Morgunblaðið - 28.05.2013, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2013
Verðlaunaafhending í Nýsköpunarkeppni grunnskóla-
nemenda fór fram í Háskólanum í Reykjavík síðastliðinn
sunnudag. 53 þátttakendur voru í úrslitunum en kepp-
endur unnu í vinnustofum á fimmtudag og föstudag með
aðstoð frá sérfræðingum úr háskólasamfélaginu. Alls
hlutu 18 keppendur verðlaun í fjórum flokkum, uppfinn-
ingu, útlits- og formhönnun, landbúnaði og tölvu- og
tölvuleikjum.
Forseti Íslands afhenti verðlaunin og flutti hátíð-
arræðu en hann er verndari keppninnar. Hann hrósaði
keppendum fyrir dugnað auk þess sem hann hvatti til
þess að kannað yrði hvernig mætti auka hlut stráka í
keppninni en ár hvert eru stúlkur í miklum meirihluta
þátttakenda. Illugi Gunnarsson, nýskipaður mennta- og
menningarmálaráðherra var einnig viðstaddur og flutti
hvatningarræðu til hugmyndasmiðanna ungu þar sem
hann benti á að hugmyndir þessara krakka væru þau fræ
sem síðar verða að máttarstólpum íslensks efnahagslífs.
Ásgeir Ásgeirsson, framkvæmdastjóri vöruþróunarsviðs
Marel, tók fram að hann hefði orðið sérstaklega hrifinn
af tækni- og tölvuþekkingu þátttakenda. Það væri slík
tækniþekking sem væri mikilvæg í dag fyrir fyrirtæki
eins og Marel, en Marel er aðalbakhjarl keppninnar.
Skólar einnig verðlaunaðir
Auk verðlauna fyrir bestu hugmyndirnar eru einnig
veitt verðlaun til þeirra skóla sem eiga flesta nemenda-
fulltrúa í úrslitunum. Í flokki lítilla skóla var Brúarás-
skóli í Fljótsdalshéraði hlutskarpastur, en í flokki stórra
skóla hlaut Hofsstaðaskóli í Garðabæ farandbikarinn
fimmta árið í röð, og benti forsetinn á það í ræðu sinni.
Margrét Harðardóttir, skólastjóri Hofsstaðaskóla, var
vitanlega mjög stolt af árangri skólans. Velgengni skól-
ans útskýrir Margrét bæði með stefnu skólans í nýsköp-
unarkennslu auk þess sem Sædís Arndal, smíðakennari
við skólann hafi dregið vagninn og verið dugleg við að að-
stoða krakkana þegar þau hafi fengið góðar hugmyndir.
bmo@mbl.is
Ljósmynd/Björg Vigfúsdóttir
Nemendur Alls hlutu 18 keppendur verðlaun í fjórum flokkum, uppfinningu, útlits- og formhönnun, landbúnaði og
tölvum og tölvuleikjum. Sigurvegararnir stilltu sér upp með forsetanum og menntamálaráðherranum.
Sigruðu fimmta árið í röð
Nýsköpunarverðlaun grunnskólanema veitt Hofs-
staðaskóli hlutskarpastur áfram Hátt hlutfall stúlkna
Sannir heimilisvinir
Hátúni 6a • 105 Rvk • Sími 552 4420 • fonix.is
ryksugur
Fyrsta flokks frá FÖNIX...
Áttatíu manns útskrifuðust úr
raunfærnimati frá Iðunni fræðslu-
setri í gær. Um var að ræða ófag-
lærða iðnaðarmenn, 25 ára og eldri,
sem höfðu öðlast í það minnsta
fimm ára starfsreynslu og höfðu
hug á að ljúka námi í sínu fagi. Iðan
hefur aldrei fyrr útskrifað svo stór-
an hóp í einu.
„Starfsvettvangur útskrift-
arhópsins er mjög fjölbreyttur og
má þar t.d. nefna iðngreinar eins og
pípulagnir, múraraiðn, málaraiðn,
húsasmíði, bifvélavirkjun, bifreiða-
smíði, bílamálun og vélstjórn,“ seg-
ir í fréttatilkynningu.
Með raunfærnimatinu hafa þátt-
takendurnir öðlast viðurkenningu á
þeirri færni sem þeir hafa aflað sér
í starfi og frítíma. Það mun í mörg-
um tilfellum koma til styttingar á
námi. Kjósi þeir svo er næsta skref
að setjast á skólabekk og taka til
við nám sem margir hófu en luku
ekki. gudni@mbl.is
Ljósmynd/Iðan
Útskrifuðust úr
raunfærnimati
Lögmannafélag
Íslands efnir til
hádegisverðar-
fundar á Hilton
Hótel Nordica
þriðjudaginn 28.
maí kl. 12:00-
14:00.
Fundarefnið
er: „Framtíð-
arskipan dóm-
stóla, meðal ann-
ars með tilliti til hugmynda um
millidómstig.“
Frummælandi verður Jón Stein-
ar Gunnlaugsson, hæstaréttar-
lögmaður og fyrrverandi hæsta-
réttardómari.
Skráning er á vef Lögmanna-
félagsins.
Fjallar um framtíð-
arskipan dómstóla
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Rótin, félag um málefni kvenna
með áfengis- og fíknivanda, stend-
ur fyrir fundi þriðjudaginn 28. maí
kl. 20 í kvennaheimilinu Hallveig-
arstöðum, Túngötu 14.
Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, dós-
ent í guðfræðilegri siðfræði, flytur
þar erindi um skömmina.
Í erindinu fjallar hún um tvær
siðferðilegar tilfinningar; skömm
og sekt, og veltir fyrir sér bæði
skyldleika þeirra og mismun.
Að erindinu loknu verða opnar
umræður fundargesta.
Rætt um skömmina
STUTT