Morgunblaðið - 28.05.2013, Side 6

Morgunblaðið - 28.05.2013, Side 6
SVIÐSLJÓS Skúli Hansen skulih@mbl.is Nú þegar sumarið er að hefjast fara erlend skemmtiferðaskip að koma í hafnir landsins. Samtals verða 83 skipakomur til Reykjavíkur í sumar en sum skipanna koma oftar en einu sinni. Samkvæmt upplýsingum frá Faxaflóahöfnum eru skráð farþega- rými í fyrrnefnd- um skipum rúm- lega 101 þúsund talsins. Von er á fyrsta skemmti- ferðaskipinu, Fram, næstkom- andi föstudag, 31. maí. Mörg skipanna eru í stærri kant- inum en stærsta skemmtiferða- skipið sem von er á til Reykjavíkur í sumar, Adventure of the Seas, rúm- ar samtals 3.114 farþega og 1.180 skipverja. Skipið er rúm 137 þúsund brúttótonn en til samanburðar má nefna að flaggskip íslenska flotans, Dettifoss og Goðafoss, eru hvort um sig 14.664 brúttótonn. Samkvæmt upplýsingum frá Faxaflóahöfnum er um að ræða stærsta skip sem komið hefur til landsins. Fleiri skip stoppa yfir nótt Að sögn Ágústs Ágústssonar, markaðsstjóra Faxaflóahafna, munu fleiri skip stoppa yfir nótt í Reykja- vík í sumar heldur en í fyrra. „Það eru held ég um það bil 23 skip sem stoppa yfir nótt og það eru eiginlega allt stór skip,“ segir Ágúst og bætir við að um 19 skip hafi stoppað yfir nótt í fyrra. Hann bendir einnig á að ferðaþjónustan hafi reynt að fá skemmtiferðaskipin til að vera hér yfir nótt. „Við höfum verið að reyna að fá skipin til að vera lengur hérna til að farþegarnir eyði meira og mun- ar um það að þeir eru allavega rúm- lega tvo heila daga hérna,“ segir Ágúst og bendir á að farþegarnir fari gjarnan í skoðunarferðir í landi. „Því lengur sem farþegar stoppa því meiri líkur eru á að þeir eyði ein- hverjum peningum hjá okkur og til þess er nú leikurinn gerður.“ Klára stækkun Skarfabakka Vinna við stækkun Skarfabakka í Sundahöfn hófst í apríl á síðasta ári en hann verður lengdur um 200 metra. Að sögn Ágústs verður hin stækkaða höfn komin í notkun í byrj- un næsta mánaðar. „Það verður að vísu svolítill yfirborðsfrágangur eftir en það er hægt að binda skipin og nota kajann,“ segir Ágúst og bætir við: „Það munar ansi miklu því að oft er þetta orðið þannig að það koma eitt, tvö og kannski þrjú skip á dag og þá er erfitt að koma þeim að þeg- ar þau eru orðin svona stór. Mörg af þessum skipum eru um 300 metra löng.“ Þá bendir hann á að eftir stækkunina sé kajinn 650 metra langur og því komist þar fyrir tvö þrjú hundruð metra löng skip í einu. Að sögn Ágústs er verið að vinna rannsókn á efnahagslegum áhrifum skemmtiferðaskipanna sem koma hingað til lands. „Við erum með samning við Rannsóknarsetur ferða- mála hjá Háskólanum á Akureyri. Það eru Cruise Iceland samtökin sem eru að láta gera rannsókn á því hverju farþegar skemmtiferðaskip- anna bæta hér við,“ segir Ágúst. Nú þegar hafa 73 skemmtiferða- skip boðað komu sína til Reykjavík- ur sumarið 2014. Þar á meðal er Ad- venture of the Seas sem fjallað var um hér að ofan. Stærsta skipið sem von er á næsta sumar er hinsvegar risaskipið Royal Princess en það er hvorki meira né minna en 139 þús- und brúttótonn. Rétt er að benda áhugasömum lesendum á að hentugt getur verið að klippa út listann hér til hliðar og geyma hann á góðum stað. Rúmlega 100 þúsund farþegar  Von er á samtals 83 skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur í sumar  Sum skipanna eru gríðarstór  Fleiri skip munu stoppa yfir nótt heldur en í fyrra  Fyrsta skipið kemur næstkomandi föstudag Komud. Skip Lega Komud. SkipStærð brt. Lega Stærð brt. 2013Komur skemmtiferðaskipatil Reykjavíkur í sumar COSTAPACIFICAEMERALD PRINCESS 31.maí FRAM Skarfabakki 11.647 3. júní CRYSTALSYMPHONY Skarfabakki 51.044 3. júní SEAEXPLORER Miðbakki 4.200 3. júní ADVENTURE OFTHE SEAS Skarfabakki 137.276 6. júní ARTANIA Skarfabakki 44.588 7. júní MSCMAGNIFICA Skarfabakki 95.128 10. júní AMADEA Skarfabakki 29.008 11. júní AIDAluna Skarfabakki 69.203 11. júní DISCOVERY Sundabakki 20.216 11. júní SEVEN SEASVOYAGER Skarfabakki 42.363 12. júní AURORA Skarfabakki 76.152 17. júní COSTAPACIFICA Skarfabakki 114.288 18. júní FRAM Skarfabakki 11.647 18. júní SEAADVENTURER Miðbakki 4.376 19. júní AIDAcara Skarfabakki 38.557 23. júní MARCO POLO Skarfabakki 22.080 23. júní ARTANIA Skarfabakki 44.588 24. júní QUEENVICTORIA Skarfabakki 90.049 25. júní SAGARUBY Sundabakki 24.492 25. júní AIDAluna Skarfabakki 69.203 28. júní CELEBRITY INFINITY Skarfabakki 90.940 1. júlí ALBATROS Skarfabakki 28.518 4. júlí EUROPA Skarfabakki 28.890 6. júlí AIDAcara Skarfabakki 38.557 9. júlí OCEAN PRINCESS Sundabakki 30.277 9. júlí AIDAluna Korngarður 69.203 9. júlí CELEBRITYECLIPSE Skarfabakki 121.878 9. júlí AZAMARAQUEST Skarfabakki 30.277 11. júlí NG EXPLORER Miðbakki 6.471 12. júlí ARCADIA Skarfabakki 83.781 14. júlí AMADEA Skarfabakki 29.008 15. júlí HAMBURG Miðbakki 15.067 17. júlí SEAPRINCESS Skarfabakki 77.499 19. júlí NG EXPLORER Miðbakki 6.471 19. júlí CELEBRITY INFINITY Skarfabakki 90.940 22. júlí HANSEATIC Miðbakki 8.378 22. júlí QUEEN ELIZABETH Skarfabakki 90.901 23. júlí AIDAluna Skarfabakki 69.203 23. júlí AIDAcara Skarfabakki 38.557 26. júlí SILVER CLOUD Miðbakki 16.927 26. júlí COLUMBUS 2 Skarfabakki 30.277 29. júlí PRINSENDAM Skarfabakki 38.848 29. júlí ORIANA Skarfabakki 69.153 30. júlí THOMSONSPIRIT Skarfabakki 33.930 31. júlí MINERVA Miðbakki 12.449 31. júlí HAMBURG Skarfabakki 15.067 1. ágú VOYAGER Miðbakki 15.343 2. ágú ALBATROS Skarfabakki 28.518 2. ágú PRINCESS DANAE Miðbakki 16.531 3. ágú BRILLIANCE OFTHE SEAS Skarfabakki 90.090 5. ágú BRAEMAR Skarfabakki 24.344 6. ágú AIDAluna Korngarður 69.203 6. ágú CELEBRITYECLIPSE Skarfabakki 121.878 7. ágú SILVER EXPLORER Miðbakki 6.072 8. ágú DISCOVERY Skarfabakki 20.216 8. ágú ATHENA Miðbakki 16.144 8. ágú VEENDAM Skarfabakki 57.092 9. ágú MARCO POLO Skarfabakki 22.080 17. ágú SEASPIRIT Miðbakki 4.200 18. ágú PRINCESS DANAE Miðbakki 16.531 19. ágú PRINCESS DAPHNE Miðbakki 15.833 20. ágú AIDAluna Skarfabakki 69.203 21. ágú BLACKWATCH Skarfabakki 28.613 24. ágú ORIANA Skarfabakki 69.153 1. sept BREMEN Miðbakki 6.752 2. sept AMADEA Skarfabakki 29.008 2. sept EURODAM Skarfabakki 86.273 4. sept AIDAluna Skarfabakki 69.203 4. sept ADVENTURE OFTHE SEAS Skarfabakki 137.276 5. sept CARIBBEAN PRINCESS Skarfabakki 112.894 5. sept PRINCESS DAPHNE Miðbakki 15.833 8. sept BRILLIANCE OFTHE SEAS Skarfabakki 90.090 8. sept CRYSTALSYMPHONY Skarfabakki 51.044 10. sept SEASPIRIT Miðbakki 4.200 11. sept SEABOURN SOJOURN Skarfabakki 32.346 13. sept AIDAbella Skarfabakki 69.203 16. sept ALBATROS Skarfabakki 28.518 17. sept EXPEDITION Miðbakki 6.172 17. sept EMERALD PRINCESS Skarfabakki 113.561 18. sept FRAM Miðbakki 11.647 18. sept SILVERWHISPER Skarfabakki 28.258 26. sept NORWEGIAN STAR Skarfabakki 91.740 1. okt CARNIVALLEGEND Skarfabakki 85.942 Komur alls: 83 Heimild: Faxaflóahafnir Ágúst Ágústsson 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2013 Skúli Hansen skulih@mbl.is Tækifæri eru til tónleikahalds fyrir farþega skemmtiferðaskipa sem stoppa yfir nótt í Reykjavík, að mati fulltrúa skipafélaganna Carnival UK, Seabourn Cruises, Silversea og Royal Caribbean Cruise Line, sem viðstaddir voru ráðstefnuna Cruise North Atlantic Symposium sem ný- verið var haldin í Björtuloftum í Hörpu. Þetta segir Ágúst Ágústs- son, markaðsstjóri Faxaflóahafna. Harpan kom mest á óvart Um það bil 90 manns sóttu ráð- stefnuna en á henni var fjallað um starfsemi skemmtiferðaskipa á Norður-Atlantshafi. Að ráðstefn- unni, sem einungis var opin boðs- gestum, stóðu ferðayfirvöld og hafn- ir í Nýfundnalandi og Labrador, Grænlandi, Orkneyjum og Noregi, Faxahafnir sf. og Þórshöfn í Fær- eyjum. Að sögn Ágústs hafði enginn af fyrrnefndum fulltrúum skipafélag- anna komið áður til Íslands. Í ferð þeirra hingað til lands hefði Harpan komið þeim mest á óvart og full- trúarnir beðið um sérstaka skoð- unarferð um hljómleikasali hússins. Þá hefðu þeir verið sannfærðir um að tækifæri væru til tónleikahalds í Hörpunni fyrir farþega skemmti- ferðaskipa sem stoppa næturlangt í höfuðborginni. Þá bendir Ágúst á að flest stærri skemmtiferðaskipin sem koma til Reykjavíkur stoppi hér yfir nótt. Fulltrúar stórra skipafélaga sjá tækifæri í Hörpunni Ljósmynd/Ágúst Ásgeirs Ráðstefna Gestir ráðstefnunnar North Atlantic Cruise Symposium á svöl- um Hörpunnar í Reykjavík. Ráðstefnan var aðeins opin boðsgestum. Glerverksmiðjan Samverk ehf Eyjasandi 2, 850 Hella Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi sími: 488 - 9000 www.samverk.is samverk@samverk.is Söluskrifstofa og fagleg ráðgjöf Víkurhvarfi 6, 230 Kópavogi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.