að allt verði loks upp í dvölina tekið frá oss, er dauðinn, sá mikli rukkari, réttir oss reikninginn yfir það sem var skrifað hjá oss. Þá verður oss ljóst, að framar ei frest- ur gefst né færi á að ráðstafa nokkru betur. Því alls, sem lífið lánaði, dauðinn krefst – í líku hlutfalli og Metúsalem og Pétur. (Tómas Guðmundsson) Kveðja, Kjartan Emil Halldórsson. Elsku móðursystir mín og frænka hefur nú kvatt þennan heim. Það er ekki annað hægt en að dást að því hversu dugleg, já- kvæð og æðrulaus hún var í sín- um veikindum. Undanfarna daga hafa minningarnar streymt um hugann. Hulda var nett kona sem bar aldurinn vel, oftast með dökkt sítt hár og brún falleg augu, stutt í kímnina og hlátur- sköst, oftast mjög jákvæð en bjó yfir þrjósku, sérstaklega ef hún beit eitthvað í sig. Hulda var mikið náttúrubarn og þótti alltaf vænt um æskustöðvar sínar í Mýrdalnum þar sem hún var alin upp og hefur það efalaust haft áhrif á hana að vilja vera í nánd við sveitasæluna þegar hún valdi sér búsetu á Álftanesi. Þar var hún í nálægð við hafið, fuglana og náttúruna, hún hafði einnig mjög gaman af að veiða. Þegar hún varð sextug var henni gefin góð myndavél og undi hún sér vel við að taka myndir utan dyra, hún hafði gott auga og náði að taka margar fallegar myndir sem varð til þess að hún hélt ljós- myndasýningu í Bókasafni Kópa- vogs. Samverustundirnar okkar í gegnum tíðina eru ófáar, þegar ég var lítil fórum við mikið í heimsókn til Huldu og þá sér- staklega um helgar. Heima hjá henni lékum við okkur systkinin við dætur hennar, Ingveldi og Jóhönnu, eins var það þegar komið var heim til okkar. Mér hefur alltaf fundist ég getað leit- að til Huldu, hringt í hana og spjallað um allt og ekki neitt eða beðið hana um að koma að gera eitthvað með mér, hún var nán- ast alltaf til og þurfti engan fyr- irvara til að biðja hana um það. Eftirminnilegustu ferðirnar okk- ar eru þegar við vorum að keyra framhjá skilti í Kjósinni þar sem stóð hestaleiga og áður en við vissum af vorum við komnar í reiðtúr, bíltúrarnir voru þó nokkrir og hefðu mátt vera fleiri. Einn sólríkan dag spurði ég hana hvort hún vildi koma með mér á skíði og þá var hún meira en til. Hulda hafði ekki farið á skíði í 15 ár eða svo, dustaði hún rykið af skíðunum og við vorum komnar í fjallið stuttu síðar, hrösuðum á rassinn nokkrum sinnum og hlógum að því þar sem enginn meiddi sig. Margar minningar mun ég geyma með okkur og er ég þakklát fyrir allar okkar góðu stundir, ég mun finna fyrir tóm- leika án hennar og það er sárt að kveðja og mikið vona ég að Huldu líði vel á nýja staðnum sínum og sé frjáls eins og fugl- inn. Ég votta fjölskyldu og vinum mínar dýpstu samúðarkveðju. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson) Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Hafdís Ósk Karlsdóttir. Hulda Daníelsdóttir, fyrrver- andi mágkona og svilkona okkar, lést á Landspítalanum aðfaranótt 13. apríl eftir harða baráttu við illvígan sjúkdóm. Hulda var ætt- uð frá Ísafirði en ólst upp í Kerl- ingardal Mýrdalssveitar hjá fóst- urmóður sinni Ingveldi og manninum hennar. Hún og Jón bróðir minn hófu ung að árum bú- skap fyrst í Eskihlíðinni og síðar í Kópavogi. Okkur hjónunum var vel til vina og röltum við oft á kvöldin yfir til þeirra eða þau til okkar enda ekki langt á milli. Var þá tekið í spil og var oft æri há- vaðasamt því við Hulda vorum bæði tapsár en endaði alltaf með vinsemd og oftast yfir kaffibolla. Mjög oft fórum við fjölskyldurnar saman í útilegu, í sumarbústaði og jafnvel til útlanda. En vænst þótti Huldu um að aka um sveit- ina sína enda þekkti hún þar hverja þúfu. Hulda var glaðvær en föst á sínu. Jón og Hulda áttu tvær dætur saman, þær Ingveldi og Jóhönnu, sem reyndust móður sinni vel í veikindum hennar. Hulda átti þrjú barnabörn sem hún talaði ávallt um með stolti er við hittumst. Við skilnaðinn slitn- aði ekki upp úr vinskapnum á milli okkar og heimsóttum við hana og hún okkur. Einnig var ávallt góður vinskapur á milli hennar og Jóns. Eftir skilnaðinn átti Hulda fyrst heima í Kópa- vogi, síðan flutti hún út á Álftanes og bjó sér þar fallegt heimili. Hulda vann mikið utan heimilis og þá oftast á leikskólum þar sem hún sá ýmist um gæslu eða mat- seld fyrir krakkana. Fyrir um það bil þremur árum kenndi Hulda sér fyrst meins af þeim sjúkdómi sem hún lést úr, en frá byrjun vissi hún hvert stefndi en fór leynt með það og bar harm sinn í hljóði og sagði að þetta væri allt að koma. Þannig að menn voru fullir bjartsýni. En maðurinn með ljáinn lætur ekki að sér hæða. Og andaðist Hulda á Landspítalan- um eins og áður sagði með dætur sínar sér við hlið. Já, þannig endar lífsins sólskinssaga. Vort sumar stendur aðeins fáa daga. En kannske á upprisunnar mikla morgni við mætumst öll á nýju götuhorni. (Tómas Guðmundsson) Við hjónin og fjölskylda send- um dætrum hennar og barna- börnum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guðrún (Didda) og Pétur. Hulda Daníelsdóttir Það er merkilegt hvað viðhorf og framkoma þeirra fullorðnu greypast djúpt í barnssálina á unga aldri. Stella var ein af höf- uðpersónum hinna fullorðnu á æskuskeiði þess sem hér skrif- ar. Hún var gift Ársæli Kr. Ein- arssyni föðurbróður mínum og öll bjuggum við undir sama þaki í Sigtúni 33 í Reykjavík. Það hús höfðu þeir bræður, Valdi- mar faðir minn, Ársæll og Odd- geir byggt saman af miklum dugnaði og þar liðu æskuárin í faðmi fjölskyldnanna, frænd- systkinanna og ömmu Krist- jönu. Dagar öryggis og um- hyggju. Barnaskarinn í Sigtúninu var uppátækjasamur og eftir á að hyggja fengum við að njóta þeirrar blöndu af að- haldi og frjálsræði sem börnum er hollt. Þegar kom að því að fá Guðmunda V. Guðmundsdóttir ✝ Guðmunda V.Guðmunds- dóttir fæddist á Nýp í Skarðs- hreppi, Dalasýslu, 18. apríl 1924. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 29. mars 2013. Útför Guðmundu fór fram frá Laug- arneskirkju 12. apríl 2013. smá aðstoð við ýmsar uppákomur, eins og t.d. að út- vega teygjur í teygjubyssur eða hjól á kerrubíl, þá var Stella ávallt sú sem fyrst var leitað til. Og alltaf brást hún vel við, af glettni og um- hyggju, enda var hún sett á stall af okkur krökkunum. Þrátt fyrir erfiða glímu við Elli kerlingu og annað mótlæti í lífinu missti Stella aldrei kímni- gáfuna. Heimsóknirnar í Sigtún- ið þar sem hún bjó til æviloka voru of fáar en það var gaman að upplifa glampann í augum Stellu þegar ég heimsótti hana í fyrra með mestu ærslabelgina úr hópi barnabarnanna. Allt það besta sem til var í húsinu var lagt á borð handa þeim og ég er viss um að hefðu þau beðið um teygju í teygjubyssu þá hefði Stella farið að leita fyrir þau í koppum og kirnum. Að leiðarlokum þakka ég Stellu fyrir góð kynni og marg- ar ánægjustundir. Hugheilar samúðarkveðjur sendi ég Krist- jönu, Einari og fjölskyldunni allri. Grímur Valdimarsson. Blómasmiðjan Grímsbæ v/Bústaðaveg S: 588 1230 Samúðarskreytingar Útfaraskreytingar ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA AÐALHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR frá Melbæ, Eskifirði, Víðilundi 15, Akureyri, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar laugardaginn 13. apríl. Útförin fer fram frá Glerárkirkju í dag, miðvikudaginn 24. apríl, kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast Ástu er bent á Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis. Sérstakar þakkir fyrir yndislega umönnun til starfsfólks lyflækningadeildar Sjúkrahúss Akureyrar og Heimahlynningar. Þór Árnason, Jóna Dóra Þórsdóttir, Arnoddur Guðmannsson, Örn Þórsson, Mattý Einarsdóttir, Alfreð Þórsson, Aðalheiður Þórhallsdóttir, Helgi Þór Þórsson, Jóna María Júlíusdóttir, Anna Katrín Þórsdóttir, Halldór Baldursson, Sveinar Þórsson, Helga Stefanía Þórsdóttir, ömmu- og langömmubörn. ✝ Okkar hjartkæra SIGRÍÐUR ÓSK GEIRSDÓTTIR, Hátúni 12, Reykjavík, sem andaðist miðvikudaginn 10. apríl, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 26. apríl kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sjálfsbjargarfélagið í Reykjavík. Signý Þ. Óskarsdóttir, Þorkell G. Geirsson, Egill Þorkelsson, Agnes Þorkelsdóttir, Jón Eiríksson. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GRÉTAR EMIL INGVASON, Hrafnistu í Hafnarfirði, áður Hæðargarði 29, Reykjavík, sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði miðvikudaginn 17. apríl, verður jarðsunginn frá Garðakirkju föstudaginn 26. apríl kl. 15.00. Ingvi Rúnar Grétarsson, Virginia K. Grétarsson, Anna Margrét Grétarsdóttir, Brynjólfur Grétarsson, Elín Sigrún Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.