Morgunblaðið - 28.05.2013, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 28.05.2013, Qupperneq 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2013 Smáauglýsingar Snyrting Spænskar gæðasnyrtivörur, fram- leiddar úr náttúrulegum hráefnum, og eru fyrir alla daglega umhirðu húðar. Fjölbreyttar vörur sem henta allri fjölskyldunni. Sjá nánar í netversluninni: www.babaria.is Geymslur Plastgeymslu-útihús 4,5 fm. Auðveld í uppsetningu og viðhaldsfrí. Verð 180 þús. Uppl. í síma 893-3503 eða 845-8588. Sumarhús Ósamansett gestahús Stærð 5x4 m utanmál. Bjálki 44 mm. Netfang: Snotra 1950@gmail.com Til sölu flott heilsárshús í smíðum í Vaðlaheiði við Akureyri. Nánar inni á: orlofshus.is - Leó, sími 897 5300. Eignarlóðir Sýning laugardag og sunnudag kl. 13- 17. Í landi Kílhrauns á Skeiðum, 50 mínútna akstur frá Reykjavík. Landið er einkar hentugt til skógrækt- ar, falleg fjallasýn. Uppl. Hlynur í s. 824 3040. Festu þér þinn sælureit í dag Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Til sölu Glæsileg matarstell frá Mikasa til sölu - Brúðkaupslisti. Glæsileg matarstell og kaffistell frá Mikasa. Culture Platinum er glæsilegt stell sem er mjög vinsælt hjá okkur, stellið er allt ferkantað með platínurönd og búið til úr beina-postulíni. Í boði eru margar gerðir af flottum matarstell- um frá Mikasa og Tékklandi. Bohemia Kristall, Glæsibæ, s. 571 2300. Verslun Trúlofunar- og giftingarhringar Auk gullhringa eigum við m.a. tita- nium og tungstenpör á fínu verði. Sérsmíði, framleiðsla og viðgerðar- þjónusta. ERNA, Skipholti 3, s. 552 0775, www.erna.is Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Ýmislegt SUNDFATNAÐUR Á 30% AFSLÆTTI Teg. ADOLPHI - Bh. áður kr. 9.550, NÚ KR. 6.685, og buxur, áður kr. 6.650, NÚ KR. 4.655. Teg. FEVER - Bh. áður kr. 8.850, NÚ KR. 6.195, buxur, áður kr. 3.850, NÚ KR. 2.695. Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, laugard. kl. 10-14. Þú mætir - við mælum og aðstoðum. www.misty.is - vertu vinur Margs er að minnast þegar leiðir nú skilja og litið er til baka. Kynni mín af Mörtu hóf- ust fyrir rúmum 60 árum þegar þau bundust tryggðarböndum Stefán bróðir minn og hún, en þau opinberuðu trúlofun sína þann 23. september 1951. Árið 1953 tóku þau til notk- unar nýbýli úr landi Víðimýrar sem þau nefndu Víðidal. Land- nám ríkisins hafði annast fyrstu framkvæmdir með ræktun, lagningu vegar og girðinga. Ær- ið verkefni beið þeirra með alla uppbyggingu en engin hús voru fyrir á jörðinni. Byrjað var á byggingu kjallara íbúðarhúss sem þau bjuggu í fyrsta árið en fluttu svo upp á efri hæð árið eftir. Þá þurfti einnig að koma upp húsum fyrir sauðfé og kýr. Þegar Marta og Stebbi byrj- uðu búskap í Víðidal áttu þau raunar ekki mikið meira en hvort annað og óbilandi trú á lífið og tilveruna. Má segja að þau hafi lagt nótt við dag við uppbyggingu á jörðinni en 30 árum síðar festu þau kaup á henni. Marta var dugnaðarforkur að hverju sem hún gekk að og féll aldrei verk úr hendi. Hún tók að sér saumaskap heima í Víðidal fyrir fyrirtæki Gunnars Jó- hannssonar frá Varmalæk og með þeirri vinnu lagði hún drjúgt til heimilisins. Einnig þurfti hún að sinna börnum og búi er Stefán var fjarverandi við vörubílaakstur. Er fram liðu stundir fór allt erfiðið að bera ávöxt með stækkandi búi og betri aðstöðu en Marta var sí- vinnandi alla tíð, þar til heilsu hennar fór að hraka. Marta var mikil félagsman- neskja og átti auðvelt með að blanda geði við fólk. Hún var mjög hreinskiptin og sagði skoðanir sínar umbúðalaust. Hún tók þátt í fjölmörgum fé- lögum, m.a. Kvenfélagi Seylu- hrepps. Hún tók vel á móti gestum og ávallt var sest að veisluborði er þá bar að garði. Það var að hausti 1964 að fjölskyldan í Víðidal breytti nokkuð til og flutti á Hótel Varmahlíð sem við hjónin rák- um þá. Þar gerðist Marta ráðs- kona og fór létt með að gera allt í senn; elda mat, baka, afgreiða í veitingasal og sinna þvotti. Stefán keyrði á milli og sinnti búverkum í Víðidal. Viljum við Þóra þakka þann tíma af alhug og allar þær góðu minningar sem honum tengjast. Árið 1978 tók Marta við verk- stjórn í skógræktarstöðinni í Laugarbrekku, var að vísu búin að vinna allmörg ár hjá Sigurði skógarverði en tók svo við þeg- ar hann féll frá. Sinnti hún starfinu af alvöru og festu. Dæt- ur okkar hjóna, Jóhanna og Helga, unnu um árabil í skóg- ræktinni hjá Mörtu, sem reynd- ist þeim afburðavel og erum við hjónin afar þakklát fyrir það. Þóra vill að leiðarlokum þakka fyrir einstaka tryggð og vináttu, sem var henni svo mik- ils virði. Kæri bróðir, ég veit að sökn- uður þinn er mikill en minningin um Mörtu þína veit ég að muni veita þér þann lífsþrótt sem Marta Fanney Svavarsdóttir ✝ Marta FanneySvavarsdóttir fæddist á Reykjum í Tungusveit í Lýt- ingsstaðahreppi 8. nóvember 1931. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Sauðárkróks 15. maí 2013. Útför Mörtu fór fram frá Víðimýr- arkirkju 25. maí 2013. endast mun þér þar til þið verðið saman á ný. Við vottum þér og fjölskyldu þinni okkar innileg- ustu samúð og kveðjum kæra heið- urskonu með því að segja: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hjartans þakkir fyrir öll liðnu árin. Sigurður og Þóra. Nú vagga sér bárur í vestanblæ, að viði er sólin gengin. Og kvöldroðinn leikur um lönd og sæ og logar á tindunum þöktum snæ og gyllir hin iðgrænu engin. En englar smáir með bros á brá í blásölum himins vaka, og gullskýjum á þeir gígjur slá, og glaðkvikan bárusöng ströndinni hjá í einu þeir undir taka. Heyrirðu, vinur, þann unaðsóm, svo hugljúfan, vaggandi, harmana þaggandi? Hann talar við hjörtun sem blær við blóm. Þei! Í fjarska er hringt. – Yfir fjöll, yf- ir dali inn friðsælan kliðinn ber vindurinn svali af himneskum kvöldklukkuhljóm: „Þreytta sál, sofðu rótt! – Gefi þér Guð sinn frið! – Góða nótt!“ (Guðmundur Guðmundsson) Elsku Marta, kærar þakkir fyrir gæsku og gleðistundir. Þínum anda fylgdi glens og gleði, gamansemin auðnu þinni réði. Því skal halda áfram hinum megin með himnaríkisglens við mjóa veginn. Ég vona að þegar lífi mínu lýkur, ég líka verði engill gæfuríkur. Þá við skoðum skýjabreiður saman og skemmtum okkur, já, það verður gaman. (Lýður Ægisson) Hvíldu í friði, elsku frænka. Sigríður, Guðbjörg og Helga Sjöfn Helgadætur. Það greru ekki götur á milli bæjanna Uppsala og Silfrastaða, árin sem Sigríður Helgadóttir og Svavar Pétursson bjuggu þar. Þá hófust kynni okkar Mörtu, sem ætíð hafa verið ljúf og ég á henni svo margt að þakka. Gróðrarstöðin í Reykj- arhólnum var hennar starfsvett- vangur, þar sem hún vann mikið og óeigingjarnt starf. Vítt um hérað á hún sína bautasteina í görðum og gróðurreitum, stæði- leg tré eða blómstrandi runna. Hún var ætíð að miðla og fræða. Mörtu var það þung raun er þrengt var að starfi gróðrar- stöðvarinnar, en hún stóð með- an stætt var. Á liðnum árum hefur Marta tekist á við þung- bær veikindi og henni hefur ver- ið hvíldin kær. Páll J. Árdal orti um burnirótina, sem bað til Guðs að bera sig til blómanna í birtu og yl. Ég vil tileinka Mörtu frænku minni lokaerindin í ljóði Páls: Þá krýpur hljótt við hennar fót frá himnum engill smár. Hann losar hægt um hennar rót. Þá hýrna fölvar brár. „Ó, berðu mig til blómanna í birtu og yl!“ Á svanavængjum sveif hann burt á sólarbjarta leið. Við brjóst hans lá hin bleika jurt og bætt var sérhver neyð. Þau bárust upp til blómanna í birtu og yl. Við sjáum hana sitja í trjá- lundinum umkringda blómstr- andi runnum og horfa yfir gróðrarstöðina sína í Reykjar- hólnum. Guð blessi minningu þína, kæra frænka. Með sam- úðarkveðju. Helga Bjarnadóttir. Í hugum okkar flestra er vor- ið tími væntinga. Náttúran vaknar til lífsins og enn eitt sumarið er framundan. En þó svo að náttúran vakni af vetr- ardvala sofna sumir sem eiga skilið að fá hvíldina. Marta í Víðidal kvaddi þessa jarðvist á sólríkum vordegi. Hugsanlega valdi himnafaðirinn henni þenn- an árstíma til þess að hún gæti á nýjum stað hlúð að viðkvæm- um gróðri. Marta vann sem skógarvörður í Laugarbrekku í Varmahlíð í áraraðir. Hún var mjög fróð um allt sem viðkom ræktun og garðyrkju. Þeim fróðleik hafði hún viðað að sér með lestri garðyrkjubóka og einnig hjá Sigurði Jónassyni, sem hún vann hjá í Laugar- brekku. Þó svo að við Marta tengdumst fjölskylduböndum, þar sem hún var gift Stefáni föðurbróður mínum, kynntist ég henni best þegar ég vann hjá henni í skógræktinni. Þar var Marta allt í senn; verkstjóri, kennari, móðir og síðast en ekki síst vinkona. Það var svo sann- arlega gott fyrir óharðnaðan ungling að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði hjá Mörtu því alltaf var hún réttlát. Af natni og alúð gerði hún kröfur um að allt væri unnið vel og var ekki spör á hrósið þegar vel tókst til. Það var oft glatt á hjalla í kaffi- skúrnum í skógræktinni og einnig víða í gróðurreitnum. Marta hafði mikla kímnigáfu og í augum hennar bjó ekki ein- ungis hlýja og umhyggja, þar bjó einnig stríðnisglampi sem gerði oft vart við sig. Hún sló á létta strengi og stríddi þeim sem voru henni nánir en alltaf á léttum nótum. Já, Marta var bæði lagin við plöntur og fólk enda var hún geysilega vinsæl og flestir sem komu í skógrækt- ina að kaupa sér plöntur þekktu hana vel. Fjölmargir lögðu líka leið sína í gróðurreitinn til þess að hitta sanna og trausta vin- konu. Marta var afar næm á til- finningar annarra og það var gott að létta á hjarta sínu við hana. Ég veit að móðir mín hef- ur alla tíð verið Mörtu þakklát fyrir traust hennar og vináttu. Er ekki allt í sóma? spurði hún oftast þegar við hittumst eftir langan aðskilnað á meðan hún horfði rannsakandi í augu manns eins og hún væri ekki alltaf sannfærð um að svarið sem hún fékk væri raunhæft. Marta var líka örlát og gjaf- mild, einstaklega barngóð, um- hyggjusöm móðir og amma og traust eiginkona. Það er víst óhætt að segja að Marta hafi verið bæði fjölhæf og dugleg kona því hvort sem um var að ræða garðyrkjustörf, hannyrðir, matseld, vörubílaakstur eða hvaðeina, allt fór það henni vel úr hendi. Marta var mikið nátt- úrubarn og störf hennar hjá skógræktinni voru fyrir henni hugsjón sem hún lagði líf og sál í. Ég vona svo innilega að það sé gróðursælt þar sem Marta er núna og ég sé hana fyrir mér í svörtum buxum og rauðum bol, jafnvel með skyggnishúfuna, vinnandi af fullum krafti, af lífi og sál í gömlu góðu skógrækt- inni okkar. Þannig kýs ég að minnast Mörtu um ókomin ár. Far í friði, elsku Marta, og hafðu hjartans þökk fyrir allt. Elsku Stebbi og fjölskylda, Guð gefi ykkur styrk og bless- un. Helga Sigurðardóttir. Ég minnist hennar Mörtu með hlýju í huga. Ég var svo lánsöm að vinna hjá Mörtu mörg sumur í skógræktinni í Varmahlíð. Það búa eflaust margir að því í dag, sem unnu hjá henni, hversu góður læri- meistari hún var. Marta kenndi manni margt um umhirðu og ræktun plantna, allt unnið af hugsjón og metnaði. Varla leið sá dagur að maður fengi ekki hrós eða þakkir frá henni, það lýsti hennar persónuleika mjög vel. Þakka þér, Marta mín, fyrir ævilanga vináttu. Blessuð sé minning þín. Allri fjölskyldunni sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Jóhanna Sigurðardóttir. Blómin falla, fölskva slær á flestan ljóma. – Aldrei hverfur angan sumra blóma. Þannig varstu vinur, mér sem vorið bjarta. Það sem gafstu geymist mér í hjarta. Ilma sprotar, anga lauf, sem aldrei falla. Drottinn launi elskuna þína alla. (Sigurbjörn Einarsson) Þessar ljóðlínur eiga svo einkar vel við, er ég kveð Mörtu, mína elskulegu vinkonu, sem nú er horfin sjónum okkar. Marta var eins og drottning í ríki sínu í Skógræktinni í Varmahlíð. Þar var hennar heimur og þar hlúði hún að öllu lífi, hvort sem voru trén, hinn minnsti gróður eða við sem unn- um undir hennar stjórn. Frá henni stafaði umhyggja og kær- leikur. Þessi fíngerða kona lét ekkert aftra sér, vann eins og herforingi. Hvern dag mætti ég til vinnu full eftirvæntingar, vegna hennar, sem veitti mér stuðning og hvað við gátum hlegið af minnsta tilefni. Dag- arnir okkar eru ógleymanlegir og vináttan hélst alla tíð. Ég votta Stefáni og fjölskyld- unni allri mína dýpstu samúð. Vertu Guði falin, Marta mín. Hafðu þökk fyrir allt. Þín Edda L. Jónsdóttir. Á lífsleiðinni verða ýmsir áhrifavaldar á vegi okkar. Marta í Víðidal var einn af mín- um góðu. Mín gæfa var að dvelja sumarparta í Víðidal hjá Mörtu og Stebba á sjöunda ára- tugnum. Í þá daga þótti gott að koma börnum í sumardvöl í sveit. Það var ekki á óskalist- anum hjá mér. Fótboltinn var lífið frá morgni til kvölds. Þess vegna var ekki tilhlökkun í mín- um huga, heldur kvíði og sökn- uður. En Marta og Stebbi breyttu þessu snarlega. Með gleði sinni, húmor og virðingu gerðu þau lífið og dvölina góða og eftirminnilega. Það var fram- andi fyrir mig að kynnast sveitalífinu, framsóknarhugsjón- unum og fylgisfólki Kristjáns Eldjárns forseta. Þarna birtist mér önnur hlið á lífinu og varla hægt að kynnast henni í betra umhverfi eða hjá skemmtilegra fólki. Marta var einstaklega hlý og umhyggjusöm og ekki hjá því komist að láta sér líða vel í ná- vist hennar. Þegar ég var sjálf- ur kominn með fjölskyldu var það fastur liður að fara í skóg- ræktina til Mörtu, bæði á sumr- in og á aðventunni. Mikill vin- skapur hefur alla tíð verið á milli Víðidalsfólksins og minnar fjölskyldu og þess hef ég notið. Fyrir vináttu þeirra, hlýhug og umhyggju er ég afar þakklátur. Allar góðu minningarnar um hana Mörtu lifa í hjörtum okk- ar. Fyrir hönd fjölskyldunnar sendi ég Stebba og fjölskyld- unni í Víðidal innilegar samúð- arkveðjur. Óskar G. Björnsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.