Morgunblaðið - 28.05.2013, Side 17

Morgunblaðið - 28.05.2013, Side 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2013 María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Óskar Andri og Kristín Alís Víðisbörn eru mikið fuglaáhugafólk og nýverið fengu þau leyfi Náttúrufræðistofnunar Íslands til þess að standa að fuglamerkingum. Fuglar leika stórt hlutverk í lífi þeirra beggja. Óskar er mikill áhugamaður um fuglaljósmyndun og Kristín stundar meist- aranám í líffræði við Háskóla Íslands og rannsakar hrafninn í meistaraverkefni sínu. „Fuglar hafa alla tíð verið stór hluti af lífi okkar en við erum alin upp við Elliðavatn þar sem fuglalífið er fjölbreytt. Við systk- inin nálgumst þó fuglana með ólíkum hætti. Ég hef mesta ánægju af því að mynda fuglana og upplifa þá í sínu náttúrulega um- hverfi en áhugi Kristínar er öllu fræði- legri,“ segir Óskar aðspurður hvernig fugla- áhuginn kviknaði. „Ég hef lengi verið að taka myndir af fuglamerkingum og hef meðal annars fylgst með merkingum vað- fugla, hrafna og fálka. Þá ákvað systir mín að rannsaka hrafninn í meistaraverkefni sínu og í framhaldi af því tókum við þá ákvörðun að sækja um fuglamerkingaleyfi til Náttúrufræðistofnunar Íslands. Þar var okkur vel tekið enda ekki mikið um nýliðun í þessu fagi.“ Kannar hvort hrafnsungar séu samfeðra Kristín þakkar bróður sínum þennan mikla fuglaáhuga sem leiddi hana í líf- fræðinám við Háskóla Íslands þar sem hún sérhæfir sig í fuglafræðum. „Sem eldri bróðir hafði Óskar mjög mikil áhrif mig og varð í raun til þess að ég lagði fuglafræði fyrir mig af alvöru,“ segir Kristín sem varp- ar ljósi á lífshætti hrafna í meistaraverkefni sínu. „Ég ákvað að rannsaka hrafninn þar sem hann er skemmtilegur óðalsfugl. Hrafninn er einkvænisfugl og ég er meðal annars að safna erfðasýnum til þess að kanna hvort ungar eigi sama föður en rann- sóknin er skammt á veg komin og nið- urstöður liggja ekki fyrir.“ Fuglamerkingar nákvæmisvinna Kristín segir fuglamerkingar mikla ná- kvæmisvinnu. „Það er vissulega að mörgu að hyggja. Það þarf að fara mjúkum hönd- um um ungana og passa að þeir séu nægi- lega stórir til þess að bera hringana, sé svo ekki þá er hætta á að hringarnir detti fram af og festist á klónum.Gæta þarf þess að meiða ekki fuglana.“ Systkin merkja hrafnsunga í Heiðmörk Hrafninn merktur Það er mikið nákvæmnisverk að merkja fugla og það þarf að fara mjúkum höndum um ungana, en systkinin hafa leyfi Náttúrufræðistofnunar.  Fuglar leika stórt hlut- verk í lífi þeirra beggja Ljósmyndir/Óskar Andri Víðisson Kristín Alís rannsakar hrafninn Kristín leggur stund á fuglafræði við Háskóla Íslands og íslenski hrafninn er meginviðfangsefni rannsóknar hennar í meistaranáminu. Haldinn verður kynningarfundur um tillögu að nýju aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarsal kl. 17.15-19.00 næstkomandi fimmtudag 30. maí. Um er að ræða lögboðinn kynningarfund.* Á fundinum verða meginmarkmið tillögunnar kynnt, ásamt forsendum og umhverfismati. Kynning þessi fer fram áður er tillagan verður tekin til afgreiðslu hjá borgaryfirvöldum. * Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. einnig 7. gr. laga nr. 105 um umhverfismat áætlana Ljósmynd: Ragnar Th Sigurðsson www.skipbygg.is Sjá nánari kynningargögn á adalskipulag.is og á vef Reykjavíkurborgar, reykjavik.is Nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík til ársins 2030 Borg fyrir fólk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.