Morgunblaðið - 02.07.2013, Side 30

Morgunblaðið - 02.07.2013, Side 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2013 • Gler og umgjörð frá 16.900 kr. plast með glampavörn • Margskipt gleraugu frá 39.900 kr. umgjörð og gler. • Verðlaunaglampavörn frá NEVA MAX, 150% harðari, sleipari og þægilegri í þrifum 8.000 kr. Öll verð miðast við plast-gler SJÓNARHÓLL Frumkvöðull að lækkun gleraugnaverðs á Íslandi Við höfum lækkað gleraugnaverðið Nú geta ALLIR keypt sér gleraugu Reykjavíkurvegur 22, Hafnarfirði | S. 565 5970 | sjonarholl.is Margverðlaunuð frönsk gæðagler AF LISTUM Karl Blöndal kbl@mbl.is Nick Cave og hljómsveitin The Bad Seeds tóku tónlistarhátíðina All To- morrow’s Parties með trompi. Alveg frá því að hann stökk inn á sviðið á laugardagskvöldið var ljóst að þetta yrði ekkert venjulegt kvöld. Cave lék á als oddi, talaði til áhorfenda – ráðlagði meira að segja einum að uppfæra snjallsímann sinn í texta- spuna. Lagður hafði verið rani út frá sviðinu út í salinn fyrir Cave. Eins og fram hefur komið í fréttum og sást á myndskeiði á mbl.is datt hann af rananum niður á gólf í upphafi tónleikanna. Hljómsveitin hélt áfram að leika eins og ekkert hefði ískorist, en augljóst var að ekki var allt með felldu þegar öryggisvörður kom hlaupandi og stökk niður til hans. Nokkur löng augnablik liðu áður en Cave kom hlaupandi inn á sviðið aftur, hóf upp raust sína á ný og færðist í aukana ef eitthvað er. Honum virtist ekki hafa orðið meint af byltunni, en hafði þó á orði milli laga undir lokin að sig sárverkjaði í afturendann. Sló sjálfum sér við Cave fór vítt og breitt um feril sinn, kyrjaði dimma og drungalega texta sína af fítonskrafti á meðan hljómsveitin The Bad Seeds með hinn stríðhærða Warren Ellis í far- arbroddi ýmist með fiðlubogann á flugi eða standandi upp úr hálsmál- inu eins og hann hefði orðið fyrir árás indíána lék sem andsetinn, fylgdi söngvaranum hvert á land sem hann vildi fara, um sögusvið farandpredikara, loddara, fjölleika- húsmanna og morðingja, inn í myrkustu öngstræti og um ögn bjartari lendur þar sem vonarglæta náði að brjótast í gegn; og flutn- ingur hennar féll að tónlistinni eins og hanski að hönd, hvort sem söngv- arinn hvíslaði í hljóðnemann eða þandi raddböndin sem mest hann mátti. Cave náði salnum strax á sitt vald, áhorfendur grétu, hlógu og dönsuðu. Eftir að hafa heyrt Cave í þessum ham verða plöturnar eins og bergmál, frekar en að sýna hvers hann er megnugur, eins og skuggi af frummynd, afrit en ekki frumrit. Cave hefur áður komið til Íslands og ekki alltaf verið með á nótunum. Í viðtali þegar hann kom hingað í annað sinn var hann svo út úr heim- inum að þegar hann var spurður um fyrri heimsókn sína þvertók hann fyrir að hafa nokkru sinni komið áð- ur til Íslands. Að þessu sinni var Cave með algera stjórn á hlutunum. Skrifari heyrði í nokkrum tónleika- gestum, sem áttu það sammerkt að hafa séð Cave oftar en einu sinni áð- ur á tónleikum, og voru þeir á einu máli um að þeir hefðu aldrei séð hann í jafn góðu formi. Þegar Cave fór af sviðinu brutust út dynjandi fagnaðarlæti og eftir að hafa látið ganga nokkuð á eftir sér steig hljómsveitin á svið að nýju og tók eitt aukalag. Fláráður farandklerkur Megindagskráin var í gömlu flug- skýli á hinu yfirgefna varnarliðs- svæði á Miðnesheiði. Staðurinn er tilvalinn fyrir dagskrá af þessu tagi. Í flugskýlinu er nú kvikmyndaver, sem ber nafnið Atlantic Studios. Í gamla kvikmyndahúsinu á vellinum, Andrews Theatre, tróðu einnig upp hljómsveitir auk þess sem þar voru sýndar bíómyndir. Á laugardags- kvöldið valdi leikkonan Tilda Swin- ton, sem stelur senunni í myndbandi Davids Bowies, The Stars Are Out Tonight, myndirnar. Þegar skrifari leit þar inn var að hefjast myndin The Night of The Hunter, óhugn- anleg mynd þar sem Robert Mitch- um leikur fláráðan farandklerk, sem hefur illt í hyggju. Mitchum var svo ógnvekjandi að það var léttir að koma út í bjarta sumarnóttina. Í kvikmyndahúsinu náði skrifari fyrr um daginn að hlusta á for- vitnilega raftónlist Valgeirs Sig- urðssonar og seiðandi tóna Amiinu. Nick Cave var snemma á dagskrá kvöldins og enginn öfundsverður af að koma í kjölfar hans. Hjaltalín fékk það vanþakkláta hlutverk og komst eins vel frá því og búast má við, Högni Egilsson hefur mikla nærveru á sviðinu, Sigríður Thorla- cius syngur eins og engill og hljóm- sveitin þétt og kraftmikil. Hljómsveitin Deerhoof hefur far- ið vaxandi. Meðlimirnir eru frá San Francisco utan söngvarinn og bassaleikarinn Satomi Matsuzaki, sem er frá Tókýó. Tónlistin er hröð og grípandi, villt og gáskafull. Hljómsveitar Thurstons Moores, Chelsea Light Moving, hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu. Moore var forsprakki hinnar áhrifa- miklu hljómsveitar Sonic Youth ásamt Kim Gordon. Þegar slitnaði upp úr sambandi þeirra var hljóm- sveitin sett á ís. Moore stofnaði hljómsveitina Chelsea Light Moving í fyrra. Nafnið vísar ekki til flökku- ljóss í hverfinu Chelsea í New York, heldur flutningafyrirtækis, sem tón- skáldið Philip Glass stofnaði til að eiga fyrir salti í grautinn áður en frægð og frami gerðu honum kleift að lifa af listinni. Moore er spor- göngumaður bandarísks pönks og hættir sér ekki langt frá upprun- anum með hinni nýju hljómsveit. Tónlistin var kraftmikil og hrá og lögin af ýmsum toga, eitt til stuðn- ings rússnesku hljómsveitinni Pussy Riot í prísund sinni, annað innblásið af skáldinu William S. Burroughs. Synir Lees Marvins Áður en Cave tróð upp spilaði hljómsveitin Sqürl, tríó kvikmynda- leikstjórans Jims Jarmusch. Meg- instefið var þungur rafmagnsgít- arniður, sem á köflum minnti á tímamótaplötu Lous Reeds, Metal Machine Music. Ekki amalegt. Þess má geta að þrír af flytj- endum kvöldsins eru sagðir vera fé- lagar í sama leynifélaginu, sem ber heitið Synir Lees Marvins (Sons of Lee Marvin). Eina skilyrðið fyrir inngöngu er að líta þannig út að ekki sé útilokað að maður gæti verið sonur leikarans, sem þekktur var fyrir að leika harðsoðnar hetjur. Jarmusch stofnaði leynifélagið, Cave er sagður vera félagi og sömu- leiðis Moore að því að hermt er. Þegar allt er talið var All Tomor- row’s Parties frábær tónlistarveisla þar sem Nick Cave stóð upp úr með stórkostlegum tónleikum, sem slógu út allar veislur morgundagsins. Kraftmikill Cave fór á kostum Funheitur Nick Cave lagði salinn að fótum sér á frábærum tónleikum á há- tíðinni All Tomorrow’s Parties og galdraði fram ógleymanlega stemningu. Ljósmynd/Arnar Bergmann Sigurbjörnsson Tignarlegur Söngvarinn Högni Egilsson fer á flug á tónleikum Hjaltalín. Fjör Mikið gekk á þegar sveitin Æla tók nokkur lög undir berum himni. Tónlistarhátíðin All Tomorrow’s Parties

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.