Morgunblaðið - 28.05.2013, Page 40

Morgunblaðið - 28.05.2013, Page 40
AF LISTUM Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þetta verður alvörukonsert-strætó,“ sagði Ilmur Stef-ánsdóttir myndlistarkona við mig á dögunum þegar tónlistar- ævintýrið sem þau Davíð Þór Jóns- son píanóleikari kalla Routeopiu var að hefjast. Og það fer ekki á milli mála; strætónum gamla, sem Ilmur keypti, hefur verð breytt í kons- ertstrætó og þess njóta um fimmtíu farþegar í hverri ferð. Það eru sannkallaðar ævintýraferðir með lifandi hljóðrás flygilrútunnar – Davíð Þór á fullu á flyglinum í stræ- tónum miðjum. Listahátíð býður upp á margar forvitnilegar uppá- komur en það er óvíst hvort nokkur er eins skemmtileg og þessi.    Ilmur hefur á liðnum árum gerttalsvert af því að breyta allskyns hlutum í hljóðfæri, til dæmis strau- borði í selló, og þau Davíð Þór hafa brallað sitthvað saman. En nú er Ilmur búin að kaupa strætó, taka meirapróf og ekur með gesti í eins- konar teygða furðuslaufu um borg- arlandið meðan á tónleikunum stendur; frá Hörpu út á Seltjarn- arnes, út í Örfirisey, aftur að Hörpu, að Sundahöfn, og til baka. Tónleikagestir mæta með miða sína að rútunni þar sem hún stendur við Hörpu, með plussgluggatjöld og kristalsljósakrónur. Við innganginn stendur frakkaklæddur maður með sólgleraugu, vopnaður exi. Það gef- ur tóninn, því þegar áhorfendur hafa komið sér fyrir í vagninum, sem flygillinn skiptir alveg í tvennt, mæta listamennirnir ævintýralega búnir, með fjaðraskraut, tjull og í kjólfrakka. Svo er ekið af stað vest- ur á Nes og Davíð Þór hefur leikinn.    Davíð Þór er enginn venjuleg-ur hljóðfæraleikari, eins og margir ættu að þekkja, hvort sem hann hefur leikið djass með Flís- tríóinu, í leikhúsuppfærslum, með stórsveitum eða klassísk sönglög í úthaldsgjörningum með Ragnari Kjartanssyni. Í flygilrútunni situr hann við flygilinn í miðjum vagn- inum, horfir út um gluggann á húsin og hafið sem siglt er hjá og bregst við útsýninu með tónum og áslætti. Hann leikur á hljómborð flygilsins en einnig á innvols hans; slær með kjuðum á strengina og plokkar þá, dempar hljóminn með límböndum eða smellir á symbala og annað dót sem þar liggur. Þá eru þarna nótna- bækur með allrahanda tónlist; ásjónur framúrstefnutónskáldanna Johns Cage og Mortons Feldman horfast í augu við farþegana og bunkar af öðrum nótum eru andlits- lausir. Stundum trommar Davíð á strengina, þrífur svo kannski nótna- bók og leikur fislétt númer úr henni en spinnur það áfram í þungan um- ferðarnið. Þegar ekið er hjá JL- húsinu leikur hann ómstríða hljóm- kviðu, veifar síðan farþegum í öðr- um bíl og skiptir yfir í lýrík sem endar á ægifagurri „Ave Mariu“ Schuberts úti á Granda, þar sem ljósakrónur sveiflast upp í loft þeg- ar farið er yfir hraðahindrun. Eftir taktfastan leik á Sæbrautinni beygir Ilmur niður að Sundahöfn og aftur tekur ljóðrænan yfir, sjálfur „Dala- kofinn“ og kemur gæsahúðinni út á farþegunum, en þar sem farið er hjá brotajárnshaugum magnast styrk- urinn um stund og áslátturinn verð- ur ágengari, ryðbrunninn og beygl- aður. Svo aftur ekkert nema mildileikinn. Þegar ég spurði Ilmi á dög- unum hvað Davíð Þór myndi leika, þá hló hún og spurði á móti hvort það væri nokkur leið að vita það. „Þettta verður örugglega upp- ljómað af stemningunni, rútustuð og klassískur píanókonsert. Allt getur gerst,“ sagði hún. Sú var líka raun- in. Þetta var frábær og ófyr- irsjáanleg skemmtun; líflegur og spruðlandi ferskur tónlistarflutn- ingur, óvenjuleg uppákoma – og leið til að upplifa borgina á nýstárlegan hátt. Sannkölluð listahátíð sem end- aði með útfærslu píanóleikarans á „Dagnýju“. Búið er að bæta við nokkrum aukaferðum á næstu dögum – þetta er ferð sem enginn ætti að missa af. Morgunblaðið/Einar Falur Ófyrirsjánlegur Davíð Þór Jónsson situr við flygilinn í strætónum miðjum og spinnur á hann fjölbreytilegar hljóm- kviður. Hann leikur jöfnum höndum á hljómborðið og innvolsið, og kemur víða við í lagavalinu. Ævintýri á rútuferðalagi » Listahátíð býðurupp á margar for- vitnilegar uppákomur en það er óvíst hvort nokkur er eins skemmtileg og þessi. 40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2013 Hljómsveitin Gus Gus mun koma fram á Þjóðhátíð í Eyjum í ár og verður það í fyrsta sinn sem hún kemur fram á hátíðinni. Þá mun Páll Óskar Hjálmtýsson koma fram tvisvar á lokakvöldinu, á undan brekkusöng og undir lok dagskrár- innar. Af öðrum sem skemmta má nefna Bubba Morthens, Retro Stef- son og Skálmöld. Gus Gus í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Morgunblaðið/Eggert Eyjar Daníel Ágúst og félagar í Gus Gus skemmta á þjóðhátíð í ár. TILBOÐSDAGUR TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR –BARA LÚXUS www.laugarasbio.is Komdu í bíó! Þú finnur upplýsingar um sýningartíma okkar og miðasölu á www.emiði.is og www.miði.is EIN STÆRSTA SPENNUMYND SUMARSINS! ÍSL TAL -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is POWE RSÝN ING KL. 10 :40 Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð - T.K. kvikmyndir.is H.V.A -Fréttablaðið LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar L 12 12 12 FAST AND FURIOUS 6 Sýnd kl. 5:20 -8 -10(P) -10:40 STAR TREK 3D Sýnd kl. 8 - 10:40 OBLIVION Sýnd kl. 5:30 - 7 THE CROODS 3D Sýnd kl. 5 Stórmyndin sem tekin var upp á Íslandi „Toppar alla forvera sína í stærð, brjálæði og hraða.” - T.V., Bíóvefurinn HHH H.K. -Monitor ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR Þriðjudagstilboð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.