Morgunblaðið - 02.07.2013, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 02.07.2013, Qupperneq 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2013 Aðra vikuna í röð er Súpermann- myndin Man of Steel mest sótta kvikmyndin í íslenskum kvik- myndahúsum, en rúmlega 20 þús- und manns hafa séð hana til þessa. Það slagar hátt upp í aðsóknina á Hangover 3, en á þeim fimm vikum sem myndin hefur verið í sýningu hafa tæplega 22 þúsund manns séð hana. Þrjár nýjar myndir rata inn á listann að þessu sinni; spennumynd- in White House Down, gaman- myndin The Big Wedding og spennutryllirinn The Purge. Bíóaðsókn helgarinnar Bíólistinn 28.- 30. júní 2013 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd Man Of Steel White House Down The Big Wedding Pain And Gain Internship, The Epic Now You See Me The Purge The Iceman Hangover 3 1 Ný Ný 2 4 6 3 Ný 5 7 2 Ný Ný 3 3 5 4 Ný 2 5 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Súpermann ennþá vin- sælastur hjá landanum Súpermann Henry Cavill fer með hlutverk ofurmennisins. Ívar Schram á sér nokkra söguí íslensku hiphopi, var meðalliðsmanna í Original Melodysem sendi frá sér fyrstu skíf- una fyrir sjö árum. Þá notaði hann listamannsnafnið Imagery en hefur nú tekið upp nafnið I.M.M.O. Taktar á plötunni eru flestir úr smiðju Helga Péturs Lárussonar sem notar listamanns- nafnið Fonetik Simbol og var líka áður í Orig- inal Melody, en Logi Pedro Stef- ánsson, Pedro Pilatus, vinnur eitt lag með Ívari og gerir það af- skaplega vel. Barcelona hefst með frásögn Ív- ars af grimmilegri og tilefnislausri árás sem hann varð fyrir á ferðalagi í Barcelona en vindur svo áfram í pælingar hans um lífið og tilveruna í bland við hæfilegan skammt af dissi um aðra rappara og lofgjörð um eig- ið ágæti. Það er lítið um lifandi hljóðfæra- leik á skífunni, en sópransaxófón bregður fyrir í „You & I“ og smekk- lega notaður (les: lítið) og einnig er gítarspil vel útfært. Önnur hljóð eru úr sarpinum og víða afskaplega vel af hendi leyst. Þannig er lagið „Pocket Full of Dimes“ einkar skemmtilegt, „On & On“ líka vel heppnað lag þar sem Valborg Ólafs- dóttir syngur frábærlega eins og hennar er von og vísa. Flæðið hjá Ívari er gott og sam- vinna hans og Helga Péturs ber ríkulegan ávöxt. Í upphafslagi plöt- unnar og titillagi ber efnið andann ofurliði en annars eru rímurnar hjá Ívari mjög góðar, til að mynda er „Original melody“ afskaplega gott lag og líka „Plenty“, listamannssaga rapparans, en fullsnubbótt þó. Gest- ir gera svo sitt til að skapa fjöl- breytni á plötunni og hefðu að ósekju mátt vera fleiri. Þetta er fyrirtaks hiphopskífa, fjölbreyttir taktar og skemmtilegar rímur. Inntak hennar er líka við- kunnanlegt, það er enginn eldur og brennisteinn, en fullt af gaman- sömum pælingum. Morgunblaðið/Kristinn Fjölbreytt „Þetta er fyrirtaks hiphopskífa, fjölbreyttir taktar og skemmtilegar rímur,“ segir m.a. í umsögn um plötu Ívars Schram sem nefnist Barcelona. Hiphop I.M.M.O. – Barcelona bbbbn Sólóplata Ívars Schram, sem notar listamannsnafnið I.M.M.O. Taktar eftir Fonetik Symbol, en Pedro Pilatus stýrði upptökum á einu lagi. ÁRNI MATTHÍASSON TÓNLIST Fjölbreyttir taktar og skemmtilegar rímur Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta verkefni kallaði á okkur, því við vitum að þetta konsept virkar,“ segir bassaleikarinn Snæbjörn Ragnarsson, betur þekktur sem Bibbi í Skálmöld. Eins og fram hef- ur komið mun þungmálmasveitin leika á tónleikum með Sinfóníu- hljómsveit Íslands undir stjórn Bernharðs Wilkinsonar 29. nóv- ember nk. Í samtali við Morg- unblaðið upplýsir Bibbi að a.m.k. tveir kórar muni taka þátt í flutn- ingnum, þ.e. Karlakór Reykjavíkur og kammerkórinn Hymnodia. „Okk- ur langar til að hafa barnakór líka og erum að skoða hvort það gangi upp. Það verða a.m.k. ævintýralega margir á kórpöllunum, því það virð- ast allir vilja vera með,“ segir Bibbi og tekur fram að hlutverk kórsins sé meira á annarri plötu sveit- arinnar, Börnum loka, en að það muni sennilega breytast þegar búið verði að útsetja tónlistina fyrir tón- leikana. „Við fengum Harald V. Sveinbjörnsson tónskáld til að út- setja tónlistina, en hann þekkir vel bæði rokkið og klassíkina og tengir þannig saman þessa tvo heima enda talar hann bæði tungumálin ef svo má segja,“ segir Bibbi og tekur fram að sum laganna bjóði upp á að vera alfarið sungin af kórunum og einnig megi búast við því að kór- arnir muni syngja ýmsar þær radd- anir sem hljómsveitarmeðlimir syngja alla jafna á tónleikum sínum og plötunum. „En Halli hefur auð- vitað algjörlega frjálsar hendur í út- setningum sínum og því verður spennandi að heyra afraksturinn.“ Aðspurður hvort það hafi komið honum á óvart þegar forsvarsmenn Sinfóníuhljómsveitar Íslands leituðu eftir samstarfi svarar Bibbi því ját- andi. „Ég held sem betur fer að hrokinn í báðar áttir sé á undan- haldi,“ segir Bibbi og vísar þar til tónlistarfólks í annars vegar þunga- rokki og hins vegar klassík. „Ég er lítið upptekinn af skilgreiningum á tónlist, því ég hef þá trú að það sem er gott er bara gott og virkar.“ Skálmöld hefur einu sinni áður leikið í Eldborgarsal Hörpu, en það var fyrr á þessu ári þegar sveitin kom fram í hljómsveitakeppninni Wacken Metal Battle. Aðspurður segir Bibbi þá Skálmaldarmenn hlakka mikið til að leika í salnum aftur. „Enda er þetta geðveikur sal- ur sem býður upp á mikla mögu- leika.“ Aðspurður um efnisskrána segir Bibbi ljóst að þeir muni leika 80- 90% laganna af útgefnum plötum sveitarinnar, þ.e. Baldri og Börnum Loka. „Á tónleikum okkar hingað til höfum við spilað plöturnar í heild sinni og lagt mikið upp úr sögunum, en á tónleikunum með Sinfóníunni munum við leggja sögurnar til hlið- ar og einblína á tónlistina enda ann- að ekki hægt þegar maður er með svona flottan mannskap,“ segir Bibbi og tekur fram að um verði að ræða fjölskylduvæna tónleika. Að- spurður segir Bibbi miðasöluna hafa farið vel af stað og því ljóst að mikill áhugi sé fyrir þessum tón- leikum. Morgunblaðið/Eggert Kraftar Skálmaldarmennirnir Þráinn Árni Baldvinsson, Baldur Ragnarsson, Jón Geir Jóhannsson, Snæbjörn Ragn- arsson, Gunnar Ben. og Björgvin Sigurðsson hlakka til að takast á við hljómburðinn í Hörpu aftur. „Konsept sem virkar“  Karlakór Reykjavíkur og kammerkórinn Hymnodia syngja á tónleikum Skálmaldar með Sinfóníuhljómsveitinni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.