Morgunblaðið - 02.07.2013, Síða 15

Morgunblaðið - 02.07.2013, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2013 AF HVERJU EKKI AÐ FÁ MEIRA FYRIR MINNA? Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is Pípulagnahreinsir Perfect Jet Síuhreinsihaus Stuðningssæti U.V. Áburður fyrir lok Glasabakki Yfirborðshreinsir fyir skel FituhreinsirFroðueyðir Síuhreinsir 3499,- 1249,- 2899,- 2899,-2999,- 3299,- 3499,- 4499,- 1999,- *Öll verð eru m/vsk og birt án ábyrgðar Úrval fylgihluta fyrir heita potta René Kujan, tékkneskur blaðamaður, var bæði þreyttur og glaður þegar hann lauk í gær við að hlaupa þvert yfir Ísland. Hlaupið tók 13 daga. Í samtali við mbl.is í gær sagðist hann hafa von- ast eftir að hitta einhvern á leiðinni sem væri til í að hlaupa með honum Enginn annar en René á hlaupum yfir landið hluta af leiðinni. „Ég rakst ekki á neinn og enginn hljóp með mér. Ætli það séu margir á ferð um há- lendið sem eru eins vitlausir og ég,“ sagði hann. René lagði af stað frá Rifstanga, nyrsta tanga landsins og lauk ferð- inni í gærkvöldi á syðsta tanganum; Kötlutanga. Ferðina fór hann til styrktar Hollvinum Grensásdeildar og Íþróttasambandi fatlaðra. Á mbl.is má sjá ítarlegra viðtal við René og upplýsingar um hvern- ig má styrkja málefnin. René Kujan Gróðursetning aspa meðfram Vesturlandsvegi hjá Kjalarnesi er hugmynd sem Kjalnesingurinn Geir Gunnar Geirsson, bóndi á Vallá, tel- ur til þess bæra að auka umferðar- öryggi á svæðinu, þar sem mikið er um illviðri og hvassa vinda. Slíkum aðgerðum fylgir ekki mikill kostn- aður ef góðir samningar nást við landeigendur, segir Jónas Snæ- björnsson, framkvæmdastjóri þró- unarsviðs Vegagerðarinnar, en aspirnar þarf að gróðursetja um 30 metra frá vegkantinum og falla þær þar af leiðandi oft inn á land í einka- eigu. Fjarlægðarinnar er krafist í þágu umferðaröryggis en hættulegt getur verið að hafa svo stór tré í næstu nálægð við veginn. Raunveru- leg reynsla er ekki komin á gagn- semi aðgerðarinnar, þar sem aspirn- ar þurfa að vaxa í einn til tvo áratugi til að ná fullri hæð. „Þetta er mjög ódýr aðgerð og getur verið góður kostur, en þolinmæði þarf til,“ segir Jónas. Svipaðir skjólveggir hafa þegar verið reistir í Kollafirði og við Ingólfsfjall, en of stutt er síðan gróð- ursett var til að hægt sé að meta gagnsemina til fulls. Trjábelti sem veita á gott skjól þarf að vera nokkuð þétt og um tíu til fimmtán metra breitt. sunnasaem@mbl.is Kjalarnes Trjábelti úr öspum gæti mögulega aukið umferðaröryggi við Kjalarnes til muna. Hvasst veður og illviðri er þar mjög algengt. Þarf samþykki landeiganda  Vilji til að reisa trjábelti við Kjalarnes „Kennarasam- bandið í heild sinni og öll félög innan þess eru al- farið á því að rétt skref hafi verið stigið í þessum efnum,“ segir Þórður Hjalte- sted, formaður Kennarasam- bands Íslands, um lengingu á kenn- aranámi úr þremur í fimm ár. Hann segir jafnframt að þetta sé eitt þrep í því að gera menntakerfi okkar betra og líkara því sem er í Finn- landi. „Í Finnlandi eru margir starf- andi kennarar sem gera mennta- rannsóknir samhliða kennarastarfi. Það er vísir að þessu hér á landi og kennaradeildin hefur verið með kúrsa þar sem slík aðferðafræði er kennd, en þetta þarf að aukast og auðvitað viljum við gera betur,“ seg- ir Þórður, en í meistaranámi í kennslufræðum er lögð mikil áhersla á rannsóknir í starfi. Menntun kennara mikilvæg Í skólastefnu Kennarasambands Íslands fyrir árin 2011-2014 er lögð áhersla á menntun kennara, en þar segir að starfandi kennurum verði að vera gert kleift að afla sér frekari menntunar á launum samhliða kennslu til þess að geta lokið meist- araprófi. Einnig segir að kennara- menntun þurfi að vera í stöðugri endurskoðun og tekur Þórður undir þetta: „Kennarastéttin er ein af þessum stéttum sem þurfa virkilega á því að halda að læra allt lífið.“ Hann bætir við að á alþjóðavísu sé Íslendingum hrósað fyrir það að hafa haldið í áætlanir um lengingu kennaranámsins þrátt fyrir efna- hagshrunið og þær erfiðu aðstæður sem því fylgdu. agf@mbl.is Lenging námsins nauðsynleg Þórður Hjaltested Dr. Ari Brynjólfsson, eðlisfræðingur í Boston í Bandaríkjunum, er látinn, 86 ára að aldri. Ari fæddist 7. des- ember 1926 á Þúfna- völlum í Hörgárdal, sonur hjónanna Guð- rúnar Rósinkarsdóttur frá Æðey og Brynjólfs Sigtryggssonar, bónda og kennara í Ytra- Krossanesi á Akureyri. Ari varð stúdent frá Menntaskólanum á Ak- ureyri árið 1948 og mag. scient. í eðlis- fræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1954. Hann vann fyrst að segulmæl- ingum á bergi hér á landi, fór síðan til Þýskalands og starfaði við Há- skólann í Göttingen en réðst svo til starfa í kjarnorkuvísindastöð Dana í Risör. Þar stjórnaði hann tilraunum á smíðum á „Cobolt- geislabyssu“ sem eink- um er notuð til að auka geymsluþol mat- væla. Geislatæknin er einnig notuð til að dauðhreinsa búnað geimfara svo og tæki og áhöld á skurð- stofum sjúkrahúsa. Ari varði dokt- orsritgerð sína frá Niels Bohr-stofnun í Kaupmannahöfn árið 1973. Ari starfaði víða um heim, m.a. hjá Sameinuðu þjóðunum í Vínarborg og Hollandi. Lungann úr starfsævi sinni starfaði Ari á geisla- vísindastöð geimferðastofnunar Bandaríkjanna í Boston. Eftirlifandi eiginkona Ara er Marguerite Rem- an skjalaþýðandi. Þau eignuðust 5 börn. Andlát Ari Brynjólfsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.