Morgunblaðið - 28.05.2013, Page 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 8. M A Í 2 0 1 3
Stofnað 1913 122. tölublað 101. árgangur
REIKNAÐ MEÐ
YFIR 500
KEPPENDUM
SPORTBÍLL
KOSTAR UM
150 MILLJÓNIR
125 ÍSLENSKIR
KEPPENDUR Í
LÚXEMBORG
BÍLAR ÍÞRÓTTIRBLÁALÓNSÞRAUTIN 10
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Viðurkenndur skoðunarmaður frá
Svifflugsambandi Danmerkur er
væntanlegur hingað um næstu helgi
til að framkvæma svonefnda
CAMO-skoðun á átta til níu íslensk-
um svifflugum. Það hefur ekki gerst
áður í 77 ára sögu Svifflugfélags Ís-
lands, að sögn Kristjáns Svein-
björnssonar, formanns félagsins.
Hér á landi er enginn sem hefur
leyfi eða sérþekkingu til að CAMO-
skoða svifflugur.
Rúmlega 30 skráðar svifflugur
eru á landinu. Þar af flugu 22 árið
2008 en aðeins níu fóru á loft í fyrra.
Lofthæfi þeirra sem eru með slíkt
rennur út í lok júní nk. „Það er svo
mikil pappírsvinna við að halda loft-
hæfinu,“ sagði Kristján um ástæð-
una. „Einkaaðilarnir gefast upp
meðan félagið berst við þetta. Við
eyðum 200-300 tímum á ári í papp-
írsvinnu sem ekki þurfti áður.“
Skoðunarmaður þarf að hafa vott-
un flugmálastjórnar síns lands til að
mega framkvæma CAMO-skoðun.
Áður skoðuðu reyndir félagsmenn í
Svifflugfélaginu svifflugur félagsins
og fóru með pappírana til Flugmála-
stjórnar. Kristján sagði svipaðan
hátt hafa verið á skoðunum hér og í
sambærilegum klúbbum í Evrópu.
Ísland varð aðili að Flugörygg-
isstofnun Evrópu (EASA) og segir
Kristján að fyrst hafi reglur verið
samræmdar gagnvart atvinnuflugi.
Síðan hafi sömu reglur verið nánast
heimfærðar beint yfir á sportflugið,
bæði vélflug og svifflug. Einn flokk-
ur vélflugs er þó undanþeginn, þ.e.
gamlar flugvélar og heimasmíði.
„Hátt í helmingur fljúgandi
einkavéla er í flokki gamalla véla og
heimasmíði, þótt þær séu ekki nema
um þriðjungur skráðra véla,“ sagði
Kristján. Hann kenndi um óheyri-
legum kostnaði við opinbert eftirlit.
Dani skoðar svifflugurnar
Enginn viðurkenndur skoðunarmaður hér með sérþekkingu á svifflugum
Mikil pappírsvinna við að viðhalda lofthæfi, segir formaður Svifflugfélags
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Svifflug Mikil pappírsvinna.
Vísbendingar eru um að sumarið geti orðið „sæmi-
lega hlýtt“, að sögn Einars Sveinbjörnssonar veð-
urfræðings.
Tiltölulega hár sjávarhiti mótar lofthitann í veru-
legum mæli og getur því stuðlað að hlýindum. Engu
að síður geta naprir norðanvindar blásið á lands-
menn. Spáð er fremur hægri suðlægri átt á morgun
og hlýindum á Norðausturlandi. »15
Morgunblaðið/Eggert
Gæti orðið „sæmilega hlýtt“
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fjöldi bænda á Norður- og Austurlandi verð-
ur fyrir þungu höggi fjárhagslega vegna kals
í túnum í vetur.
Ljóst er að marg-
ir verða fyrir
milljónatjóni og
áætla má að
heildartjónið
nemi hundruðum
milljóna króna.
Á sumum bæj-
um eru 70-80%
ræktunar ónýt
vegna kals og
ekkert annað að
gera en að plægja
túnin og rækta að
nýju til að reyna
að fá einhverja
uppskeru í haust.
Meðal kúabú þarf
50-60 hektara
tún. Ef kalið hef-
ur eyðilagt gróðurinn í 35 hekturum þarf við-
komandi bóndi að kosta rúmum 5 milljónum
til endurræktunar. Samt er óvissa með upp-
skeru grænfóðurs í haust vegna þess hversu
seint er hægt að sá, enda klaki enn að fara úr
jörðu og erfitt að vinna að ræktun.
Bjargráðasjóður bætir tjón bænda vegna
kals, eftir því sem fjármunir hans hrökkva til.
Sjóðurinn er ekki digur og getur því ekki
bætt tjón bænda nema að sáralitlu leyti,
nema til komi sérstök framlög frá ríkisvald-
inu eins og eftir eldgosin.
Margir bændur hafa gengið mjög á hey-
fyrningar sínar í vetur og síðustu vetur og
eru margir tæpir með fóður nú þegar gróður
er seinn til vegna kulda.
MTjón hleypur á hundruðum milljóna »4
Milljóna-
tjón hjá
bændum
Endurrækta þarf tún
norðanlands vegna kals
Víða kal
» Tún eru kalin frá
Hegranesi og
norður í Fljót í
Skagafirði. Í Eyja-
firði er ástandið
verst í Öxnadal og
Hörgárdal en enn
eftir að meta
ástandið við ut-
anverðan fjörðinn.
» Kal er í allri Suð-
ur-Þingeyjarsýslu,
í Vopnafirði og á
Fljótsdalshéraði.
Stærsta skemmtiferðaskipið sem
kemur til Reykjavíkur í sumar er
tæplega tíu sinnum stærra en Detti-
foss og Goðafoss, flaggskip íslenska
flotans, og mun vera stærsta skip
sem hefur komið til Íslands. Skipið
heitir Adventure of the Seas og er
rúmlega 137 brúttótonn og rúmar
rúmlega 3.100 farþega og um 1.200
skipverja.
Fulltrúar skipafélaga sem voru á
ráðstefnu hér fyrir skömmu vilja
kanna betur hvort hægt sé að bjóða
upp á tónleika og fleira fyrir far-
þega skemmtiferðaskipanna í
Hörpu. »6
Farþegaskip á stærð
við tíu Dettifossa
Ljósmynd/Matt H. Wade hjá Wikipedia
Skip Adventure of the Sea getur flutt
rúmlega 3.000 farþega.
Stærstu lífeyr-
issjóðirnir hafa
samþykkt að
fella niður hluta
af skuldum
þeirra sem eru
með lánsveð, í
samræmi við
viljayfirlýsingu
ráðherranefndar
fráfarandi rík-
isstjórnar og
Landssamtaka lífeyrissjóða, að
sögn Þóreyjar S. Þórðardóttur,
framkvæmdastjóra LL. Málið sé nú
komið til Alþingis sem þarf að sam-
þykkja fjárútlát ríkissjóðs áður en
hægt er að fella niður skuldir sem
eru umfram 110% af markaðsvirði
fasteigna sem fjármagnaðar voru
með lánsveðum. »4
Sjóðirnir sam-
þykktu niðurfellingu
Þórey S.
Þórðardóttir
Utanríkisráðherrar Evrópusam-
bandsins ákváðu í gærkvöldi að af-
létta vopnasölubanni til sýrlenskra
uppreisnarmanna samkvæmt til-
kynningu frá William Hague, utan-
ríkisráðherra Bretlands.
Tilkynningin barst eftir meira en
12 klukkustunda langar viðræður
milli ráðherranna sem sitja nú á
fundi í Brussel.
Hague sagði að Evrópusam-
bandið myndi áfram viðhalda
stærstum hluta refsiaðgerða gegn
ríkisstjórn Sýrlands. »20
Sýrlenskir uppreisn-
armenn fá vopn
Sýrland Uppreisnarmenn fá vopn.