Morgunblaðið - 28.05.2013, Page 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2013
Bíólistinn 24.-26. maí 2013
Nr.
Var
síðast
Vikur
á listaKvikmynd
Fast & Furious 6
Star Trek: Into Darkness
The Great Gatsby
Iron Man 3
Croods
The Place Beyond the Pines
Evil Dead
Oblivion
Ófeigur Gengur Aftur
The Call
Ný
1
2
3
4
5
8
11
12
10
1
3
2
5
9
4
4
7
9
5
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Sjötta myndin í hasarmyndasyrp-
unni The Fast & the Furious, Fast &
Furious 6, naut mikilla vinsælda í ís-
lenskum kvikmyndahúsum yfir
helgina og er í fyrsta sæti á lista yf-
ir þær myndir sem mestum tekjum
skiluðu í miðasölu.
Toppmynd síðustu viku, Star Trek
Into Darkness, var einnig vel sótt
sem og kvikmynd Baz Luhrmann,
The Great Gatsby, enda sjálfur
Leonardo DiCaprio þar í aðal-
hlutverki. Járnmaðurinn í túlkun
Roberts Downey Jr. fellur um eitt
sæti milli vikna, Iron Man 3 er
fjórða tekjuhæsta kvikmynd helg-
arinnar.
Bíóaðsókn helgarinnar
Hraðskreiðir heilla
Harðhausar Ökuþórar spá í spilin í
hasarmyndinni Fast & Furious 6.
Bandaríski myndlistar- og tónlist-
armaðurinn Dan Reeder opnar sýn-
ingu á nýjum vatnslitamyndum í
Gallerí Gangi, heimagalleríi Helga
Þorgils Friðjónsonar myndlist-
aramanns að Rekagranda 8, í dag
klukkan 17. Reeder hefur áður sýnt í
Ganginum, fyrir níu árum, og hélt þá
stutta tónleika við opnunina. Reeder
hyggst ekki bregðast aðdáendum
sínum í dag og tekur lagið við opn-
unina ásamt Peggy dóttur sinni. Þau
munu einnng troða upp á KEX hos-
teli við Skúlagötu klukan 20.30 ann-
að kvöld, miðvikudag.
Reeder er fæddur í Louisiana en
hefur um árabil verið búsettur í
Þýskalandi. Hann hefur gefið út þrjá
geisladiska á vegum OhBoy Records
í Nashville og hafa þeir vakið tals-
verða athygli, enda Reeder sér-
kennilegt söngvaskáld á jaðri sveita-
og blústónlistar með íróníska texta.
„Á sýningunni mun fólk sjá frekar
litlar vatnslitamyndir en sumar
þeirra hef ég málað aftur og aftur,
með ýmiskonar tilbrigðum,“ segir
hann. „En hvaða myndir eru þetta?
Kannski má lýsa þeim sem gam-
anmyndum. Þær eru að minnsta
kosti ekkert mjög alvarlegar, þótt
það kunni að vera pólitískur undir-
tónn í þeim. Ein er sjálfsmynd þar
sem ég er á nærbuxunum að taka
gítarsóló á tennisspaða, eins og allir
gera…“
En hvað með tónleikana á KEX á
miðvikudagskvöld; munu feðginin
taka klassísk Dan Reeder-lög?
„Nokkur, en líka einhverjar
ábreiður. Dóttir mín þolir nefnilega
ekki lögin mín,“ segir hann og hlær.
Morgunblaðið/Einar Falur
Fjölhæfur Dan Reeder lék á heima-
gert banjó í Ganginum árið 2004.
Reeder sýn-
ir og syngur
Tvö af frægustu dans-tónverkum Ígors Stravins-kíjs, Vorblótið og Pet-rúska, voru flutt í Eld-
borgarsal Hörpu síðastliðinn
föstudag. Það er mögnuð upplifun út
af fyrir sig að sjá dansverk flutt með
heilli sinfóníuhljómsveit og vonandi
fá íslenskir áhorfendur að sjá fleiri
viðburði af þessu tagi.
Ígor Stravinskíj samdi tónlistina
við dansverkið Pertúska fyrir Ball-
ets Russes; dansflokk Sergei Di-
aghilev en danshöfundurinn Mikhail
Fokine samdi ballettinn sem var
frumfluttur árið 1911. Petrúska er
rússnesk þjóðsaga um strábrúðu
sem lifnar við og öðlast tilfinningar.
Fyrra verkið á Dönsum í Eldborg
var Petrúska í útfærslu finnska
danshöfundarins Jorma Uotinen.
Verkið var frumsýnt árið 1994 af
finnska ballettflokknum og nú var
það aðlagað sérstaklega að sviðinu í
Eldborg. Það er nútímadansverk
byggt á klassískum ballett og er því
skemmtileg nýbreytni við það sem
Íslenski dansflokkurinn hefur feng-
ist við síðustu ár. Jorma Uotinen
nálgast söguna út frá höfuðpersónu-
num þremur, Petrúsku, Ballerínunni
og Máranum. Sagan er dönsuð af
finnska dansaranum Riku Letho-
polku, ásamt tveimur dönsurum Ís-
lenska dansflokksins, þeim Brian
Gerke og Ellen Margréti Bæhrenz.
Persónurnar koma fram sem
strengjabrúður og notast er við ein-
falt hreyfiform í nýklassískum stíl.
Verkið var gott á köflum en það stóð
samt ekki undir stærð sviðsins.
Margir kaflar verksins byggðust á
samþættum hreyfingum. Dansar-
arnir voru þó oft ósamtaka sem
gerði það að verkum að töfrarnir
skiluðu sér ekki til fulls. Ellen Mar-
grét á þó sérstakt hrós skilið fyrir
frammistöðu sína í verkinu, hún
fangaði athyglina í hverju spori.
Vorblót Stravinskíjs var frumflutt
í leikhúsinu Champ-Élysées í París
þann 29. maí 1913. Sergej Pavlovitsj
Djagilev keyrði verkefnið áfram og
fékk hann Vatslav Nizjinskí til þess
að semja þennan byltingarkennda
ballett sem stundum er kallaður
einn magnaðasti listgjörningur sög-
unnar, því aldagamlar hefðir tónlist-
ar og dans voru brotnar með þessu
verki. Nú hundrað árum síðar er
verkið flutt út um allan heim í ólík-
um útfærslum. Hið íslenska Vorblót
er lítið byggt á upprunalegu útfærsl-
unni og hafa listrænir stjórnendur
verksins mótað sína eigin afstöðu til
tónverksins. Búningar og ljós mynd-
uðu sviðsmyndina, en í verkinu voru
tuttugu dansarar sem voru inni á
sviðinu allan tímann. Karlarnir voru
klæddir í klassísk jakkaföt og kon-
urnar í glansandi síðkjóla. Sumir
hverjir skreyttir glitrandi steinum.
Hár dansaranna var svo vel túberað
að það sást varla í andlit þeirra. Allt
minnti þetta svolítið á fegurðar-
samkeppni sem endaði með ósköp-
um. Búningarnir voru mjög vel
heppnaðir og gerðu þeir mikið fyrir
heildarmynd verksins. Verkið hófst
á skemmtilegan hátt þar sem karl-
dansarar verksins lögðu höfuð sín á
gólfið og drógu athygli áhorfenda að
hljómsveitinni sem var staðsett und-
ir sviðinu. Atriðið setti tóninn í verk-
inu sem var einkar léttur. Það var
mikið að gerast á sviðinu allan tím-
ann og staðsetningar dansaranna
mynduðu fallegar myndir, hvað eftir
annað. Danssmíðin var þó frekar
einföld og jafnvel fyrirsjáanleg á
köflum, sér í lagi um miðbik verks-
ins. Kraftmiklar hreyfingar dans-
aranna og gott samspil við tónlist
gerði það þó að verkum að einfald-
leikinn átti nokkuð vel við. Hópurinn
dansaði sem ein heild, þrátt fyrir
nokkur stutt sóló var enginn einn
dansari sem skar sig sérstaklega úr
hópnum sem var einkar jákvætt fyr-
ir heildarmynd verksins. Það verður
því að hrósa nemendum samtíma-
dansbrautar Listaháskóla Íslands
sérstaklega, þeir stóðu sig virkilega
vel.
Það getur ekki talist neitt minna
en stóratburður þegar dansað er við
stórkostlega lifandi tónlist og það í
flutningi annarrar eins hljómsveitar
og Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Tónlistin og flutningur hennar
magnar dansinn upp og stundin
verður töfrum hlaðin.
Morgunblaðið/Eggert
Einfaldleiki „Kraftmiklar hreyfingar dansaranna og gott samspil við tónlist gerði það þó að verkum að einfaldleik-
inn átti nokkuð vel við. Hópurinn dansaði sem ein heild,“ segir m.a. í umsögn dansgagnrýnanda um Vorblótið.
100 árum síðar...
Dansar í Eldborg bbbmn
Dansar í Eldborg. Petrúska. Danshöf-
undur: Jorma Uotinen. Dansarar: Riku
Lehtopolku, Brian Gerke og Ellen Mar-
grét Bæhrenz. Stjórnandi Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands: Pascal Rophé.
Vorblótið. Listrænir stjórnendur: Lára
Stefánsdóttir, Melkorka Sigríður Magn-
úsdóttir, Filippía Elísdóttir og Björn
Bergsteinn Guðmundsson. Dansarar: Ís-
lenski dansflokkurinn og fyrsta árs
nemar samtímadansbrautar Listahá-
skóla Íslands. Stjórnandi Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands: Pascal Rophé.
Listahátíð í Reykjavík 2013. Eldborg-
arsalur Hörpu. 24. maí 2013.
MARGRÉT
ÁSKELSDÓTTIR
DANS
Silkimjúkir fætur
fyrir sumarið
Þökkum frábærar
viðtökur
Fæst í apótekum