Morgunblaðið - 28.05.2013, Blaðsíða 29
menni, hlýr og traustur og trúr
sínu fólki. Fjölskyldan átti hug
hans allan og barnabörnin nutu
góðs af því. Það gladdi okkur öll
þegar dóttursonur hans var
skírður Guðmundur Ari í höf-
uðið á báðum öfum sínum,
grunlaus um að örfáum vikum
seinna myndi Guðmundur Örn
greinast með alvarlegan sjúk-
dóm.
Það var gott að eiga þau hjón
að, þegar við fjölskyldan geng-
um í gegnum erfiða tíma. Hann
átti líka sinn sess í gleðistund-
um okkar, afmælum, jólum,
öðrum stórhátíðum og sum-
arfríum þegar við fjölskyldurn-
ar gerðum okkur glaðan dag
saman. Hans verður sárt sakn-
að.
Elsku Auður, Árni, Einar og
Lilja og fjölskyldur ykkar,
Maggi og Kalli og fjölskyldur
ykkar, Guð geymi með ykkur
minningu um góðan dreng.
Birna Einarsdóttir
og fjölskylda.
Guðmundur Örn, góður
drengur, er látinn langt fyrir
aldur fram. Hann fæddist og
ólst upp vestast í Vesturbæn-
um, var miðsonur systur minn-
ar, einstaklega hugljúfur og
elskulegur drengur sem allir
löðuðust að. Við Lilja eldri syst-
ir mín byrjuðum búskap á Æg-
isgötunni, hún á efri hæð með
sína þrjá drengi en við Sigurður
í kjallaranum með okkar tvö
börn. Það var mikill samgangur
milli fjölskyldnanna. Krakkarn-
ir léku sér saman, Siggi okkar
og Guðmundur Örn voru leik-
félagar og hin fylgdu með. Það
var oft gaman hjá þeim á stétt-
inni og í garðinum. Minningar
um æsku Guðmundar eru marg-
ar tengdar mínum börnum.
Vænn drengur sem skilur eftir
sig fallegar minningar. Þegar
Guðmundur óx upp bjó hann á
hæðinni hjá ömmu sinni og þar
átti hann fallegan páfagauk,
Flóka, sem hann og Dísa
ömmusystir hans sinntu. Eftir
barnaskóla fór Guðmundur Örn
í Hagaskólann og síðan í MR að
sjálfsögðu. Hann lærði lyfja-
fræði í Háskóla Íslands og lauk
framhaldsnámi við Háskólann í
Uppsölum. Það var sama hvað
Guðmundur fékkst við, allt lék í
höndum hans, smíðaði jafnvel
húsgögn eða innréttingar af
mikilli smekkvísi. Guðmundur
Örn kvæntist ungur frábærri
stúlku, Auði Einarsdóttur.
Hjónaband þeirra var einstak-
lega farsælt og eignuðust þau
þrjú myndarleg börn sem öll
voru með foreldrum sínum í
Uppsölum meðan á námi Guð-
mundar stóð. Eftir lokapróf í
Uppsölum flutti fjölskyldan
heim og seinna byggðu þau sitt
fallega heimili í Fossvoginum.
Þau Auður fóru frábæra ferð
með alla fjölskyldu til Uppsala
síðasta sumar, einskonar píla-
grímsferð. Ég á fallega minnn-
ingu. Það var desemberkvöld,
snjóbreiða yfir öllu og heimili
Guðmundar Arnar og Auðar
einstaklega fallegt með jólaljós-
um um allan garð og litlu tjörn-
ina.
Við hjónin áttum þar ynd-
islegt kvöld með fjölskyldunni.
Guðmundur frábær gestgjafi
eins og alltaf. Síðast þegar við
Guðmundur kvöddumst sagði
hann: verum í sambandi.
Ég sendi Auði, Árna Krist-
jáni, Einari Erni, Lilju Björk
og fjölskyldu hennar innilegar
samúðarkveðjur. Guð blessi
minningu Guðmundar Arnar
frænda míns.
Sigrún Magnúsdóttir.
Í dag kveðjum við kæran vin
okkar eftir stutta og snarpa
orrustu við illvíg veikindi.
Hrannast upp góðar minningar
í huganum frá ótal samveru-
stundum allt frá því er við vor-
um ung með framtíðina út-
breidda og áhyggjulaust lífið
framundan þar sem seinna
bættust við börn okkar sem
léku saman og voru samstiga í
uppvextinum.
Minningar frá heimsókn til
Uppsala í Svíþjóð þar sem Guð-
mundur var við nám í lyfjafræði
bera hátt þar sem þau Auður
buðu okkur velkomin á heimili
sitt á námsmannasvæðinu og
sýndu okkur þá gestrisni sem
þau hefur einkennt alla tíð. Þar
var margt skoðað og brallað og
oft hefur verið rifjað upp þegar
við grilluðum íslenskar lamba-
kótelettur á svölunum hjá þeim
með því reykjarkófi sem þá
gjarnan myndast og við heyrð-
um skyndilega í sírenum sem
nálguðust óðfluga. Var þá ko-
lagrillið tekið með kjötinu á og
hlaupið niður stigana og út á
túnblett þar sem við stóðum
sakleysið eitt uppmálað þegar
slökkviliðið birtist.
Til margra ára var föst hefð
hjá fjölskyldum okkar að hittast
á Eurovision þar sem keppnin
var tekin mjög alvarlega í byrj-
un en með meiri afslöppun
seinni árin. Eru afar ljúfar
minningar með þeim ætíð
tengdar þeim degi. Einnig hef-
ur 17. júní verið frátekinn með
þeim því þann dag átti Guð-
mundur svikalaust, afmæli hans
bar upp á þjóðhátíðardaginn og
var því tvöföld hátíð með fjöl-
skyldu og vinum.
Í byrjun aðventu, ár eftir ár,
höfum við farið saman í sveita-
kyrrðina og vetrarmyrkrið á
jólahlaðborð á Geysi í Haukadal
með mikilli tilhlökkun. Fátt er
betra en sú hefð að byrja
jólahátíðina í yndislegu um-
hverfi með góðum vinum.
Guðmundur var þúsundþjala-
smiður og mjög hagur í hönd-
unum. Hann miklaðist ekki af
verkum sínum en lét verkin
tala. Sama hvað gera þurfti
heima við gerði hann sjálfur og
gerði það vel og af metnaði.
Hvort þurfti að smíða eldhús-
innréttingu, leggja rafmagn eða
pípuleggja, endurgera garðinn
eða laga bílinn, allt gerði hann
sjálfur, einn og hjálparlaust.
Þessi hæfileiki kom sér líka vel
í hobbíum „dellukallsins“ Guð-
mundar, hann m.a. smíðaði frá
grunni og betrumbætti ótal
fjarstýrð flugvélamódel. Annað
var gríðarlegur áhugi hans á
fiskirækt.
Hann ræktaði áskorunar
vegna og kom upp afkvæmum,
fyrst scala og sverðdragara en
snéri sér svo að discusum.
Marga kvöldstundina sátum við
og hann ræddi af þekkingu um
fiskana í ræktuninni og auðvelt
var að sitja eins og dáleiddur að
fylgjast með stóru og fallegu
fiskabúri hans. Og í tjörn í
gróskulegum garðinum syntu
margra punda stórir og patt-
aralegir japanskir „koi“ fiskar.
En eitt var hann fyrst og
fremst. Fjölskyldumaðurinn
Guðmundur. Fjölskyldan skipti
hann mestu máli í einu og öllu.
Við sendum fjölskyldu hans
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Guðmundur var dulur og
ekki allra en svo sannarlega
vinur vina sinna. Við þökkum
honum margar góðar samveru-
stundir og einstaka vináttu.
Það er sárt að horfa á eftir
góðum dreng og kærum vin.
Inga og Frank.
Í dag kveðjum við góðan vin
hinstu kveðju þegar Guðmund-
ur er allur eftir snarpa og erf-
iða baráttu við þann bölvald
sem krabbameinið er.
Vinskapur okkar nær aftur
til ársins 1975 þegar þau Auður
og Guðmundur fóru að vera
saman. Margt hefur verið brall-
að í gegnum öll þessi ár sem
liðin eru.
Minningarnar eru ótal marg-
ar, til dæmis ferðirnar tvær til
London þegar við fórum að sjá
Rolling Stones og svo auðvitað
Sir Paul McCartney. Guðmund-
ur lék á als oddi í þessum ferð-
um og kunni hann vel að meta
góða tónlist og mikið var nú
hlegið.
Guðmundur var lífsglaður
maður og átti hin ýmsu áhuga-
mál. Líklega voru fiskarnir að-
aldellan hans, en þeir skipta
tugum, margir þeirra fágætir.
Hann hafði græna fingur í
garðinum og var handlaginn
með afbrigðum við smíðar.
Einnig smíðaði hann og flaug
fjarstýrðum flugvélum, sem
mjög gaman var að fylgjast
með. Við höfum ferðast saman
innanlands og hæst ber dags-
ferðirnar í Stykkishólm og til
Vestmannaeyja og var varla
hægt að fá betri ferðafélaga en
þau Auði og Guðmund.
17. júní veislurnar á afmæli
Guðmundar undanfarna áratugi
hafa verið veglegar eins og
gestgjafanna er siður og hætt
er við að dagurinn verði með
nokkuð breyttu sniði héðan í
frá. Alloft var farið í pottinn í
Kvistalandinu og þar var sko
margt spjallað. Okkur hefur
þótt gaman að taka saman í spil
og áttum við góða kvöldstund
með þeim hjónum í mars sl.
stuttu áður en veikindi Guð-
mundar versnuðu.
Fyrir allar þessar samver-
stundir erum við þakklát.
Við erum viss um að tveir
ferfætlingar, þær Tinna og
Hnota, hafa beðið húsbónda
síns og þar hafa orðið fagn-
aðarfundir.
Elsku Auður, Árni, Einar,
Lilja, Binni og barnabörnin
Viktoría Mörk, Auður Harpa og
Guðmundur Ari, okkar hugur
er hjá ykkur og við vonum að
Guð muni hjálpa ykkur að sefa
sorgina.
Guð blessi ykkur öll.
Ykkar vinir,
Halla og Þorgeir.
Ferð þín er hafin.
Fjarlægjast heimatún.
Nú fylgir þú vötnum
sem falla til nýrra staða.
Og sjónhringar nýir
sindra þér fyrir augum.
(Hannes Pétursson)
Jafnvel þótt við höfum grun
um að hverju stefni kemur and-
látsfregn alltaf í opna skjöldu
og þannig var mér farið þegar
ég frétti lát Guðmundar, míns
góða vinar og vinnufélaga sl. 30
ár.
Stuttu fyrir jól áttum við létt
spjall, hann sagðist vera að fara
í rannsókn næsta dag og þá
virtist fráleitt að nú 5 mánuðum
seinna stæðu fjölskylda og vinir
yfir moldum hans.
Guðmundur var ekki marg-
máll að eðlisfari. Það gerði ekk-
ert til, okkur lét vel að þegja
saman enda vænlegast að ein-
beita sér að lyfjaafgreiðslunni.
Aðalsmerki hans voru traust og
heiðarleiki. Allt stóðst sem um
var talað og hann stóð þétt að
baki okkar í meðbyr og mótlæti
daganna. Axlaði þá ábyrgð sem
honum var falin. Góður fagmað-
ur sem alltaf var hægt að leita
ráða hjá.
Kæri vinur, ég óska þér
góðrar ferðar til nýrra heim-
kynna, ef þú skyldir stofna apó-
tek þar bið ég þig að taka frá
stöðu þangað til minn tími kem-
ur. Efst í huga þínum var alltaf
fjölskyldan sem nú sér á eftir
ljúfum manni langt um aldur
fram. Ykkur votta ég mína
dýpstu samúð.
Gott er sjúkum að sofna,
meðan sólin er aftanrjóð,
og mjallhvítir svanir syngja
sorgblíð vögguljóð.
Gott er sjúkum að sofa,
meðan sólin í djúpinu er,
og ef til vill dreymir þá eitthvað,
sem enginn í vöku sér.
(Davíð Stefánsson)
Blessuð sé minning Guð-
mundar Arnar.
Guðný Margrét Ólafsdóttir.
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2013
Undanfarna daga hef ég dund-
að mér við lestur bréfa sem farið
hafa milli okkar langafa á liðnum
misserum. Margur skyldi ætla að
hér væru á ferðinni snjáð bréf á
þvældum pappír í gamalli öskju,
enda mörg þeirra rituð af ríflega
hundrað ára gömlum manni. En
hann langafi minn var jú engum
líkur. Auðvitað eru þetta tölvu-
póstar.
Ég á því mikla láni að fagna að
hafa átt langafa að sem góðan,
jafnvel náinn vin. Við áttum skap
saman, leyfi ég mér að segja.
Fundir okkar voru margir og
spjallið spannaði allt milli himins
og jarðar. En ég held að ég
skrökvi ekki þegar ég fullyrði að
hver einasta stund sem við áttum
saman hafi bæði byrjað og endað á
hlátri. Alltaf skellti langafi uppúr
þegar maður birtist, og hláturinn
hans var bráðsmitandi eins og
þeir vita sem til þekkja. Við vorum
sammála um að það væri óþarf-
lega flókið að ávarpa mig; „dótt-
ursonarsonur“ og það varð því úr
að yfirleitt kallaði hann mig
frænda. Vinalegra gat það ekki
orðið.
Þó gamanmálin væru fyrirferð-
armikil hjá okkur langfeðgum þá
ræddum við einnig lífsins gang.
Ég fræddist töluvert um hans lit-
ríku ævi, erfiðleika, söknuð og
sorg, því ekki var líf hans tómur
dans á rósum. En hann var þeim
gáfum gæddur að dvelja ekki
óþarflega lengi við sögur af sjálf-
um sér, heldur sýndi hann við-
mælendum sýnum ætíð meiri
áhuga. Maður varð einhvern veg-
inn alltaf eitthvað í návist langafa.
Það sem mér fannst stórmerki-
legt við hann var sú staðreynd að
hann var alltaf skrefi á undan Elli
kellingu, sama hvað hún rembdist
við að ná í skottið á honum. Sund-
ið, golfið, dugnaðurinn, æðruleys-
ið, allt hefur þetta líklega átt sinn
þátt. En ég held að hún hafi ekki
haft það í sér að næla í svona
skemmtilegan mann.
Hann gerði aldrei mikið úr sín-
um eigin verkum, og síst vildi
hann kalla sig skáld. En orðhagur
var hann. Limruformið þótti okk-
ur bráðskemmtilegt og eru þær
orðnar margar sem við höfum
skotið á milli okkar, og sumar
þeirra vart prenthæfar (þær fund-
ust okkur samt fyndnastar). Mér
munu aldrei gleymast stundirnar í
Veiðivötnum, í kofanum að kvöldi,
þegar langafi snaraði enskum
limrum yfir á íslensku af slíkri
snilld að viðstaddir urðu orðlausir,
oftast þá af hlátri.
Mér finnst því ekki óviðeigandi
að láta eina fjúka hér í lokin.
Langafa hafði borist til eyrna írsk
limra, sem er nokkurn veginn
svona: „On the chest of a barmaid
in Kinsale/Were tattooed the pri-
ces of ale/And on her behind/For
the sake of the blind/Was the
same information in Braille.“
Langi var ekki lengi að hugsa sig
um og snaraði; „Á brjóstinu á bar-
mey frá Tindum/eru bjórprísalist-
ar í myndum/en aðrir þó betri/
með upphleyptu letri/á bossanum,
ætlaðir blindum“. Við hlógum
þangað til það var sárt.
En nú er hann farinn, hundr-
aðkallinn okkar. Ég verð ætíð
stoltur að vera einn af hans fjöl-
mörgu afkomendum og víst er að
Gissur Ólafur
Erlingsson
✝ Gissur ÓlafurErlingsson,
löggiltur dómtúlk-
ur og skjalaþýð-
andi, fæddist í
Brúnavík við Borg-
arfjörð eystra 21.
mars 1909. Hann
lést á hjúkr-
unarheimilinu
Seljahlíð í Reykja-
vík 18. maí 2013.
Útför Gissurar
fór fram frá Grafarvogskirkju
27. maí 2013.
sögur af langafa
verða lengi sagðar.
Hvíl í friði, frændi.
Ólafur Kjartan
Sigurðarson.
Gissur var ein-
hverju sinni spurður
skýringa á eigin
langlífi. Hann var
fljótur til svars að
vanda og sagði það
vera vegna þess að hann hefði allt-
af verið latur. Ekki er ég viss um
að allt það sem þessi einstaki mað-
ur áorkaði á langri ævi væri stað-
reynd ef leti hefði einkennt hann.
Miklu heldur trúi ég að æðruleysi,
einstök skapgæði og húmor hafi
þar skipt meira máli, fyrir nú utan
genin og það allt saman. Ég var
svo lánsöm að eiga Gissur að góð-
um vini gegnum fjölskyldutengsl,
en hann var afi mannsins míns og
náði í rúm þrjú ár að vera langa-
langalangafi barnabarnabarnsins
míns. Það var alltaf tilhlökkun að
heimsækja Gissur í Seljahlíð, þar
sem hann bjó síðustu æviárin og
leið þar vel. Meðan heilsan leyfði
kom hann oft í heimsóknir til okk-
ar og fór með okkur í eftirminni-
lega ferð á óperufrumsýningu í
London, til að sjá og heyra langaf-
astrákinn sinn, kominn hátt á tí-
ræðisaldur. Ekki eru margir mán-
uðir síðan við sáum myndir af
honum í sjónvarpi í flugferð með
frænda sínum og á ferð um Selja-
hverfið á gömlum eðalvagni.
Svona var gamli maðurinn, enda-
laust ungur í anda og til í ný æv-
intýri. Ég á eftir að sakna þess að
geta ekki oftar heimsótt elsku
Gissur og aðstæður leyfa því mið-
ur ekki að ég geti fylgt honum
hinsta spölinn. En minningin um
einstakan ættarhöfðingja lifir með
okkur fjölskyldunni. Hafi hann
þökk fyrir allt.
Ásgerður Ólafsdóttir.
Gissur Ólafur Erlingsson er
látinn á 105. aldursári. Með hon-
um er genginn einn af merkari
mönnum samtímans. Hann var af-
ar fjölhæfur maður, enda gegndi
hann margvíslegum störfum um
ævina bæði til lands og sjávar.
Gissur og kona hans, Valgerður
Magnúsína Óskarsdóttir, fluttu í
Grafarholtið árið 2002. Þau voru
ein af þeim fyrstu er hófu þar bú-
setu. Ekki leið á löngu þar til Graf-
arholtssókn var stofnuð árið 2003.
Séra Sigríður Guðmarsdóttir var
kjörin sóknarprestur árið 2004.
Séra Sigríði og Gissuri var vel til
vina enda var hann afar Biblíu-
fróður maður og kunni vel trúar-
bragðasögu sem þau ræddu oft
um. Hann sýndi kirkjunni okkar,
Guðríðarkirkju, þann heiður og
velvilja að hann gaf henni Vajsen-
húss-biblíuna frá 1747. Hún skip-
ar öndvegi í fordyri kirkjunnar.
Þetta allt þökkum við af alhug. Við
vottum aðstandendum og ástvin-
um þessa heiðursmanns innilega
samúð. Veri hann að eilífu Guði
falinn.
Aðalsteinn Dalmann
Októsson.
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Alúð - virðing - traust
Áratuga reynsla
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir, afi og langafi,
JÓHANNES G. JÓHANNESSON,
Nönnugötu 6,
sem andaðist á heimili sínu þriðjudaginn
14. maí, verður jarðsunginn frá Áskirkju
miðvikudaginn 29. maí kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Kristniboðið eða
Áskirkju.
Petrína Kristín Steindórsdóttir,
Sigþrúður Jóhannesdóttir, Ólafur Bragason,
Kristín G. Jóhannesdóttir, Preben Hansen,
Rósa Jóhannesdóttir, Helgi Zimsen,
Árni Andersen, Sigríður M. Jónsdóttir,
Rut Andersen, Þorsteinn Gunnarsson,
Steindór Andersen, Hrefna Ársælsdóttir,
Hólmfríður Jóhannesdóttir, Stefán Eggertsson,
Magnús Heimir Jóhannesson, Margrét Baldursdóttir,
afabörn og langafabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og systir,
VALDÍS SÆUNN KRISTINSDÓTTIR
frá Hrísey,
síðast búsett í Svíþjóð,
lést á Háskólasjúkrahúsinu í Örebro
þriðjudaginn 16. apríl.
Útförin hefur farið fram í Svíþjóð. Minningarathöfn fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 3. júní kl. 13.00.
Greftrun duftkers fer fram í Hríseyjarkirkjugarði laugardaginn
8. júní kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlegast bent á
Krabbameinsfélagið.
Guðjón Björnsson,
Valgerður Guðjónsdóttir, Jónatan G. Jónsson,
Rósa Guðjónsdóttir, Pétur Helgason,
barnabörn,
Árný B. Kristinsdóttir,
Brynhildur Kristinsdóttir
og fjölskyldur.