Morgunblaðið - 02.07.2013, Síða 28

Morgunblaðið - 02.07.2013, Síða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Vinir og þínir nánustu hafa setið á hakanum hjá þér að undanförnu. Stundin rennur upp í dag og það er eins og þið getið ekki hætt að spjalla, svo gaman er það. 20. apríl - 20. maí  Naut Nú fer stressið að segja til sín. Viðskipti og samskipti um praktísk atriði við einhvern í útlöndum ganga vel. Gefðu þér tíma til að slaka á og treysta því að þetta leysist. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Hið rétta virðist svo rétt í dag og það ranga svo rangt. Reyndu að muna eftir því hvað það er gott að eiga góða vini þegar maður þarf á þeim að halda. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Leggðu þig sérstaklega fram um að vera liðleg/ur í samskiptum. Trúðu ein- hverjum með opinn huga fyrir því sem hefur legið á þér. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú verður framúrskarandi ef þú venur þig á nokkra góða siði á næstu vikum. Leit- aðu á önnur mið því það er fullt af öðrum fiskum í sjónum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Ekkert er nýtt undir sólinni. Vertu því á varðbergi gegn freistingum og gylliboðum. Leitaðu ráða hjá sérfræðingum til þess að áætlanir þínar séu líklegar til að standast. 23. sept. - 22. okt.  Vog Nú verður ekki lengur hjá því komist að taka til hendinni því verkefnin hafa hlaðist upp. Breyttu neikvæðni í jákvæðni með því að anda rétt. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Fjarlægð er ekki rétta aðferðin til þess að fá það sem maður þráir. Fylgdu innsæi þínu. Nú er ekki rétti tíminn til þess að þröngva markmiðum sínum áleiðis. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert mjög metnaðarfull/ur og finnur að árangur erfiðisins er innan seilingar. Þú talar um hvernig þú vilt að hlutirnir séu, ekki hvernig þeir eru í raun. 22. des. - 19. janúar Steingeit Nú skiptir öllu að huga að heilsu- farinu og gæta hófs í mat og drykk. Auglýsing er þín leið að peningum og tækifærum fyrir persónulegan þroska. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þér getur orðið vel ágengt við vinnu í dag þar sem aðrir sýna þér skilning og stuðning. Vel má vera að þú hafnir þar sem draumar þínir uppfyllast. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það sem var einskis nýtt í gær er verðmætt í dag, en bara fyrir þá sem sjá verðmætagildið. Leiddu þetta ekki hjá þér heldur líttu í eigin barm og skoðaðu málin. Það kom í fréttum Mbl. is ásunnudag, að Jón Gnarr borg- arstjóri hefði „gefið saman brúð- hjón“ – og með því hefði fertugs- afmæli snúist upp í brúðkaups- veislu. Um þetta var karlinn á Laugaveginum að tauta, þegar ég hitti hann, – horfði upp í loftið, þagnaði og sagði eins og við sjálfan sig: Borgarstjórinn brosti og fór á kostum. Gjörninga hann gera kunni að gifta fólk í þykjustunni. Mér þykir fara vel á því að láta uppkast að biðilsbréfi Tryggva H. Kvaran fylgja í kjölfarið: Ég á ósk í eigu minni ofurlítið grey – að mega elska einu sinni áður en ég dey. Að það sé svo undurgaman allir segja mér. Eigum við að vera saman og vita hvort það er. Og síðan kemur vísa til elskunnar sinnar: Komdu sæl, mín kjaralds ausu Nanna. Hvernig líður högum þín hákarls grútar liljan fín? Mér þykir stuðlafall allra brag- arhátta skemmtilegast en naut þess ekki til fulls fyrr en Ragnar Að- alsteinsson benti mér á, að síðari stuðullinn yrði að standa í þriðja áhersluatkvæði. Ég tek dæmi af stuðlafalli, þar sem það kemur af sjálfu sér að hafa hljóðdvöl á eftir kátur: Lifa kátur líst mér mátinn bestur. Þó að bjáti eitthvað á úr því hlátur gera má. Eins og hér sést er fyrsta vísu- orðið bundið með aðalhendingunni „kátur-mátinn“ í lágkveðunum í 2. og 4. áhersluatkvæði. Magnús Jóns- son á Laugum í Dalasýslu sagði við hund prestsins en meinti prestinn sjálfan: Farðu sláni fjarri láni öllu heiðurs án úr húsi mín. Helst er smán að komu þín. Sveinbjörn Egilsson orti: Edda prýðir, allir lýðir segja en hana að brúka of mjög er eins og tómt að éta smér. Þessi vísa er af öðrum toga: Sigla fleyi, sofa í meyjarfaðmi ýtar segja yndið mest og að teygja vakran hest. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af gjörningi og biðilsbréfi Í klípu „OKEI, NÚ SKULUM VIÐ SKOÐA NÁNAR PLAN B, BETUR ÞEKKT SEM: HVER MAÐUR FYRIR SJÁLFAN SIG.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „KRAKKI, ÞAÐ ER BANNAÐ SAMKVÆMT LÖGUM AÐ SEGJA FÓLKI AÐ ÞÚ SÉRT 50 ÁRA GAMALL.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að lifa í von. PLAN B YNG- INGAR- LYF 50 KR. „ANDVARP!“ HELGA SEGIR AÐ TÖFRARNIR SÉU FARNIR ÚR HJÓNABANDINU. Á ÉG AÐ KENNA ÞÉR NOKKRA SPILA- GALDRA? TÖLVAN ER YNDISLEGUR HLUTUR. TIL AÐ MYNDA … EF ÉG SLEKK Á HENNI, ÞÁ GET ÉG SÉÐ FRÁBÆRA ENDUR- SPEGLUN AF SJÁLFUM MÉR. Víkverji man varla eftir knatt-spyrnumanni á Íslandi sem haft hefur jafnmikið yndi af því að skýla knettinum fyrir andstæðingum sín- um og Chukwudi Chijindu, miðherji Þórsara í Pepsi-deildinni. Víkverji hefur séð nokkra leiki Þórsara í sumar og glímurnar eru orðnar ófáar, þar sem andstæðingar liðsins reyna að ná knettinum af Chijindu, sem Akureyringar kalla einfaldlega Chuck enda nafnið í heild tungubrjótur hinn mesti. Yfir- leitt fara glímur þessar á tvo vegu, annaðhvort skilar Chuck boltanum af sér til samherja, eftir japl, jaml og fuður, eða brotið er á honum. Hann tapar honum eiginlega aldrei. Chuck er ekkert sérstaklega hár í loftinu en feikilega sterkur á líkam- ann og þegar hann setur óæðri end- ann út í loftið og stendur yfir bolt- anum er nær útilokað að komast að honum. Meinfyndið var að fylgjast með Keflvíkingum kljást við kapp- ann um liðna helgi. Ekkert gekk og það var nokk sama þótt Kristján Guðmundsson þjálfari henti hverju heljarmenninu inn á af öðru, alltaf stóð Chuck atlögurnar af sér. Kappinn hlýtur að hafa lagt stund á glímu af einhverju tagi á æskuár- unum í heimalandi sínu, Bandaríkj- unum. x x x En Chukwudi Chijindu er annað ogmeira en bara skjól fyrir bolt- ann, hann hefur þegar gert fjögur mörk fyrir Þórsara í Pepsi-deildinni og er kominn í hóp markahæstu manna. Efstur á blaði er KR- ingurinn Gary Martin með sex stykki. Chuck gerði eitt af þremur mörkum liðs síns í Keflavík og átti stóran þátt í öðru sem Jóhann Helgi Hannesson skoraði. Hann er algjör lykilmaður í sóknarleik Þórsara sem hefur á köflum verið býsna góður í sumar. Alltént er það ekki varn- arleikurinn sem hefur skilað liðinu 10 stigum og áttunda sætinu í deild- inni. Hann hefur verið afleitur og engin tilviljun að Þórsarar hafa fengið á sig flest mörk allra liða, 22 talsins. Eitthvað er Eyjólfur þó að hressast, þess bera aðeins tvö mörk í síðustu tveimur leikjum vitni. víkverji@mbl.is Víkverji Trúr er Guð sem hefur kallað ykkur til samfélags við son sinn Jesú Krist, Drottin vorn. (Fyrra Korintubréf 1:9) Hollt smurbrauð alla daga Suðurver | Mjódd | Glæsibær | Húsgagnahöllin | Smáratorg | Austurver Ciabatta með laxi 839 kr. Píta með buffi 779 kr. Núðlur með kjúkling og eggjum 629 kr. Beikonbræðingur 910 kr. Roastbeef borgari 689 kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.