Morgunblaðið - 28.05.2013, Qupperneq 44
ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 148. DAGUR ÁRSINS 2013
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. „Það er einfaldlega til vont fólk“
2. Drap gömul hjón og braut …
3. Stórhættulegur aðhaldsfatnaður
4. Milljarðamæringur aðalvitnið
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Söngkonan Janis Carol Walker,
sem áður kallaði sig Janis Carol,
kemur fram á djasstónleikum á Café
Rosenberg laugardaginn 1. júní kl. 21.
Carol var þekkt hér á landi á árunum
1965-1976 en þá söng hún með
þekktum djasstónlistarmönnum og
popphljómsveitum. Carol kemur fram
á Rosenberg með hljómsveit, Janis
Carol-bandinu, en það skipa Kjartan
Valdemarsson á píanó, Sigurður
Flosason á saxófón, Gunnar Hrafns-
son á bassa og trommuleikarinn Ein-
ar Scheving.
Janis Carol og djass-
sveit á Rosenberg
Pólsk kvikmyndahátíð hófst í Ed-
inborgarhúsinu á Ísafirði í fyrradag
og lýkur í dag. Myndir heimskunnra
leikstjóra á borð við Krystow Kies-
lowski og Roman Polanski eru meðal
þeirra sem eru á dagskrá hátíðarinnar
auk nýlegra kvikmynda og heimild-
armynda sem notið hafa vinsælda í
Póllandi. Myndirnar eru sýndar í Ísa-
fjarðarbíói og eru aðalmyndirnar Jes-
tés Bogiem (Þú ert Guð), Mój Rower
(Reiðhjól föður míns) og Fuck for For-
est, umdeild heimildarmynd sem
sýnd er á vegum hátíð-
arinnar Reykjavík
Shorts & Docs og er
hún jafnframt loka-
mynd hátíðarinnar á
Ísafirði. Lokahóf há-
tíðarinnar fer fram í
kvöld í Vagn-
inum á Flateyri
og hefst kl.
22.30.
Pólsk kvikmyndahá-
tíð haldin á Ísafirði
Á miðvikudag Fremur hæg suðlæg átt. Léttskýjað á NA- og A-landi,
en skúrir í öðrum landshlutum. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast NA-lands.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Mun hægari austlæg átt og úrkomulítið, en
áfram norðaustan 8-15 og rigning á Vestfjörðum fram eftir degi. Hiti
2 til 13 stig, hlýjast syðst.
VEÐUR
KR-ingar eru efstir á betri
markatölu en FH, svo munar
einu marki, þegar fyrstu
fimm umferðum Pepsi-
deildar karla í knattspyrnu
er lokið. Liðin eru með 13
stig hvort en KR hefur skor-
að einu marki meira. KR-
ingar töpuðu sínum fyrstu
stigum í gærkvöld þegar
þeir gerðu jafntefli, 1:1, við
Breiðablik á heimavelli og
Stjarnan er skammt undan
eftir 1:0 sigur á Fram. »2-3
KR-ingar efstir á
einu marki
LeBron James sýndi enn einu sinni
hvers hann er megn-
ugur þegar Miami
Heat náði 2:1 forystu
gegn Indiana Pacers í
undanúrslitum NBA-
körfuboltans. Gunn-
ar Valgeirsson,
NBA-sérfræðingur
Morgunblaðsins,
segir að James sé
duglegri að sækja ná-
lægt körfunni en hann
var þegar hann lék
með Cleveland. Með
því hafi hann bætt
vopni í annars vel birgt
vopnabúr sitt. »4
LeBron James bætir
vopni í vopnabúrið
Handknattleiksmaðurinn Guð-
mundur Árni Ólafsson hefur
samið við danska úrvalsdeild-
arliðið Mors-Thy. Guðmundur
Árni hefur undanfarin ár leikið
með Bjerringbro/Silkeborg í
dönsku úrvalsdeildinni og var
m.a. í silfurliði liðsins í deildinni
fyrir ári. Samningur Guð-
mundar Árna er til eins árs. »1
Guðmundur Árni
samdi við Mors-Thy
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Heimir Snær Guðmundsson
heimirs@mbl.is
Þórir Gunnarsson flutti nýlega til
Íslands eftir að hafa búið í Tékk-
landi síðan 1991. Þar gat Þórir sér
gott orð sem veitingahússeigandi en
nú hefur hann tekið við rekstri
Munnhörpunnar, kaffi- og veitinga-
húss í Hörpu. „Í raun á ég að vera
kominn á eftirlaun en það var bara
hundleiðinlegt að vakna á morgnana
og vita ekkert hvað maður átti að
gera,“ svarar Þórir, spurður hvort
hann hafi ætlað sér að halda áfram í
veitingarekstri eftir komuna til Ís-
lands.
Þórir hefur starfað í bransanum í
50 ár eða frá því hann hóf störf sem
kokkalærlingur á Matstofu Austur-
bæjar í desember 1962. Lengst af
hefur hann einbeitt sér að rekstri en
hann er einnig lærður kokkur. Þrátt
fyrir langan starfsferil er engan bil-
bug að finna á Þóri sem hefur aðeins
tekið sér einn frídag síðan hann tók
við rekstrinum 16. apríl síðastliðinn.
Þórir segist ætla að leggja áherslu á
að einfalda rekstur Munnhörpunnar
og hraða allri afgreiðslu. Slíkt sé
nauðsynlegt þegar stórir hópar
komi inn á sama tíma fyrir og eftir
viðburði í Hörpu. „Mín skoðun er að
Munnharpan eigi að vera staður fyr-
ir fólkið á götunni, við sjáum fyrir
okkur huggulegt kaffihús með mat-
sölu,“ útskýrir Þórir og bætir við að
hann ætli að reyna að halda verðlagi
í skefjum.
Skemmtilegast að hitta fólk
En hvað er það skemmtilegasta
við veitingahúsareksturinn? „Þú
hittir svo mikið af fólki, fólk úr öllum
áttum sem kemur inn af götunni,“
segir Þórir sem greinilega nýtur
þess að rölta á milli borða í Munn-
hörpunni og ræða við viðskiptavini.
Þórir varð fyrsti útlendingurinn
til að reka „frjálsan“ veitingastað í
Tékklandi eftir fall kommúnismans.
„Þetta var stórfenglegur tími sem
ég átti, að vera í landi sem er verið
að byggja upp og þróa. Það er ekk-
ert eins gefandi og fá að taka þátt í
því,“ segir Þórir sem einnig hefur
verið aðalræðismaður Íslands í
Tékklandi frá 1992.
Sér aðeins björtu hliðarnar
Þórir útskýrir fyrir blaðamanni
hvernig ríkið átti alla veitingastaði
þegar kommúnisminn réð ríkjum.
Það hlýtur því að hafa verið meira
en að segja það fyrir kraftmikinn ís-
lenskan veitingamann að hasla sér
völl í Tékklandi við slíkar aðstæður.
Þórir vill ekki kannast við að erfitt
hafi verið að koma sér af stað í Prag.
„Ég hugsa aldrei um hvað er erfitt.
Ég sé bara skemmtilegu hliðarnar,
sem betur fer.“
Hálfa öld í veitingabransanum
Í Munnhörpuna
í stað þess að fara
á eftirlaun
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Ástríða Þórir á erfitt með að slíta sig frá hinu daglega amstri sem fylgir veitingahúsarekstri þrátt fyrir að vera
kominn á sjötugsaldur. Hann hefur aðeins tekið sér einn frídag frá því hann tók við Munnhörpunni hinn 16. apríl.
Afskipti Þóris af veitingahúsum
byrjuðu fyrir hálfri öld, nánar til-
tekið í desember 1962. Hann byrj-
aði 16 ára sem kokkalærlingur á
Matstofu Austurbæjar við Hlemm.
Ungur starfaði hann einnig á Hótel
Loftleiðum og þá bjó hann í Banda-
ríkjunum og Sviss um tíma. Hann
hefur verið sinn eigin herra frá
upphafi áttunda áratugarins,
ávallt í veitingahúsabransanum.
Þessi mikli frumkvöðull hefur
greinilega alltaf verið óhræddur
við að stökkva út í djúpu laugina
því auk þess að byrja í veitinga-
rekstri í Tékklandi opnaði hann
ungur fyrsta hamborgarastaðinn á
Íslandi, en hann nefndist Vinnie’s.
„Þegar ég byrjaði í þessu þá var
helst feiti út á allt saman. Nú er
það hollustan,“ segir Þórir sem
ætlar að leggja áherslu á að bjóða
upp á heilsumatseðil í hádeginu á
Munnhörpunni.
Feitin víkur fyrir hollustu
BYRJAÐI 16 ÁRA Á MATSTOFU AUSTURBÆJAR