Morgunblaðið - 02.07.2013, Page 21

Morgunblaðið - 02.07.2013, Page 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2013 ✝ SigríðurGunnlaugs- dóttir fæddist á Siglufirði 25. október 1935. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 22. júní 2013. Foreldrar henn- ar voru Jóhanna Guðrún Friðjóns- dóttir, f. 3.11. 1910, d. 30.12. 1993, og Gunn- Stefán Már á tvær dætur, þær Elfu Björt og Uglu. Sigríður flutti ung frá Siglufirði og fluttist til San Francisco um tvítugt þar sem hún starfaði í banka. Þegar hún kom til baka frá Banda- ríkjunum hóf hún störf hjá Flugfélagi Íslands, síðar Flug- leiðum, þar sem hún starfaði sem flugfreyja allan sinn starfsaldur. Sigríður kynntist sínum heittelskaða, Vilbergi Sigurjónssyni, árið 1979 og giftu þau sig í Jónshúsi í Kaupmannahöfn. Vilberg lést eftir erfið veikindi í janúar 1991. Útför Sigríðar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 2. júlí 2013, kl. 13. laugur Frið- leifsson, f. 29.5. 1899, d. 13.7. 1970. Bróðir Sig- ríðar er Jón Viðar Gunnlaugsson. Börn hennar eru Ýr Gunnlaugs- dóttir og Stefán Már Sigríðarson. Ýr er gift Sigurði Gretarssyni, þau eiga tvo syni, Tómas Núma og Axel Mána. Glæsileg er fyrsta orðið sem kemur í hugann þegar ég hugsa um Sigríði Gunnlaugsdóttur, kæra vinkonu og ömmu dóttur minnar. Ég gat ekki vanist því að kalla hana Siggu þótt aðrir gerðu það, svona virðulega og glæsilega konu. Þegar ég kynntist henni var hún ennþá flugfreyja, mikið bar hún ein- kennisbúninginn vel og með stolti. Hún var alltaf óaðfinn- anleg til fara og naut þess að hafa fallegt í kringum sig. Heimilið bar þess merki og allt í kringum hana. Sigríður var mikil mamma og amma og naut sín í því hlut- verki. Hennar bestu stundir voru með börnum sínum og barnabörnum. Fjölskyldan og vinir hafa misst mikið við fráfall Sigríðar. Ég kveð góða konu með þakklæti fyrir allt sem hún hefur gert fyrir mig og dóttur mína. Mig langar að láta fylgja brot úr texta Ómars Ragnars- sonar, Íslenska konan: . . . Ó! Hún er ást, hrein og tær! Hún er alvaldi kær eins og Guðsmóðir skær! Og loks þegar móðirin lögð er í mold þá lýtur þú höfði og tár falla’á fold. Þú veist, hver var skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf. En sólin, hún sígur, – og sólin, hún rís, – og sjá: Þér við hlið er þín ham- ingjudís, sem ávallt er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf: Það er íslenska konan, – tákn trúar og vonar, sem ann þér og þér helgar sitt líf. (Ómar Ragnarsson) Elsku fjölskylda, mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Guðbjörg Gylfadóttir Blöndal. Amma var líklegast ein helsta fyrirmynd okkar systr- anna. Hún var sterk, ævintýra- gjörn, óhrædd og yndisleg við alla sem hún talaði við. Ekki má heldur gleyma hversu glæsileg hún var á hverjum degi, alltaf vel til höfð, búin að setja rúllur í hárið, mála sig og setja á sig eitt af fjölmörgu ilm- vötnunum sínum. Ef við vildum komast að hreinskilnislegu svari var alltaf best að leita til ömmu, hún hik- aði ekki við að segja manni sannleikann, en hún passaði sig líka alltaf að segja manni þegar henni fannst eitthvað fallegt eða leit vel út. Við systurnar eyddum mikl- um tíma með ömmu enda voru hún og pabbi mjög náin. Þegar pabbi var að vinna kom hún að sækja okkur, fórum í heimsókn til pabba, völdum okkur spólu og nammi og áttum yndislegar stundir með henni, þeim verður seint gleymt; kvöldkaffið með kexkökunum sem hún geymdi í krukkunni á borðinu og glas af mjólk með klökum, en amma drakk alltaf mjólk með klökum, þegar við barnabörnin komum í heimsókn og fengum öll núðlu- súpur í kínaskálunum hennar sem voru meira að segja með sér skeið. Gistum uppi í rúmi hjá henni á kvöldin og þar var alltaf skylda að biðja bænirnar áður en í svefninn var haldið. Ekki erum við þó vissar hvern- ig svefninn hennar ömmu gekk enda hvorugar mjög kyrrlátar í svefni. Þess má líka geta að ef við systurnar gleymdum ein- hverju átti amma alltaf eitthvað til vara, það voru til auka tann- burstar, inniskór og allt sem okkur gæti vantað. En við gleymum ekki litlu flugfreyjut- annburstunum sem við fengum í þau ófáu skipti sem við gleymdum tannburstanum. Íbúðin hennar ömmu var allt- af í toppstandi, motturnar á sínum stað, kveikt á kertum, enda var hún mikil kertakona. Hnetur eða súkkulaði í skál og hélt hún ófá matarboðin. Þar var alltaf boðið upp á dýrind- ismat, enda var amma meist- arakokkur og þótti ekkert skemmtilegra en að eyða góð- um stundum með fjölskyldunni. Þar var svo spilað, þar sem oft- ast voru strákar á móti stelpum í liði og ekki var verra að vera með ömmu í liði enda stór viskubrunnur. Hún hafði líka frá mörgu að segja enda gerði hún margt spennandi og fram- andi á æviferli sínum. Ugla var til dæmis mjög ósátt með það þegar amma sagði okkur sög- una af afríska prinsinum sem hún þekkti, en henni hefði ekki þótt amalegt að fá að vera prinsessa. Það merkilega var líka að þrátt fyrir aldur hennar kunni hún ensku og hafði ferðast um allan heim og kynnst mörgu spennandi fólki, en það þótti ekki algengt á þessum tíma. Elsku amma, við ætlum að enda þetta á bæninni sem við báðum alltaf saman fyrir svefn- inn og við vonum að þú sért í friði og ró í svefninum langa. Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð, og fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen. Elva Björt Stefánsdóttir og Ugla Stefánsdóttir. Það er margs að minnast þegar hugurinn reikar til baka gegnum árin með henni Siggu eins og hún var jafnan kölluð þessi glæsilega, skemmtilega, hressa og í alla staði flotta kona. Þegar ég byrjaði að fljúga hjá Flugfélagi Íslands 1965 vor- um við ekki margar freyjurnar, þannig að það mynduðust mjög sterk bönd á milli okkar, ekki síst milli Siggu, Rúnu Bínu, Önnu og mín, og brölluðum við margt saman. Sigga átti alla mína aðdáun; að vera einstæð móðir í þessu starfi var nú ekki algengt í þá daga ef bara ekki einstakt. Hún Sigga fór létt með það eins og allt annað sem hún tók sér fyrir hendur. Það var gjarnan tekinn feill á okkur Siggu af þeim sem ekki þekktu okkur vel og var ég afar stolt af því; þótt Sigga væri þó- nokkrum árum eldri en ég var hún svo flott að ekki var hægt annað. Hún Sigga naut þess að halda boð. Hún var flottur gest- gjafi og ekki síst listakokkur, þau voru ófá matarboðin sem við Otto ásamt fleiri vinum fengum að njóta hjá henni. Ekki minnkaði virðing mín og aðdáun á Siggu þegar ég kom aftur til starfa eftir að hafa gift mig og átt barn. Þá var Sigga einhleyp flugfreyja með tvö börn og braut þar með blað í flugfreyjustarfinu. Það hafði engin á undan henni unnið í þessu starfi ein með tvö börn. Svo kom að því að Sigga hitti stóru ástina í lífi sínu, hann Vil- berg, og áfram fengum við Otto að njóta þess að vera í boðum, nú á fallega heimilinu þeirra í Fossvoginum. En árin þeirra saman urðu allt of fá og Sigga varð að kveðja Vilberg of fljótt eftir erfiðan sjúkdóm. Sigga stóð í gegnum það keik og sterk eins og alltaf og það gerði hún líka gegnum sín veikindi. Við Otto viljum þakka þér, Sigga, fyrir samfylgdina öll ár- in. Við vottum Ýri, Stefáni Má og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð. Ég veit, Sigga mín, að það hafa margir útbreiddir faðmar beðið eftir þér þegar þú kvadd- ir héðan. Þín vinkona, Bryndís. „Mér líður vel, ég hef það fínt.“ Þetta voru alltaf fyrstu orð Siggu, Sigríðar Gunnlaugs- dóttur, þegar fólk hitti hana á förnum vegi og hún var innt eftir því hvernig henni liði. Það var sama á hverju gekk, alltaf tók hún öllu með brosi á vör. Alveg fram á síðasta dag. Dugnaður og jákvæðni voru hennar aðalsmerki. Sigga Gunnlaugs starfaði sem flug- freyja í áratugi, alltaf létt og kát og góður vinnufélagi. Hún var mjög félagslega sinnuð og lagði sitt af mörkum við fé- lagsstörf í stéttarfélaginu sínu. Hún var ein þeirra sem brutu blað í sögunni því hún tilheyrði fyrstu kynslóðinni sem gerði flugfreyjustarfið að ævistarfi. Sigga var einnig félagi í Svöl- unum, góðgerðarfélagi fyrrver- andi og núverandi flugfreyja og flugþjóna, og hennar er sárt saknað nú þegar hún hefur kvatt okkur í síðasta sinn. Þar lagði hún einnig sitt af mörkum til að efla félagið. Það er ekki lengra síðan en í maí sem hún var með okkur á aðalfundi fé- lagsins, greinilega veik en ótrú- lega hress andlega og sagði, að venju, að sér liði vel og hún hefði það fínt. Hún var ákveðin í að koma með okkur í hina ár- legu sumarferð Svalanna, þremur vikum seinna. Hún var búin að pakka niður í tösku og var alveg tilbúin þegar hún varð að hætta við að fara, að- eins deginum fyrir ferðalagið. Svölurnar senda börnum, barnabörnum og öðrum að- standendum Siggu innilegar samúðarkveðjur. Minningin um hana mun lifa með okkur og hvetja okkur til dáða í hennar anda. F.h. Svalanna, Greta Önundardóttir, formaður. Það er víst það eina sem er öruggt í þessum heimi að allir verða að hlýða kalli dauðans. Þá er ekki spurt um sanngjarn- ar óskir eða nauðsyn þess að fá að lifa. En mikið óskaplega hefði það verið notalegt að fá að hafa hana Siggu aðeins lengur á meðal okkar. Þessi fallega kraftmikla kona var svo mikill klettur í annars lítilli fjölskyldu. Þríeykið Sigga, Ýr og Stefán voru svo stór partur hvert af öðru að manni fannst einhvern veginn að hún yrði alltaf til en svo er víst ekki og því sit ég hér með tárvot augu og hugsa um allar minningarnar sem ég á um þessa litlu fjölskyldu. Það er svo margs að minnast og margt að þakka fyrir á þess- um tæpu fjörutíu árum sem ég er búin að þekkja Siggu. Að vera einstæð með tvö börn á þessum tíma hefur ekki alltaf verið auðvelt en hún var kjark- mikil og dugleg kona sem lét fátt stöðva sig. Ferðaðist ein með börnin sín til framandi landa, kom upp fallegu heimili og ól börnin sín tvö upp án þess að fá til þess mikla aðstoð. Þeg- ar ég fór að venja komur mínar í Kjarrhólmann með Ýri áttaði ég mig fljótt á að þetta heimili var ekki alveg eins og ég átti að venjast. Allt var svo framandi og flott – heimilið svo smekk- legt, hún svo mikil skvísa og maturinn svo allt öðruvísi. Og fljótlega fékk ég matarást á henni og tróð mér í mat með fjölskyldunni eins oft og kostur var. Enda rifjuðum við reglu- lega upp viðbrögðin hjá mér þegar ég borðaði framandi mat með þeim sem var ekki á borð- um Íslendinga á þessum tíma. En fátt fannst mér meira spennandi en þegar ég fékk flugvélamat sem hún kom stundum með úr fluginu. Sigga hafði mikinn áhuga á mat og var listakokkur og því fannst mér liggja beinast við þegar ég var að nesta mig fyrir skóla- ferðalag, að fara með hráan kjúkling til hennar og fá hana til að elda hann fyrir mig. Stolt eldaði hún kjúklinginn en hafði á sama tíma miklar áhyggjur af því hvernig móðir mín tæki þessu. Þegar Sigga svo kynntist stóru ástinni í lífi sínu, honum Vilberg, vorum við Ýr jafn spenntar og forvitnar um þenn- an hávaxna brosmilda mann sem heillaði alla upp úr skónum með húmor og góðri nærveru. Því miður náðu þau ekki að vera saman nema í tíu ár en Vilberg lést árið 1991. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að vera viðhengi þess- arar litlu en samheldnu fjöl- skyldu í svona langan tíma og ég veit að við Ýr verðum áfram óaðskiljanlegar þangað til kallið kemur hjá okkur. Elsku Ýr, Stefán og Siggi, Tómas, Axel, Elfa og Ugla. Ykkar missir er mikill. Ég og fjölskylda mín vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Sylvía B. Gústafsdóttir. Mig langar að kveðja Sigríði Gunnlaugsdóttur með fáeinum orðum. Siggu kynntist ég fyrir rúmum þrjátíu árum þegar hún varð tengdamóðir sonar míns. Ég tók fljótt eftir því hvað það var sterkt og fallegt samband milli hennar og barna hennar. Sonur minn og hún urðu einnig mjög náin og voru miklir vinir. Ekki er sjálfgefið að tengda- synir séu ánægðir með að hafa tengdamömmu of mikið inni á heimilinu, en annað var með son minn. Honum fannst alltaf ljúft að hafa hana með. Það voru ekki fá gamlárs- kvöldin sem við Sigga áttum saman hjá Ýr og Sigga, ynd- islegar minningar sem ljúft er að hugsa til. Borðuðum frábær- an mat saman stórfjölskyldan, flestir fóru síðan á brennuna en við Sigga sáum um uppvaskið á meðan. Síðan sungum við sam- an Nú árið er liðið og skáluðum fyrir nýju ári. Hún Sigga var frábær amma, hún gerði allt fyrir strákana sína, Tómas Núma og Axel Mána. Enda kunnu þeir að vel meta hana, hún var best allra. Elsku Sigga, takk fyrir allar okkar skemmtilegu samveru- stundir í gegnum árin, ferðina til Flórída með allri fjölskyld- unni, reynitréð sem þú gafst mér í sumarbústaðinn sem er orðið stórt og fallegt í dag og ekki síst öll dásamlegu matar- boðin hjá elskulegri dóttur þinni og tengdasyni. Ýr, Stefáni og fjölskyldum þeirra votta ég mína dýpstu samúð. Hildur. Í dag kveðjum við fyrrum starfssystur, okkar Sigríði Gunnlaugsdóttur, eða Siggu Gunnlaugs eins og hún var ávallt kölluð. Sigga Gunnlaugs réð sig til starfa sem flugfreyja hjá Flugfélagi Íslands þann 17. apríl 1963 og gegndi því starfi í 36 ár eða til ársins 1999, síðar hjá Flugleiðum/Icelandair. Flugfreyjustarfið er um margt afa sérstakt. Í háloft- unum er vinnustaðurinn aldrei eins. Nýir starfsfélagar hittast í upphafi nýrrar flugferðar án vitundar um hvað sú ferð ber í skauti sér. Nýir farþegar og nýir áfangastaðir eru viðfangs- efnið. Við þessar kringumstæð- ur reynir á að samskipti séu góð. Þar var Sigga Gunnlaugs á heimavelli. Hún var glettin og spaugsöm og smitaði umhverfið með dillandi hlátri. Hún mætti alltaf óaðfinnanleg til vinnu og var dugnaðarforkur og einstök fyrirmynd í leik og starfi. Sigga Gunnlaugs tók virkan þátt í starfi Flugfreyjufélags Íslands frá 1966 og sinnti ýms- um trúnaðarstörfum, sat í trún- aðarráði, samninganefnd og var trúnaðarmaður á vinnustað. Við þökkum af alhug ljúf og góð kynni. Fjölskyldu Siggu Gunnlaugs, vinum og ættingjum vottum við okkar dýpstu samúð. F. h. Flugfreyjufélags Ís- lands, Sigríður Ása Harðardóttir, Sturla Bragason, Anna Dís Sveinbjörns- dóttir, Þóra Sen. Sigríður Gunnlaugsdóttir ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Þóra Sigrún Gunnarsdóttir, varð bráðkvödd að heimili sínu, Jörfa á Kjalarnesi, föstudaginn 29. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Eggert Ólafsson, Guðrún Eggertsdóttir, Jón ViðarÓskarsson, Kristín Eggertsdóttir, Kjartan Flosason, Stella Bára Eggertsdóttir, Gunnar Þór Eggertsson, Stephenie Surby, Sigrún Eggertsdóttir, Ólöf Dröfn Eggertsdóttir, Adam Drennan, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, DÓRA HANNA MAGNÚSDÓTTIR, andaðist á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja sunnudaginn 30. júní. Útför hennar verður frá Landakirkju laugar- daginn 6. júlí klukkan 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast Dóru Hönnu er bent á minningarkort Hraunbúða, dvalar- og hjúkrunarheimilis aldraðra í Vestmannaeyjum. Sigmundur Andrésson, Dóra Bergs Sigmundsdóttir, Sigmar Magnússon, Bergur M. Sigmundsson, Andrés Sigmundsson, Óskar Sigmundsson, Oddný Huginsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLGRÍMUR SÆMUNDSSON kennari, Goðatúni 10, Garðabæ, sem andaðist á heimili sínu laugardaginn 22. júní, verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju fimmtudaginn 4. júlí kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á hjúkrunarþjónustu Karitas. Lovísa Óskarsdóttir, Óskar Hallgrímsson, Elín Björg Magnúsdóttir, Vigfús Hallgrímsson, Kristín Hallgrímsdóttir, Arnór Snorrason, Þorsteinn Hallgrímsson, Auður Egilsdóttir, Guðrún Hallgrímsdóttir, Guðmundur Ýmir Bragason, Hallmundur Hallgrímsson, Asti Tyas Nurhidayati, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.