Morgunblaðið - 02.07.2013, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2013
FRÉTTASKÝRING
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Flestir þeirra þingmanna, sem Morg-
unblaðið hefur rætt við sem greiddu
atkvæði með ákærum á hendur fyrr-
verandi ráðherrum til Landsdóms,
eru enn sömu skoðunar og þegar at-
kvæðagreiðslan fór fram. Þeir telja þó
að endurskoða eigi lög um Landsdóm.
Þing Evrópuráðsins samþykkti
ályktun á föstudag sem segir að lýð-
ræðið og réttarríkið krefjist þess að
stjórnmálamenn séu verndaðir fyrir
því að vera ákærðir vegna pólitískra
ákvarðana sem þeir tóku sem kjörnir
fulltrúar í embætti. Ekki er minnst
sérstaklega á Landsdómsmálið í
ályktuninni en fjallað er um það í
skýrslu sem fylgir ályktuninni. Um
hana má lesa frekar hér fyrir neðan.
Stendur við feril málsins
Allir þingmenn Vinstri grænna
greiddu atkvæði með því að ráðherr-
arnir fjórir, sem þingmannanefnd
sem fjallaði um rannsóknarskýrslu
Alþingis lagði til að yrðu ákærðir,
yrðu ákærðir.
Lilja Rafney Magnúsdóttir átti
sæti í þingmannanefndinni sem lagði
til að þau Geir H. Haarde, Árni M.
Mathiesen, Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir og Björgvin G. Sigurðsson
væru ákærð. Hún segist standa al-
gerlega við feril málsins.
„Ég greiddi atkvæði fyrir mig og
get ekki borið ábyrgð á því hvernig
aðrir þingmenn vörðu sínu atkvæði.
Ég hefði viljað sjá fjóra ráðherra
ákærða,“ segir hún en er jafnframt
hlynnt því að lög um Landsdóm verði
endurskoðuð og uppfærð. Hún telji
ekki að þeir einstaklingar sem skip-
uðu Landsdóm hafi dæmt og komist
að niðurstöðu út frá pólitískum for-
sendum heldur út frá lögum um ráð-
herraábyrgð en þar sé grundvallar-
munur á.
Undir það sjónarmið um endur-
skoðun laganna tekur Katrín Jak-
obsdóttir. Hún segir að lagastoð hafi
verið fyrir ákærunum gegn fyrrver-
andi ráðherrunum, en rétt sé að end-
urskoða fyrirkomulagið sem sé barn
síns tíma.
Ögmundur Jónasson hefur hins
vegar áður lýst því að Landsdóms-
málið hafi verið mjög misráðið. Hann
hefði greitt atkvæði með því að aft-
urkalla málið hefði þess verið kostur.
Enginn efi vegna ákæra
„Ég hef engar efasemdir. Ég
stend fullkomlega við ákvörðun
mína þegar þetta mál kom til at-
kvæða,“ segir Mörður Árnason, fv.
þingmaður Samfylkingarinnar.
Hann vildi ákæra alla ráðherrana
fjóra en greiddi atkvæði gegn ákæru
á hendur Björgvini G. Sigurðssyni
eftir að ljóst varð að ákæra gegn
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur
hafði verið felld vegna þess að mál
þeirra væru tengd.
„Ég gerði mér ljóst þá og geri enn
að Landsdómsleiðin er ekki fullkom-
in en hún var sú eina sem stóð til
boða. Ég taldi okkur skylt að fara
hana samkvæmt hálfrar aldar göml-
um lögum og stjórnarskrá,“ segir
Mörður sem bendir á að fyrirkomu-
lagi Landsdóms hafi verið gjörbreytt
í tillögum stjórnlagaráðs.
Var æðsti embættismaðurinn
Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pír-
ata sem var þingmaður Hreyfingar-
innar og fulltrúi í þingmannanefnd-
inni fyrir hennar hönd, hafnar því
alfarið að Landsdómsmálið hafi ver-
ið einhvers konar nornaveiðar eins
og gefið hafi verið í skyn. Hún
greiddi atkvæði með því að ákæra
ráðherrana fjóra. Hún telur að eðli-
legra hefði verið að aðrir en þing-
menn tækju ákvarðanir um að ákæra
vini sína. Landsdómsfyrirkomulagið
sé úrelt og það þurfi að endurskoða.
Þá hafi aldrei staðið til að draga að-
eins einn mann til ábyrgðar.
„Við getum samt ekki horft fram
hjá því að viðkomandi ráðherra var
æðsti embættismaður á þessum
tíma. Ég hafna því fyrir mína parta
að þetta hafi verið persónulegt gegn
Geir H. Haarde heldur eingöngu út
frá þeirri ábyrgð og því embætti sem
hann gegndi á þessum tíma.“
Mistök að ákæra Geir einan
Ásmundur Einar Daðason, þing-
maður Framsóknarflokksins, var
þingmaður VG þegar atkvæða-
greiðslan um ákærurnar fór fram.
Hann telur að það hafi verið mistök
að ákæra Geir H. Haarde einan.
„Ef það átti að ákæra, þá átti að
ákæra ríkisstjórnina en ekki einn
mann. Það voru mikil mistök, enda
mun ég seint gleyma þessari at-
kvæðagreiðslu,“ segir Ásmundur
Einar þegar hann er spurður hvort
að mistökin hafi falist í því að ákæra
einn mann eða að ákæra til Lands-
dóms almennt.
Vigdís Hauksdóttir, þingkona
Framsóknarflokksins, greiddi at-
kvæði með öllum ákærunum á sínum
tíma. Hún hafði hins vegar ekki lesið
ályktunina eða skýrsluna þegar við-
bragða hennar var leitað og vildi því
ekki tjá sig um málið að svo stöddu.
Landsdómur engar nornaveiðar
Þingmenn sem stóðu að Landsdómsákærum gegn fyrrverandi ráðherrum standa flestir við þær
Segja lagastoð hafa verið fyrir þeim og skylt hafi verið að beita lögunum Tilbúnir að endurskoða lögin
Morgunblaðið/Kristinn
Atkvæðagreiðsla Þingmenn fylgjast spenntir með niðurstöðu atkvæðagreiðslna um ákærur á hendur fyrrverandi
ráðherrum. Alþingi samþykkti að ákæra Geir H. Haarde en hafnaði ákærum á hendur þremur öðrum ráðherrum.
„Svo það sé alveg ljóst þá greiddi ég
atkvæði með og studdi afgreiðslu
nefndarinnar [á ályktuninni]. Það er
talað og látið eins og ég hafi verið að
mótmæla af-
greiðslu nefnd-
arinnar. Það er
ekki rétt. Ég fór
yfir feril málsins
og gerði athuga-
semdir við nokk-
ur atriði í skýrslu
Omtzigt,“ segir
Þuríður Back-
man, fyrrverandi
þingkona VG og formaður Íslands-
deildar Evrópuráðsþingsins.
Þuríður segir að meðal þeirra at-
hugasemda sem hún hafi gert við
skýrslu hollenska þingmannsins hafi
verið að skýra hvenær skipað var í
Landsdóm, en í skýrslunni hefði
mátt skilja að sama þing og tók
ákvörðun um ákæru í Landsdóms-
málinu hafi kosið í Landsdóm. Það
sé hins vegar ekki rétt, því dóm-
urinn hafi verið skipaður löngu áð-
ur, af öðru þingi og annarri stjórn.
Sérálit hennar sem vísað sé til séu
þessar athugasemdir við framsetn-
ingu í skýrslunni og fylgi skýrslunni.
Nefndin hafi hins vegar aldrei greitt
atkvæði um skýrsluna sjálfa, enda sé
hún alfarið á ábyrgð höfundar.
„Skýrslan var mjög gagnrýnd í
nefndinni fyrir að vera svo pólitísk
að hún væri varla nothæf, sögðu
sumir,“ segir Þuríður.
Þuríður greiddi atkvæði með því
að ákæra alla ráðherrana fjóra, sem
þingmannanefnd lagði til við Al-
þingi, til Landsdóms. Hún segir að
málið hafi tekið mjög á sig persónu-
lega, bæði að þurfa að kalla til
Landsdóm og afgreiðsla Alþingis á
ákærunum. Hún telur þó ekki að það
hafi verið mistök að ákæra.
„Ég tel að við höfum staðið
frammi fyrir því að vera með nið-
urstöður rannsóknarnefndar Al-
þingis og þingmannanefndarinnar,
ákvæði í stjórnarskrá og lög um
Landsdóm sem við urðum að lúta og
hvorki stjórnarskrá né lögum um
Landsdóm varð breytt við þessar að-
stæður. Við vissum að það var löngu
tímabært að endurskoða lögin um
Landsdóm og yfirfara til samræmis
við þau lög og reglur sem nú gilda,
en því miður var þeirri endurskoðun
ekki lokið þegar hrunið skall á. Við
sátum uppi með lögin eins og þau
voru og fengum þau skilaboð frá
rannsóknarnefnd Alþingis og þing-
mannanefndinni að nú reyndi á þau
og ég tel mig hafa farið eftir því og
þingið ekki geta komist hjá því á
þessum tíma,“ segir hún.
Hún segir að leiðbeiningar Evr-
ópuráðsþingsins gagnist vel við gerð
laga um ráðherraábyrgð og breyt-
ingu á stjórnarskrá landsins.
Greiddi atkvæði
með ályktuninni
Þuríður Backman
Ályktunin sem þing Evrópu-
ráðsins samþykkti á föstudag
byggist á skýrslu sem hol-
lenski þingmaðurinn Pieter
Omtzigts vann og nefnist „Að-
greining pólitískrar ábyrgðar
og sakarábyrgðar“.
Þar fjallar hann meðal annars
um landsdómsmálið gegn Geir
H. Haarde og fangelsun Júlíu Tí-
mósjenkó, fv. forsætisráðherra
Úkraínu. Skýrslunni var vísað til
laga- og mannréttindanefndar
þingsins en er á ábyrgð höf-
undar. Þuríður Backman lagði
fram athugasemdir við skýrsl-
una þar.
Nefndin lagði svo fram álykt-
un um viðbrögð við skýrslunni
sem þingið samþykkti á föstu-
dag. Vísanir til Íslands voru fjar-
lægðar úr fyrstu drögum
ályktunarinnar í meðferð
nefndarinnar.
Vísanir til Ís-
lands teknar út
SKÝRSLA OG ÁLYKTUN
EVRÓPURÁÐSÞINGSINS