Morgunblaðið - 02.07.2013, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 02.07.2013, Qupperneq 24
Gullu. Heimili hennar var alltaf opið og þar hittist fjölskyldan oft. Lengst af var Gulla útivinn- andi en þrátt fyrir það sat heimilið aldrei á hakanum. Einn af kostum Gullu var að hún stóð við allt sem hún lofaði og lét aldrei bíða eftir sér. Einnig var hún alltaf tilbúin til að rétta hjálparhönd. Þá vílaði hún ekki fyrir sér að ráðast í ýmis verk sem mörgum hefði vaxið í aug- um. Hún yfirdekkti húsgögn, saumaði föt barna sinna og var með þeim fyrstu sem buðu upp á svæðanudd hérlendis en í því var hún sjálflærð. Gulla og Ósk- ar ferðuðust mikið um Ísland og þekktu landið afar vel. Á seinni árum ferðuðust þau líka til útlanda. Við Stefanía ferð- uðumst með þeim um Bandarík- in, Ítalíu og Frakkland. Eftir að Óskar féll frá átti Gulla góðar stundir með okkur í Flórída, New York og á Ítalíu. Hún sagðist alltaf eiga eftir að ferðast til fleiri staða í heim- inum, en af því verður því mið- ur ekki. Gulla átti við mjög erfið veik- indi að etja á þessu ári og barð- ist hetjulega við þau. Þegar ljóst var að ekki myndi nást fram sigur í þeirri baráttu tók hún því af ótrúlegu æðruleysi. Þrettán dögum fyrir andlátið kallaði hún alla sína nánustu til sín og kvaddi hvern og einn. Einnig hringdi hún í vini og ættingja og þakkaði þeim sam- fylgdina. Þetta var erfið stund fyrir marga, en fyrir hana var þetta ekkert mál. Hún vissi á hvaða leið hún var og sá enga ástæðu til að dvelja neitt við vandamálið frekar en endra- nær. Mig langar að þakka Gullu fyrir einstaklega góð kynni. Hennar verður sárt saknað. Jón Atli Benediktsson. Tengdamóðir mín, Guðlaug Þorleifsdóttir, Gulla, er látin. Hún átti um nokkurra mánaða skeið í harðri baráttu við krabbamein, sem að lokum hafði sigur fyrir rúmri viku. Ég man enn eftir því þegar ég hitti Gullu fyrst rétt fyrir jól 1986. Hún tók vel á móti mér eins og ávallt síðar, þó ég stoppaði stutt í það skiptið. Ég var þá farinn að gera hosur mínar grænar fyrir dóttur hennar, að vísu árangurslítið, þegar þá var komið sögu. Seinna rættist úr fyrir mér og þá kynntist ég henni smám saman betur. Gullu var umhugað um vel- ferð barna sinna og fjölskyldna þeirra og ávallt tilbúin að leggja lið ef á þurfti að halda. Hún var stolt af sínu fólki og bar hag þess fyrir brjósti. Von- andi hefur okkur sem henni tengdumst fjölskylduböndum tekist að gjalda líku líkt, sér- staklega eftir að halla fór undan fæti hjá henni undanfarið ár. Á kveðjustund er rétt að líta ✝ Guðlaug Þor-leifsdóttir fæddist í Reykjavík 17. apríl 1935. Hún lést á Landspít- alnum 24. júní 2013. Foreldrar henn- ar voru Þorleifur Eyjólfsson, arki- tekt, og Margrét Halldórsdóttir. Systkini hennar eru þau Þóra, f. 1927, Hörður, f. 1928, Laufey, f. 1930, Nanna Sigfríð, f. 1931 og tvíburabróð- irinn Leifur, f. 1935. Í júlí 1961 giftist Guðlaug Óskari V. Friðrikssyni. Þau þeirra eru Jóhanna, f. 1989, BS í umhverfis- og byggingarverk- fræði, Ásdís, f. 1992, nýstúdent, og Margrét Þóra, f. 2001, 3) Þorleif, f. 1969, rafmagnsverk- fræðing og knattspyrnuþjálf- ara. Maki hans er Kristrún Lilja Daðadóttir, verkefnastjóri og knattspyrnuþjálfari. Börn þeirra eru Aron Óskar, f. 2001, Atli Freyr, f. 2004, Arnar Darri, f. 2004 og Andri Fannar, f. 2011. Guðlaug lauk gagnfræða- prófi og síðar námi í snyrtifræð- um í Kaupmannahöfn 1961. Lengi vel sinnti Guðlaug ýmsum verslunarstörfum. Þá vann hún um tíma við ræstingar og síðar sem svæðanuddari. Hún var starfsmaður Hitaveitu Reykja- víkur, síðar Orkuveita Reykja- víkur, frá 1986 til 2004. Útför Guðlaugar fer fram frá Bústaðarkirkju í dag, 2. júlí 2013, kl. 13. eignuðust þrjú börn: 1) Stefaníu, f. 1962, stjórnmála- fræðing og lektor við Háskóla Ís- lands. Maki hennar er Jón Atli Bene- diktsson, aðstoð- arrektor Háskóla Íslands og prófess- or. Synir þeirra eru Benedikt Atli, f. 1991, háskólanemi, og Friðrik, f. 2003, 2) Herdísi, f. 1963, viðskiptafræðing og fjár- málaráðgjafa hjá Landsbank- anum. Maki hennar er Sæmund- ur Valdimarsson, löggiltur endurskoðandi hjá KPMG. Börn Með nokkrum orðum kveð ég tengdamóður mína, Guðlaugu Þorleifsdóttur, en henni kynnt- ist ég fyrir 33 árum. Áttum við ávallt góðar stundir saman. Við fyrstu kynni komu persónuein- kenni Gullu vel í ljós. Hún var hreinskiptin, glaðvær og áreið- anleg kona sem hikaði ekki við að segja skoðun sína óháð því hvað öðrum fannst. Gulla giftist Óskari V. Frið- rikssyni árið 1961. Þau höfðu hist á Siglufirði og giftu sig eft- ir einungis þriggja vikna kynni sem sýnir að Gulla þurfti sjaldnast langan tíma til að gera upp hug sinn. Þó að Gulla og Óskar hafi verið um margt ólík var ekki fyrir utanaðkom- andi að sjá það. Eftirtektarvert var hvað hún hugsaði vel um mann sinn og mat hann mikils. Bæði höfðu þau mikinn áhuga á stjórnmálum, en Óskar var virkur í starfi Sjálfstæðisflokks- ins um áratuga skeið. Allt fram á síðasta dag fylgdist Gulla með þjóðmálunum og það var alltaf gaman að spjalla við hana um þau. Gulla bjó fjölskyldu sinni gott heimili og hafði snyrti- mennsku og smekkvísi ávallt að leiðarljósi. Hún var kjölfestan á heimilinu og ól börn sín upp með gildi sín að leiðarljósi. Mikla áherslu lagði hún m.a. á að fólk bæri ábyrgð á gjörðum sínum, tæki til hendinni og kláraði sín verk. Ekki fylgdist hún náið með lærdómi barna sinna enda áttu þau sjálf að taka ábyrgð á honum sem öðru. Hún getur verið mjög stolt af börnum sínum þremur, þeim Stefaníu, Herdísi og Þorleifi, sem og barnabörnunum níu. Mæðgurnar voru mjög sam- rýmdar en sama gilti reyndar um alla fjölskylduna í kringum til baka, þakka fyrir samfylgd- ina sem nú er á enda, halda á lofti minningu um konu sem setti lit á líf mitt og fjölskyldu minnar, en horfa um leið fram á veginn, því lífið heldur áfram. Sæmundur Valdimarsson. Hver minning dýrmæt perla að liðn- um lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Okkar yndislega amma Gulla okkar er dáin. Hún sem alltaf var svo góð við okkur. Við kom- um alltaf á sunnudögum og fengum bestu pönnukökur í heimi hjá henni. Hún passaði okkur oft og sagði okkur skemmtilegar sögur, við horfð- um á bíó saman, hlógum og höfðum gaman. Hún var alltaf svo fín og falleg og alltaf var allt svo hreint og snyrtilegt heima hjá henni. Amma bjó til góðan mat og vorum við spenntir að fara í heimsókn til hennar. Hún gaf okkur góðar gjafir. Við vitum að henni þótti leiðinlegt að fá ekki að kynnast Andra Fannari betur en við vitum nú að við eigum verndarengil á himnum sem mun fylgjast með okkur. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þínir ömmustrákar, Aron Óskar, Arnar Darri, Atli Freyr og Andri Fannar. Í dag kveð ég elsku systir mína og bestu vinkonu, hana Gullu. Hún er sú fyrsta af okk- ur sex systkinunum frá Hjalla- landi sem kveður þennan heim. Gulla systir var alveg sérstök persóna, það var alveg sama hvað hún gerði, allt lék í hönd- um hennar, alveg sama hvað var. Hún saumaði allt á börnin sín þegar þau voru lítil og á sjálfa sig og bjó sjálf til sniðin, þessi flottu föt eins og úr fín- ustu tískublöðum. Heimilið hennar var alveg sérstaklega smekklegt og fagurkerinn í fyr- irrúmi, hún var mikil húsmóðir og í allri matargerð, tók slátur á hverju ári (mikil búkona). Það er svo margt sem kemur upp í huga mínum frá æskuár- unum heima á Hjalló sem mætti telja upp og allt sem við áttum saman öll þessi ár. Hún var strax svo dugleg þegar hún var lítil og vildi alltaf hjálpa til við heimilisstörfin, það kom strax í ljós þessi dugnaður hjá henni, en mömmu þótti hún alltof ung, en sú litla var bara forkur dug- leg og gat allt þó lítil væri og mamma var bara mjög stolt af litlu stelpunni sinni. Hún sagði við okkur undir það síðasta, þegar hún kvaddi okkur syst- urnar og þakkaði okkur fyrir samveruna, verið góðar hvor við aðra því lífið er svo stutt. Nú er þessi sterka kona látin og þakka ég henni fyrir alla hlýjuna, vinskapinn og sam- veruna. Mikill er söknuður okk- ar allra og afkomenda hennar. Blessuð sé minning Gullu systur. Nanna Þorleifsdóttir. Guðlaug Þorleifsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku Gulla. Þessar ljóð- línur koma upp í huga minn við fráfall þitt. Undir háu hamrabelti höfði drúpir lítil rós. Þráir lífsins vængja víddir vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan hjartasláttinn rósin mín. Er kristallstærir daggardropar drjúpa milt á blöðin þín. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað, krjúpa niður kyssa blómið hversu dýrðlegt fannst mér það. Finna hjá þér ást og unað yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. Guðmundur G. Halldórsson Hvíl í friði. Þín systir, Laufey. 24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2013 Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Alúð - virðing - traust Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST ✝ Okkar innilegu þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð, vináttu, kærleika og umhyggju við andlát og útför okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR ÓLAFSDÓTTUR, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki göngudeildar hjartabilunar Landspítalans, Heimahlynningu Landspítalans, Heimahjúkrun í Hafnarfirði og líknardeild Kópavogs fyrir alla þá umhyggju, hlýju, alúð og nærgætni sem þau veittu henni og okkur. Ríkharður Kristjánsson, Sigurjón Ríkharðsson, Hjalti Ríkharðsson, Magnhildur Erla Halldórsdóttir, Hildur Ríkharðsdóttir, Bragi Þór Leifsson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Jóhann Ríkharðsson, Fríða Rut Baldursdóttir, Sigríður Ríkharðsdóttir, Jón Gunnar Jónsson, barnabörn og fjölskyldur þeirra. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNLAUGUR PÁLMI STEINDÓRSSON forstjóri, Sóltúni 10, Reykjavík, sem andaðist á heimili sínu föstudaginn 21. júní, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 3. júlí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir. Steindór Gunnlaugsson, Halldóra Lydía Þórðardóttir, Haraldur Páll Gunnlaugsson, Bolette Møller Christensen, Bryndís Dögg Steindórsdóttir, Haukur Eggertsson, Gunnlaugur Egill Steindórsson, Karla Baasch Christensen, Emilía Björk Hauksdóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir, tengdasonur, mágur, svili og frændi, ÓLAFUR E. RAFNSSON lögmaður, forseti ÍSÍ og forseti FIBA Europe, Miðvangi 5, 220 Hafnarfirði, varð bráðkvaddur í Sviss miðvikudaginn 19. júní. Hann verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 4. júlí kl. 15:00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en fyrir þá sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð hans í þágu íþrótta- hreyfingarinnar sem hefur reikningsnúmer 0537-14-351000 og kennitölu 670169-0499. Gerður Guðjónsdóttir, Auður Íris, Sigurður Eðvarð og Sigrún Björg Ólafsbörn, Rannveig E. Þóroddsdóttir, Rafn E. Sigurðsson, Sigþór R. Rafnsson, Elísabet Rafnsdóttir, Auður Jörundsdóttir, Sigurður Guðjónsson, Guðríður Guðfinnsdóttir, Þjóðbjörg Guðjónsdóttir, Ágústa Guðjónsdóttir, Gert Fisker Tomczyk og frændsystkini. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra JÓNS GUNNARSSONAR flugstjóra. F.h. aðstandenda, Valdimar Gunnarsson. ✝ Ástkær sonur okkar, BERGUR BJARNASON, Barónsstíg 27, lést á heimili sínu laugardaginn 29. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Bjarni Bergsson, Ragnhildur Friðriksdóttir. ✝ Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, SIGURDÓR HALLDÓRSSON, Hamrabyggð 7, Hafnarfirði, lést á heimili sínu sunnudaginn 30. júní. Halldór Gunnlaugsson, Bára Fjóla Friðfinnsdóttir, Skarphéðinn Halldórsson, Birta Dögg Birgisdóttir, Birgir Smári Skarphéðinsson, Emil Árni Skarphéðinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.