Morgunblaðið - 28.05.2013, Page 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2013
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú pælir sjaldan í hvers vegna lífið
leiki við þig, en gerðu það núna. Kapp er best
með forsjá; þér liggur ekkert á, því hlutirnir
verða hér líka á morgun.
20. apríl - 20. maí
Naut Þið ættuð ekki að láta smá orðaskak
við vini fara í taugarnar á ykkur. Kannski
hættir þér til þess að vega og meta náungann
eða sjálfan þig á grundvelli eigna.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Láttu ekki erfiðar minningar úr for-
tíðinni standa í vegi fyrir þér. Þú þarft að end-
urmeta tengsl þín við vini og vandamenn.
Farðu þér því hægt og láttu öryggið sitja í fyr-
irrúmi.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Gefðu þér tíma til þess að kanna
vandlega allar hliðar á ákveðnu máli áður en
þú afræður nokkuð. Því fylgir mikil ábyrgð að
aðrir skuli leita til þín um ráð.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú ert góður skipuleggjandi og skalt
bjóða fram starfskrafta þína þar sem þeir
nýtast best. Opinn persónuleiki þinn fær aðra
til að slaka á.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Besta leiðin til þess að höndla
strauma augnabliksins er að vera duglegur í
vinnunni. Það er þung byrði að þurfa að gera
alla hluti kórrétt.
23. sept. - 22. okt.
Vog Hugulsemi og áhugi á öðrum er eru hluti
af kostum þínum. Félagslífið er með mesta
móti því allir vilja hitta þig um þessar mundir.
Vertu því tillitssamur.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Annasamur dagur, mikið um
snúninga, stuttar ferðir og innkaupatúra og
símasamtöl við ættingja. Forðastu að lána
öðrum peninga og að fá peninga að láni.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Kannski ertu alls ekki að reyna að
vera svalur – en fólkinu í kringum þig finnst
þú svalur. Finndu þess vegna upp enn fleiri
áætlanir.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Spennan í loftinu hefur minnkað
frá því í gær og hún á eftir að minnka enn
frekar. Það er hætt við að áætlanir sem tengj-
ast ástarmálum og börnum breytist í dag.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Nú virðist vera rétta tækifærið
fyrir þig að koma málum þínum áfram. Ann-
ars drukknar þú bara í óleystum verkefnum.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þig langar til að kaupa eitthvað fallegt
í dag. Bros þýðir það sama á öllum tungu-
málum og því getur jákvætt hugarfar komið
sér vel í ólíklegustu aðstæðum.
Sigrún Haraldsdóttir var á með-al pólitískra álitsgjafa í
sunnudagsblaði Morgunblaðsins
um helgina. Í gær barst umsjón-
armanni kveðja frá Sigrúnu af því
tilefni: „Myndin sem birtist af mér
í Mbl er alveg herfileg. Mér datt
þessi vísa í hug þegar ég sá hana.
Hakan teygð og húðin grá,
hárlýjurnar stuttar,
mest ég þyki minna á
mömmu Gilitruttar.“
Hólmfríður Bjartmarsdóttir,
Fía á Sandi, snýr út úr þekktri
vísu:
Afi minn fór á honum Rauð
eitthvað suður á Mela.
Sumum gaf hann sykur og brauð
sem hann þurfti að stela.
Ármann Þorgrímsson hefur ver-
ið iðinn við kolann í pólitískum
vísum upp á síðkastið. Hann kast-
ar fram:
Vel trúi ég bændur sig súnni
með Sigmund og félaga í brúnni.
Um einn samt ég veit
þarna austur í sveit
sem orðinn er blendinn í trúnni.
En hann á fleiri strengi í hörpu
sinni:
Ýmislegt sem á að laga
allt ber vott um mikið strit,
blóð og augu, bein og maga
bæta aldar gamalt slit.
Hjálmar Freysteinsson slær á
létta strengi:
Pólitíkin mun batna brátt,
brýni ég menn til dáða
að vinna allt í samráði og sátt,
(svo fæ ég einn að ráða).
Davíð Hjálmar Haraldsson gat
ekki stillt sig um að bæta við:
Af gömlu tré er gott að saga
svo grói vel og taki lit.
Ármann sér fram á meira við-
hald á næstu misserum:
Fjölgar viðhalds ferðum mínum,
fékk ég nýjan lækni í vetur,
flotta dömu, fríða sýnum
fallegri en doktor Pétur.
Umsjónarmaður rakst á Óskar
Magnússon á kaffistofunni í Há-
degismóum og heyrði ágæta limru
sem til varð í vetur:
Skáldið í kviðinn var skorið,
skánar er líður á vorið.
Þó fékk sér bjór
á þorrablót fór
og þvoði allt innyflaslorið.
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af pólitík, Sigmundi og
mömmu Gilitruttar
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„HRAÐASTILLIR.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar hann gengur
með þér að bílnum.
1 EIG
ANDI
NOTAÐIR BÍLAR
LIFI Í
NÚINU
VINSAM-
LEGAST
HJÁLPIÐ
ÉG FÓR
LOKSINS FRÁ
KONUNNI
MINNI.
VÁ! ÞAÐ HEFUR EKKI VERIÐ
AUÐVELT FYRIR HANA, SÉR-
STAKLEGA Í ÞESSUM FIMBUL-
KULDA OG SNJÓATÍÐ!
NEI ... SÉRSTAKLEGA ÞVÍ HÚN
VILDI ENDILEGA MOKA MÉR
LEIÐ SVO ÉG KÆMIST Í
GEGNUM SNJÓINN.
ERT ÞÚ
BÚINN AÐ
BORÐA?
ÉG ER AÐ
VINNA Í ÞVÍ.
GRETTIR
GR
ET
TI
R
Víkverji stóð í þeirri trú að landinnværi enn að súpa seyðið af
hruninu og hefði hvorki til hnífs né
skeiðar. Eftir hrunið sáust skýr
merki þess að fólk hafði ekki mikið á
milli handanna og fór að draga úr
hvers konar neyslu. Fortíðarþrá lét
á sér kræla þar sem allt gamalt og
gott komst í tísku.
Dæmi um þetta var að ferming-
arveislur fóru aftur í heimahús og
ekki lengur slegist um veislusali um
borg og bý með nokkurra ára fyr-
irvara. En nú er öldin önnur og land-
inn farinn að spreða á ný.
x x x
Víkverji hefur síðustu vikur ogmánuði verið að leita að veislu-
sal undir fermingarveislu á næsta
ári og það er sama hvar drepið er
niður fæti. Allt er uppbókað, og það
fyrir löngu segja kunnugir. Á nokkr-
um stöðum hefur leiguverð fengist
uppgefið og það hefur hækkað tölu-
vert frá því að Víkverji þurfti síðast
á sal að halda undir fermingarveislu.
Í sumum tilvikum upp undir 100
þúsund kall fyrir daginn, en þá fylgir
yfirleitt starfsmaður og aðstaða öll
til fyrirmyndar. Þá eru veitingar eft-
ir og önnur útgjöld, þannig að ferm-
ingin kostar sitt.
x x x
Því skal þó haldið til haga að Vík-verji gat fengið sal á einum stað
umbeðinn dag að ári. Þar fylgdi sá
böggull skammrifi að salinn þurfti
að tæma fyrir klukkan 17 þann dag-
inn fyrir næstu veislu því hann væri
yfirleitt tvísetinn. Þetta finnst Vík-
verja peningagræðgi á hæsta stigi
og greinilegt að salareigandinn, sem
er söngskóli í þessu tilviki, gerir út á
þennan bransa. Víkverji hefði þá
orðið að bjóða upp á hraðrétti.
x x x
Leitin heldur áfram en það endarkannski með því að Víkverji fær-
ir veisluna heim og sker bara niður
gestalistann. Gera þetta eins og í
sinni fermingu forðum daga, þegar
herbergin á heimilinu voru rýmd
fyrir veisluborðin og gestirnir komu
í hollum. Það eru fagrar minningar
frá þeim góða degi, þar sem þröngt
máttu sáttir sitja og ganga heim
saddir og sælir. víkverji@mbl.is
Víkverji
Drottinn er nálægur þeim sem hafa
sundurmarið hjarta, hann hjálpar
þeim sem hafa sundurkraminn anda.
(Sálmarnir 34:19)
bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar
Enn einn dagur
í Paradís