Morgunblaðið - 28.05.2013, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2013
Ylfa Kristín K. Árnadóttir
Ágúst Ingi Jónsson
Skýjað hefur verið víða um land undanfarið
og vætusamt og óttast sumir að þetta sé það
sem koma skal næstu vikurnar. Einar Svein-
björnsson veðurfræðingur segir að vísbend-
ingar séu um að sumarið verði „sæmilega
hlýtt“ en það sé þó útilokað að segja til um
hvernig það verði að öðru leyti.
Einar segir tiltölulega háan sjávarhita geta
þýtt að sumarið verði hlýtt þar sem hann
móti lofthitann í verulegum mæli. En þrátt
fyrir háan sjávarhita getum við verið „óhepp-
in“ þannig að hér verði ríkjandi vindar af
köldum svæðum, norðri og norðvestri, eins
og hefur verið undanfarið. „En þó að það hafi
verið ríkjandi vindar úr þeim óhagstæðu átt-
um í einhverjar vikur núna í vor gefur það
engar vísbendingar um hvernig veðrið verður
í sumar. Það getur snúist eins og hendi sé
veifað á einum degi.“
Kuldapollur í háloftunum
Að sögn Einars hefur kuldapollur verið í
háloftunum yfir landinu og vesturundan.
„Það er ekkert óvenjulegt við það en það er
eðlilegt við svona kuldapolla að minnka og
hverfa með hækkandi sól og eftir því sem það
sumrar hjá okkur. Þetta eru síðustu dreggjar
vetrarins á norðurhjaranum. Hækkandi sól
og upphitun yfirborðsins, minnkandi snjór og
klaki gera að verkum að svona kuldapollar
hverfa með tímanum,“ segir hann.
Frekar kalt hafi verið í gær og verði í dag
en síðan séu spár hagstæðar hvað varðar
hita. Búist sé við meira af suðlægu lofti og
því fari hitinn hækkandi og umhverfið verði
sumarlegra, grasið grænki og blómin springi
út.
Fólk þurfti því ekki að hafa áhyggjur af
veðrinu núna. „Þetta er einmitt tíminn fyrir
ský og úrkomu,“ segir Einar. „Það er gott að
fá úrkomuna framan af sumri þegar gróð-
urinn er að vaxa. Það er svo oft þannig að ef
það eru sólardagar á þessum árstíma á höf-
uðborgarsvæðinu fylgir því yfirleitt frekar
kaldur vindur en það er fyrir norðan og aust-
an þar sem gott sólfar og hlý gola geta farið
saman. Íbúar á Norður- og Austurlandi
munu fá þannig daga þegar líður á vikuna en
þessi vor- eða sumarkoma hjá okkur gengur
hægum en samt öruggum skrefum fram á
við.“
Getum vonað að þær bregðist
Trausti Jónsson veðurfræðingur sagði á
bloggi sínu á sunnudag að á síðustu árum
hefði verið venjan að hiti kæmist í 20 stig
einhvers staðar á landinu fyrir lok maímán-
aðar. „Nú eru að vísu fimm dagar eftir af
mánuðinum en enn bólar ekkert á svo háum
hita í tölvuspám. Við getum samt vonað að
þær bregðist. Það hefur ekki gerst síðan
1999 að hiti á landinu hafi ekki náð 19 stigum
á þessum tíma. Þá var hæsti hiti fyrstu fimm
mánaða ársins 18,1 stig. Jafn og nú. Fyrir
þann tíma voru hitamælistöðvar mun færri
en nú er og líkur á háum tölum minni ár
hvert.
Í maílok 1994 var hæsti hiti ársins til þessa
tíma 17,2 stig. Við huggum okkur við það að í
maílok 1979 hafði hitinn hvergi náð 15 stigum
á landinu – við erum ekki að lenda í því að
þessu sinni.
Þetta er þó ekki þannig að einhver skortur
sé á hlýju lofti á norðurhveli – það er bara
ekki hér,“ skrifar Trausti.
Síðustu dreggjar vetrarins
Vísbendingar um að sumarið verði „sæmilega hlýtt“ Tiltölulega hár sjávarhiti en getum verið
„óheppin“ Ekki skortur á hlýju lofti á norðurhveli – það er bara ekki hér Hvergi 20 gráður í maí
Morgunblaðið/Eggert
Kuldalegt Veðrið hefur ekki verið sérstaklega fallið til útivistar og betra að vera vel klæddur.
VEÐURHORFUR
» Á miðvikudag er spáð fremur hægri
suðlægri átt. Útlit er fyrir að léttskýjað
verði á Norðaustur- og Austurlandi, en
að skúrir verði í öðrum landshlutum.
Spáð er 8 til 15 stiga hita og að hlýjast
verði NA-lands.
» Á fimmtudag er spáð suðaustanátt.
Áfram er spáð bjartviðri norðaustan til
og að hiti breytist lítið.
» Suðlæg átt verður áfram á föstudag
og væta á köflum sunnan- og vestantil,
en annars þurrt. Hiti yfirleitt 7 til 12 stig.
www.kia.com
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is
Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.
Þú finnur „Kia Motors Ísland“
á Facebook
*M.v. 50% útborgun eða uppítökubíl að sambærilegu verðmæti og bílasamning ERGO í 84 mánuði. 9,7% óverðtryggðir vextir.
Árleg hlutfallstala kostnaðar 11,84%.
7 ára ábyrgð á öllum
nýjum Kia bílum.
Nýr Carens kostar frá 4.990.777 kr.
Aðeins 47.677 kr. á mánuði í 84 mánuði*
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
3
-1
2
0
2
Nýr Kia Carens - rúmgóður 7 sæta fjölskyldubíll
Það er frábært að skutlast með börnin á íþróttaæfingar, í tónlistarskólann eða
heim til leikfélaganna þegar bíllinn er rennilegur og góður í akstri eins og Kia Carens.
Í honum finnur þú allt sem prýðir góðan og einstaklega vel búinn 7 sæta fjölskyldubíl
og að sjálfsögðu er hann með 7 ára ábyrgð. Nýr Carens 1,7 dísil, sex gíra, eyðir frá
5,1 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri.
Komdu í Öskju og kynntu þér nýjan og einstaklega vel búinn Carens.