Morgunblaðið - 02.07.2013, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2013
Helgar
Alvöru
Nú er kominn tími á alvöru helgar-brunch
brunch
Steikt beikon
Spælt egg
Steiktar pylsur
Pönnukaka með sírópi
Grillaður tómatur
Kartöfluteningar
Ristað brauð
Ostur
Marmelaði
Ávextir
kr. 1740,- pr. mann
Barnabrunch á kr. 870
Ávaxtasafi og kaffi eð
a te fylgir.
H
u
g
sa
sé
r!
H
u
g
sa
sé
r!
Grillhúsið Sprengisandi og Tryggvagötu
Phone + 354 527 5000 www.grillhusid.is
Ótrúlega gómsæt byrjun
á góðum degi!
Alla laugardaga og su
nnudaga
frá kl. 11.30 til kl. 14
.30
Árni Grétar Finnsson
agf@mbl.is
„Við höfum horft til Esjunnar í ein-
hvern tíma og ákváðum að gera
frumrannsókn á málinu, bæði hvað
þetta myndi kosta í framkvæmd og
einnig hvaða eftirspurnarþættir
gætu verið fyrir svona þjónustu,“
segir Sigurður Skagfjörð Sigurðsson
hjá Verkfræðistofu Jóhanns Indriða-
sonar, en stofan hefur óskað eftir
þremur lóðum í hlíðum Esju vegna
fyrirhugaðrar farþegaferju. Um-
sóknin var tekin fyrir á fundi borgar-
ráðs í síðustu viku og var í framhald-
inu send til þriggja nefnda innan
borgarinnar til umsagnar.
Sigurður og samstarfsmenn hans
hafa farið víðsvegar um heiminn og
skoðað farþegaferjur sem þessar,
svokallaða kláfa, og athugað hvernig
þær falla að íslenskum aðstæðum.
„Við skoðuðum út frá ferðaþjón-
ustunni á Íslandi hvaða afþreyingar-
möguleikar eru á höfuðborgarsvæð-
inu. Niðurstaðan var sú að ekki er
mikil vöruþróun á þeim markaði og
því fannst okkur vanta afþreyingar-
möguleika sem héti fjöll og útsýni og
fórum þá að skoða þessi mál í fram-
haldi af því. Áhugi Íslendinga á úti-
vist og fjallgöngu hefur aukist mikið
ásamt auknum ferðamannafjölda
hingað til lands og því teljum við
vera markað fyrir þessu,“ segir Sig-
urður.
Veðurfar skiptir verulegu máli
Sigurður segir að undanfarna sex
mánuði hafi stofan fylgst með skýja-
fari, veðri og vindum við Esjuna, en
miklu máli skipti að gera vandaða
veðurrannsókn. Hann segir að ef
leyfi fáist frá borginni muni þeirra
fyrsta verk vera að ráðast í veður-
rannsóknirnar, en verkið veltur á því
hvort þær verði hagstæðar eða ekki.
Gert er ráð fyrir að kláfarnir verði að
norskri fyrirmynd, með tveimur
burðarvírum og einum togvír, sem
gerir þá stöðugri en ella, en Sigurður
telur það nauðsynlegt í íslensku
veðurfari.
Veitingastaður á tindi Esjunnar
Kláfurinn mun taka 30 manns, en
hver ferð mun taka um fjórar mín-
útur. „Við förum líklega upp hjá
gróðrarstöðinni við rætur fjallsins
en höldum í austurátt þannig að við
erum ekki fyrir ofan göngustígana
eða neitt slíkt. Þegar upp er komið er
ætlunin að hafa þar veitingastað og
þjónustu sem þar þarf að vera, en
fólk þarf að geta fengið sér kaffi og
næringu og jafnvel meira en það,“
segir Sigurður.
Ef allt gengur að óskum er áætlað
að verklok verði í upphafi árs 2016,
en reksturinn myndi hefjast í maí-
mánuði þar á eftir.
Vilja fá farþegaferju
í hlíðar Esjunnar
Enn einn möguleiki í afþreyingarflóru ferðamanna
Fyrirsögn hér
Fyrirhuguð leið kláfsins
Gönguleið
Tölvumynd/Batteríið arkitektar
Útsýnispallur Ein af þeim hugmyndum sem uppi eru á Verkfræðistofunni
er að setja upp útsýnispall við endastöð farþegaferjunnar.
Gönguleið Fyrirhuguð leið kláfsins er austan við gönguleiðina vinsælu.
María Margrét Jóhannsdóttir
mariamargret@mbl.is
Formenn stúdentafélaga funduðu
með Illuga Gunnarssyni mennta-
málaráðherra í gær. Illugi segir
fundinn hafa verið gagnlegan og að
mikilvægt hafi verið að hitta fulltrúa
námsmanna milliliðalaust. „Stúdent-
ar höfðu undirbúið sig vel fyrir
fundinn og komu með margar
ábendingar sem vert er að hlusta á.
Næstu dagar fara í það að skoða til-
lögur námsmanna og athuga hvort
hægt sé að finna einhvern flöt á
þessu máli. Þó liggur ljóst fyrir að
námsframvindukrafan er sambæri-
leg við það sem gengur og gerist á
Norðurlöndum og var hér á Íslandi
allt fram til ársins 2007. Þá má ekki
gleyma því að þessi aðgerð skapar
svigrúm til þess að hækka fram-
færslugrunn námslána sem er
ánægjulegt en stúdentar hafa kraf-
ist þess.“
Niðurskurðartillögur standa
María Rut Kristinsdóttir, formað-
ur Stúdentaráðs Háskóla Íslands,
segir það mikilvægt að hafa fengið
að koma sjónarmiðum stúdenta á
framfæri við menntamálaráðherra.
„Við fórum yfir tillögur okkar auk
þess sem við afhentum mennta-
málaráðherra, framkvæmdastjóra
og stjórnarformanni LÍN og aðstoð-
armanni ráðherra bók sem við lét-
um binda inn, en hún hefur að
geyma allar reynslusögur náms-
manna sem birtust á Facebook-síð-
unni okkar. Að öðru leyti var engin
ákvörðun tekin á fundinum og því
standa enn þær tillögur um niður-
skurð. Það verður stjórnarfundur
hjá LÍN á miðvikudag og málin
munu skýrast eftir þann fund. Við
bindum vonir við að hlustað verði á
okkar hlið máls og þá aðallega það
sem snýr að kröfunni um 22 eininga
námsframvindu. Við erum í grunn-
inn alfarið á móti þessum niður-
skurðartillögum en höfum þrátt fyr-
ir það lagt áherslu á að benda á
önnur úrræði.“
Námsmenn fund-
uðu með Illuga
Mál LÍN skýrast á næstu dögum
Illugi
Gunnarsson
María Rut
Kristinsdóttir