Morgunblaðið - 02.07.2013, Side 16

Morgunblaðið - 02.07.2013, Side 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2013 Fallegir toppar peysur og bolir fyrir konur á öllum aldri Stærðir S-XXXL 20-70% afsláttur Verið velkomin Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Útsala STUTTAR FRÉTTIR ● Á aðalfundi Hampiðjunnar, sem haldinn var í vikunni sem leið, var samþykkt að greiða eigendum fyrirtækisins tæpar 146 milljónir króna í arð vegna afkomu fyrirtækisins á síð- asta ári. Jafngildir þetta 30% arði af nafnverði hlutafjár Hampiðjunnar. Félög í eigu Árna Vilhjálmssonar og Kristjáns Loftssonar eru stærstu hlut- hafar Hampiðjunnar. Hampiðjan greiðir 146 milljónir króna í arð ● Viðskipti með hlutabréf í júní námu 15.316 milljónum eða 806 milljónum á dag í Kauphöll Íslands. Það er 77% hækkun á milli ára, veltan var 456 millj- óna króna á dag í júní 2012. Þetta er 58% lækkun frá fyrri mánuði, en við- skipti með hlutabréf í maímánuði námu 1.916 milljónum á dag, segir í tilkynn- ingu. Mest voru viðskipti með hlutabréf Regins, eða 5.167 milljónir, þá Trygg- ingamiðstöðvarinnar, eða 2.035 millj- ónir og Eimskipa, eða 1.921 milljón. Velta með hlutabréf jókst um 77% milli ára Atvinnuleysi á evrusvæðinu mældist 12,1% í maímánuði samkvæmt tölum frá Eurostat, hagstofu Evrópusam- bandsins. Hækkar það um 0,1 pró- sentustig á milli mánaða. Atvinnu- leysi í Evrópusambandinu mældist hins vegar lægra, eða 10,9%, og stendur í stað milli mánaða. Á sama tíma í fyrra mældist atvinnuleysi á evrusvæðinu 11,3% og 10,4% í ESB. Á meðal ríkja Evrópusambands- ins mældist atvinnuleysi lægst í Austurríki, 4,7%, en atvinnuleysi mældist einnig lágt í Þýskalandi og Lúxemborg. Á Spáni og Grikklandi var hlutfall atvinnulausra hæst, rétt undir 27%. Þá mældist atvinnuleysi ungs fólks á evrusvæðinu 23,8% en hlut- fallið var hæst á Grikklandi, 59,2%. Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins funduðu um atvinnumál ungs fólks í seinustu viku en þar var ákveðið að verja sex milljörðum evra til að undirbúa ungt fólk fyrir atvinnulífið. kij@mbl.is AFP Mótmælaganga Verkalýðssamtök á Spáni hvöttu stjórnvöld til að vinna bug á vandanum en atvinnuleysi mælist um 57% hjá ungu fólki þar í landi. 12% atvinnuleysi á evrusvæðinu  24% atvinnuleysi hjá ungmennum BAKSVIÐ Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Finnski farsímaframleiðandinn Nokia hefur keypt hlut þýska stór- fyrirtækisins Siemens í Nokia Sie- mens Networks (NSN), sem er sam- starfsverkefni fyrirtækjanna tveggja. Kaupverðið nemur 1,7 millj- örðum evra sem jafngildir 275 millj- örðum íslenskra króna. Þetta kemur fram á fréttavef The Wall Street Journal. Nokia mun greiða 195 millj- arða kr. þegar skrifað verður undir kaupsamninginn en fær 80 milljarða kr. að láni frá Siemens. Þrengingar eftir hrunið 2008 NSN var sett á stofn árið 2007 sem sameiginlegt verkefni Nokia og Siemens. Fyrirtækið lenti snemma í fjárhagskröggum og skilaði ekki þeim hagnaði sem greinendur höfðu búist við. Minnkandi eftirspurn á al- þjóðamörkuðum eftir fjármálahrun- ið haustið 2008 lék fyrirtækið grátt og ekki bætti harðnandi samkeppni við farsímaframleiðendur eins og Huawei og ZTE úr skák. Alger umskipti Arðsemi NSN hefur hins vegar aukist til muna seinustu mánuði og kemur ýmislegt til, að sögn sérfræð- inga á farsímamarkaði. Annars veg- ar hafi eftirspurn eftir vörum fyr- irtækisins aukist og hins vegar hafi fyrirtækið gengið í gegnum fjár- hagslega endurskipulagningu. Sem dæmi hafi stjórnendur NSN sagt upp 17 þúsund starfsmönnum, sem jafngildir um 23% af vinnuafli fyr- irtækisins, og dregið úr útgjöldum sem nemur einum milljarði evra á ársgrundvelli. Reyndu að selja reksturinn Financial Times segir frá því að Nokia og Siemens hafi reynt að selja reksturinn fyrir tveimur árum en án árangurs. Nú hafi Siemens ekki vilj- að bíða lengur. „Með þessum við- skiptum höldum við áfram viðleitni okkar til að beina athygli Siemens að kjarnastarfseminni í orkustjórnun, iðnaði og innviðum, sem og í heil- brigðisgeiranum,“ sagði Joe Kaeser, fjármálastjóri Siemens. Stephen Elop, framkvæmdastjóri Nokia, var að sama skapi hæstánægður með kaupin og hrósaði NSN alveg sér- staklega fyrir umskiptin í rekstrin- um. Þess má geta að NSN skilaði 32 milljarða króna hagnaði fyrir fjár- magnsliði og skatta á fyrsta ársfjórð- ungi 2013. Greiningaraðilar eru sammála um að hlutur Siemens í NSN hafi verið of lágt verðlagður. Benda þeir á að lága kaupverðið sé til marks um ör- væntingu Siemens, en áhugi fyrir- tækisins hefur lengi staðið til að selja hlutinn. Greinendur hjá Nordea- bankanum verðlögðu hlutinn á fjóra milljarða evra og tóku sérfræðingar hjá Morgan Stanley í sama streng en létu þó í ljós álit sitt að um „bestu mögulegu útkomu“ hafi verið að ræða fyrir hluthafa Siemens. Ýmsar spurningar hafa vaknað um fjár- hagslega getu Nokia til framtíðar en blaðamaður Financial Times bendir á að hratt gangi á sjóði Nokia. Nokia kaupir hlut Siemens í NSN fyrir 275 milljarða  Umskipti í rekstri NSN  Hluturinn of lágt verðlagður að mati greinenda Umskipti Stjórnendur Nokia Siemens Networks hafa snúið rekstrinum við eftir fjármálahrunið haustið 2008. Fyrir- tækið gekk í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu og hefur eftirspurnin að auki farið vaxandi. AFP Kaup Nokia » Finnski framleiðandinn Nokia hefur keypt hlut Siem- ens í sameiginlegu verkefni þeirra, Nokia Siemens Net- works. » Kaupverðið nemur um 275 milljörðum króna. » Fyrirtækin reyndu að selja reksturinn fyrir tveimur árum en án árangurs. » Sérfræðingar á far- símamarkaði segja hlutinn hafa verið verðlagðan of lágt.                                         !"# $% " &'( )* '$* +,-.,+ +/0.10 ++0.+- ,+.12 ,3.,04 +/.214 +-3.-1 +.,-55 +/1 +53.0 +,-.1 +//.3- ++0.20 ,+.53- ,3.--4 +/.1+- +-3.0+ +.,23, +/1.11 +5+.+1 ,+0.3,+0 +,-.04 +//.24 ++0./+ ,+.555 ,3.-44 +/.150 +-+.30 +.,2-/ +/5.+ +5+.5 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.