Morgunblaðið - 28.05.2013, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 28.05.2013, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2013 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Á morgun verða 60 ár liðin frá því að Nýsjálendingurinn Edmund Hillary og Sérpinn Tenzing Norgay urðu fyrstir manna til að klífa tind Everest, hæsta fjalls í heiminum. Síðan hafa þúsundir manna klifið tindinn, þeirra á meðal sex Íslendingar, og meira en 200 Everest- farar hafa farist á fjallinu. Fjöldi þeirra sem freista þess að ganga á Everest hefur aukist mjög á síðustu ár- um. Í ár hafa um 500 manns komist á tindinn, þeirra á meðal áttræður Japani, sem varð elsti maðurinn til að sigra Eve- rest, indversk kona sem missti fót í slysi fyrir tveimur árum og fyrstu Everest- fararnir úr röðum kvenna í Sádi-Arabíu og Pakistan. Tveir Íslendingar klifu tindinn fyrr í mánuðinum, þeir Ingólfur Geir Giss- urarson og Leifur Örn Svavarsson. Leif- ur Örn er fyrsti Íslendingurinn sem klifið hefur tind Everest norðanmegin í fjallinu en sú leið er mun fáfarnari og erfiðari en sú sem venjulega er farin. 633 Everest-farar á einu ári Á árinu 2010 höfðu alls 3.142 manns klifið tind Everest, sumir þeirra oftar en einu sinni. Um 77% Everest-faranna gengu á tindinn eftir árið 2000. Everest- göngurnar náðu hámarki árið 2007 þegar 633 komust á tindinn, þar af 350 erlendir fjallgöngumenn og 253 sérpar sem önn- uðust leiðsögn. 169 göngumenn komust á tind Everest 23. maí 2010, fleiri en á nokkrum öðrum degi. Reyndar voru þeir fleiri á þessum eina degi en samanlagt á 30 fyrstu ár- unum eftir að Edmund Hillary og Tenz- ing Norgay sigruðu Everest 29. maí 1953. Í lok ársins 2010 höfðu 219 Everest- farar farist á fjallinu og rúmur fjórð- ungur þeirra dó á niðurleið eftir að hafa komist á tindinn. Dauðsföllunum hefur fækkað hlutfallslega á síðustu árum en þar sem göngumönnunum hefur fjölgað eru þau enn mörg. 54 göngumenn hafa dáið á fjallinu frá árinu 2000. Everest er 8.848 metra hátt og nefnt eftir breska landmælingamanninum Sir George Everest (1790-1866). Gerðar höfðu verið átta tilraunir til að klífa tind- inn þegar þeim Hillary og Tenzing tókst það loks fyrir sextíu árum. Þeir voru að- eins í fimmtán mínútur á tindinum vegna skorts á súrefni. Flestir Everest-farar nota súrefniskúta en tveir göngugarpar, Reinhold Messner og Peter Habeler, urðu fyrstir til að klífa tindinn án súrefnisbirgða í maí 1978. Everest sigrað Nýsjálendingurinn Edmund Hillary og nepalski Sérpinn Tenzing Norgay urðu fyrstir manna til að klífa tind hæsta fjalls í heimi fyrir sex áratugum Edmund Hillary Tenzing Norgay 18. apríl Búðir II 5.913 m 22. apríl Búðir III 6.157 m 2. maí Búðir IV 6.462 m 3. maí Búðir V 6.706 m 18. maí Búðir VII 7.315 m 13. maí Búðir VI 7.010 m 26. maí Búðir IX 8.504 m Khumbu- fjalljökullinn Vestur- dalur Lhotse- hlíð Suður- skarð 21. maí Búðir VIII 7.894 m 13. apríl 1953 Grunnbúðir 5.364 m 29. maí 1953 Tindur Everest 8.850 m N Heimild: Royal Geographical Society/8000ers.com/NatGeo* 100 200 300 400 500 600 1953 60 65 70 75 80 85 90 95 2000 05 2010 Fjöldi Everest-fara á ári Dauðsföll Auk þeirra fórust 13 fjallgöngumenn sem reyndu að komast á tind Everest á árunum 1922-1952 2 8 6 6 2 2 3 11 8 7 4 4 10 8 4 2 5 8 5 3 15 9 4 4 2 5 3 4 7 6 11 7 5 3 Göngur á tindinn á árunum 1953-2010: yfir 4,400 Fjöldi göngumanna sem hafa farist á Everest: 206 Hópurinn naut aðstoðar 22 sérpa sem önnuðust leiðsögu og 350 burðar- manna í grunnbúðum Everest-gangan 1953 Breskur hópur undir forystu Johns Hunt ætlaði að koma tveimur mönnum á tindinn Charles Evans og Tom Bourdillon reyndu fyrst að klífa tindinn en urðu að snúa við Hunt, Hillary og Tenzing munu hafa sammælst um að segja ekki frá því hver þeirra varð fyrstur á tindinn en Tenzing skýrði frá því síðar að Hillary hefði verið fyrstur* Everest-farar eftir löndum: (tíu fjölmennustu skv. upplýsingum frá 2011) 100 (rúnnað af ) Nepal 2.264 Bandaríkin 536 Kína 299 Bretland 264 Japan 169 Indl. 152 S-Kórea 118 Rússl. 118 Frakkl. 95 Spánn 91 Katmandú Everest-fjall Indland Kína 60 km NEPAL 3 60 ár liðin frá fyrstu göngunni á tind Everest  Þúsundir manna hafa klifið tindinn  Yfir 200 hafa farist á hæsta fjalli heims AFP Á toppnum Raha Moharrak varð í vik- unni fyrst sádi-arabískra kvenna til að klífa hæsta fjallstind heimsins. Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, sagði í gær að ríki Evr- ópusambandsins hefðu „vaxandi grunsemdir“ um að efnavopnum hefði verið beitt í Sýrlandi. Fabius sagði þetta eftir fund utan- ríkisráðherra ESB-ríkjanna í Bruss- el en bætti við að nauðsynlegt væri að rannsaka málið til hlítar áður en ákvörðun yrði tekin um hvernig bregðast ætti við notkun efnavopna í Sýrlandi. Franska dagblaðið Le Monde skýrði frá því í gær að stjórnarherinn í Sýrlandi hefði beitt eiturgassprengjum í árásum á upp- reisnarmenn í þorpi nálægt Damas- kus í nokkra daga í röð í apríl og maí. Deilt um vopnabann Utanríkisráðherrar ESB sam- þykktu í gærkvöldi að aflétta banni við sölu vopna til Sýrlands. Frakkar og Bretar vildu að bannið yrði af- numið til að hægt yrði að styrkja stöðu uppreisnarmanna í átökum við stjórnarherinn og knýja stjórn As- sads, forseta Sýrlands, til að hefja friðarviðræður við uppreisnarmenn. Austurríkismenn, Finnar, Svíar og Tékkar voru hins vegar andvígir því að vopnasölubannið yrði afnum- ið. Þeir töldu að það myndi aðeins auka blóðsúthell- ingarnar og verða til þess að hættu- leg vopn kæmust í hendur ísl- amskra öfga- manna, meðal annars hreyfing- ar sem hefur lýst yfir stuðningi við hryðjuverkasam- tökin al-Qaeda. William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, tilkynnti í gærkvöldi að vopnasölubanninu yrði aflétt. Til- kynningin kom eftir tólf stunda lang- an fund utanríkisráðherra ESB. Hague sagði að refsiaðgerðum gegn ríkisstjórn Sýrlands yrði viðhaldið. Eftir fundinn í Brussel fór Laur- ent Fabius til Parísar til að ræða við utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands um tilraunir til að knýja fram friðarviðræður milli stjórnar Assads og sýrlenskra uppreisnar- manna í Genf í næsta mánuði. Sýr- lenska stjórnin hefur léð máls á friðarviðræðunum og leiðtogar helsta bandalags uppreisnarmann- anna þinga nú í Istanbúl um hvort þeir eigi að taka þátt í friðarviðræð- um við alræðisstjórnina. Grunaðir um að beita eiturgasi  ESB afnemur vopnasölubann Sýrlenskir hermenn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.