Morgunblaðið - 24.04.2013, Side 46

Morgunblaðið - 24.04.2013, Side 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2013 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Sænski leikhópurinn PotatoPotato sýnir næstu þrjá daga í Tjarnarbíói verkið Píslarvottar án hæfileika en því er lýst sem „hryðjuverkasýn- ingu um norrænu paradísina“. Verkið er byggt á samnefndri skáld- sögu eftir Kára Tulinius sem kom út fyrir þremur árum og er að miklu leyti leikið hér á ensku. Sænski leikhópurinn, sem starfar í Malmö, er á leikferð um Svíþjóð, Ísland og Noreg með verkið sem frumsýnt var fyrir um hálfum mán- uði. Hópurinn hefur á undanförnum misserum sett upp verk um pólitísk- ar aðgerðir í evrópskum samtíma og þá sérstaklega í norrænu velferð- arparadísinni. Nýja sýningin fylgir eftir verki hópsins Danskjävlar – bedst i Europa sem fjallaði um hægri-pópúlisma en Píslarvottar án hæfileika fjallar um hljómsveitina Terroristaklúbbinn sem fer út í beinar pólitískar aðgerðir, semur lög, les um frelsishetjur og fær inn- blástur frá byltingum. En spurt er hvort meðlimirnir séu tilbúnir að fórna einhverju. „Þrusu leikdómur“ Kári hitti meðlimi leikhópsins fyrst um jólaleytið árið 2010 þegar þau voru hér á landi og settu upp litlar leiksýningar. Honum var boðið á eina sýningu hópsins, sem fjallaði um sjálfsvígsárás í Stokkhólmi skömmu áður, þar sem sprengju- maðurinn var sá eini sem lést. Við frekari kynni kom ný skáldsaga hans til tals og vakti athygli Sví- anna, en hún fjallar um ungmenni í Reykjavík sem eiga sér óljósa drauma um að fremja hryðjuverk. „Svíarnir höfðu áhuga á efni bók- arinnar enda voru þau að velta fyrir sér að gera sýningu um ungt rót- tækt fólk sem er langt til vinstri og þá pælingu hvers vegna ekki sé lengur hægt að vera vinstrisinnaður hryðjuverkamaður, líkt og fyrir tuttugu til þrjátíu árum,“ segir Kári. Hann var í framhaldinu beð- inn um að skrifa einskonar skýrslu, þar sem sögunni var lýst, og ákvað stjórn leikhópsins að setja upp verk sem byggðist á henni. „Ég skrifaði síðan fyrir þau lengri lýsingu á bókinni, lýsti söguþræð- ingum, persónum og helstu þemum, og þýddi að auki nokkra kafla,“ seg- ir Kári. „Í kjölfarið fór ég til Malmö í mars í fyrra og vann í viku með leikhópnum. Rætt var hvernig væri gott að setja sýninguna upp og þá fóru þau að velja leikara og huga að verkinu. Það tók annað ár, þau byrj- uðu að æfa sýninguna í febrúar í vetur og ég fór aftur út í mars og vann með leikurunum og leikstjór- unum, við lokavinnslu verksins.“ Það var síðan frumflutt fyrir tveim- ur vikum, í Stokkhólmi. „Verkinu var mjög vel tekið. Þrusu leikdómur birtist í dag- blaðinu Dagens Nyheter – hann var svo góður að það var eins og mamma einhvers í hópnum hefði skrifað hann,“ segir Kári og hlær. Hann var viðstaddur frumsýn- inguna og segist hafa verið mjög sáttur við útkomuna. Er þetta ennþá sagan hans? „Já, það finnst mér, þótt búið sé að vinna hana upp alveg frá grunni. Ég var hissa hvað mikið af bókinni minni er ennþá í verkinu; heilu sen- urnar og ræðurnar eru úr henni, þótt þetta séu nú sænskir krakkar. Sagan gerist ekki lengur á Íslandi en sænsku karakterarnir gætu verið bestu vinir þeirra íslensku.“ Verkið er sýnt á fimmtudag, föstudag og laugardag í Tjarnarbíói og hefjast sýningar klukkan 20. Leiksýning um unga róttæklinga  „Hissa hvað mikið af bókinni minni er ennþá í verkinu,“ segir Kári Tulinius Morgunblaðið/Golli Hryðjuverkasýning „Sagan gerist ekki lengur á Íslandi en sænsku karakterarnir gætu verið bestu vinir þeirra ís- lensku,“ segir Kári Tulinius. Hann er hér með sænskum aðstandendum sýningarinnar í Tjarnarbíói. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is EVE Fanfest, hátíð aðdáenda og notenda tölvuleiks fyrirtækisins CCP, EVE Online, hefst í dag í Hörpu og í kvöld kl. 21 mun Sin- fóníuhljómsveit Íslands flytja tónlist úr leikn- um í Eldborg. Verður það í fyrsta sinn sem sinfóníuhljóm- sveit flytur þá tónlist en höf- undur hennar er tónskáldið Jón Hallur Haraldsson. Tónlistin sem flutt verður er að mestu frá árunum 2002-9 en einnig verður leikin tón- list sem á eftir að bæta við leikinn. Jón Hallur segist hafa lært á hljóðfæri sem barn og byrjað að semja raftónlist á táningsaldri. Hann hafi verið ráðinn til CCP árið 2000 með það verkefni að semja tón- list, búa til hljóð í leikinn og forrita. Yfir hálf milljón manna spilar leik- inn og er áheyrendahópur Jóns því vægast sagt stór. Sveimkenndar tónsmíðar – Tónlist fyrir tölvuleik hlýtur að lúta öðrum lögmálum en önnur tón- list, ekki satt? Hvað þarf að hafa í huga þegar slík tónlist er samin? „Þetta er kannski svipað og bak- grunnstónlist í bíómyndum. Hún má ekki vera fyrir og má ekki taka at- hyglina frá notandanum. Þetta er meira til að gefa einhvers konar til- finningu, búa til stemningu,“ svarar Jón Hallur. – Og hún má ekki vera þreytandi? „Hún má ekki vera þreytandi. Helst áttu eiginlega ekki einu sinni að taka eftir henni, þá er hún rétt gerð,“ segir Jón Hallur. – Nú er tónlistinni lýst í tilkynn- ingu þannig að hún hafi sterka skír- skotun til sveimtónlistar níunda ára- tugarins. Er það rétt skilgreining? „Já, það má segja það. Þaðan er minn bakgrunnur og svona aðallega upp úr tónlistarstefnu sem menn kalla „ambient“,“ segir Jón Hallur og á þar við sveimtónlist. Spurður að því hvort hann hafi leitað inn- blásturs í tónlist ákveðinna lista- manna segir hann svo vera og nefnir m.a. Aphex Twin og kvikmynda- tónskáldin Vangelis og Jean Michel Jarre. – Það hlýtur að vera snúið að út- setja þessa tónlist fyrir sinfón- íuhljómsveit? „Já og það var ekki ég sem gerði það, ég myndi ekki hafa hundsvit á því,“ svarar Jón Hallur en maðurinn sem fékk það verkefni er tónskáldið Kristján Guðmundsson. Jón Hallur segist hafa notið fullkomins frelsis við að skapa hljóðheim EVE Online og Kristjáni takist fullkomlega að endurskapa þann hljóðheim sem sé mikið afrek. CCP hefur haldið Fanfest árlega í Reykjavík frá árinu 2004 og hefur hátíðin farið vaxandi með ári hverju. Hátíðin í ár fer fram um alla Hörpu og er margt í boði þá daga sem hún stendur yfir en henni lýkur 27. apríl. Meðal þess sem boðið verður upp á eru sýningar, fyrirlestrar og óvænt- ar uppákomur. Leikmenn EVE On- line víða að úr heiminum sækja há- tíðina, um 2.000 talsins og um hundrað erlendir blaðamenn. Hátíð- inni lýkur með tónleikunum Party at the Top of the World, en á þeim koma fram Skálmöld, Retro Stef- son, DJ Margeir og bandaríski plötusnúðurinn og listamaðurinn Z- Trip. Tónlist sem á að vekja sem minnsta athygli  Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur tónlist úr EVE Online Stemning Mynd frá hátíðinni í fyrra, starfsmaður í EVE Online-stíl. Vígalegur Menn leggja mikið á sig til að líta sem best út á EVE Fanfest. Jón Hallur Haraldsson Dagskrá hátíðarinnar má finna á fanfest.eveonline.com/en/info/ program. MIKIÐ ÚRVAL af garni, blöðum, prjónum, tölum, og öðrum prjónavörum Þönglabakka 4, sími: 571-2288, www.gauja.is Lopi frá Ístex - mögulega besta verð á landinu! Vordagar Mjódd Opið til 21 í kvöld Ýmis tilboð og uppákomur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.