Morgunblaðið - 02.07.2013, Síða 10

Morgunblaðið - 02.07.2013, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2013 Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Ég fór til Póllands í fríárið 2008 og tók þá nám-skeið í svifvængsflugi ennáði ekki að klára það sökum veðurs. Það má samt segja að þá hafi ég smitast af þessari svif- bakteríu. Svo kom ég til Íslands aft- ur og byrjaði að safna pening fyrir þeim búnaði sem þarf til að stunda þetta. Ég keypti mér síðan notaðan og fremur ódýran búnað árið 2009 og fór að fljúga. Ég kunni nokkurn veginn að taka af stað og svífa en það vantaði bara svolítið upp á æf- inguna. Það kom bara smátt og smátt,“ segir Tomasz Chrapek, sem á dögunum var krýndur Íslands- meistari í svifvængsflugi. Hann seg- ist hafa verið að fylgja fordæmi fé- laga sinna þegar hann byrjaði að fikta við áhugamálið en hann hafi þó verið vanur útivist og stundað mikið fjallgöngu og klifur. Getur verið lífshættulegt „Búnaðurinn getur verið mjög dýr. Þú getur samt alveg bjargað þér með því að kaupa þér notaðar græjur á netinu, ég mæli með því. Ef þú ert byrjandi þá er líka líklegra að þú skemmir vænginn fljótlega. Annars er alltaf eitthvað nýtt að koma á markað í þessu sporti og maður er alltaf að prófa eitthvað nýtt,“ segir hann. „Árið 2010 urðu svolítil tímamót í þessu hjá mér, en þá lést góður vin- ur minn í svifvængsslysi á Ingólfs- fjalli. Við flugum mikið saman og hann var sjálflærður. Þetta skeði við erfiðar aðstæður, það var mikil sól og uppstreymi. Við vitum ekki ná- kvæmlega hvað gerðist, en hann lenti mögulega í spíral og náði ekki að rétta sig af. Það getur því vissu- lega verið hættulegt að stunda svif- vængsflug. Málið er að þú sérð ekki loftið, vindhviður eða annað, og því getur allt slíkt verið mjög óvænt. Það er fullt af slíkum ósýnilegum hættum, maður þarf að læra að lesa aðstæður. Menn þurfa líka að fara mjög varlega og passa sig að vera ekki of öruggir með sig. Menn þurfa að byrja hægt og passa sig að vera ekki að takast á við eitthvað sem er þeim ofviða,“ segir Tomasz. Smala hreindýrum á Grænlandi Tomasz er fæddur í Póllandi en hefur verið búsettur hér á landi í sex ár. Hann hefur ferðast mikið í svif- ævintýrum sínum og fór meðal ann- ars til Grænlands á síðasta ári til að smala hreindýrum úr lofti. „Ég hef líka verið að fljúga á svokölluðum paramótor. Þá flýg- urðu með stóra og háværa viftu á bakinu og þú getur í raun tekið af stað hvar sem er. Á síðasta ári fór ég til Grænlands að smala hreindýrum með hjálp slíkrar tækni. Það var al- gjört ævintýri og við erum held ég þeir fyrstu í heiminum til að gera slíkt. Við vorum fjórir saman og það gekk bara mjög vel að smala. Það er hægt að þekja svo stórt svæði með þessum hætti. Kannski munu bænd- ur nota þetta meira í framtíðinni þegar þeir eru að smala kindum af fjöllum,“ segir Tomasz. Hann tekur það jafnframt fram að þeir sem séu lofthræddir eigi endilega að gefa þessu tækifæri. „Þeir sem eru lofthræddir þurfa ekki að óttast þetta. Það vill vera að ef viðkomandi getur sjálfur stjórnað fluginu þá er þetta ekki Svífur yfir Esjunni sólroðinn fýr Svifvængsflug hefur sótt í sig veðrið hér á landi upp á síðkastið og samfélag áhugamanna komið yfir hundraðið. Sigurvegari Íslandsmótsins, sem haldið var fyrir skemmstu, Tomasz Chrapek, hefur svifið í gegnum súrt og sætt á sínum svif- vængsferli. Félagi hann lést til að mynda fyrir þremur árum í svifvængsslysi. Náttúrufegurð Kappinn hefur svifið víða, meðal annars á Grænlandi. Landsmót Ungmennafélags Íslands, UMFÍ, hefst á Selfossi nk. fimmtu- dag 4. júlí, en formleg setning- arathöfn verður á föstudag kl. 21. Búist er við allt að 2.000 kepp- endum og fjölda áhorfenda sem munu fylgjast með spennandi íþróttakeppni, en bæði er keppt í hópíþróttum og einstaklingskeppni. Hver sem er getur tekið þátt í opinni keppni sem er í boði í 10 km götu- hlaupi, pútti og boccia. Einnig eru ýmsir viðburðir á Landsmótinu, t.d. keppni í dráttarvélaakstri. Áhuga- verðir fyrirlestrar verða haldnir í há- tíðarsal FSu. M.a. heldur Þórir Her- geirsson, þjálfari heims- og ólympíu- meistara Noregs í handknattleik kvenna, fyrirlestur fimmtudag kl. 20 og Vésteinn Hafsteinsson, þjálfari ól- ympíumeistara í kringlukasti, heldur fyrirlestur á föstudag kl. 18. Báðir þessir höfðingjar eru heimsþekktir. Þá verður sérstök skemmtidagskrá í miðbæjargarðinum á Selfossi á laug- ardagskvöld að lokinni keppni. Glæsilegt tjaldsvæði fyrir mótsgesti verður við Suðurhóla sem er yfir 13 hektarar að stærð. Nánar um lands- mótið á heimasíðu landsmótanna, www.landsmotumfi.is. Vefsíðan www.landsmotumfi.is Morgunblaðið/Eggert Gleði Mikið fjör hjá yngstu kynslóðinni á mótinu. Mynd frá Landsmóti 2010. Fjölbreytt landsmót framundan Næstkomandi fimmtudagskvöld verður keppt um titilinn hrað- skreiðasti hjólreiðamaður landsins 2013 á Sæbrautinni í keppninni Alvo- gen Midnight Time Trial. Keppt er í götu- og þríþrautaflokki bæði kvenna og karla. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin og renna 900.000 krónur af verðlaunafénu til góðgerð- armála að vali 12 vinningshafa. Alvo- gen er styrktaraðili mótsins og hefur ákveðið að láta ágóða af skráning- argjöldum renna óskipt til UNICEF og Rauða krossins. Rásmark er við Hörpu (tónlistar- og ráðstefnuhús) og þaðan er hjólað eftir Sæbraut að gatnamótum við Laugarnesveg og til baka að Hörpu þar sem endamarkið er. Sæbraut verður lokuð fyrir annarri umferð á meðan og er sérlega skemmtilegt fyrir áhorfendur að fylgjast með þessari keppni. Endilega... ...fylgist með hraðskreiðasta hjólreiðafólki landsins Snerpa Hver verður hraðskreiðasti hjólreiðamaður landsins árið 2013? Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Á Indlandi má finna fjöldann allan af fallegum og áhuga- verðum kristnum kirkjum með mikla sögu. Í janúar 2014 er ráðgerð ferð frá Íslandi til þess að skoða nokkrar af áhuga- verðustu kirkjum Indlands eins og til dæmis kirkju heilags Xaviers í Goa og The Sacred Heart Basilica í Pondicherry og Dehlí. Einnig verður farið til Taj Mahal í Agra og grafreit- ur Maríu Theresu í Kalkútta heimsóttur. Kynningarfundur um þessa ferð verður haldinn í kvöld klukkan 20 í safnaðarheimili Breiðholtskirkju. Íslendingar skoða indverskar kirkjur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.