Morgunblaðið - 28.05.2013, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2013
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
13
14
26
www.jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind
Útskriftarstjarnan
er komin.
Glæsileg útskriftargjöf.
Okkar hönnun og smíði
Nýr 4ra rétta seð
ill og A la Carte í
Perlunni
Perlan • Sími 562 0200 • Fax 56
2 0207 • perlan@perlan.is • ww
w.perlan.is
Gjafabréf
Perlunnar
Góð gjöf við öll
tækifæri
Skotveiðimaður hefur verið dæmdur í 80 þús-
und króna sekt vegna rjúpnaveiða í fyrra-
haust í Gjábakkahrauni norðan gamla Gjá-
bakkavegarins, innan marka þjóðgarðsins á
Þingvöllum. Jafnframt er hann sviptur skot-
vopnaleyfi í sex mánuði, en er hins vegar
sýknaður af kröfu um upptöku haglabyssu. Þá
er í dómi Héraðsdóms Suðurlands ákveðið að
allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, en
í ákæru var ekki gerð krafa um að ákærða
yrði gert að greiða hann.
Málið var höfðað vegna brots á veiðilögum
og reglugerð um þjóðgarðinn á Þingvöllum. Í
gögnum kemur fram að maðurinn hafi verið
um 2,2 kílómetra innan þjóðgarðsins. Hann
bar að hann hefði ekki verið að veiðum þegar
að honum var komið heldur á leið í bíl sinn
eftir að hafa athugað með veiðar á svæði utan
þjóðgarðsins. Því til sannindamerkis benti
ákærði á að hann hefði verið með byssuna á
bakinu og með gikköryggi byssunnar á.
Dómurinn fellst ekki á þetta og segir m.a. í
niðurstöðum dómsins að „ákærði var eða
hafði verið á veiðislóð og hvort sem ákærði
var á leið til bifreiðar sinnar eða ekki umrætt
sinn, þá verður ekki framhjá því litið að hann
var með byssu sína hlaðna.“ Samkvæmt
vopnalögum skuli skotvopn vera óhlaðin við
flutning á milli staða og að auki í umbúðum.
Ennfremur segir í niðurstöðum dómsins:
„Verður að líta svo á að meðan ákærði gekk
með byssu sína hlaðna á bakinu umrætt sinn
hafi hann verið á veiðum, enda engin skyn-
samleg skýring komin fram á því hvers vegna
ákærði var með byssuna hlaðna, önnur en sú
augljósa að hann hafi verið á veiðum.
Það að gikköryggið hafi verið á breytir
þessu ekki, enda góðir veiðisiðir að taka ekki
öryggið af fyrr en veiðimaður er tilbúinn að
hleypa af skoti sínu. Má gera ráð fyrir því að
veiðimaður sem gengur um veiðislóð með
hlaðna haglabyssu sé á veiðum,“ segir í nið-
urstöðum dómsins. aij@mbl.is
Sekt vegna „rjúpnaveiða“ í þjóðgarðinum
„Engin skynsamleg skýring komin fram á því hvers vegna ákærði var
með byssuna hlaðna, önnur en sú augljósa að hann hafi verið á veiðum“
Morgunblaðið/Golli
Þingvellir Rjúpnaskyttan var tekin með hlaðna byssu um 2,2 km innan þjóðgarðsins.
„Við erum aðeins farin að sjá ofan í
hóla, þeir eru farnir að standa upp
úr,“ sagði Óskar Gunnarsson, bóndi á
Dæli í Skíðadal. Í gær var þar norðan
slagveðurs-rigning, 4°C hiti og spáð
hlýindum næstu daga.
„Snjórinn hefur sigið mikið en það
er geysilega mikið eftir,“ sagði Ósk-
ar. „Þetta getur gerst mjög hratt ef
það hlýnar.“
Á Dæli er búið með um 50 kýr og
um 50 kindur. Lambféð er á fullri
gjöf í hólfi við fjárhúsin og kemst
ekki á beit fyrir snjónum. Óskar
sagði að fjárbændur í kring væru all-
ir með féð á húsum eða í hólfum
heima við, hvergi nokkur beit fyrir
féð.
Óskar sagðist ekki vita um ástand
túnanna undir snjónum. Þó er vitað
að ekki er frost í jörðu. Nokkur tími
þarf að líða eftir að snjó tekur upp og
túnin að þorna áður en sést hvort
gróður tekur við sér. Óskar sagði að
neðar í sveitinni, þ.e. í miðjum Svarf-
aðardal, væri minni snjór og honum
sýndist að þar væri víða kal í túnum.
„Þetta hefur verið óskaplega lang-
ur vetur,“ sagði Óskar. Snjórinn kom
í lok október. Bændur í Skíðadal
sluppu við hretið í byrjun september
og fjárskaða að mestu leyti, enda
voru göngur sömu helgi og hretið
gerði. Óskar sagði að veturinn og
vorið 1995 hefði líka verið mikill snjór
en ekki jafnmikið harðfenni og er nú.
„Í vetur snjóaði svo mikið í frost-
linum, rétt við frostmark. Það skóf
svo lítið að snjórinn er mjög jafnt yfir
allt,“ sagði Óskar. Hann sagðist helst
ekki vilja hugsa um ástand girðinga
undir fannferginu. „Maður sér lítið af
þeim ennþá en ég reikna með að þær
séu mjög illa farnar,“ sagði Óskar.
Hann á von á að sumarið verði
stutt. „Ætli maður verði ekki að bera
á um það leyti sem maður hefur verið
að byrja að slá,“ sagði Óskar. Hann
kvaðst eiga hey út júní.
gudni@mbl.is
Aðeins farið að sjást
í hólana í Skíðadal
Snjórinn farinn að síga en mikið eftir
Dæli Snjórinn hefur sigið heilmikið
síðan þessi mynd var tekin.
Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður, segir
að til alvarlegrar skoðunar sé að banna með
öllu vopnaburð í þjóðgarðinum. Það þurfi að
hafa í huga við breytingar á skotvopnalöggjöf
sem liggur fyrir Alþingi.
Í dómi Héraðsdóms Suðurlands, sem greint
er frá hér til hliðar, kemur fram það álit dóms-
ins að heimild Þingvallanefndar til að setja
sérstakar tímabundnar reglur m.a. um bann
við veiðum dýra innan þjóðgarðsins, geti ekki
verið lagastoð fyrir ótímabundnu og altæku
banni við skotveiðum þar.
„Fyrst og fremst viljum við að tekin verði af
öll tvímæli um það að menn sem bera vopn
innan þjóðgarðsins geti ekki haldið því fram
að þeir hafi verið á göngu. Lögfræðingar eru
að skoða hvernig rammi laga og reglna þarf að
vera til að það sé afdráttarlaust að vopnaburð-
ur innan þjóðgarðsins sé bannaður. Við teljum
slíkt ekki eiga heima í þjóðgarðinum og svo
má benda á að menn þurftu að skilja vopn sín
eftir þegar þeir gengu til funda á Þingvöllum
til forna,“ segir Ólafur Örn Haraldsson.
Skoða algjört bann
við vopnaburði
BREYTINGAR Á SKOTVOPNALÖGGJÖF