Morgunblaðið - 02.07.2013, Side 31

Morgunblaðið - 02.07.2013, Side 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2013 Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt að gera kröfur um gæði og góða þjónustu. bizhub C35 er sannkallað fjölnotatæki bizhub C35 er prentlausn sem hentar flestum fyritækjum. Prentari, ljósritunarvél, faxtæki og skanni í einu nettu tæki sem prentar 30 blaðsíður á mínútu, hvort sem er í svart-hvítu eða lit. Kynntu þér rekstrarkostnaðinn því hann kemur á óvart. Þú þarft ekki annað tæki en bizhub C35. Verð: 379.900 kr. Konica Minolta fjölnotatækin eru margverðlaunuð fyrir hönnun, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika. Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is FERSKLEIKI • GÆÐI • ÞJÓNUSTA HUMARSALAT “á la Café Paris” með klettasalati, papriku, fetaosti, sultuðum rauðlauk, cous-cous og hvítlaukssósu RISARÆKJUR MARINERAÐAR í chili, engifer og lime, bornar fram með spínati, klettasalati, rauðlauk, tómötum, mangó og snjóbaunum BARBERRY ANDAR ,,CONFIT” SALAT með geitaosti, brenndum fíkjum, fersku salati, rauðrófum, melónu, ristuðum graskersfræjum, rauðlauk og appelsínufíkjugljáa Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Þegar rútan mætti í Ásbrún voru Apparat Organ Quartet því miður hálfnaðir með tónleika sína og þeir fáu tónleikagestir sem mættir voru hylltu þá af miklum móð. Mér þykir einnig miður að hafa misst af kvik- myndinni Diabolik sem var ein þeirra mynda er leikstjórinn Jim Jarmusch hafði valið til sýningar á hátíðinni. Það þótti heldur undarlegt að dag- skráin skyldi hefjast áður en rút- urnar mættu á svæðið en hundurinn liggur eflaust grafinn í vinnutíma fólks en aðstandendur hátíðarinnar hafa eflaust viljað gefa vinnandi fólki tækifæri til að ná rútunum í Reykja- vík. Hví rúturnar lögðu ekki af stað fyrr á laugardeginum, þegar dag- skráin byrjaði í raun klukkan 11, kann ég engar skýringar á. En nóg um það. Rafpopp og njósnarar Eitt af stærri nöfnunum á hátíð- inni, þýska plinkerpoppsveitin The Notwist, steig fremur snemma á svið og heillaði viðstadda með rafdrifnum laglínum og gítarspili. Sveitin var stofnuð fyrir tuttugu og fjórum árum en það var ekki að sjá að meðlimir sveitarinnar væru orðnir lúnir. Há- punktur framkomu þeirra var klár- lega þegar þeir tóku lagið Pick Up the Phone af plötunni Neon Golden og ég er ekki frá því að lagið sé tals- vert betra í lifandi flutningi. Martin Gretschmann, forritari sveitarinnar sem margir ættu að þekkja sem Con- sole, var einkar flottur á sviði þar sem hann stóð stjarfur og lék sér að alls- kyns tölvubúnaði. Eins og áður sagði var Jim Jar- musch fenginn til að velja kvikmyndir til að sýna á föstudeginum í Andrews Theater, sem er skammt frá Atlantic Studios þar sem tónleikarnir voru haldnir. Það fyrirkomulag að geta valið á milli tónleika eða kvikmynda á sömu hátíðinni er frábært og til eft- irbreytni. Bíósalurinn var þó fremur tómlegur, líkt og tónleikastaðurinn, þegar kvikmyndin Our Man Flint frá árinu 1966 hófst. Myndin segir frá njósnaranum Derek Flint, sem leik- inn er af James Coburn, sem sigrast á erfiðleikum vopnaður persónutöfr- um og skjalli. Kvikmyndin, sem er einskonar háð í garð James Bond, hefur skipað sér sess sem einskonar költ-kvikmynd enda yndislega hall- ærisleg. Í myndinni má finna ákveðna ádeilu á kynjahlutverk í kvikmyndum á borð við James Bond-myndirnar, þar sem eldklár flagari tælir til sín heilu kvennabúrin með fagurgala. Rokkhundur frá Manchester Í Atlantic Studios var röðin komin að Manchester-sveitinni The Fall. Mikil spenna var í loftinu þegar söngvari sveitarinnar, gamli rokk- hundurinn Mark E. Smith, steig á svið en kauði er þekktur fyrir ansi líf- lega sviðsframkomu. Með honum í för var fríður flokkur hljóðfæraleikara en hljómsveitin hefur breyst mikið í ár- anna rás. Sveitin var hluti af síðpönk- stefnu áttunda áratugar síðustu aldar en hún hefur aðeins orðið pönkaðri með árunum ef eitthvað er. Smith fór á kostum á sviðinu og ef hann var ekki í mjög annarlegu ástandi þá er hann mjög góður leikari. Á köflum var það þó orðið heldur pínlegt þegar hann var farinn að andskotast í hljóð- færum hljómsveitarmeðlima sinna við litla hrifningu þeirra en mikla kát- ínu tónleikargesta. Sveitin komst þó vel frá sínu og lýðurinn var ánægður. Botnleðja þakti því næst sviðið og náði að skapa góða stemningu. Sveit- in, sem er nýbúin að gefa út safn- plötu, tók hvern slagarann á fætur öðrum og meðlimir hennar virtust skemmta sér jafn vel og sá tryllti lýð- ur er hyllti þá. Gaman var að sjá Andra Frey Viðarsson, útvarps- og sjónvarpsmann með meiru, stíga á svið með sveitinni en kappinn tekur sig vel út á sviði. Svartagaldur og sofandi gestir Kvikmynd frá Hong Kong, The Boxer’s Omen, hófst í Andrews Thea- ter á miðnætti en því miður var sal- urinn enn nokkuð tómur. Nokkrir fé- lagar virtust hafa komið sér fyrir í salnum til að hvíla lúin bein og þung augnlok og var það allt gott og bless- að. Myndin, sem einnig er költ-mynd frá árinu 1983, segir sögu bardaga- kappa sem leggur í mikinn hefnd- arleiðangur. Á vegi hans verður svartagaldursprestur sem gerir allt hvað hann getur til að stöðva sögu- hetjuna. Þær tæknibrellur sem not- aðar eru í myndinni eru ansi frum- legar og kynjaverur þær er presturinn kallar fram einkar seið- andi og skemmtilegar. Að mynd lokinni var ferðinni aftur heitið í Atlantic Studios þar sem Gho- stigital stóð sig frábærlega í því að halda uppi stuðinu í þeim fáu tón- leikagestum sem eftir voru. Eins og gefur að skilja var heim- ferðin í rútunni heldur skrautleg þar sem tónleikagestir voru misvel á sig komnir. Þrátt fyrir fámenni var dag- urinn mjög vel heppnaður. Þær sveitir sem tróðu upp stóðu sig einkar vel auk þess sem kvikmynd- irnar í bíósalnum voru áhugaverðar og fjölbreyttar. Breskur tónleika- gestur sem var að fara á sína fimmtu ATP-hátíð tjáði mér að hátíðin væri nokkuð minni í ár en hún hefði verið fyrir nokkrum árum. Það kom þó ekki að sök og vonandi verður hátíð- in á sínum stað að ári liðnu, enda um að gera að nýta húsnæðið í þessu fyrrverandi Natóbæli til hins ýtr- asta. Ljósmynd/Arnar Bergmann Sigurbjörnsson Svalur Mark E. Smith, söngvari The Fall, er farinn að nálgast sextugt en kappinn lætur það ekki á sig fá. Seiðkarlar og síðpönk Ljósmynd/Arnar Bergmann Sigurbjörnsson Leikstjóri Jim Jarmusch valdi kvikmyndirnar á föstudeginum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.