Morgunblaðið - 02.07.2013, Side 1

Morgunblaðið - 02.07.2013, Side 1
Flottur Ferðalag niður í iður jarðar. Þ R I Ð J U D A G U R 2. J Ú L Í 2 0 1 3  Stofnað 1913  152. tölublað  101. árgangur  KRAFTMIKILL CAVE FÓR Á KOSTUM ÁTTRÆÐUR Í ÆVIN- TÝRAFERÐ KÓRAR MEÐ SKÁLMÖLD OG SINFÓNÍUNNI ÖKUÞÓR BÍLAR STÓRTÓNLEIKAR 32AF LISTUM 30 Margar kríur eiga hreiður á Álftanesi og leit einn kríuunginn dagsins ljós í gærmorgun. Hann er líklega með fyrstu kríuungunum á Álftanesinu. Ljósmyndari Morgunblaðsins beið í rúma klukkustund eftir að unginn kæmi undan væng móður sinnar þar sem hann hélt sig í dágóðan tíma. Sennilega er eitt annað egg í hreiðrinu. Varp kríunnar virðist vera betra í ár en síðustu ár og hefur sandsíla- stofninn braggast eftir mögur ár, að sögn Jóhanns Óla Hilmarssonar fugla- fræðings. Sandsíli eru gríðarlega mikilvæg fæða fyrir kríuunga. Það kem- ur þó betur í ljós þegar fleiri ungar koma hvort sílastofninn hafi náð sér nægjanlega á strik. Ungarnir munu verða fleygir á þremur til fjórum vikum, en kríur verpa að meðaltali einu til þremur eggjum í hverju varpi. Krían er friðuð á Íslandi en hún verpir hér og annars staðar á norður- slóðum. Morgunblaðið/Ómar Kíkti undan vængnum eftir klukkutíma bið Kríuvarpið virðist betra í ár en í fyrra  Eva María Einarsdóttir segir bæjarbúa í Prescott í Arizona harmi slegna vegna skógareldanna á svæðinu og afleiðinga þeirra. 19 slökkviliðsmenn létust við störf sín og um 250 heimili hafa brunnið. „Ég hef miklar áhyggjur. Það getur allt breyst á örskotsstund,“ segir Eva María sem búið hefur í bænum í 24 ár en í síðustu viku þurfti hún að flýja heimili sitt en er nú komin til baka. „Það er mjög erfið tilfinning að ganga frá heimili sínu,“ segir Eva en mikill reykur er í bænum sem og hætta af villtum dýrum sem hlaupa yfir vegi og eru að forða sér frá eldinum. »2 Erfitt að ganga frá heimili sínu og vita ekki um örlög þess Skógareldar Miklir skógareldar eru nú í Arizona og hafa um 250 heimili brunnið.  Freyja Haralds- dóttir, varaþing- maður Bjartrar framtíðar, flutti í gær jómfrúræðu sína og beindi fyr- irspurn til Illuga Gunnarssonar mennta- málaráðherra. Hún segir að óviðunandi sé að geta ekki flutt ræðu úr pontu en hún flutti ræðuna úr sæti sínu. „Það eru allir að gera sitt besta í stöð- unni,“ segir Freyja og bætir við að verið sé að vinna við að gera breyt- ingar sem vonandi verði að veru- leika á kjörtímabilinu. »6 Gera á breytingar á pontu Alþingis Freyja Haraldsdóttir Björn Már Ólafsson bmo@mbl.is Heilbrigðisráðherra hefur ásamt fulltrúum sjálfstætt starfandi sér- greinalækna og Sjúkratrygginga Íslands undirritað viljayfirlýsingu um gerð samnings sem taka á gildi 1. janúar 2014 og skal gilda í 3-5 ár. Sérgreinalæknar hafa verið samn- ingslausir síðan í mars 2011, en SÍ hafa áfram endurgreitt sjúklingum vegna kostnaðar við þjónustu þeirra. Þar sem verðskrá lækna hefur hækkað um 18-20% af við- miðunarverðskrá SÍ á tímabilinu hefur hins vegar hlutdeild sjúk- lings aukist á tímabilinu úr 31% í 42%. Kostnaður sjúklinga of hár Í yfirlýsingunni segja aðilarnir samningsleysið undanfarin ár hafa leitt til þess að kostnaður sjúkra- tryggðra sé orðinn allt of hár, og að hann ógni því markmiði sjúkra- tryggingalaganna, að tryggja jafn- an aðgang að heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag. Markmið samnings- ins sé að tryggja jafnan aðgang sjúkratryggðra að þjónustu sjálf- stætt starfandi sérgreinalækna. Kristján Þór Júlíusson heilbrigð- isráðherra fagnar vilja sérgreina- læknanna til samningsgerðar og segist bjartsýnn á framhaldið. „Við erum sammála um ákveðin atriði sem tekið verður á í nýjum samn- ingi með aukna hagræðingu að leiðarljósi til hagsbóta fyrir sjúkra- tryggða, hið opinbera og þá sem veita þjónustuna.“ Samræmd gjaldskrá Meðal þess sem fram kemur í viljayfirlýsingunni er að einstakir þættir þjónustunnar verða kostn- aðargreindir og miðað við að nýjar reglur um greiðsluþátttöku tryggi að þeir njóti aðstoðarinnar sem mest þurfi á þjónustunni að halda. Einnig kemur fram að nýr samn- ingur skuli fela í sér samræmda gjaldskrá sem miðist við umfang og heildarkostnað þjónustunnar í júní 2013. Læknar ganga til samningaviðræðna  Viljayfirlýsing undirrituð  Samningslausir í tvö ár Morgunblaðið/Ásdís Sérgreinalæknar Samningurinn tæki gildi 1. janúar 2014. MSamningur eðlilegt ástand »4  Þyrla sem nota átti til að flytja dísilolíu frá Bláfjallavegi að Þrí- hnúkagíg í maí sl. er skráð í Dan- mörku og er rannsókn á því að krókur á þyrlunni opnaðist, líkt og talið er að hafi gerst, á forræði danskra rannsóknaryfirvalda. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur ekki fengið svör þaðan um hvernig rannsókninni miðar. »4 Danir rannsaka óhapp við Bláfjöll Til stendur að reisa metangasverk- smiðju á urðunarstað SORPU á Álfsnesi. Ekki eru komnar nákvæm- ar áætlanir um stærð hennar, en fjárfestingin er þó metin á um tvo milljarða króna og er verksmiðjunni ætlað að taka við öllum lífrænum úr- gangi á landinu ásamt einhverju frá atvinnulífinu. Með verksmiðjunni má stytta framleiðslutíma metan- gass um nokkra áratugi, en fram- leiðsla sem nú tekur um 20-30 ár myndi þess í stað taka 3-4 vikur. Þá verður einnig hægt að stýra fram- leiðslunni betur hvað varðar hitastig og pH-gildi metansins. »6 Morgunblaðið/Árni Sæberg Gas Auka á nýtingu á metani. Um tveggja milljarða fjárfesting

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.