Morgunblaðið - 28.05.2013, Page 11

Morgunblaðið - 28.05.2013, Page 11
Stofnandinn Albert Jakobsson er einn af stofnendum Bláalónsþrautarinnar en hjólreiðaáhuginn hefur fylgt honum frá því snemma á níunda áratugnum. Hann mun ekki keppa í ár enda í nógu að snúast í skipulaginu. og þar af er um einn þriðji á malbiki og er heildarhækkunin upp á 600 metra.“ Albert segir ekki mikið um óhöpp en þó alltaf eitthvað. Ein beygja er að hans sögn sérstaklega varhugaverð. „Sú beygja er á Djúpavatnsleiðinni en þar hefur fólk bæði verið að sprengja dekk og detta. Þar er svolítið þröngt þannig að ef einhver sprengir þá fipast fólk þar fyrir aftan. Við verðum núna með björgunarsveitaraðstoð á þeim stað en við höfum verið svo lánsöm að það hefur enginn slasast alvar- lega.“ Björgunarsveitirnar sjá um ör- yggið á staðnum og eru með bíla fremst, í miðjunni og aftast. „Aftasti hópurinn sér um að taka þá upp sem lenda í óhappi eða treysta sér ekki til að klára. Við köllum þann hóp fægiskófluna.“ Verðlaun veitt í Bláa lóninu Sú nýbreytni hefur verið tekin upp í ár í samvinnu við Bláa lónið að lóninu er lokað að keppninni lokinni svo þátttakendur hafa einir aðgang að því. „Við vorum að sprengja utan af okkur búningsaðstöðuna og vor- um komnir í öngstræti með það þannig að það er bara hjólafólkið sem fer ofan í núna. Við ætlum líka að gera stærri viðburð úr þessu, meira í ætt við hvernig þetta var í gamla daga þegar við vorum á milli tuttugu og fjörutíu og gátum verð- launað í Bláa lóninu og haft meira húllumhæ þar.“ Albert fær sjaldnast að taka þátt í þrautinni, eins og hann segir sjálfur, þar sem hann stendur svo oft að skipulagningu. „Ég hef samt einstaka sinnum fengið að prófa. Ég fékk að keppa fyrir tveimur árum en það vildi ekki betur til en svo að ég fór á hausinn og viðbeins- brotnaði á Krísuvíkurveginum en kláraði reyndar keppnina. Ég mun ekki keppa í ár, verð á kafi í skipu- laginu.“ Undanfarin tvö ár hafa komið til landsins þekktir hjólreiðamenn frá bæði Danmörku og Noregi til að taka þátt í keppninni. „Ellingsen byrjaði að flytja inn Merida-reiðhjól frá Noregi og þeir eru með heimsk- lassalið á sínum snærum og senda einn mann núna í keppnina frá Merida-liðinu og svo kemur lið frá Danmörku. Þessi sem kom frá Merida í fyrra lenti í fjórða sæti svo í ár senda þau betri gaur.“ Spandex betra en gallabuxur Albert segir að umhverfisvit- und og fall krónu eigi líklegast stærsta þáttinn í örum vexti íþrótt- arinnar hér á landi. „Maður finnur gríðarlega fyrir fjölgun á stígunum. Hér áður fyrr vorum við strákarnir einu mennirnir sem vorum að hjóla á veturna en það er ekki þannig lengur. Ég hef svo sem ekki aðra skýringu nema kannski þá að við höfum fengið frægara fólk til að koma inn að hjóla og það hefur fengið mikla umfjöllun sem gerir það að verkum að fólk sér að maður þarf ekki að vera nörd í spandex til að geta skellt sér á götuhjól eða fjallahjól. Það enda reyndar flestir í spandexinu af því að það er mun þægilegra að vera í sérhönnuðum hjólafatnaði. Það verður til dæmis mjög óþægilegt fyrir hnén þegar gallabuxurnar blotna.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2013 Í tilefni af því að fyrstu íþróttakenn- arar voru útskrifaðir frá Íþróttaskóla Björns Jakobssonar fyrir 80 árum og Íþróttakennaraskóli Íslands stofn- aður fyrir 70 árum síðan var blásið til veislu um síðustu helgi. Hátt í 300 manns komu saman og var skólasag- an rifjuð upp í gegnum leik, dans og skemmtiatriði. Gamlir og ungir íþróttakennarar ræddu saman, döns- uðu og gerðu ýmiss konar leikfimis- æfingar. Árni Guðmundsson fyrrverandi skólastjóri og kona hans Hjördís Þórðardóttir voru heiðruð á samkom- unni en þau unnu samfellt í 40 ár við skólann og var Árni skólastjóri allan þann tíma. Fyrrverandi nemendur skólans afhentu þeim málverk af hjónunum sjálfum. Árni hefur haft mikil áhrif á íþróttakennslu í gegnum tíðina og í hans skólastjórnartíð var námið lengt úr einu ári í tvö. Afmælishátíð Heiðurshjón Hjördís Þórðardóttir og Árni Guðmundsson. Íþróttaskóli í 80 ár Ármúla 30 | 108 Reyk jav í k | S ími 560 1600 | w w w.borgun . i s Með Borgun tekur þú við öllum kortum – hvar og hvenær sem er J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Loksins virka debetkort á netinu Það eru álíka mörg debet- og kreditkort í umferð á Íslandi. Tekur þín vefverslun við öllum kortum? Fáðu frekari upplýsingar á www.borgun.is eða í síma 560 1600

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.