Morgunblaðið - 28.05.2013, Side 25

Morgunblaðið - 28.05.2013, Side 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2013 Nágrannaþjóðir okkar Íslendinga gæta þess að gera vel við sjómenn sem dvelja langdvölum fjarri ástvinum. Norskir sjómenn fá sem nemur 3,3 millj- ónum króna í sjó- mannaafslátt, danskir 1,9 milljónir og fær- eyskir milljón. Sú var tíðin að íslenskir sjómenn fengu rúma tíund af norska afslættinum en jafnvel það fannst fyrstu „tæru vinstri stjórninni“ boðlegt að af- nema. Þau Jóhanna og Stein- grímur tóku skattaafslátt af sjó- mönnum þó engin þjóð standi í meiri þakkarskuld við sína sjó- menn en Íslendingar. Það var öm- urlegur gjörningur. Hinni svoköll- uðu alþýðustjórn fannst sjálfsagt og eðlilegt að ráðast á sjómenn, líkt og sjávarútveginn í heild sinni. Nú hefur ný ríkisstjórn tekið við völdum og ástæða til þess að óska henni velfarnaðar. Það er birta yf- ir þeim Sigmundi Davíð og Bjarna Ben. Sjómenn vilja að þeir fari í syndakistu Jóhönnu og Steingríms með uppbrettar ermar og komi sjómannaafslætti upp á dekk á ný fyrir utan auðvitað að leyfa sjávar- útvegi að dafna þjóðinni til heilla. Steingrímur Jóhann kvað í greinargerð með óréttlætinu „… erfitt að rökstyðja sjó- mannaafslátt gagnvart ýmsum hópum,“ en þiggur sjálfur marg- vísleg hlunnindi sem ráðherra og þingmaður! Það er líkast sem þau skötuhjú hafi gleymt uppruna sín- um, gleymt því að engin stétt á ríkari þátt í sókn þjóðarinnar til betri lífskjara en sjómenn. Sjómenn krefjast þess að ný ríkisstjórn láti af árásarstefnu Jó- hönnu og Steingríms og endurveki sjómannaafslátt. Það væri ekki ónýtt ef hún tæki upp sama afslátt og nú gildir í Færeyjum. Milljón krónur í sjómannaafslátt! Það væri sterk yfirlýsing um áform um að virða rétt sjómanna. Sjómannadagurinn 75 ára Sjómannadagurinn verður um helgina en í ár eru 75 ár frá fyrsta sjómannadeginum. Það væri skemmtileg yfirlýsing til sjómanna ef nýr ráðherra lýsti því yfir að sjómannaafsláttur verði endurvak- inn. Sjómenn eiga það skilið! Ég vitna í lokin í grein Sigrúnar Agöthu Árnadóttur um lífið um borð í íslensku fiskiskipi: Þessa stundina er ég stödd um borð í frystitogara, dagur þrjátíu. Þrjátíu dagar sem ég hef verið fjarri vin- um og fjölskyldu. Þrjátíu dagar síðan ég steig á fast land, keyrði bíl, fór til læknis, nýtti mér að einhverju leyti þá þjónustu sem okkar skattar fara í. Þeir eru nú ekki margir eftir, þrjátíu og þrír dagar verður þessi túr. En í þessa þrjátíu daga hef ég unnið 12 stunda vaktir, stans- laust, ekkert helgarfrí eða slíkur munaður. Að jafnaði gera það 396 klukkustundir í vinnu um borð. Hluturinn, þ.e. laun fyrir mán- uðinn, er kominn í 1.300.000. Vá, segja sumir. Hvað er hún að kvarta? Jú, ef þetta er tekið saman í útborguð laun gera þetta 699.270 kr. miðað við 46,21% skatt, fyrir utan orlof, hlífðarfatnað, mat- arpening og lífeyrissjóð. Svo kem- ur auðvitað þessi elskulegi sjó- mannaafsláttur sem er 740 kr. á dag. Frábært. Fyrir 396 klst. af vinnu fæ ég u.þ.b. 630.000 kr. út- borgaðar. Eftir skatt gera þetta 1.765 kr. á klukkutíma eftir að hafa verið í 33 daga í burtu frá mínum nánustu, tala nú ekki um þá sem eiga fjölskyldur og sjá ekki börnin sín nema einu sinni á mán- aðarfresti. Í rauninni eru of- urlaunin einfaldlega tilkomin vegna mikillar vinnu, svo ekki sé talað um hættuna sem fylgir því að vinna um borð í togara. Svo ég spyr, er þetta sanngjarnt? Svari nú hver fyrir sig. Sigrún Agatha hittir naglann á höfuðið. Sjómenn hafa ekki að- stöðu á borð við aðra landsmenn til þess að nýta opinbera þjónustu, heldur eru á sjó í öllum veðrum við að færa björg í bú. Sjó- mannaafsláttur er réttlætismál. Sjómannaafsláttinn aftur upp á dekk Eftir Jónas Garðarsson »Hinni svokölluðu al- þýðustjórn fannst sjálfsagt og eðlilegt að ráðast á sjómenn, líkt og sjávarútveginn í heild sinni. Jónas Garðarsson Höfundur er framkvæmdastjóri Sjó- mannafélags Íslands. - með morgunkaffinu Íslendingar sigruðu í opna flokkn- um á Norðurlandamótinu sem fram fór í Keflavík um helgina. Þeir tóku forystuna strax í fyrsta leik og létu hana aldrei af hendi til leiksloka. Danir urðu í öðru sæti og sigruðu í kvennaflokknum. Verðlaunagripur- inn verður því geymdur í Danmörku þar sem sameiginlegur árangur liða Dana var bestur. Spilað var á Flughóteli í Keflavík og nýr útreikningur notaður þar sem 20 stig eru til skiptanna. Reyndist þetta nýja kerfi ágætlega og mun það verða notað á stórmótum í framtíð- inni. Aðstaða á spilastað var mjög góð og margreyndir keppnisstjórar, Sveinn R. Eiríksson og Vigfús Páls- son, höfðu góð tök á stjórnun mótsins. Í mótslok var spilurum og áhorf- endum boðið í Víkingaheima í Njarð- vík þar sem verðlaunaafhending fór fram. Skemmtileg tilbreyting en Ja- fet Ólafsson, forseti Bridssambands- ins, og Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, sáu um að hengja me- dalíurnar á keppendur. Hrósuðu sigri. Dönsku liðin fengu verðlaunagripinn í Norðurlandamótinu til geymslu eftir góðan árangur en Danir urðu í öðru sæti í opnum flokki og unnu kvennaflokkinn. Gleði þeirra var ósvikin í verðlaunaafhendingunni. Danir geyma verðlaunagripinn BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki Borðplötur í öllum stærðum og gerðum • Swanstone • Avonite • Harðplast • Límtré Smíðað eftir máli og þínum óskum Lyfjaskömmtun er ókeypis þjónusta sem Lyfjaborg býður viðskiptavinum sínum. Hún hentar einstaklega vel þeim sem taka að staðaldri nokkrar tegundir lyfja og vítamína. Ókeypis skömmtuná lyfjum Fljótleg Þægileg Örugg Persónuleg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.