Morgunblaðið - 28.05.2013, Side 19
LSS Útboð Lánasjóðs sveitarfélaga hafa gengið vel það sem af er ári.
Lánasjóður sveitarfélaga (LSS)
heldur fjórða almenna útboð ársins
í dag. Fram kemur í Morgunkorni
Greiningar Íslandsbanka í gær að í
boði verði flokkarnir tveir sem
LSS sé að byggja upp þessi miss-
erin, LSS24 og LSS34. Miðað sé
við að taka tilboðum að fjárhæð
500 milljónir króna að nafnvirði, en
sjóðurinn áskilji sér þó rétt til að
taka hvaða upphæð sem er.
Talsverður gangur
Í Morgunkorni Greiningar Ís-
landsbanka kemur fram að tals-
verður gangur hafi verið í útgáfu
LSS það sem af er ári, og hafi sjóð-
urinn þar notið góðs af mikilli
spurn eftir skuldabréfum á mark-
aði. Útgáfa bréfa til nýrrar fjár-
mögnunar nemi 3,13 milljörðum
króna það sem af er ári. Þar af hafi
verið gefin út LSS24-bréf fyrir
1,34 milljarða króna og útgáfa
LSS34-bréfa í slíkum útboðum
nemur 1,79 milljörðum króna. Auk
þess hafi sjóðurinn haldið skiptiút-
boð í síðustu viku, þar sem eig-
endum eldri skuldabréfaflokksins
LSS 08 1 hafi boðist að skipta þeim
bréfum út fyrir LSS34-bréf. Und-
irtektir hafi verið góðar og LSS
hafi fengið inn bréf í fyrrnefnda
flokknum fyrir 3,76 milljarða króna
að nafnvirði, en greitt fyrir þau
með LSS34-bréfum fyrir 4,84 millj-
arða króna að nafnvirði.
LSS34-flokkurinn hafi ríflega
tvöfaldast að stærð í kjölfarið, og
sé hann nú 8,21 milljarður króna að
nafnvirði. Þetta hafi hins vegar
ekki áhrif á áætlaða útgáfu það
sem eftir lifir árs þar sem hér hafi
verið um endurfjármögnun að
ræða en ekki fjármögnun nýrra út-
lána.
Í Morgunkorni kemur jafnframt
fram að núverandi útgáfuáætlun
Lánasjóðs sveitarfélaga hljóði upp
á útgáfu sem nemur 4-5 milljörðum
króna að nafnvirði til fjármögnun-
ar nýrra útlána. Þar af sé gert ráð
fyrir að útgáfan nemi 2-3 milljörð-
um króna á fyrri hluta ársins en 2
milljörðum króna á seinni helmingi
árs. Miðað við útgáfuna til þessa
vanti því aðeins 870 milljónir króna
upp á að neðri mörkum áætlunar-
innar sé náð, en 1,87 milljarða
króna vantar upp í efri mörkin.
Mögulega endur-
skoðuð til hækkunar
Greining Íslandsbanka telur þó
nokkuð líklegt að áætlunin verði
endurskoðuð til hækkunar um mitt
ár, m.a. vegna aðkomu LSS að end-
urfjármögnun erlendra skulda
Kópavogsbæjar í krónum.
Auk þess kunni að verða meiri
gangur í fjárfestingum sveitarfé-
laga þegar líður á árið, og þannig
geti lántaka þeirra hjá LSS þá að
sama skapi orðið eitthvað meiri.
500 milljóna útboð
Lánasjóður sveitarfélaga með sitt fjórða almenna útboð í
ár í dag LSS nýtur góðs af mikilli spurn eftir skuldabréfum
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2013
Eric Schmidt, starfandi stjórn-
arformaður netrisans Google, seg-
ist hvorki botna upp né niður í
umræðunni um skattgreiðslur fyr-
irtækisins í Bretlandi, sem hefur
varað í nokkurn tíma.
Schmidt sagði í samtali við
breska ríkisútvarpið BBC í gær,
að fyrirtækið greiddi skatta sína í
Bretlandi, samkvæmt lögum þess
lands.
Google greiddi 10 milljónir
punda, jafnvirði 1,7 milljarða
króna, í skatta í Bretlandi á ár-
unum 2006 til 2011, en á sama
tímabili voru tekjur fyrirtækisins
11,9 milljarðar punda, eða sem
nemur ríflega 2.200 milljörðum
króna.
Schmidt sagði við BBC að það
væri í verkahring stjórnvalda í
hverju landi fyrir sig að ákveða
hvernig væri staðið að skatt-
heimtu á fyrirtæki og því væri það
breska ríkisstjórnin sem þyrfti að
breyta skattalögum vildu stjórn-
völd að fyrirtæki greiddu hærri
skatta.
„Það sem við gerum er löglegt.
Ég botna hvorki upp né niður í
þessari umræðu, því ég tel að það
sé ekki fyrir hendi nokkurt val
þegar til skattgreiðslna kemur,“
sagði Schmidt við BBC í gær-
morgun.
„Ef bresk stjórnvöld ákveða að
breyta skattalögunum munum við
fara að þeim lögum, rétt eins og
við förum að núgildandi lögum.“
Margaret Hodge, formaður fjár-
laganefndar breska þingsins, hef-
ur lagt til að sett verði á lagg-
irnar ný þingnefnd, sem
endurskoði skattalög stærri fyr-
irtækja. Hún sagði í samtali við
breska dagblaðið Independent að
slíkri nefnd ætti að vera kleift að
kafa undir yfirborð bókhaldsins
hjá fyrirtækjum.
Segir Google
fara að lögum
Stjórnvalda að breyta lögum
AFP
Stjórnarformaður Eric Schmidt,
stjórnarformaður Google.