Morgunblaðið - 02.07.2013, Page 4
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Hreinsun eftir olíuslysið við Blá-
fjallaveg í maí síðastliðnum, þegar
600 lítra dísilolíutankur féll neðan úr
þyrlu yfir bílastæði við veginn, gekk
vonum framar og má það þakka
skjótum viðbrögðum, góðri fram-
kvæmd og heppilegum aðstæðum.
Þetta kemur fram í skýrslu heil-
brigðisnefndar Hafnarfjarðar- og
Kópavogssvæðis um slysið, sem
varð þegar þyrla fyrirtækisins
Reykjavík Helicopters var að flytja
olíu yfir í aðstöðu við móttöku ferða-
manna við Þríhnúk.
Í skýrslunni segir að svo virðist
sem krókur þyrlunnar hafi opnast,
en lokun hans er rafræn og fer fram
í þyrlunni. Tankurinn, sem var sam-
kvæmt sjónarvottum í 6-8 metra
hæð þegar hann féll, sprakk þegar
hann lenti á jörðinni, með þeim af-
leiðingum að öll olía flæddi úr hon-
um.
Brugðust strax við
„Þegar það verður mengunarslys
á að bregðast strax við og Þríhnúkar
gerðu það,“ segir Guðmundur H.
Einarsson, framkvæmda-
stjóri Heilbrigðiseftirlits
Hafnarfjarðar- og Kópa-
vogssvæðis, og á þar við fyr-
irtækið sem rekur ferðaþjón-
ustu við Þríhnúkagíg.
Samkvæmt skýrslunni köll-
uðu fulltrúar fyrirtækisins um-
svifalaust til verktaka með gröfu
og vörubíla og voru um 38 tonn af
möl, sandi, mold og snjó flutt af
svæðinu til förgunar hjá Sorpu.
Það er mat Heilbrigðiseftirlitsins
að alls hafi 50-100 lítrar af olíu runn-
ið niður í jörð eða gufað upp, en
Guðmundur segir um hámarkstölur
að ræða. Hólmfríður Sigurðardóttir,
umhverfisstjóri Orkuveitu Reykja-
víkur, segir hins vegar að mælingar
OR á jarðveginum, sem fluttur var
af svæðinu, bendi til þess að meira
af olíunni hafi endað ofan í jörðu.
Verst ef enginn segir frá
Í skýrslu Heilbrigðiseftirlitsins er
fjallað um olíuflutninga og -notkun á
fjarsvæðum vatnsverndar, en þar
segir m.a. að skíðasvæði höfuðborg-
arsvæðisins séu þar stórtækust,
með árlega notkun upp á 20-25 tonn
af dísilolíu og á annað tonn af bens-
íni.
Þar segir einnig að vegir í Blá-
fjöllum uppfylli ekki öryggiskröfur
sem gerðar eru til nýrra vega: „Þeir
eru víða hreinlega hættulegir og það
væri nánast hending ef tækist að
hreinsa upp olíu að einhverju ráði ef
slys verða.“
Guðmundur segir Heilbrigðiseft-
irlitið hafa lagt áherslu á að Blá-
fjallavegurinn verði endurhannaður
og endurbættur og að menn haldi
vöku sinni yfir stækkun suðvest-
urlína, þvert yfir grannsvæði vatns-
bóla. Auknar kröfur hafi verið gerð-
ar um að allar framkvæmdir fari
fram með opnum hug, á besta árs-
tíma og í björtu.
„Við verðum að vinna út frá því að
vatnsbólin njóti vafans,“ segir Guð-
mundur, en mesta hættan sé sú að
olíuslys verði og engin tilkynni um
það.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Umhverfisslys Samkvæmt skýrslunni var það mat manna að sú olía sem ekki tókst að moka upp myndi með tím-
anum seytla niður en að hún myndi a.m.k. að hluta til brotna niður á leiðinni niður jarðlögin.
Telja að krókur þyrl-
unnar hafi opnast
Segja 50-100 lítra hafa farið ofan í jörðu Hreinsun gekk vel
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2013
Róbert Arnfinnsson
leikari lést í fyrrinótt, á
nítugasta aldursári.
Hann fæddist í Leipzig
í Þýskalandi 16. ágúst
1923 og var skírður Jón
Róbert Arnfinnsson.
Síðasta hálfa árið var
hann til heimilis á dval-
arheimilinu Grund en
fyrir þann tíma á heim-
ili sínu í Kópavogi. Ró-
bert var landsþekktur
leikari og lék í fjölda
leikrita, sjónvarpsþátta
og kvikmynda á yfir
sextíu ára leikferli.
Róbert lauk gagnfræðaprófi frá
Gagnfræðaskólanum í Reykjavík,
Ingimarsskólanum, árið 1942. Þá út-
skrifaðist hann sem leikari frá Leik-
skóla Lárusar Pálssonar árið 1945
auk þess sem hann nam við leiklist-
arskóla Konunglega leikhússins og í
einkatímum í Kaupmannahöfn 1946.
Áður en hann lagði leiklistina fyrir
sig stundaði Róbert verslunarstörf og
fleira í Reykjavík, en auk þess hafði
hann aukastarf af hljóðfæraleik allt
til ársins 1960.
Frá árinu 1944 lagði Róbert stund
á leiklistina, á árunum 1944-1949 hjá
Leikfélagi Reykjavíkur, Fjalakett-
inum og Bláu stjörnunni en frá 1949
hjá Þjóðleikhúsinu.
Róbert lék um 230 leiksviðs-
hlutverk í og utan Þjóðleikhússins,
m.a. í Kaupmanninum í Feneyjum,
Fjalla-Eyvindi, Íslandsklukkunni,
Amadeusi, Tópas, Fást, Nashyrning-
unum, Sólarferð, Túskildingsóper-
unni, Fiðlaranum á þak-
inu, Mávinum og
Heimkomunni. Þá lék
hann yfir 600 hlutverk í
útvarpi, sjónvarpi og
kvikmyndum, m.a. í
Brekkukotsannál,
Paradísarheimt, 79 af
stöðinni og Fíaskó.
Á leikferli sínum
hlaut Róbert ýmis verð-
laun, meðal annars Silf-
urlampa Félags ís-
lenskra leikdómara
fyrir titilhlutverk í Góða
dátanum Svejk árið
1956, fyrir Púntila í
Púntila bóndi og Matti vinnumaður
og fyrir Tevje mjólkurpóst í Fiðl-
aranum á þakinu árið 1969. Árið 2007
hlaut Róbert svo heiðursverðlaun
Leiklistarsambands Íslands á Grímu-
verðlaununum.
Þá var Róbert sæmdur riddara-
krossi hinnar íslensku fálkaorðu árið
1970, gullmerki Félags íslenskra leik-
ara árið 1971 og fékk viðurkenningu
ríkissjóðs Íslands árið 2000 fyrir leik-
listarstarf í Þjóðleikhúsinu í 50 ár.
Ennfremur var Róbert kennari við
Leiklistarskóla Þjóðleikhússins árin
1958 til 1960 og Leiklistarskóla Ís-
lands árið 1990. Þá vann hann ýmis
störf ásamt konu sinni tengd garð-
yrkju og náttúruvernd, svo sem gjör-
nýtingu jurtaleifa til eigin moldar-
gerðar og garðrækt sem þau hlutu
viðurkenningu fyrir.
Róbert lætur eftir sig eiginkonu,
þrjár dætur, barnabörn og barna-
barnabörn.
Andlát
Róbert Arnfinnsson
Fylgi við Framsóknarflokkinn
mælist 20% samkvæmt nýjum Þjóð-
arpúlsi Gallup. Þetta er einu pró-
sentustigi minna fylgi en í síðustu
könnun. Sjálfstæðisflokkur bætir
lítillega við sig og mælist með 27%
fylgi. Framsókn fékk 24% fylgi í
kosningunum og Sjálfstæðisflokk-
urinn fékk 27%.
Fylgi Samfylkingar mælist nú
15% og VG 13%, í báðum tilfellum
hafa flokkarnir bætt við sig tveim-
ur prósentustigum. Björt framtíð
mælist með 10% fylgi og Píratar
með 7%.
Stuðningur við ríkisstjórnina
minnkar. Hann hefur farið úr 62% í
58%.
Fylgi Framsóknar fer
úr 24% í 20% mið-
að við Þjóðarpúlsinn
„Það var haldinn fundur hjá okkur
síðastliðinn fimmtudag þar sem
samþykkt var að undirrita viljayfir-
lýsinguna,“ segir Steinn Jónsson,
formaður Læknafélags Reykjavík-
ur. Hann undirritaði fyrir hönd fé-
lagsins viljayfirlýsingu um gerð
samnings við Sjúkratryggingar Ís-
lands, en samningar hafa verið laus-
ir allt frá mars 2011. Hann segir að
skiptar skoðanir hafi verið meðal
lækna um það hvort hagsmunum
þeirra sé betur borgið innan samn-
inga eða utan, en að slíkt sé eðlilegt.
„Það er hins veg-
ar gert ráð fyrir
samningum í lög-
um. Því má segja
að samningur sé
hið eðlilega
ástand.“
Best fyrir
sjúklinga
„Það liggur
fyrir að samningsleysi er ekki gott
fyrir sjúklingana, en með samningi
gætum við greitt leiðina fyrir því að
fólk geti notfært sér heilbrigðis-
þjónustuna betur óháð efnahag,“
segir Steinn, en í viljayfirlýsingunni
kemur fram að hlutdeild sjúklinga í
kostnaði við heilbrigðisþjónustu
hefur aukist á meðan engir samn-
ingar voru í gildi.
Munu gera ákveðnar kröfur
Steinn segir ljóst að í nýjum
samningum verði að hækka verð á
einingum sem læknar fái greitt eft-
ir. „Einingaverðið hefur ekki hækk-
að í 4-5 ár, og við gáfum eftir tölu-
verða samningsbundna hækkun
árið 2009 vegna efnahags-
ástandsins. Það verður auðvitað að
hækka bara í samræmi við skyn-
samleg viðmið.“
Einnig segir Steinn að eðlilegt sé
að ákveðnar nýjungar verði settar í
samninginn eins og til dæmis varð-
andi tækjabúnað. „Það er ljóst að
tækjabúnaður hefur hækkað mikið í
verði undanfarin ár og mörg af þeim
tækjum sem við notum eru komin til
ára sinna. Þetta verður að endur-
nýja með tímanum.“ bmo@mbl.is
Samningur eðlilegt ástand
Gert ráð fyrir samningum í lögum Skiptar skoðanir á viðræðum við Sjúkra-
tryggingar Íslands meðal sérgreinalækna Vilja eðlilega hækkun á einingaverði
Steinn Jónsson
Í skýrslunni kemur fram að Heilbrigðiseftirlitið stöðvaði áfyllingu á þyrl-
una á svæðinu daginn sem slysið varð og að greinilegt hafi verið að
Reykjavík Helicopters hafi ekki verið kunnugt um reglur sem giltu innan
vatnsverndarsvæðisins.
Þyrla fyrirtækisins er skráð í Danmörku og að sögn Þor-
kels Ágústssonar, rannsóknarstjóra hjá Rannsóknarnefnd
samgönguslysa, er rannsóknin á tildrögum þess að krókur
þyrlunnar opnaðist á forræði þarlendra rannsóknaryfir-
valda. Þorkell segist hafa verið í sambandi við flug-
málastjórnina í Danmörku en enn ekki fengið svör um stöðu
mála.
Guðmundur segir að með tilliti til slyssins vilji Heilbrigðis-
eftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis að önnur flutn-
ingsleið sé notuð en þyrluflug við flutning á olíu um svæðið.
Þekktu ekki reglurnar
RANNSÓKNIN Á FORRÆÐI YFIRVALDA Í DANMÖRKU
600 lítrar af
olíu láku á
bílastæði.
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Wisa innbyggðir
WC kassar
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
Akureyri
Vestmannaeyjum
10 ár á Íslandi
– veldu gæði
XS kassi
23.990
Argos Hnappur
hvítur
3.190
Excellent kassi
Front & Top
83cm
25.990
Ýmsar gerðir
fáanlegar af
hnöppum.