Morgunblaðið - 02.07.2013, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.07.2013, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2013 VINSÆLA ARWETTA CLASSIC GARNIÐ í yfir 50 fallegum litum SJÓN ER SÖGU RÍKARI! Þönglabakka 4, sími 571-2288, www.gauja.is Opnunartími í sumar: Mánud - föstud 12-18. Lokað á laugardögum í sumar GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Frá okkur færðu skyrturnar þínar tandurhreinar og nýstraujaðar Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík www.bjorg.is • Sími 553 1380 ÞVOTTAHÚS EFNALAUG DÚKALEIGA Egypski herinn gaf Mohamed Morsi, forseta Egyptalands, í gær tvo sólarhringa til að bregðast við kröfum almennings. Ella myndi her- inn grípa í taum- ana, leggja fram eigin áætlun og tilkynna aðgerðir til að framfylgja henni. Milljónir manna mótmæltu í Egyptalandi á sunnudag þegar ár var liðið frá því að Morsi komst til valda í kosningum. Mótmælendur á Tharir-torgi í Kaíró fögnuðu yfirlýsingunni, en viðbrögð stuðningsmanna Músl- ímska bræðralagsins, flokks Morsis, voru öllu fálegri. Í yfirlýsingu frá flokknum sagði að verið væri að fara yfir yfirlýsingu hersins. Skýr krafa til forsetans Fréttastofan AFP hafði eftir Hassan Nafea, prófessor í stjórn- málafræði við Kaíró-háskóla, að úr- slitakostirnir væru skýr krafa til forsetans um að stíga til hliðar og boða til kosninga. Grasrótarsamtökin Tamarod, sem stóðu á bak við mótmælin á sunnu- dag, fögnuðu yfirlýsingu hersins og sögðu að hann hefði tekið sér stöðu með fólkinu. Hamdeen Sabbahi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hvatti herinn til að skerast í leikinn ef Morsi neitaði að fara frá, en sagði að best væri ef hann færi sjálfvilj- ugur. Andstæðingar Morsis saka hann um að svíkja byltinguna með því að safna völdum á hendur íslamista og valda hruni í efnahagslífinu. Stuðn- ingsmenn hans segja að hann hafi erft mörg vandamál frá spilltum valdhöfum og ætti að fá tækifæri út kjörtímabilið, sem lýkur 2016. Egypski herinn setur úrslitakosti Mohamed Morsi Ólga í Egyptalandi » Tamarod, sem merkir upp- reisn á arabísku, kveðst hafa safnað 22 milljónum undir- skrifta undir kröfu um kosn- ingar. » Egypski herinn var við völd eftir að Hosni Mubarak var steypt af stóli forseta 2011. » Í lok júní bar Mohamed Morsi sigur úr býtum í forseta- kosningum, sem þóttu fara vel fram. Edward Snowden, sem lak gögnum um tölvunjósnir Bandaríkjamanna og hefur verið innlyksa á Sjeremetj- evo-flugvelli í Moskvu undanfarna daga, hefur sótt um hæli í Rússlandi. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði á blaðamannafundi í gær að Snowden væri velkomið að dvelja í landinu svo framarlega sem hann hætti að leka upplýsingum, sem „skaða okkar bandarísku banda- menn, hversu undarlega sem það kann að hljóma af mínum vörum“. Heimtar að njósnum linni Upplýsingar frá Snowden um njósnir Bandaríkjamanna um sendi- skrifstofur Evrópusambandsins hafa valdið uppnámi. „Við getum ekki unað svona framkomu milli vina og bandamanna,“ sagði François Hollande, forseti Frakklands, við blaðamenn í Frakklandi í gær. „Við förum fram á að þessu verði hætt nú þegar.“ Hann sagði að krefja þyrfti Bandaríkjamenn um skýringar og bætti við að ekki gæti verið um nein- ar samningaviðræður eða samskipti að ræða á neinu sviði fyrr en fengist hefði trygging fyrir því að njósn- unum yrði hætt. Hollande vísaði þar augljóslega til fyrirhugaðra við- ræðna við Bandaríkin, sem senn eiga að hefjast um fríverslunar- samning. Merkel mætir tortryggni Sigmar Gabriel, leiðtogi þýskra sósíaldemókrata, notaði uppljóstr- anirnar til að gagnrýna Angelu Mer- kel kanslara. Kvað hann margt benda til þess að Merkel hefði vitað af umfangsmiklu eftirliti Banda- ríkjamanna og Breta. „Viðbrögð kanslarans vekja grun- semdir um að hún hafi vitað af njósnunum … að minnsta kosti í grundvallaratriðum,“ sagði hann í grein í dagblaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitung. Merkel hvatti til þess þegar Bar- ack Obama Bandaríkjaforseti kom í opinbera heimsókn fyrir mánaðamót að fundið yrði jafnvægi á milli þess að gæta öryggis og friðhelgi einka- lífsins. Í gær sagði talsmaður henn- ar að hún myndi fara fram á nánari samræður við Obama um þær full- yrðingar um njósnir sem síðan hafi komið fram, þar á meðal hleranir hjá ESB, með þeim orðum að það yrði að „koma á trausti á ný“, enda væri „kalda stríðinu lokið“. Kosningahiti er kominn í pólitík- ina í Þýskalandi þar sem verður gengið til atkvæða 22. september. AFP Hæli Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í gær að Rússar hefðu aldrei framselt nokkurn mann og væri Edward Snowden velkomið að dvelja í landinu ef hann hætti að leka upplýsingum um njósnir Bandaríkjamanna. Pútín tekur vel í ósk Snowdens um hæli  Njósnir Bandaríkjamanna um ESB valda uppnámi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.