Morgunblaðið - 24.04.2013, Page 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2013
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
Helga Axelsdóttir
✝ Helga Axels-dóttir (Lilla)
fæddist á Læk,
Skagaströnd, 22.
júlí 1930. Hún lést
6. apríl 2013 á
Landspítalanum í
Fossvogi.
Helga var jarð-
sungin frá Foss-
vogskapellu 12.
apríl 2013.
þín minning er ljós sem
lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn
Sigurðardóttir)
Minningin lifir,
elsku mamma.
Helga
Björnsdóttir.
Trúðu á tvennt í heimi
tign sem hæsta ber:
Guð í alheimsgeimi,
Guð í sjálfum þér.
(Steingr. Thorsteinsson)
Elsku amma. Þessa fallegu
bæn fórst þú oft með og kenndir
okkur. Við munum ávallt minnast
þín þegar við heyrum hana. Núna
ertu farin úr þessu jarðríki og
komin á góðan stað. Afi tók fagn-
andi á móti þér, þú talaðir oft um
hvað þú saknaðir hans. Hvíl í friði,
elsku Lilla amma.
Birna Mjöll. Trausti Björn og
Óskar Björn.
✝ Magnús Ás-geirsson húsa-
smíðameistari
fæddist 19. apríl
1947 í Kópavogi.
Hann lést á Land-
spítalanum 24. mars
2013.
Foreldrar Magn-
úsar voru hjónin Ás-
geir Blöndal, mál-
fræðingur, f. 2.
nóvember 1909, d.
25. júlí 1997, sem í áratugi starf-
aði við Orðabók Háskólans, og
Sigríður Sigurhjartardóttir, hús-
freyja, f. 17. febrúar 1917, d. 12.
nóvember 1951. Seinni kona Ás-
geirs var Njóla Jónsdóttir, f. 24.
ágúst 1922, d. 30. janúar 2000.
Bræður Magnúsar eru Jóhann
Gunnar, múrarameistari, f. 14.
júní 1940, kvæntur Arnbjörgu
Stefánsdóttur Jónsdóttur, f. 13.
ágúst 1938, d. 1. júlí 2008. Þeirra
börn eru Ásgeir Bjarni og Sigríð-
ur. Sigurður, tæknifræðingur, f.
19. desember 1948,
kvæntur Guðrúnu
Steingrímsdóttur, f.
27. janúar 1955.
Þeirra börn eru Sig-
rún Sigurðardóttir,
f. 18. apríl 1982 og
Þórey Birgisdóttir,
f. 4. október 1978.
Magnús var
kvæntur Magnhildi
Magnúsdóttur, f. 10.
desember 1940. Þau
voru barnlaus, en dætur Magn-
hildar eru Íris Björk Sigurð-
ardóttir, f. 21. mars 1963, gift
Fróða Hjaltasyni, f. 25. janúar
1954, Elfa Kristín Sigurð-
ardóttir, f. 19. mars 1963, gift
Björgvini Kristjánssyni, f. 11.
september 1969, Dóra Berglind
Sigurðardóttir, f. 12. september
1964, gift Óskari Bragasyni, f.
29. apríl 1961.
Magnús var jarðsunginn í
kyrrþey frá Hjallakirkju 3. apríl
2013.
Lagður hefur verið til hinstu
hvílu elsku Maggi hennar
mömmu.
Á vængjum vindsins ferðast sál þín
ofar skýjum út í geim
meðal sólkerfa, vetrarbrauta og stjarna
í samvitund og kærleiksins heim.
Allt sem var í gær er í dag.
Spor fyrnast í sandi,
en á vængjum vindsins fljúga fræin
og sá því sem koma skal.
Fræjum hefur ekki verið sáð
til einskis og skila sér í öllum sem
þig þekktu. Ég mun alltaf vera
þakklát fyrir að þú komst í líf
mitt og minna og mótaðir.
Ljúft er þín að minnast og sárt
að sakna.
Elfa.
Magnús
Ásgeirsson
✝ RagnheiðurBöðvarsdóttir
fæddist í Reykjavík
17. ágúst 1921.
Hún lést á Land-
spítalanum Foss-
vogi 2. apríl 2013.
Foreldrar
Rögnu eins og hún
var alltaf kölluð
voru Böðvar Jóns-
son, d. 1954 og
Guðrún Skúladótt-
ir, d. 1965. Systkini Rögnu voru
Jón, Gunnar, Ingibjörg og Sig-
urbjörg, þau eru öll látin.
Hinn 8. apríl 1950 giftist
Ragna Jóhanni L. Sigurðssyni
loftskeytamanni, f. 20. febrúar
1924, d. 2. september 2009.
Börn Rögnu og Jóhanns eru 1)
Birna, maki Ásgeir Jónsson.
Börn þeirra eru: a) Jóhann Örn,
maki Guðný Guðnadóttir og eru
börn þeirra Aron, Birna og Atli.
b) Ragnheiður, maki Heiðar
Þórhallsson og barn þeirra er
Viktoría Líf. c) Sturla. 2) Gunn-
ar, maki Marta Loftsdóttir.
Börn Gunnars eru a) Árni Beck,
maki Mie Rasmussen og dætur
þeirra eru Rósa Sif og Silja
Björk. b) Guðrún Björg, maki
Pétur Ingi Pét-
ursson og börn
þeirra eru Ingunn
Lind og Emil. Syn-
ir Mörtu og stjúp-
synir Gunnars eru
a) Hörður, börn
hans eru Högni Al-
var og Vigdís Elf-
ur. b) Finnur.
Ragna bjó hjá
foreldrum sínum
víðsvegar í Reykja-
vík en skólagangan var þó yf-
irleitt í Austurbæjarskóla.
Nokkur sumur var hún í sveit í
Mýrdal og unni hún þeim slóð-
um alla tíð. Ragna hóf ung störf
í Reykjavíkurapóteki og síðan í
Ingólfsapóteki en lengst af
starfaði hún í Vesturbæj-
arapóteki ásamt því að starfa í
Melaskóla. Ragna var hlédræg
kona en hafði þó sterkar skoð-
anir á mönnum og málefnum.
Ömmubörnunum fannst hún
besta amma í heimi og lang-
ömmubörnunum fannst það
líka. Henni var mjög umhugað
um sitt fólk og tók hag þess
fram yfir sinn eigin.
Útför Rögnu var gerð frá
Fossvogskapellu 18. apríl 2013.
Elskuleg tengdamóðir mín,
Ragnheiður Böðvarsdóttir, er
látin eftir stutt veikindi á nítug-
asta og öðru aldursári.
Ragna eins og hún var ávallt
kölluð var mikil fjölskyldumann-
eskja og hugsaði mjög vel um
sína. Hlýja hennar og umhyggja
fyrir öðrum var einstök. Hún var
heiðarleg, réttsýn, vinnusöm og
trúföst. Þetta eru þau gildi sem
hún innrætti börnunum sínum
tveimur.
Ragna átti fimm barnabörn og
átta langömmubörn. Yngsta
langömmubarnið hennar, Vikt-
oría Líf, var skírð rúmum tveim-
ur vikum áður en hún lést og
mætti Ragna að sjálfsögðu í
skírnina og gladdist með fjöl-
skyldunni. Það var yndislegt að
sjá hana með yngsta fjölskyldu-
meðliminum.
Við Gunnar vorum að enda
safaríferð okkar í Suður-Afríku
þegar við fengum sorgarfréttirn-
ar af láti hennar. Við höfðum tal-
að við hana í síma nokkrum dög-
um áður og hlustaði hún spennt
og áhugasöm á það sem við höfð-
um frá að segja. Áður en við lögð-
um upp í ferðina tók hún af okkur
loforð um að láta ekkert raska
ferðaáætlunum okkar sama hvað
gengi á hjá henni.
Fyrstu kynni mín af Rögnu
voru þegar ég, lítil stelpa, kom
við í Vesturbæjarapóteki á leið
úr sundi og spurði um brotinn
apótekaralakkrís. Ragna, fallega
góða konan í apótekinu, tók alltaf
vel á móti mér og gaf mér og vin-
konum mínum oftar en ekki brot-
inn apótekaralakkrís. Ragna var
móðir Gunnars, bekkjarbróður
míns í Melaskóla, og í minning-
unni öfundaði ég hann af því að
mamma hans ynni í apótekinu.
Um þrjátíu árum síðar hóf ég
sambúð með Gunnari. Ragna og
Jóhann tóku mér og sonum mín-
um strax vel og reyndust mér
alla tíð vel. Eftir að Jóhann eig-
inmaður hennar til 59 ára lést
urðu samskiptin enn meiri. Það
var mjög sterkt og náið samband
á milli hennar og Gunnars og
hringdi hún hin síðari ár á hverju
kvöldi til að bjóða góða nótt.
Ragna flutti á dvalarheimilið
Grund fyrir tæpu ári og þar undi
hún sér vel.
Starfsfólkið á Grund var ein-
staklega alúðlegt og hugsaði vel
um hana. Þar hitti hún einnig
marga sem hún þekkti frá árun-
um í apótekinu og oft urðu
skemmtilegar umræður um
löngu liðna tíð. Rögnu þótti gam-
an að fá gesti í kaffi og oft end-
uðu sunnudagsbíltúrar okkar
Gunnars á Grund. Stundum voru
langömmubörnin með í ferð og
stundum foreldrar mínir. Alltaf
var jafn vel tekið á móti okkur.
Ragna var mikil handverks-
kona. Hún heklaði diskamottur,
bjó til útsaumuð tækifæriskort,
var í postulínsmálningu en sein-
ustu árin stytti hún sér stundir
við að perla jólabjöllur sem hún
gaf þeim sem henni þótti vænt
um. Þessar jólabjöllur prýða
jólatré á mörgum heimilum og
halda minningu hennar á lofti.
Eitt mesta yndi Rögnu var að
fara í bíltúra og koma við í
kirkjugörðum þar sem ástvinir
hennar hvíldu. Við Gunnar ásamt
öðrum fjölskyldumeðlimum vor-
um dugleg að fara með hana út á
land hvort heldur var í Skaga-
fjörð eða austur í Mýrdal. Hún
var búin að leggja drög að næstu
ferð en sú ferð verður ekki farin
þar sem hún er farin í enn lengra
ferðalag.
Ragna mín, ég þakka þér fyrir
allar góðu stundirnar sem við átt-
um saman.
Hvíl þú í friði.
Þín tengdadóttir,
Marta Loftsdóttir.
Í dag kveð ég ömmu í hinsta
sinn. Ævi hennar hér á jörð er
lokið en hún mun áfram lifa í
hjarta mínu og huga. Við kveðju-
stund reikar hugurinn og leitar
uppi minningar sem hjálpa mér
að takast á við sorgina sem fylgir
slíkri stund.
Á mínum yngri árum bjó pabbi
á Birkimelnum og við systkinin
nutum góðs af því, því þegar við
vorum hjá pabba vorum við líka
hjá ömmu og afa. Amma lét það
ekki á sig fá og sinnti okkur vel.
Oftar en ekki leyfði hún mér að
skottast með sér í vinnuna í
Melaskóla og fékk ég það
ábyrgðarhlutverk að vökva allar
plönturnar í stóra glugganum.
Amma leyfði okkur krökkunum
einnig að bralla ýmislegt, til
dæmis að gramsa í skápunum og
er mér minnisstætt eitt skiptið
sem við frænkurnar klæddum
okkur upp í föt og skó af ömmu,
„stríðs“máluðum okkur og buð-
um strákunum upp í dans. Við
vorum hinar glæsilegustu meyjar
og myndir eru til því til sönn-
unar. Við áttum ekki í neinum
erfiðleikum með að finna okkur
eitthvað að dunda við í Vestur-
bænum; við lékum lausum hala í
ævintýraleikjum í undurfögrum
garðinum eða sulluðum í virkis-
gröfinni kringum tóma Þjóðar-
bókhlöðuna. Ísferðir til að kaupa
bananasplitt voru tíðar ásamt
sunnudagsbíltúrum hingað og
þangað. Ef líkaminn var þreyttur
voru spilin dregin fram og kenndi
amma mér flesta spilakapla sem
ég kann í dag.
Amma var hannyrðakona mik-
il og var óspör á heimagerðu
gjafirnar og mínar mestu ger-
semar eru bláu dúllurnar í stíl við
sparistellið og perluskrautið sem
á sinn heiðursess á jólatrénu.
Loksins þegar ég fór að fikta við
hekl kenndi amma mér að halda
rétt á heklunálinni þegar henni
blöskraði aðferðin sem ég í van-
kunnáttu minni beitti.
Það er eitt sem stendur upp úr
þegar ég hugsa til ömmu og það
er faðmlagið hennar. Ávallt þeg-
ar við heilsuðumst eða kvödd-
umst var faðmast og kysst.
Faðmur ömmu var ávallt opinn
og ávallt vel þeginn og mun ég
sakna þess að fara í heimsókn í
Vesturbæinn án þess að fá
ömmuknús.
Elsku amma, ég þakka þér
fyrir allt sem þú gafst mér og
kenndir mér. Þú verður alltaf í
hjarta mínu og minna.
Guðrún Björg Gunnarsdóttir.
Ragnheiður
Böðvarsdóttir
Elsku hjartans
systir mín og vinkona hefur nú
kvatt eftir áralanga baráttu við
illvígan sjúkdóm.
Það er erfitt að sætta sig við að
þú sért nú farin frá okkur langt
fyrir aldur fram. Minningarnar
streyma fram og tárin falla. Þú
varst á 15. ári þegar ég fæddist
og varst stóra systir mín sem ég
dáðist að og leit svo mikið upp til.
Fyrsta minning mín um þig var
þegar þú kenndir mér að syngja
Krummi krunkar úti, ég man
hvað ég var stolt og söng hástöf-
um. Þegar ég varð eldri og stofn-
aði mitt fyrsta heimili varð
systrasamband okkar enn nán-
ara. Stutt var á milli dóttur minn-
ar, Þórhildar, og yngsta sonar
þíns, Sigga, þau tengdust strax
miklum vináttuböndum og með
þeim áttum við yndislegar sam-
verustundir sem við geymum í
hjörtum okkar.
Elsku Sissa mín, hjartalag þitt
Sesselja Signý
Sveinsdóttir
✝ Sesselja SignýSveinsdóttir
fæddist í Kópavogi
7. nóvember 1960,
hún lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 5. apríl 2013.
Útför hennar var
gerð frá Kópavogs-
kirkju 17. apríl
2013.
var svo fallegt, ég
gat alltaf leitað til
þín hvort sem um
var að ræða prakt-
ísk atriði varðandi
heimilishald eða erf-
iða líðan. Þú varst
úrræðagóð og faðm-
ur þinn og hjarta
var ávalt opið. Þér
var mjög umhugað
um hvernig öðrum
liði í kringum þig og
varst alltaf til staðar fyrir ætt-
ingja og vini enda varstu ætíð
umvafin yndislegu fólki. Þú munt
ávallt vera fyrirmynd mín, ég
dáðist að baráttuþreki þínu, lífs-
gleði og æðruleysi gagnvart þín-
um erfiða sjúkdómi. Þú lagðir
áherslu á að lifa lífinu til fulls
þrátt fyrir mótlætið og valdir að
horfa á fegurðina í lífinu í kring-
um þig.
Elsku systir mín, þakka þér
fyrir að hafa staðið mér ávallt
nærri í gleði og sorg.
Ég bið Guð að styrkja og
blessa Svenna, syni, tengdadótt-
ur, sonarsyni, foreldra og aðra
ástvini sem eiga um sárt að binda
Er sem handan ljómi land,
loginn sanda gyllir.
Kærleiksandi bindir band
beggja stranda á milli.
(Höf.ók.)
Sigurborg Sveinsdóttir.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð,
vináttu og hlýhug við andlát ástkærrar
móður, tengdamóður, ömmu, langömmu
og langalangömmu,
GUÐRÚNAR ÁGÚSTSDÓTTUR,
Hraunbúðum,
Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hraunbúða fyrir frábæra
umönnun, hlýhug og vináttu.
Ágúst Bergsson, Stefanía Guðmundsdóttir,
Kristín Bergsdóttir, Kristmann Karlsson,
Birgir Símonarson
og fjölskyldur.
✝
Ástkæra móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KRISTÍN JÓNA KRAGH,
Álftamýri 26,
Reykjavík,
lést sunnudaginn 14. apríl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Sólborg Ósk Kragh, Kristján Ágúst Gunnarsson,
Íris Helga Valgeirsdóttir, Auðunn Trampe,
Valgeir Ólafur Kragh, Erla Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar,
HILDUR ANDRÉSDÓTTIR,
lést á dvalarheimilinu Hjallatúni fimmtu-
daginn 18. apríl.
Hún verður jarðsungin frá Víkurkirkju laugar-
daginn 27. apríl kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Helga Viðarsdóttir,
Birna Viðarsdóttir,
Andrés Viðarsson.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna
upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á
Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför
er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein
hafi borist innan skilafrests.
Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar
eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu
kveðju, 5-15 línur.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda
inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram.
Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka
og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar