Morgunblaðið - 02.07.2013, Qupperneq 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2013
KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM
Á TOPPNUM Í ÁR
KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
MANOFSTEEL3D KL.5-8-10-11
MANOFSTEEL2D KL.7-10:10
MANOFSTEELVIP KL.5-8-11
WHITEHOUSEDOWN KL.5-8-10:45
PAINANDGAIN KL.5:20-8-10:40
HANGOVER-PART3 KL.5:50-8 KRINGLUNNI
MAN OF STEEL 3D KL. 5 - 8 - 10
THE BIG WEDDING KL. 6 - 8 - 10:30
NOW YOU SEE ME KL. 5:30 - 8
MAN OF STEEL 3D KL. 5 - 8 - 11
MAN OF STEEL 2D KL. 6 - 9
THE BIG WEDDING KL. 6 - 8
PAIN AND GAIN KL. 8 - 10:40
NOW YOU SEE ME KL. 5:30 - 10
NÚMERUÐ SÆTI
KEFLAVÍK
MANOFSTEEL3D KL.8-11
MANOFSTEEL2D KL.5
WHITEHOUSEDOWN KL.10
THEBIGWEDDING KL.8
EPIC ÍSLTAL2D KL.5:50
AKUREYRI
MAN OF STEEL 3D KL. 5 - 8 - 11
THE BIG WEDDING KL. 6 - 8
PAIN AND GAIN KL. 10
FRÁ CHRISTOPHER NOLAN ÁSAMT
Z. SNYDER KEMUR STÆRSTA MYND ÁRSINS
MAGNAÐASTA BÍÓUPPLIFUN ÞESSA ÁRS!
SPECTACULAR
EMPIRE
GLÆSILEG
OFURHETJUMYND
H.S.S. - MBL
FRÁBÆR RÓMANTÍSK GAMANMYND
ÞRIÐ
JUDA
GSTI
LBOÐ
ÞRIÐ
JUDA
GSTI
LBOÐ
ÞRIÐ
JUDA
GSTI
LBOÐ
ÞRIÐ
JUDA
GSTI
LBOÐ
ÞRIÐ
JUDA
GSTI
LBOÐ
ÞRI
ÐJU
DAG
STI
LBO
Ð
7
Missið ekki af þessari
stórkostlegu teiknimynd
frá höfundum Ice AgeFRÁBÆR GAMANMYND SEM
ENGIN MÁ MISSA AF!
SUMARSMELLURINN Í ÁR!
16
16
-bara lúxus sími 553 2075
www.laugarasbio.is
BYGGT Á SANNSÖGULEGUM ATBURÐUM
UM LEIGUMORÐINGJANN RICHARD KUKLINSKI
Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilbo
ð
ÞriðjudagstilboðÞriðjudagstilbo
ð Þriðjudagstilboð
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
L
12WHITE HOUSE DOWN Sýnd kl. 5 - 8 - 10
THE PURGE Sýnd kl. 8 - 10:40
THE ICEMAN Sýnd kl. 8 - 10:20
THE INTERNSHIP Sýnd kl. 5
EPIC 2D Sýnd kl. 5
ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR
TILBOÐSDAGUR
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR
TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR
ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR
–BARA LÚXUS
www.laugarasbio.is
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Eitt aðallistasafn Litháens, þjóð-
listasafnið í Kaunas, hefur boðið ís-
lensku myndlistarkonunni Mireyu
Samper að sýna verk sín í safninu í
sumar en Mireya hefur tekið þátt í
listahátíðum í Litháen og þekkja
Litháar því nokkuð til hennar.
„Bæði hef ég tekið þátt í listahátíð-
um í Litháen en eins hafa sýning-
arstjórar safnsins fylgst með mér á
undanförnum árum og þekkja því til
mín og verka minna,“ segir Mireya
en hún er mjög spennt fyrir því að
sýna í Litháen og segir það mikinn
heiður að fá tækifæri til að setja upp
sýningu í svona stóru safni.
Góð aðstaða fyrir tækni Mireyu
Sýning Mireyu hefst 18. júlí og
lýkur 1. september. Allar aðstæður í
safninu eru góðar og segir Mireya að
það sé eins og safnið hafi verið hann-
að fyrir myndlistina hennar. „Ég
verð með innsetningar, málverk,
myndskeið og ljóð á sýningunni en
það sem kannski stendur upp úr er
hvað salurinn fangar vel þann stíl og
þá tækni sem ég hef verið að vinna
að og þróa í minni myndlist,“ segir
Mireya en hún hefur verið að vinna
með birtuflæði í myndum sínum.
„Það er kannski ekki auðvelt að út-
skýra þetta í stuttu máli en það má
segja að myndirnar séu í nokkrum
lögum og áhrofandinn sér verkin á
mismunandi hátt eftir birtunni í
kringum þau. Á ensku er þetta kall-
að translucent eða hálfgagnsætt þó
svo verkin sjálf séu ekki gagnsæ.“
Nýtur sín til fulls í safninu
Sýningarsalurinn sem hýsir
einkasýningu Mireyu í Kaunas-
safninu í Litháen er mjög sérstakur
að hennar sögn en þar er 32 metra
langur veggur þar sem ofanbirtan er
góð og myndast því óbein birtustýr-
ing fyrir myndlist Mireyu. „Nátt-
úruleg birta er mikil í salnum og það
er frábært fyrir mín verk. Þarna fæ
ég tækifæri til að nýta til fulls
tæknina sem ég hef verið að þróa og
því fullkomið tækifæri fyrir mig til
að njóta mín í þessu flotta rými
safnsins.“
Mireya hefur einungis getað
heimsótt safnið einu sinni og vinnur
því sýninguna út frá minni og mynd-
um af sýningarsalnum. „Ég er búin
að fara út og sjá salinn og hef líka
fengið myndir og teikningar af sýn-
ingarrýminu sjálfu, sem dugar auð-
vitað, allt unnið eftir nákvæmum
mælingum og verð að viðurkenna að
það er búið að vera skrítið að vinna
við þessar aðstæður. Ég get t.d. ekki
farið og mátað innsetninguna við sal-
inn og er því að vona að allt komi út
eins og það er í huganum á mér eða
jafnvel enn betur,“ segir Mireya en
sýningin er mikil viðurkenning fyrir
Mireyu, sem er mjög þakklát fyrir
að fá að sýna í jafnvirtu safni í Lithá-
en og þjóðlistasafninu í Kaunas.
Opnar sýningu í Litháen
Morgunblaðið/Ómar
Myndlist Mireya Samper myndlistarkona opnar sýningu í Litháen í júlí.
Vinnur með
birtuflæði og þró-
ar eigin tækni í
myndlist sinni
Orgelandakt í Kristskirkju nefnist
tónleikaröð í kirkjunni sem hefst á
morgun og stendur í allt sumar.
Hilmar Örn Agnarsson, organisti
í Grafarvogskirkju og fyrrverandi
dómorganisti í Skálholti og Krists-
kirkju, leikur á opnunartónleikum
tónleikaraðarinnar í hádeginu á
morgun kl. 12. Tónleikarnir taka
um hálfa klukkustund. Þess má
geta að aðgangur er ókeypis.
Á tónleikunum mun Hilmar Örn
leika á þrjátíu radda Frobeniusar-
orgel kirkjunnar, sem „er eitt
hljómfegursta kirkjuorgel landsins
og ekki spillir helgi og fagur hljóm-
burður kirkjunnar,“ segir m.a. í til-
kynningu frá skipuleggjendum. Á
efnisskránni eru verk eftir J.S.
Bach, m.a. Tokkata og fúga í d-moll
sem og h-moll prelúdían.
Orgelandakt í
Kristskirkju
Organisti Hilmar Örn Agnarsson
Ingibjörg Guðjónsdóttir er bæjar-
listamaður Garðabæjar árið 2013.
Hún lauk burtfararprófi í söng frá
Tónlistarskóla Garðabæjar og
stundaði framhaldsnám við In-
diana University í Bandaríkjunum.
Hún hefur haldið fjölda einsöngs-
tónleika, tekið þátt í tónlistar-
hátíðum og verið einsöngvari með
sinfóníuhljómsveitum, kammer-
sveitum og kórum, bæði hér á landi
og erlendis, auk þess að syngja í
óperum. Hún stofnaði og stjórnaði
um tíma Íslenska kvennakórnum í
Kaupmannahöfn. Ingibjörg er
söngkennari við Tónlistarskóla
Hafnarfjarðar og stjórnandi
Kvennakórs Garðabæjar sem hún
stofnaði árið 2000. Hún er listrænn
stjórnandi tónleikaraðarinnar
Þriðjudagsklassíkur, sem er ný tón-
leikaröð haldin í samstarfi við
menningar- og safnanefnd í sal
Tónlistarskóla Garðabæjar.
Nýr bæjarlistamaður Garðabæjar
Ánægð Ingibjörg Guðjónsdóttir söngkona er bæjarlistamaður Garðabæjar í ár.