Morgunblaðið - 28.05.2013, Síða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2013
✝ Ingiríðurfæddist í
Reykjavík 14. nóv-
ember 1906. Hún
lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Mörk 18. maí 2013.
Ingiríður var því
106 og hálfs árs
þegar hún lést.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Þór-
dís Þorsteinsdóttir
húsmóðir í Reykjavík, f. á
Reykjum, Skeiðahr. 14.9. 1878,
d. 22.10. 1963, og Vilhjálmur
Vigfússon verkam. í Reykjavík,
f. í Hamrakoti, A-Húnav. 26.10.
1878, d. 14.2. 1942. Systkini
Ingiríðar voru Eva, f. 11.9.
1903, d. 21.1. 1904; Vilhelmína
Þórdís, f. 16.6. 1905, d. 31.7.
1995; Valgerður, f. 29.8. 1908,
d. 17.6. 1911; Valgerður Eva, f.
23.6. 1912, d. 15.10. 1975; Svan-
laug Rósa, f. 8.10. 1914, d. 13.5.
2003; Sigríður, f. 3.6. 1916, d.
12.8. 1999; Ingvar Þorsteinn, f.
5.11. 1918, d. 21.9. 1988; stúlka,
f. andv. 1920.
Eiginmaður Ingiríðar var
Salberg Guðmundsson, vélstjóri
og verkamaður á Suðureyri, f.
26.6. 1912, d. 31.8. 1952. Þau
gengu í hjónaband 15.5. 1937.
Foreldrar hans voru hjónin
Herdís Þórðardóttir, f. í Súg-
andafirði 23.12. 1872, d. 30.8.
1942, og Guðmundur Júlíus
Pálsson, f. á Látrum í Sléttuhr.
31.7. 1860, d. 13.6. 1935. Börn
Ingiríðar og Salbergs: 1) Svan-
hildur Salbergsdóttir, f. 23.10.
1937, d. 9.5. 1977. Hún var gift
4.5. 1996. Sonur Salbergs og El-
ínar S. Grétarsd. er Jóhann
Jökull, f. 14.4. 1997. Dóttir Sal-
bergs og Ernu S. Gunnarsd. er
Unnur Eva, f. 18.4. 2000. Sal-
berg býr í Bandar. og eig-
inkona hans er Melanie Jó-
hannss. Þorgeir, f. 25.5. 1963.
Maki: Minaya Multykh, f. 30.10.
1965. Synir þeirra: Daniel Mul-
tykh, f. 20.5. 1989, unnusta
Sunna B. Mogensen, f. 13.5.
1986, og Viktor, f. 19.11. 2006.
4) Guðmundur Hermann Sal-
bergsson, f. 31.3. 1945, d. 28.5.
1993. Eftirlifandi eiginkona er
Karólína Árnad., f. 30.10. 1947.
Dætur þeirra: Hrund Guð-
mundsd., f. 16.4. 1974. Maki:
Þórhallur Einiss., f. 19.6. 1973.
Sonur þeirra Úlfur, f. 2008. Sig-
ríður Guðmundsd., f. 4.12. 1977.
Maki: Lárus Á. Hermannss., f.
15.6. 1976. Börn þeirra: Guð-
mundur Hermann, f. 2003, Kar-
ólína Huld, f. 2006, og Felix
Krummi, f. 2012.
Ingiríður ólst upp á Berg-
staðastíg 7 í Reykjavík. Hún
vann við ýmislegt, s.s. fisk-
vinnslu, umönnun á Kleppi og
var þerna á Hótel Borg áður en
hún kynntist manni sínum. Ingi-
ríður og Salberg bjuggu fyrstu
árin í Reykjavík en fluttu árið
1941 til Suðureyrar við Súg-
andafjörð og bjuggu þar í 15 ár.
Eftir að Salberg lést 1952 starf-
aði Ingiríður við fiskvinnslu á
Suðureyri en hún flutti aftur til
Reykjavíkur árið 1956. Eftir
það vann hún í Þórskaffi bæði
við þrif á daginn og afgreiðslu
á kvöldin. Síðar bjó hún í Kópa-
vogi hjá dóttur sinni þar til hún
flutti, fyrst á Hjúkrunarh. að
Víðinesi á Kjalarnesi og síðan á
Mörk við Suðurlandsbraut.
Ingiríður verður jarðsungin
frá Fríkirkjunni í Reykjavík í
dag, 28. maí 2013, kl. 13.
Sigurði F. Mar, f.
10.11. 1933. Dætur
þeirra: Kristín
Ingibjörg, f. 28.10.
1958. Dætur henn-
ar og Jóns Halls
Stefánss. eru:
Brynja, f. 23.9.
1980. Hún er gift
Kristjáni Derekss.,
f. 22.8. 1980. Börn
þeirra eru: Þór-
hildur Arna, f.
2006 og Matthías Derek, f.
2010. Þórdís Halla, f. 2.8. 1993,
sambýlism. Sindri Heiðarss., f.
12.2. 1991. Birna, f. 26.5. 1960.
Sonur hennar og Þorgeirs V.
Halldórss. er Elías Mar, f. 23.2.
1984. Dóttir Birnu og Péturs Ó.
Péturss. er Svanhildur S., f.
20.2. 1995. Steinunn, f. 7.10.
1965. Sonur hennar og Svein-
björns Hrafnss. er Anton Ingi, f.
1.5. 1990. 2) Ásthildur Salbergs-
dóttir, f. 25.8. 1939. Maki: Frið-
rik Söebech, f. 30.12. 1931.
Börn þeirra eru: Berglind, f.
8.8. 1967, og Þórarinn, f. 14.12.
1969. Maki: Stefanía Unnarsd.,
f. 3.2. 1973. Börn þeirra eru:
Birta Kristín Stefánsd., f. 20.7.
1997, Ásta Fanney, f. 29.5.
2000, og Friðrik Fannar, f. 9.8.
2001. 3) Vilhelmína Þórdís Sal-
bergsdóttir, f. 19.2. 1942. Maki:
Jóhann Hálfdanars., f. 24.9.
1939. Synir þeirra eru: Salberg,
f. 23.6. 1960. Var giftur Ragn-
heiði Gunnarsd. Þau skildu.
Börn þeirra eru: Guðmundur
Hermann, f. 27.10. 1993, unn-
usta Hjálmey Oddgeirsd., f.
24.10. 1991, og Vildís Inga, f.
Þú áttir söngva og sól í hjarta
er signdi og fágaði viljans stál.
Þeir þurftu ekki um kulda að kvarta,
er kynni höfðu af þinni sál.
(Grétar Fells.)
Æðruleysi, jafnaðargeð, hlýja
og jákvæðni. Þetta kemur upp í
hugann þegar við kveðjum hana
mömmu okkar. Hún fékk hundr-
að og sex ár og hálfu betur hérna
megin og mestan tímann heilsu-
hraust. Síðustu árin var þó elli
kerling farin að herja á hana og
gera henni lífið leitt.
Mamma fæddist og ólst upp í
Reykjavík. Hún talaði oft þegar
leið á ævina um Bergstaðastíg 7
og fólkið í því húsi og minntist
þess með hlýju. Hún starfaði við
ýmislegt hér í Reykjavík, s.s.
fiskvinnslu, við umönnun og á
Hótel Borg.
Þegar hún starfaði þar kynnt-
ist hún pabba sem var sjómaður í
Reykjavík, en þær unnu saman á
Borginni hún og Ásta systir
hans. Þau giftust og bjuggu
fyrstu árin í Reykjavík. Þar
fæddust Svana og Ásta. Síðar
fluttu þau til Suðureyrar við
Súgandafjörð þar sem Villa og
Gummi fæddust. Oft hefur verið
fjörugt í kotinu með fjóra hressa
krakka auk vina innanborðs.
Þegar henni þótti lætin keyra úr
hófi sagði hún stundum: „Nú
skuluð þig fara að passa ykkur,
mig er farið að klæja í nefið.“ Þá
fór fljótt að sljákka í okkur því
ekki vildum við að hún yrði reið.
Þau pabbi áttu nokkrar kindur
og hænur og ræktuðu kartöflur
og grænmeti svo þau voru sjálf-
um sér nóg með ýmislegt.
Mamma hafði gaman af að
syngja og „kunni öll lög“ að okk-
ar mati. Hún söng í kirkjukórn-
um og var í Kvenfélaginu Ársól.
Hún hafði stundum orð á því
þegar árin í Súgandafirði bar á
góma að þar hefði verið gott að
búa.
Mamma fékk sinn skerf af
mótlæti í lífinu. Pabbi lést langt
um aldur fram árið 1952 aðeins
fertugur að aldri. Fjórum árum
síðar flutti hún til Reykjavíkur til
að geta verið nær sínu fólki en öll
systkini hennar bjuggu í Reykja-
vík. Ekki vorum við yngri börnin
hennar nú sátt við þá tilhögun og
ætluðum sko ekki að flytja til
Reykjavíkur. En við urðum að
sætta okkur við þetta og festum
rætur hér syðra að lokum. Eftir
að hún kom aftur suður vann hún
í Þórskaffi við þrif og kvöldaf-
greiðslu. Svanhildur dóttir henn-
ar lést tæplega fertug í maí 1977
og Guðmundur Hermann dó 48
ára gamall í maí 1993. Öllum
þessum áföllum tók hún með
ótrúlegu æðruleysi og hélt sínu
striki.
Hún var þakklát fyrir allt sem
fyrir hana var gert. Hún fór í
ferðalög innanlands, bæði dags-
ferðir og lengri ferðir með okkur
börnum sínum en alltof oft vildi
hún ekki ónáða eða vera fyrir.
Nokkrar ferðir fór hún til út-
landa, bæði til Svíþjóðar og Nor-
egs og einnig í ferðalög suður um
Evrópu þar sem farið var á milli
staða og gist hér og þar. Þar
naut hún sín vel og var ævinlega
þakklát og glöð fyrir að fá að
koma með, alltaf jákvæð og aldr-
ei kvartaði hún um þreytu hvern-
ig sem þvælst var um.
Rúmlega sjötug flutti hún til
Ástu og Friðriks í Kópavogi þar
sem hún bjó þar til hún fór á
Hjúkrunarheimilið á Víðinesi og
síðan á Mörk þar sem hún and-
aðist södd lífdaga.
Hún var kletturinn í lífi okkar
og styrktist við hverja raun.
Ekki var hún kvartsár en alltaf
tilbúin að rétta hjálparhönd við
uppeldið á barnabörnunum enda
vinsæl og kölluð Inga amma tölu-
vert langt út fyrir barnabarna-
hópinn sinn.
Við þökkum af heilum hug
umhyggju og elsku alla tíð. Hvíl í
friði.
Ásthildur og Vilhelmína
Salbergsdætur.
Elsku Inga (lang)amma var
góð fyrirmynd, söng mikið og
hló. Ef hláturinn lengir lífið er
hún sönnun þess.
Hún kenndi afkomendum sín-
um jákvæðni, bjartsýni, glað-
lyndi og lífsgleði. Eftir því hef ég
alltaf farið.
Amma nennti líka endalaust
að segja okkur krökkunum sögur
og spila við okkur.
Ég gisti oft hjá ömmu sem
barn og unglingur. Þá eldaði hún
fyrir mig hakk og spaghetti í litlu
íbúðinni sinni þar sem ég síðar
stofnaði mitt eigið heimili.
Margoft hljóp ég ein yfir holt-
ið til hennar og ef hún svaraði
ekki dyrabjöllunni hélt ég að hún
væri dáin. Alltaf var ég jafnglöð
þegar hún kom loksins til dyra.
Þá svaf hún bara eða lá og las, á
„vitlausa eyranu“ en amma
missti heyrn á öðru eyranu sem
barn.
Í minningunni var amma alltaf
prjónandi. Mikið fannst mér
notalegt hljóðið í prjónunum
fjórum sem slógust saman. Ég
fyllist líka aðdáun því ég skildi
aldrei hvernig hún prjónaði hæla
á sokkana.
Inga amma var móttækileg
fyrir breytingum. Þegar hún
hætti að geta prjónað fékk hún
tölvu og fór bara að leggja kapal
í henni. Þannig munum við
ömmu alltaf – enda stórmerki-
legt á þeim tíma og afar sjald-
gæft.
Líf ömmu var ekki auðvelt.
Hún stritaði í gegnum lífið, var
ekkja í 61 ár og átti örugglega
ekki von á því að verða 106 ára, 6
mánaða og 4 daga. Hún var
hraust og glöð, ánægð með sitt
og gerði gott úr öllu. Eftir að
Inga amma varð 100 ára varð
hún sérstakt áhugamál margra
vina minna. Sér í lagi fylgdust
ungir nemendur í skólanum mín-
um grannt með henni. Þeir
spurðu oft hvort amma væri enn
lifandi og hvað hún væri eigin-
lega orðin gömul.
Anton Ingi minn minnist Ingu
langömmu að smyrja ofan í hann
með litlu hnífunum og þvo hon-
um eftir matinn með borðtusk-
unni. Hann man hana að lesa,
með risastóra stækkunarglerið
fyrir framan sig. Það var líka
mikið sport að leika sér í rafræna
rúminu hennar og ruggustóln-
um.
Ég bjó í íbúðinni hennar
ömmu þegar ég eignaðist mitt
eina barn. Ég valdi nafnið henn-
ar og fann með nafnið Anton,
sem þýðir jú ómetanlegur.
Það segir meira en mörg orð
um hversu mikils virði hún var
mér.
Ef sérð þú gamla konu, þá minnstu
móður þinnar,
sem mildast átti hjartað og þyngstu
störfin vann
og fórnaði þér kröftum og fegurð
æsku sinnar
og fræddi þig um lífið og gerði úr þér
mann.
Þú veizt, að gömul kona var ung og
fögur forðum,
og fátækasta ekkjan gaf drottni sínum
mest.
Ó, sýndu henni vinsemd í verki og í
orðum.
Sú virðing sæmir henni og móður
þinni bezt.
Því aðeins færð þú heiðrað og metið
þína móður,
að minning hennar verði þér alltaf
hrein og skír,
og veki hjá þér löngun til að vera
öðrum góður
og vaxa inn í himin – þar sem
kærleikurinn býr.
(Davíð Stefánsson.)
Elsku (lang)amma.
Þessar ljóðlínur komu upp í
hugann, hlýjar og yndislegar,
eins og hendurnar á þér, eins og
þú.
Þín
Steinunn og Anton Ingi.
Hún Inga amma mín lifði
sannarlega tímana tvenna. Þær
breytingar sem urðu á heims-
mynd allri frá því hún fæddist
árið 1906 og fram til dagsins í
dag eru engu líkar. Hún sleit
barnsskónum þegar helmingur
þjóðarinnar bjó enn í torfbæjum,
var að komast á unglingsaldur
þegar fyrri heimsstyrjöldinni
lauk og varð ekkja með fjögur
ung börn skömmu eftir þá síðari.
Lífshlaup hennar spannaði nær
alla síðustu öld og gott betur,
hún var enn að láta til sín taka
þegar komið var fram á þá öld
sem við lifum nú.
Inga amma bjó yfir miklum
innri styrk og æðruleysi. Það
hefur ekki verið auðvelt að
standa uppi sem einstæð móðir
og fyrirvinna fjögurra barna um
miðja síðustu öld en hún lét ekki
bugast heldur umvafði þau með
kærleik sínum og studdi þau út í
lífið. Hún hafði létta lund og kaus
að líta á björtu hliðarnar, tókst á
við það sem að höndum bar og
bar höfuðið hátt. Henni féll aldr-
ei verk úr hendi og hún var æv-
inlega eitthvað að sýsla. Enginn
veit hversu margar peysur, vett-
linga eða sokka hún prjónaði um
ævina, en geta má nærri að það
hafi hlaupið á hundruðum. Hún
hætti ekki að prjóna fyrr en á tí-
ræðisaldri og var svo nýtin að
það fór varla nokkur spotti til
spillis. Nýtnin var henni í blóð
borin og hún fór ætíð vel með
allt, hvort sem það var matur, föt
eða annað. Jólagjafirnar frá
henni voru alltaf dásamlegur
samtíningur af hinu og þessu
smálegu, eitthvað handprjónað
og svo gjarnan eitthvað sem hún
hafði keypt á basar eða markaði,
maður hafði á tilfinningunni að
hún væri að viða að sér efni í
jólapakkana til okkar barna-
barnanna allt árið.
Þegar ég var að alast upp bjó
Inga amma í Miðtúninu og þang-
að var alltaf gott að koma.
Stundum fengum við systurnar
að gista og allra best var að fá að
sofa í dálitlu bóli sem var útbúið
þannig að stillt var upp tveimur
hægindastólum hvorum á móti
öðrum. Í þetta ból voru sett teppi
til að jafna áferðina, lak yfir og
svo sæng og koddi, þarna var
pláss fyrir eitt telpukorn sem
þótti afar gott að kúra eftir að
amma var búin að syngja og fara
með bænir. Inga amma var sér-
lega söngelsk og kunni ógrynni
af vísum og textum, í minning-
unni er hún alltaf syngjandi með
bros á vör. Þegar aldurinn færð-
ist yfir og hún hætti að lesa og
prjóna gerði hún sér það til
dægrastyttingar að syngja, hún
heyrði illa en lét það ekki á sig fá
og upp úr henni runnu revíu-
textar, lausavísur, barnalög og
sálmavers. Stundum þegar gesti
bar að garði á hjúkrunarheim-
ilinu þar sem hún dvaldi síðustu
æviárin mátti sjá hana liggja í
rúminu með lokuð augun eins og
hún væri sofandi en oftar en ekki
var hún þó að raula eitthvað fyrir
munni sér.
Kynslóðir koma og kynslóðir
fara, með Ingu ömmu kveður
ættmóðir sem stóð keik í lífsins
ólgusjó, missti mann og tvö af
fjórum börnunum sínum langt
fyrir aldur fram en lifði lífinu lif-
andi og gerði sér far um að
gleðja aðra hvenær sem færi
gafst. Hún er sterk fyrirmynd
okkar sem eftir stöndum, hafi
hún þökk fyrir allt.
Kristín Ingibjörg Mar.
Amma er farin heim, á 107 ára
afmælisári sínu og var hún hvíld-
inni fegin. Blessuð sé minning
hennar.
Þegar ég man fyrst eftir
henni, þá var ég að heimsækja
hana í vinnuna, 4 ára gutti í bíla-
leik með fjögurra hjóla ryksugu
sem var 3 sinnum stærri en ég
sjálfur og ók henni um gólf og
ganga Þórskaffis eins og herfor-
ingi á flottasta bíl bæjarins.
Amma vann þar hin ýmsu störf á
þeim tíma.
Amma hafði hlýja nærveru og
var húmorinn alltaf á réttum
stað. Hún spilaði mikið og kunni
fullt af spilum og köplum sem
hún kenndi okkur barnabörnum.
Þá bjó hún í lítilli íbúð í hárri
blokk með mikið útsýni. Eftir að
hún hætti að vinna þá fór ég oft
og gisti hjá henni því alltaf voru
dyrnar opnar hvort sem maður
kom einn eða með vinum sínum.
Um áttrætt flutti hún inn á
heimili foreldra minna þar sem
þau útbjuggu litla íbúð handa
henni. Alltaf var gott að vita af
henni þegar maður kom heim og
um tíma þá var herbergið mitt
við hliðina á íbúðinni hennar.
Þegar ég flutti svo að heiman og
þá var herberginu mínu breytt í
eldhús fyrir hana. Þarna leið
ömmu vel og vildi hún hvergi
annarstaðar vera. Meira að segja
var búið að nýtískuvæða hana
með því að setja upp tölvu fyrir
kaplana hennar og ótrúlegt hvað
hún var fljót að læra á hana.
Þegar aldurinn færðist yfir
ömmu þá flutti hún á Hjúkrunar-
heimilið Mörk. Þá var hún farin
að gleyma og það kom fyrir að
hún þekkti ekki sína nánustu
þegar þeir komu í heimsókn til
hennar. Alltaf mundi hún samt
eftir mér og það sýndi sig þegar
hún spurði aftur og aftur í síð-
asta afmælinu sínu hvort ég ætl-
aði ekki að koma í veisluna.
Allir þeir sem hafa hugsað um
ömmu eiga þakkir skildar fyrir
vel unnin störf.
Minningin um ömmu lifir.
Þórarinn Söebech
Þegar við systur setjumst nið-
ur til að skrifa minningargrein
um hana elsku Ingu ömmu okkar
fylla einungis ljúfar og góðar
minningar hug okkar.
Mikið sem við erum lánsamar
að hafa átt hana sem ömmu. Hún
var merkileg manneskja, hún
þurfti að reyna margt um dagana
en andi hennar var sterkur og
bugaðist aldrei. Þrátt fyrir lífsins
þrautir var hún með einstaklega
létta lund, jákvæð, og brosmild.
Æðruleysi hennar þrátt fyrir
sorgir og missi var aðdáunar-
vert.
Hún kom oft til okkar í Skóg-
arlundinn og gisti þá í nokkra
daga. Mamma setti í hana perm-
anett og gerði hana fína. Þær
gátu spjallað mikið um allt milli
himins og jarðar. Ömmu fannst
afskaplega gott að fá sér mola-
kaffi og fannst okkur stórmerki-
legt hve lengi hún gat verið með
einn sykur- eða konfektmola.
Þegar við áttum erfitt með að
hemja okkur gat hún maulað á
sínum mola, að því er virtist
endalaust. Enda nægjusöm með
eindæmum. Það var ljúft að hafa
hana hjá okkur, hún kenndi okk-
ur bænir, kapla, spil og las mikið
fyrir okkur. Við vorum alveg
vissar um að hún kynni alla kapla
heimsins. Hún prjónaði mikið og
við áttum alltaf nóg af vettling-
um og sokkum. Einnig voru
lambhúshetturnar hennar ómiss-
andi og lopapeysurnar kær-
komnar og margar til enn.
Alltaf þegar hún vaknaði með
okkur fór hún með bænina „Nú
er ég klæddur og kominn á ról“
og svo þegar við fórum að sofa
fór hún með bænina „Nú legg ég
augun aftur“.
Ógleymanleg er 85 ára afmæl-
isferðin hennar. Þá var farið til
Þýskalands og Austurríkis. Oft
var hitinn mikill og setið í heitum
bílum langar stundir en amma
var bara hress og hafði unun af
öllu sem fyrir augu bar.
Það sem okkur finnst einnig
svo skemmtilegt við ömmu er
hve ung í anda hún í rauninni
var. Hún var mjög virk með Fé-
lagi eldri borgara og fór í margar
ferðirnar með þeim. Dansaði
mikið og svo lærði hún á tölvu til
að geta lagt kapla.
Hún fékk mörg ár hér á jörð
og fór einstaklega vel með þau.
Síðustu ár voru oft erfið en það
var hugsað vel um hana. Þrátt
fyrir veikindi var amma söm við
sig, raulaði, brosti og bað guð að
blessa alla sem komu til hennar.
Við kveðjum elsku Ingu ömmu
okkar með bæninni hans pabba
með þökk fyrir allt.
Eyddu drottinn öllum fljótt,
ótta úr huga mínum.
Svo ég geti sæl í nótt,
sofið í faðmi þínum.
(Guðmundur Salbergsson.)
Sigríður og Hrund.
Ingiríður
Vilhjálmsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Gott er sjúkum að sofna,
meðan sólin er aftanrjóð,
og mjallhvítir svanir syngja
sorgblíð vögguljóð.
Gott er sjúkum að sofa,
meðan sólin í djúpinu er,
og ef til vill dreymir þá eitthvað,
sem enginn í vöku sér.
(Davíð Stefánsson)
Takk fyrir allt.
Þín tengdadóttir,
Karólína.
✝
Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir og
afi,
EINAR MATTHÍASSON
Ph. D.,
Ljósalandi 19,
Reykjavík,
sem lést þriðjudaginn 21. maí, verður
jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 30. maí kl. 13.00.
Guðbjörg Guðbergsdóttir,
Gunnþórunn Einarsdóttir, Guðjón Gunnarsson,
Karl Einarsson, Brynja Magnúsdóttir
og barnabörn.