Morgunblaðið - 28.05.2013, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 28.05.2013, Qupperneq 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2013 ✝ Guðjónína Sig-urðardóttir fæddist á Akranesi 8. janúar 1934. Hún lést á Höfða, hjúkr- unar- og dval- arheimili, 19. maí 2013. Guðjónína, eða Nína, eins og hún var alltaf kölluð, var dóttir hjónanna Sigurðar Jónssonar og Þóru Guðjónsdóttur, kennd við Tryggvaskála á Akranesi. Hún var yngst þriggja systra, en systur hennar voru; Málfríður, f. 1927, d. 2007 og Guðbjörg, f. 1930, d. 2011. Hinn 17. júní 1952 giftist Nína eftirlifandi maka sínum, Gunn- ari H. Elíassyni, f. 24.2. 1931, bakara og síðar verslunarmanni í Verslun Einars Ólafssonar á Akranesi. Foreldrar hans voru hjónin Elías Guðmundsson og Líf, sonur þeirra er Elmar Freyr. b) Gunnar Hafsteinn, kvæntur Kristínu Björgu Jóns- dóttur, dætur þeirra eru: Anita Sól og Linda Kristey. c) Jón Val- ur, kvæntur Helene Tyvold. d) Guðný Birna, maki Elías Viktor Lárusson. 3) Guðbjörg f. 13.11. 1963, maki Helge Karsten Kleppe, synir hennar eru: a) Kári, dóttir hans er Júlía Von. b) Bjarki, unnusta Helga Margrét Helgadóttir. 3) Guðrún Elsa, f. 21.10. 1968, gift Magnúsi Hilmi Magnússyni, dætur þeirra eru Elva Björk og Elísabet Eir, dótt- ir hans er Snædís Mjöll, börn hennar eru Máni Blær og Matt- hildur Ásta. Nína tók verslunarpróf frá Fjölbrautaskólanum á Akranesi og starfaði hún lengst sem skóla- ritari við Grundaskóla. Hún gekk ung í Skátahreyfinguna og var hún félagi í Svannasveit Skátafélags Akraness til dauða- dags. Hún var einn af stofn- félögum Lionessuklúbbs Akra- ness og starfaði með klúbbnum allt þar til hann var lagður niður. Útför Nínu verður gerð frá Akraneskirkju í dag, 28. maí 2013, og hefst athöfnin kl. 14. Sigríður Viktoría Einarsdóttir. Nína og Gunnar bjuggu allan sinn búskap á Akranesi, utan eitt ár sem þau bjuggu á Selfossi. Þau hjón- in eignuðust fjórar dætur: 1) Sigríður Viktoría, f. 12.3. 1952, gift Reyni Gunnarssyni. Dæt- ur þeirra eru a) Nína Borg, maki Jón Örn Arn- arson, börn þeirra eru: Reynir Ver, Ólöf Eir og Arna Ósk. b) Jó- hanna Ólöf, gift Bjargþóri Inga Aðalsteinssyni, dóttir hennar Sigríður Viktoría Líndal, börn þeirra eru: Sara Mjöll, Ingi- mundur Freyr og Lydía Líf. c) Berglind. 2) Sigþóra, f. 23.1. 1957, maki Hallgrímur E. Árna- on, börn hennar eru: a) Hall- grímur, maki Matthildur Magn- úsdóttir, dóttir hans er Harpa Til mömmu Sáran söknuð finn, sorg í hjarta ber, létt ei lífið er, laugast tári kinn. Finn ei faðmlag þitt, framar lífs á slóð, þjáðum varst þú góð, þú varst skjólið mitt. Elsku móðir mín, mér þú varst svo kær, líkt og lindin tær, ljúf var ásýnd þín. Bak við himins hlið, heilsar englaval, Guðs í sælum sal, seinna hittumst við. (Kristján Hreinsson.) Elsku besta mamma mín. Þá er komið að kveðjustundinni sem ég hef kviðið svo mikið fyr- ir. Þetta er svo vont, svo óend- anlega sárt, það er eins og það sé stórt gapandi sár í hjarta mínu. Síðustu dagar og vikur hafa verið þér og okkur öllum mjög erfiðar en inn á milli komu góð- ar stundir, þá spiluðum við fal- lega tónlist sem þú naust að hlusta á og eins þegar við sung- um saman „Einu sinni á ágúst- kvöldi“ eða þegar Silla systir dansaði við þig þegar við hlust- uðum á Hauk Morthens. Dásamlegar stundir. Já, marg- ar á ég minningarnar um þig elsku mamma mín og væri að æra óstöðugan að fara að rifja þær allar upp hér, en það er gott að eiga þær allar í minn- ingabankanum til að rifja þær upp þegar fram líða stundir. Hafsjór varstu af fróðleik og var fátt sem ég gat ekki spurt þig um, þú vissir svör við öllu hreint, kunnir alla textana og vissir hverra manna flestir Skagamenn voru og gast rakið það fyrir mann. Fyrir mörgum árum gafstu okkur systrum öll bindin af Æviskrám Akurnes- inga og sagðir að þetta væri „arfurinn“ okkar og eru þessar bækur mikið notaðar á mínu heimili eins og þeim var mikið flett heima hjá ykkur pabba, sumum kann að finnast þetta forvitni en við vitum að svo er ekki heldur brennandi áhugi á ættfræði frekar. Í þessari síðustu kveðju minni til þín, elsku mamma mín, þá vil ég þakka þér fyrir skilyrðislausu ástina, allt það sem þú kenndir mér, hjálpaðir mér, studdir mig og hvattir til allra hluta, minningarnar og síðast en ekki síst það að vera mamma mín. Það verður skrítið að koma upp á Höfða og skunda ekki inn til þín og flytja þér fréttir af fólkinu mínu hvað allir séu að bardúsa og hvernig gangi á sjónum hjá honum Halla mín- um, eða hitta ykkur saman uppi hjá pabba á kvöldin að horfa á sjónvarpið. Mestur er söknuðurinn og sorgin hjá honum elsku pabba sem kveður þig eftir rúmlega 60 ára ást og vináttu, en ég lofa þér því, mamma mín, að hlúa vel að honum og styðja á allan hátt. Að lokum vil ég fá að senda öllu starfsfólki Höfða – hjúkr- unar- og dvalarheimilis fyrir frábæra umönnun, kærleika og vináttu þessi ár og ekki síst stuðninginn við okkur fjölskyld- una, það er ómetanlegt. Ég bið góðan Guð og alla himins engla að geyma þig, elsku besta mamma mín. Ég elska þig og sakna þín óendanlega mikið. Þín dóttir, Sigþóra. Elsku mamma mín. Sorgin er svo sár. Nú ertu farin og tárin renna niður kinnarnar á mér, ég ræð ekki við það. Það er svo óendanlega margt sem mig langar að segja við þig en á svo erfitt með að koma orðum að því. Það er margs að minnast, mamma mín, og margt að þakka fyrir. Þið pabbi bjugguð okkur systrum yndislegt heimili og ólumst við upp við um- hyggju, kærleika og skilyrðis- lausa ást. Þú hvattir mig áfram í öllu sem ég gerði. Sérstaklega í tónlistinni. Það sem þú varst glöð þegar ég ákvað að ganga í kirkjukórinn. Loksins! Tónlist- in var þitt hjartans yndi alla tíð og fékk ég gott tónlistaruppeldi frá þér. Þú kenndir mér að meta klassíska tónlist og fyrir það verð ég þér ævinlega þakk- lát. Það var alltaf svo gaman að hlusta á tónlist með þér og syngja. Þú kunnir alla texta. Fyrir svo stuttu síðan kom ég til þín þegar þið voruð að syngja saman á Höfða. Þú kunnir öll lög og alla texta, já og söngst millirödd og hvað- eina. Hjálpsemi þín var einstök. Það var alltaf hægt að leita til þín. Þegar ég var unglingur í skóla bað ég þig oft að hjálpa mér að læra. Sérstaklega stærðfræði og ekki stóð á því. Þú hættir ekki fyrr en dæmið gekk upp og ég skildi það, þó það kostaði andvökunótt. Ást þín og væntumþykja var einstök, ekki bara í garð okkar systra heldur líka barnanna okkar. Já og vina okkar. Alltaf stóð heimili okkar opið, allir velkomnir. Fyrir það vil ég þakka af alhug. Dætur mína eiga ljúfar minningar um elsku ömmu Nínu. Þær minningar eru fjársjóður fyrir þær. Þrátt fyrir sorg og söknuð er ég í hjarta mínu þakklát, elsku mamma mín. Þetta er afstaðið. Þú hefur barist lengi og átt erf- ið veikindi. Hvíldin er kærkom- in. Erfiðleikar og veikindi að baki og ég veit að þér líður bet- ur. Elsku mamma. Allt það sem þú hefur gefið mér og mínum verður aldrei fullþakkað. Gráttu ei við grafstein minn. Ég gisti ei hér, ég vaki um sinn. Ég er hin hvíta mjúka mjöll. Ég magna vind um dali og fjöll. Ég fylli akra geislaglóð. Ég gef þér haustsins skýjaflóð. Er þú vaknar til vinnudags. Ég veiti byr til sólarlags. Þegar fuglar fljúga hátt. Ég finnst sem stjarna um miðja nátt. Ég er vorsins villta blóm. Ég von þér gef og fylli tóm. Ég er barn sem syngja vil söng. Ég sést um dægrin löng. Við gröf mína gráttu ei. Ég gisti ei hér, ég aldrei dey. (Þýð.: Halldór Hallgrímsson.) Þín Guðrún Elsa. Ljúfi drottinn, lýstu mér, svo lífsins veg ég finni, láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Gísli á Uppsölum) Elsku mamma mín, Guðjón- ína Sigurðardóttir, eða Nína eins og hún var jafnan kölluð, verður borin til hinstu hvílu í dag. Undanfarna daga hafa ótal minningar leitað á hugann. Minningar um ástríka móður og ömmu sem alltaf var tilbúin til að rétta fram hjálparhönd. Metnaðarfulla mömmu sem stappaði í mig stálinu þegar ég þurfti á að halda, las yfir rit- gerðirnar mínar og hvatti mig til dáða í námi. Hún var sjálf afburða náms- maður og var ekki hrifin af meðalmennsku heldur lagði áherslu á að maður gerði sitt besta. Mamma var laghent og ég man þegar hún vakti nætur- langt við að sauma á okkur jólafötin af vandvirkni og alúð. Sömu alúð lagði hún í páska- eggin sem hún bjó til handa barnabörnunum eða þegar hún bakaði kransakökur fyrir stórhátíðir í fjölskyldunni. Það var sama hvað hún tók sér fyrir hendur, allt var gert af vand- virkni og alúð. Ég á líka minn- ingar um söngelska mömmu sem var hrókur alls fagnaðar, hvort sem var í hópi skáta, Lio- nessa, starfsmanna Grunda- skóla eða bara á góðri stund með fjölskyldunni. Já, innistæðan í minninga- bankanum er digur og rúmast ekki í fáeinum orðum hér, en það sem upp úr stendur er sá kærleikur og virðing sem hún og pabbi sýndu hvoru öðru, okkur systrum, börnunum sín- um og barnabörnum. Kossa- og knús-fjölskyldan eins og við köllum okkur, svona okkar í milli. Þessi kærleikur er arfur þeirra til okkar hinna og ómet- anlegt veganesti út í lifið. Minningin um mömmu mun lifa í huga okkar allra. Hennar verður sárt saknað en við vitum líka að henni verður tekið fagn- andi af ástvinum sínum fyrir handan Þegar raunir þjaka mig, þróttur andans dvínar, þegar ég á aðeins þig, einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. (Gísli á Uppsölum) Guðbjörg Gunnarsdóttir. Elsku amma. Nú er stundin komin. Við kveðjum þig, með minningarnar um þig í hjörtum okkar. Stundirnar með þér hafa gefið lífinu tilgang og hláturinn fyllt það af gleði. Tíminn með þér sem barn er mér ómet- anlegur. Þú hjálpaðir mér í gegnum erfiðasta tímann í skól- anum, á meðan afi lagaði handa okkur mat. Hjá ykkur var ég alltaf velkominn. Síðustu árin hafa þó verið mér allra dýr- mætust. Að fá að kynna þig fyrir kærustunni minni frá Noregi. Þú tókst á móti henni á svo einstakan hátt, talaðir við hana á dönsku og sagðir svo oft við okkur, hvað þér þætti vænt um okkur. Þú tókst á móti for- eldrum hennar með opnum örmum og þið gátuð spjallað um daginn og veginn á dönsk- unni, sem þú talaðir svo vel. Okkur þótti yndislegt að fá að hafa þig hjá okkur á brúð- kaupsdaginn okkar. Þú geisl- aðir og varst svo falleg. Nú hafa dagarnir og árin liðið. Þjáningarnar eru á enda, og þú hefur fengið frið. Sorgin er vond og tárin mörg, því nær- veru þinnar er sárt saknað. Ég bið guð að geyma þig, elsku amma. Hvíldu í friði. Jón Valur Ólafsson og Helene H. Tyvold. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Amma mín, Guðjónína Sig- urðardóttir er látin. Síðustu daga hefur hugurinn reikað til baka til þeirra stunda sem ég átti með ömmu Nínu. Hún átti mjög auðvelt með að kenna öðr- um og leiðbeina og af þolin- mæðinni hafði hún nóg. Alltaf var hægt að leita til hennar. Amma var óútreiknanleg kona og engum hefði dottið í hug að hún tæki ástfóstri við hund, þar sem henni var mein- illa við hunda. Hún og Hektor (hundurinn minn) urðu strax miklir mátar og þegar hún kom í heimsókn var henni fagnað innilega. Hún hafði yfirleitt eitthvert góðgæti í veskinu sínu, „misheppnaða“ köku eða einhverja matarafganga. Það vissi Hektor sem stakk trýninu alltaf ofan í veskið hennar þeg- ar hún kom, eins og spilltur krakki. Amma og afi voru alltaf með jólaboð á annan í jólum og þá var öllu til tjaldað. Húsið var undirlagt af jólaskrauti og búið að færa til borð og húsgögn þannig að vel færi um alla. Síð- an var dansað í kringum jóla- tréð og að sjálfsögðu mætti jólasveinninn á svæðið. Ein jól- in var ég au-pair í Bandaríkj- unum og mér þótti mjög erfitt að vera fjarri ástvinum mínum. Amma og afi voru nú samt búin að senda mér íslenska jólatón- list, hangikjöt og íslenskt sæl- gæti svo ég fengi nú smá nasa- þef af íslenskri jólahátíð. Nokkru eftir jólin fékk ég svo óvænt pakka frá ömmu og afa, sem reyndist vera segulbands- spóla ásamt bréfi. Þegar ég set spóluna í tækið heyri ég í fólk- inu mínu syngja og dansa í kringum jólatréð. Þetta var auðvitað jólaboðið hjá ömmu og afa sem ég komst ekki í, en ömmu var alltaf umhugað um að skilja engan útundan og allir sem í jólaboðinu voru sendu mér jólakveðju. Ég hef hvorki fyrr né síðar fengið eins fallega sendingu og þessa. Þegar styttist í heimferð frá Bandaríkjunum buðu amma og afi mér að búa í herbergi hjá þeim, sem ég þáði með þökkum og það er tími sem er einna dýrmætastur þegar ég hugsa til baka. Þarna átti ég svo góðan tíma með ömmu minni á kvöld- in hvort sem var yfir sjónvarp- inu eða við eldhúsborðið þar sem við gátum setið tímunum saman og spjallað um allt og ekkert. Fjölskylduferðalögin eru mér líka hugleikin því þau voru ófá. Þá var mikið sungið, enda aldr- ei nein lognmolla þar sem þessi fjölskylda kom saman. Amma spilaði á gítarinn og stjórnaði fjöldasöng en hún var mjög söngelsk og kunni alla texta. Þegar komið er að kveðju- stund vil ég þakka ömmu fyrir allar stundirnar sem ég átti með henni og fyrir alla þá um- hyggju og kærleika sem hún sýndi mér. Ég bið algóðan Guð að styrkja afa á sorgarstundu. Minningin um ömmu er ljós í lífi mínu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Jóhanna Ólöf Reynisdóttir. Ískaldir fingur læsast um hjartað er vinur kveður lífið og maður fær ekki lengur notið fé- lagsskapar og nærveru hans. Svo var um mig þá ég heyrði að þú hefðir kvatt þennan heim, vinkonan og mágkonan mín kæra. Fagra og einlæga brosið þitt er nú slokknað og fallegu augun þín geisla ekki lengur mót lífinu. Gleðin, ástúðin og góða skapið þitt dvelur þó alla tíð í hugum okkar vina þinna, fjölskyldu þinnar og allra þeirra mörgu, er þig þekktu. Ljúfar og margar eru minn- ingar mínar um þig, bróður minn Gunnar og dætur ykkar fjórar. Ávallt varstu, Nína, hrókur alls fagnaðar, söngelsk stjórnaðir þú söng með gítarinn í fanginu og glaðvær hlátur þinn hljómaði um sali. Ófáar voru rjómaterturnar og annað góðgæti, sem Gunnar og þú báruð á borð fyrir okkur gestina – já – örlætið og ástrík- ið var einlægt og ávallt til reiðu. Þú varst manna minnugust á fólk og atburði sem urðu á Skaganum – oft var leitað til þín, að því er virtist ótæmandi þekkingarbrunns. Kæru frænkur, Sigríður Viktoría, Sigþóra, Guðbjörg og Guðrún, makar ykkar og börn, þið hafið reynst móður ykkar og föður ómetanlegur stuðning- ur í gegnum hina erfiðu, sárs- aukafullu síðustu mánuði móður ykkar. Minnist þess jafnframt öll að allir þeir sem lífinu lifa verða einhvern tíma að bergja af kaleik sorgarinnar. Án dauða er ekki líf. Munið einnig að Guð er með okkur öllum í gleði og í sorg. Þegar sorgin nístir sem mest, reynið að muna þennan sannleik. Varðveitið jafnframt í hjarta ykkar minninguna um allar ánægjustundirnar, sem þið áttuð með henni, þannig mun hún áfram lifa þótt hún ekki sé lengur meðal okkar. Hallgrímur Pétursson kvað í Passíusálmunum um kaleik sorgarinnar: Kvöl sína Jesús kallar kaleik áskenktan sér. Kross þinn og eymdir allar eins máttu nefna hér, því Drottinn drakk þér til, fyrir þig þá hann píndist, svo þú, mín sál, ei týndist, gjör honum gjarnan skil. Þú mátt þig þar við hugga, hann þekkir veikleik manns, um þarftu ekki að ugga ádrykkjuskammtinn hans, vel þín vankvæði sér, hið súrasta drakk hann sjálfur, sætari og minni en hálfur skenktur er skerfur þér. (Hallgrímur Pétursson) Guð sé með ykkur öllum. Inger, Einar Tjörvi Elíasson og fjölskylda. Vorvindurinn fann blöðin á borði mínu og blés öllum burt. (Úr japönskum ljóðum.) Vorvindurinn gnauðaði á glugga hvítasunnudaginn þegar fregnin um andlát Nínu móð- ursystur barst okkur. Þá staldrar maður við á torgi minninganna og upp í hugann koma endalaust skemmtilegar og góðar minningar frá sam- skiptum og samveru við þessa góðu og skemmtilegu frænku. Nína var yngst af Skálasystr- unum á Akranesi en nú eru þær allar þrjár farnar í æðri heima. Í minningunni voru allar sam- verustundir uppi á Skaga og Selfossi með henni og fjölskyld- unni tengdar gleði, söng og gáska. Nína alltaf svo kát og glaðsinna. Milli þeirra systra var mikill kærleikur og elska og hreint alveg yndislegt þegar þær komu saman. Það var alltaf tilhlökkunarefni þegar komið var á Skagann til að hitta Nínu, Gunnar og stelpurnar, þessi einlæga gleði og rausn í veit- ingum og allar þær skemmti- sögur og frásagnir sem við fengum að heyra. Nína hafði gott eyra fyrir tónlist kunni alla texta og slag- ara spilaði á gítar söng og trall- aði og systra og milliraddatríó- ið ómaði um húsið þegar þær systur tóku lagið. Hún reyndist öllu sínu fólki vel öldruðum sem ungum, taldi ekki eftir sér að taka eitthvert okkar frænd- systkinanna í pössun ef á þurfti að halda, systkinin sem „bjuggu bak við öll fjöllin“ eins og ein dætra hennar orðaði þegar hún var lítil. Hún frænka var vel lesin og fróð um menn og málefni, vand- aði vel um hvað varðar íslenskt mál og réttritun og leiðbeindi og aðstoðaði barnabörnin við heimalærdóm. Seinustu árin voru henni nokkuð þung vegna þverrandi heilsu, en klettarnir hennar, dæturnar og ekki síst hann Gunnar, stóðu sterk með henni til hinstu stundar. Nú er hún horfin okkur að himnaborðum þessi elska hvar þau bíða henn- ar og fagna, afi og amma, Fríða og mamma, milliraddatríóið er sameinað á ný. Við systkinin og fjölskyldur okkar þökkum sam- fylgdina og biðjum Gunnari, dætrunum og fjölskyldunni allri blessunar með góðum minning- um um hana Nínu frænku. Farðu sæl inn í fegurð himins, elskulega frænka. Þóra, Örn, Sigurbjörg og Sigurður Grétarsbörn. Guðjónína Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.