Morgunblaðið - 02.07.2013, Blaðsíða 11
Gangið um Viðey í kvöld og
fræðist um skipskaða
Aldrei er of oft minnt á náttúruperluna Viðey, sem er í hjarta Reykjavíkur. Þar
er hægt að upplifa þúsund ára sögu, njóta einstakrar náttúru og gæða sér á
veitingum í hinni sögufrægu Viðeyjarstofu sem er elsta steinhús landsins. Í
kvöld mun leiðsögumaður úr Sjóminjasafni Reyjavíkur leiða göngu um Viðey
og vekja þannig til lífsins sögurnar um skipskaða nálægt Viðey. Táknmáls-
túlkur verður með í för svo enn fleiri fái notið göngunnar. Gangan hefst kl.
19:30 við Viðeyjarstofu og tekur eina og hálfa til tvær klukkustundir.
Margar sagnir eru til af skipsköðum á sundunum í Kollafirði en þeirra þekkt-
astar eru Ingvarsslysið 7. apríl 1906 og strand tundurspillisins Skeena hinn
24. október 1944.
Á þriðjudagskvöldum þegar göngur eru í Viðey eru aukaferðir með Viðeyj-
arferjunni frá Skarfabakka kl. 18:15 og 19:15
Leiðsögumaður úr Sjóminjasafni Reyjavíkur leiðir göngu
Viðey Ævinlega skemmtileg eyja að heimsækja og gaman að ganga um.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2013
eins ógnvekjandi. Ég veit um marga
sem þorðu þessu ekki í fyrstu sökum
lofthræðslu en voru fljótir að skipta
um skoðun. Það er líka gott að byrja
að fljúga sem farþegi, með kennara
með þér,“ segir hann.
Sigraði á Íslandsmótinu
„Það er hægt læra að fljúga hjá
Fisfélagi Reykjavíkur. Þeir eru með
árleg námskeið fyrir áhugasama.
Það eru um það bil tuttugu manns
að útskrifast núna. Það eru yfir
hundrað skráðir í þetta félag en það
eru kannski svona þrjátíu til fjörutíu
sem eru virkir meðlimir. Þetta er
ágætis samfélag. Þetta er mjög vin-
sælt sport erlendis og ef maður er til
dæmis í Ölpunum þá sér maður allt-
af einhverja að svífa,“ segir Tomasz.
Hann tók sjálfur nýlega þátt í
keppni á Ítalíu og náði góðum ár-
angri.
„Ég var í þriðja sæti í mínum
flokki. Þetta var fyrsta svifvængs-
keppni sem ég hef tekið þátt í og
hún var frábær. Veðrið var reyndar
ekkert rosalega gott og maður
þurfti að beita mikilli taktík til þess
að komast í mark. Það er svolítið
erfitt að útskýra hvernig keppnin
fer fram, það er tímataka, fjarlægð
flugsins og fleira sem ræður því í
hvaða sæti þú lendir. Ég spáði lítið í
tímann, ég lagði meiri áherslu á að
lenda á réttum stað. Það tókst ágæt-
lega. Annars er vængurinn sem ég
nota ekkert svakalega góður keppn-
isvængur, hann er meira bara
öruggur og þægilegur í notkun,“
segir Tomasz. Kappinn tók einnig
þátt í Íslandsmótinu sem haldið var
fyrir skömmu og hreppti þar fyrsta
sæti.
„Fyrst var keppt á Sandfelli og
svo var haldið til Búrfells. Það voru
tæplega þrjátíu manns sem tóku
þátt. Það var gaman að vinna þessa
keppni, ég átti engan veginn von á
því. Félagi minn, Szczepan, er einn
af þeim bestu á Íslandi í þessu sporti
en hann fórnaði þessum Íslands-
meistaratitli til þess að bæta Ís-
landsmetið í langflugi en hann lenti
ekki á réttum tíma og sveif 52 kíló-
metra í staðinn,“ segir Tomasz.
Læra að lesa náttúruna
„Ég var einu sinni á Esjunni og
það skall á myrkur og talsverður
vindur. Ég stefndi bara á næsta ljós
sem var á einhverju bílastæði. Það
getur verið mjög hættulegt að svífa í
myrkri því maður sér til dæmis ekki
rafmagnslínur og þess háttar. Það
er heldur ekki gott að fljúga í mikilli
rigningu. Vængurinn getur þá fyllst
af vatni og orðið óstöðugur fyrir vik-
ið,“ segir Tomasz. Hann segir að
iðkendur verði að vera á varðbergi
gagnvart náttúruöflunum og tekur
þar hafgoluna við Búrfell sem dæmi.
„Við sjáum stundum fugla í há-
loftunum sem eru að nota sama upp-
streymi og við. Við notum fugla líka
til að sjá hvar uppstreymið er. Mað-
ur er alltaf úti í náttúrunni og maður
lærir að lesa hana. Það er í raun
grundvöllurinn áður en byrjað er að
fljúga, að læra að lesa náttúruna.
Þetta er svona bónus við þessa
íþrótt, maður fer að taka meira eftir
og lesa í veður og vinda,“ segir Tom-
asz að lokum.
Ljósmyndir/Tomasz Chrapek
Ísjaki Tomasz er áhugaljósmyndari og er iðinn við að taka ljósmyndir af umhverfinu á meðan hann svífur.
Svif Tomasz er nokkuð reyndur.Loftfimleikar Svifvængsfólkið svífur mikið í kringum höfuðborgina.
Menningarhátíðin Brú til borgar verð-
ur haldin á Úlfljótsvatni dagana 6.-7.
júlí. Hollvinasamtök Grímsness hafa
staðið að hátíðinni undanfarin ár en
þetta er í fyrsta skipti sem hún er
haldin á Úlfljótsvatni. Þegar staðsetn-
ing hátíðarinnar var ljós var haft sam-
band við Skógræktarfélag Íslands og
Bandalag íslenskra skáta til sam-
starfs um dagskrá sem helguð yrði
sögu jarðarinnar og kynningu á starf-
inu þar í nútíð og framtíð.
Skógræktarfélagið er að taka upp
samstarf við erlenda munkareglu og
af því tilefni mun kaþólski biskupinn
messa. Svo skemmtilega vill til að Úlf-
ljótsvatnskirkja er hundrað ára um
þessar mundir og því mun biskup Ís-
lands einnig messa. Það er sjaldgæft,
ef ekki einsdæmi hér á landi, að tveir
biskupar messi á sömu hátíðinni.
Á laugardeginum, eftir messu kaþ-
ólska biskupsins, verða flutt fróðleg
erindi. Jóhann Óli Hilmarsson talar
um fuglalífið, Jóhannes Sturlaugsson
um urriðann og Bjarni F. Einarsson um
fornminjar á svæðinu og boðið verður
upp á gönguferð um nágrennið.
Á sunnudeginum klukkan 12 hefst
dagskráin með messu þar sem frú
Agnes M. Sigurðardóttir biskup pre-
dikar. Að messu lokinni er boðið upp á
létta hressingu í Strýtunni, athafna-
svæði skátanna og þar heldur dag-
skráin áfram
Skátastarf hefur verið á Úlfljóts-
vatni í um sjötíu ár og Björgvin Magn-
ússon fyrrverandi skólastjóri sem
starfaði þar um árabil, rifjar upp
minningabrot ásamt dóttur sinni,
Eddu Björgvinsdóttur leikkonu. Elva
Brá Jensdóttir íslenskufræðingur seg-
ir frá ýmsum endurminningum afa
síns sem ólst upp á Úlfljótsvatni á
fyrri hluta síðustu aldar. Tónlistin
verður á sínum stað með vísan í skáld-
in sem ólust upp við Sogið. Dag-
skránni á sunndag lýkur síðan með
rútuferð um efri hluta Grafningsins
þar sem ekið verður frá Úlfljótsvatni
að Nesjavöllum og til baka. Frekari
upplýsingar um dagskrána má nálg-
ast á hollvinir.blog.is.
Úlfljótsvatnshátíð um næstu helgi
Hátíð Fræðsluerindi um fuglalíf og fornleifagröft, tónlistaratriði, minningar-
brot ábúenda og fyrrverandi starfsmanna verða m.a. á dagskránni um helgina.
Tveir biskupar messa
Z-Brautir og gluggatjöld
Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - z.is
Úrval - gæði - þjónusta
Allt fyrir
gluggana
á einum
stað
Mælum,
sérsmíðum
og setjum upp
Skannaðu kóðann
til að nálgast dag-
skrá hátíðarinnar.